Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14,—15. ágúst 1982 Suð fiskiflugunnar og hraðbrautin Bæjarrölt ÉgáheimaíÁrbæjarhverfi. Það er fremur geðslegt hverfi þó að það sé langt í burtu frá miðbænum. Reyndar hef ég alltaf stefnt að því að eiga heima í sæmilegu göngufæri frá gamla miðbænum, helst innan gömlu Hringbrautar. En það er eins og ég fjarlægist alltaf markið eftir því sem ég flyt oftar.Þrír síðustu dvalarstaðir mínir eru Bólstaðarhlíð, Ljósheimar og nú Hraunbær. Ég reyni þó að gera gott úr öllu og hugga mig við það að ég bý í góðri íbúð með alls konar verslanir, apó- tek og heilsugæslustöð á næstu grös- um. Svo er hægt að fara í skemmti- lega göngutúra meðfram Elliðaánum eða upp til heiða. Hverfið er orðið gróið og malbikað. Ég fór í Ár- bæjarsafnið á sunnudaginn var. Þar er ósköp gott að vera á góðum degi og er ég þó ekki fylgjandi því að tæma gamla bæinn af gömlum húsum og flytja þau á afvikinn stað. Ef Dillons- hús væri komið á ný á hornið á Suð- urgötu og Túngötu og þar væri rekið veitingahús með svipuðu sniði og gert er hér í Árbæjarsafninu slægi það út bæði Torfuna og Lækjar- brekku og væri þar að auki góð tekju- lind fyrir Minjasafn Reykjavíkur. Nú er grátt bílastæði á horni Suðurgötu og Túngötu. Já, það er verulega indælt að reika um tún að Árbæ og kíkja inn í alla litlu bæina eða skoða Dalamyndir úr Svíaríki. Svo er líka hægt að sleikja sólskin undir húsvegg og hlusta á fiskifluguna suða. Á sunnudaginn voru nokkrir duglegir menn og konur að leggja síðustu hönd á gerð gamals kotbæjar þar í túninu, byggðan á fyrirmynd austan úr Eiðaþinghá. Þetta voru elskulegir menn og konur og leyfðu öllum að þvælast fyrir. Einn ljóður er þó orðinn á Ár- bæjarsafni. Borgarstjórnin í Reykja- vík er að leggja Tisastóra hraðbraut meðfram safnsvæðinu og hefur brúað Elliðaárnar með einhverri þeirri for- ljótustu brú sem ég hef séð. Þarna koma Breiðhyltingay, Kópavogsbú- ar, Garðbæingar, Hafnfirðingar og reyndar Suðurnesjamenn allir til með að bruna á bílum sínum þegar þeir eiga leið úr bænum eða fara til vinnu sinnar í Ártúnshöfða. Ég er hræddur um að vond bíla- hljóð komi til með að yfirgnæfa suð fiskiflugunnar undir húsvegg í Árbæ og trufla ró makindalegra safngesta. Auk þess verður ekki beint skemmti- legt fvrir ■ okkur Árbæinga að þramma yfir þessa hraðbraut til að njóta yndis í Árbæjarsafni. Já, borgarverkfræðingur og borg- aryfirvöld eru stundum skrýtin. Þarna flytja þau göml hús með ærnum konstaði á einn stað fyrir utan bæinn í stað þess að leyfa þeim að vera áfram í sínu upprunalega og eðlilega umhverfi og eyðileggja svo allt saman með hraðbraut. Langtímamarkmið mitt er að komast ofan í gamla bæinn áður en síðasta timburhúsið verður flutt það- an. „ Guðjon Skrýtið og skondið „Það er eins og annað núna”, mælti karl nokkur, ,,að allir góðir siðir eru af lagðir. Nú er aldrei rifist við kirkju. Oðru visi var það i ungdæmi minu. Þá bar margur blátt auga og brotið nef frá kirkju sinni”. Þá er kerling nokkur hafði lieyrt lesna söguna af þeim Ad- am og Evu um syndafallið Eitt mælti hún: „Svo fór best sem fór. Það hefði ekki verið litill hofmóð- urinn i henni veröldu, hefðu allir veriðheilagir”. í sókn Bjarna prests að Mæli- felli var bóndi einn gamall, efnað- ur vel, en úthýsti jafnaðarlega ferðamönnum. Prestur vandlætti um það við bónda en hann gerði ekki að. Eitt sinn er prestur talaði þar um við karlinn, spyr prestur, hvort hann myndi vilja, að himnarikis dyrum yrði ekki upp lokið fyrir honum sjálfum á sin- um tima. Þá segir karl: „Það verður eigi i allt séð, sira Bjarni! Ég loka samt”. Eitt sinn þjónustaði prestur kerlingu. En er þvi var lokið, bið- ur hún hann að