Þjóðviljinn - 14.08.1982, Page 9

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Page 9
‘Helgíir 14.—15. ágúst'1'962 JiJÓÐVILJINN — SÍÐ'A 9 kviHmyndir skrifar Á gylltum polli Síðsumar (On Golden Pond) Bandaríkin, 1982 Stjórn: Mark Rydell Handrit (eftir samnefndu leikrit): Ernest Thompson Kvikmyndun: Billy Williams Tónlist: Dave Grusin Leikendur: Katharine Hepburn Henry Fonda, Jane Fonda. Ingibjörg Hara Það kom víst fáum á óvart að Kat- harine Hepburn og Henry Fonda skyldu fá Óskarsverðlaunin 1982 fyr- ir leik sinn í On Golden Pond. Bæði eiga þau u.þ.b. hálfrar aldar leikferil að baki og eru í hópi þeirra Holly- woodstjarna sem hafa staðið af sér allar tískusveiflur. Þessi mynd virðist gerð til þess eins að leyfa þeim að sýna heiminum að þau geti enn leikið, enda gera þau það og vantar ekki glæsileikann. Þetta er notaleg mynd. Hún er tek- in í íðilfögru umhverfi af kvikmynda- tökumanni sem greinilega kann sitt fag og tekst að skapa réttu stemmn- inguna fyrir notalegt fjölskyldu- drama. Sögupersónurnar eru ein- angraðar í þessu umhverfi, eina persónan sem skiptir einhverju máli og tilheyrir ekki fjölskyldunni er bréfberinn með póstinn. Hann flokk- ast þó ekki undir ókunnuga, því hann hefur gegnt starfi sínu lengi og þekkir fjölskylduna. Þannig er skapaður lít- ill og notalegur heimur utanum vand- amál sem líka verður að teljast ansi lítið. Vandræði með tjáskiptin