gefa sér tóbak upp i sig. Prestur gjörði það. Kerlingu þótti vænt um og mælti: „Þetta var nú góður, viðbætir, prestur minn! ” Kerling ein hafði þá venju, að hún signdi allar ærnar sinar, jafnskjótt og þær gengu út um kviadyrnar. En er hún hafði signt þá siðustu, mælti hún: „Til andsk.... farið þið nú samt allar i dag”. ritstjjornargreín Skipulagsmálasirkus Sjálfstœðisflokksins J Graf arvogssvæöið: Gengið freklega framhjá B orgarskipulagi segir Sigurður Harðarsson, arkitekt L' „Þetta eru alveg maka- laus vinnubrögö. Þarna er freklega gengiö fram hjá Borgarskipulagi og starfs- folki þess. Þetta sýnir vel þann valdhroka ef ekki valdniðslu sem einkennir Davið Oddsson og fylgis- menn hans." sagði Sigiirður llarðar mhi tulltrui Alþyðuliamlalagsms i skipulágsiu'lml Ueykjavikur Iwgar l'ioðvilimn ra'dili við haim uiu- liokun setn haim lei gcra ú siöasta íundi ncfndar- innar og er birt á bls. 3 i dag. Málift snyst uin ákvörftun um byggft norftan Grafarvogs cfta mcftíranv ströndinni hjá Ciufu ncsi Akvcftift hcfur vcrift aft næsta byggft Hcykjavikur vcrfti þar. cn málift hcfur ckki fcngift þá umfjöllun scm vcnja cr til ,.l»aft cr buift aft sámþykkja i borgarsijorn lorsög.n aft dcili skipulagi lyrir byggftma norftan (irafarvogs ;ui faglcgrar um ijiillunar Horgaiskipulags. sv«» >em \a:ii hclur vcrift til og þaft eru alveg hreinar linur meft þaft aft þaft er hlutverk Borgarskipu- lagsins. l»aft er skýrt tekift fram i reglugerft um Borgarskipulag aft Borgarskipulagiö só vinnu- stofnun skipulagsnefndar. ()g þaft er einnig hlutverk Borgar- skipulags aft gcra forsögn aft dciliskipulagi fyrir slik bygg- mgarsvæfti og undirhyggja hana laglega \ú bregftur liins vcgar svo vift aft torsögnin kcmur bcint Ira Sialfsta’ftisflnkknum og mcr cr ciigin launung a þvi aft þaft or boigarvcrklra’ftingur sjalfur sem samdi þessa forsögn. Hann stjórnafti skipulagsm álum borgarinnar siöast þegar Sjálf- slæftisflokkurinn var hér vift völd og þaft er unnift aft þvi núna leynt og Ijóst aft koma þeim aítur undir hans hatl. Hér er um aft ræfta aftför aft Borgarskipu- lagi og valdhroka sem á sér fá dæmi.” Sigurftur sagfti einnig aft mál þotta hcffti nánast cnga um- fjöllun fcngift i skipulagsnefnd Máliö hcffti vcrift keyrt i gegn á einum fundi þar sem cnginn fulltrui Alþvftubandalagsins hcffti vcrift l»ar ofan á bættist aft nclndin haffti t'iig.t faglega umfjöllun fcngift og hcldur ckki borgarstjurn scm samþykkti skipulagift siftan. þannig aft cng- mn i t'kstuftmngur hcffti fylgt til- lögunni — kj\. tWtMI Borgarverkfræðingur og borgarstjóri eru nú farnir að stjórna skipulagsmálum höfuð- borgarinnar með tilskipunum og án faglegs rökstuðnings fyrir gerðum sinum. Skipulagsnefnd borgarinnar og Borgarskipulag sem er vinnustofnun hennar hafa verið svipt verkefnum og tillögurétti. Þetta er samkvæmt skilgreiningu Jónasar á DV hinn svokallaði „fyrirtækjastill” i ákvarðanatöku, sem kemur i stað „ráðuneytisstilsins”, sem vinstri flokkarnir notuðu, þar sem mál fóru réttar boðleiðir i samræmi við fyrirmæli i borgarsamþykktum. Fyrir- tækjastillinn spyr um árangur en ekki um stjórnskipuleg og lýðræðisleg vinnubrögð. Hann er valdsstjórn sem aðeins verður dæmd af því hvort ákvarðanir „einræðisherr- anna” reynast skynsamlegar eða óskynsamlegar, hvort þær skila árangri eða ekki. Vinstra og hægra lið i fljótu bragöi gæti hundsun borgarstjóra og borgarverk- fræðings á skipulagsnefnd og Borgarskipulagi sýnst vera angi af deilu um það hvort verk- fræðingur eða arkitektar skuli vera ráðandi aðilar i mótun byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Borgarverkfræðingur hefur stjórnað skipulagsmálum á siðustu valdatimabilum Sjálf- stæðisflokksins i borginni og ætla mætti að hann væri nú aðeins að kalla eftir sinum gamla rétti og frábiðja sér fag- lega umfjöllun arkitekta og skipulagsfræðinga. Málið er þó ekki svona einfalt. Sérlegur blaðafulltrúi borgar- stjóra, sem gegnir nafninu Svarthöfði i DV, hefur upplýst að „vinstra liðinu” i borgar- kerfinu veröi ekki liöin nein uppivaðsla og það verði einfald- lega látið gleypa loft á skrif- borðum sinum verði það ekki til friðs. Samkvæmt upplýsingum Svarthöfða blaðafulltrúa Daviðs Oddssonar er vinstra liðið m.a. að finna á Borgarskipulaginu. „Hægra líöiö" hjá borgarverk- fræðingi er nú að taka út hefndir á „vinstra liðinu” hjá Borgar- skipulagi. Annað verður ekki lesið út úr skrifum blaðafull- trúans. Innan sviga (Innan svigans skal tekið fram að Indriði G. Þorsteinsson sem gegnir nafninu Svarthöfði er á launum hjá Daviö Oddsyni samkvæmt sérstökum samningi frá þvi er Davið var formaður stjórnar Kjarvalsstaða og á að vera að fást við ritun Kjarvals- sögu. Samkvæmt samningnum sem Indriði las Davið fyrir fær sá fyrrnefndi laun fyrir verkið eftir eigin geðþótta. En þar sem það sækist seint bætir hann Davið það upp með þvi að starfa sem sérlegur blaðafulltrúi hans i Svarthöfðagreinum. Reikn- ingar eru greiddir á borgar- skrifstofunum). Valdhroki og ósvífni „Hægra liðið” hjá borgar- verkfræðingi hafði sér það til dundurs á siöasta kjörtimabili að smyr.ja á kostnaöartölur vegna undirbúnings Hauöa- vatnssvæöisins til bygginga. Þaö komst m.a. aö þeirri niður- stööu aö væntanlegir ibúar þar þyrftu aö losa sig viö 2-3 sinnum meiri úrgang heldur en meöal- Jón i Heykjavik. Nu tæst þaö viö aö réttlæta „slrandskipulag” Daviðs Oddssonar og undirbúa byggö meðfram ströndinni hjá Gufunesi. Eins og fram kemur i bókun Sigurðar Harðarsonar í skipu- lagsnefnd, sem birt var i blað- inu i gær, virðist allt hniga að þvi að Sjálfstæðismenn ætli að vera þeim vana sinum trúir að vanda litt til skipulagsvinnu og uppskera ónothæft skipulag eins Einar Karl Haraldsson skrifar og fjöldinn allur af dæmum úr skipulagssögu þeirra i Reykja- vik sannar. Vinnubrögð þeirra i sambandi við nýtt byggingar- svæði fyrir 8-10 þúsund manna byggð eru ótrúlega óvönduð og i ósamræmi við staðfest aðal- skipulag. Og ekki bætir það úr skák að hafin er gerð deiliskipulags inn á landi Keldna, án þess aö svo mikið sem ræða við ráðamenn Tilraunastöðvar Háskólans og gerðar samþykktir um frekari skerðingu lands þeirra áður en gengið er til samninga. Slikt kann ekki góðri lukku að stýra og verður að telja meiriháttar valdhroka og ósvifni, eins og Sigurður Harðarson bendir á. Leikbrúður borgarstjóra Sigurður Harðarson vikur einnig að þvi i bókun sinni að núverandi meirihluti i skipu- lagsnefnd og þá sérilagi for- maður nefndarinnar, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, séu óábyrgar leikbrúður borgar- stjóra, og hafi ekki verið ætlað neitt pólitiskt hvað þá faglegt hlutverk i stjórn skipulagsmála borgarinnar. Formaðurinn er ekki einusinni ábyrgur orða sinna, þvi þó að hann segi að engir fundir verði i nefndinni i júli, og nefndarmenn minni- hlutans taki mið af þvi, er engu að siður efnt til funda og settir stimplar á tilskipanir borgar- stjóra. Svo er þrætt fyrir að lof- orð og yfirlýsingar hafi verið gefnár þó aö fleiri en eitt vitni staðfesti að svo hafi verið gert með sérstökum bókunum i skipulagsnefnd. Morgunblaðið var að kvarta yfir þvi að stjórnmálamenn væru sifellt ósvifnari við að ljúga opinberlega. Maður hallast að þvi að þessi fullyrðing kunni að hafa við nokkur rök að styðjast við að kynna sér gang skipulagsmála þessar vikurnar i höfuöborginni. — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.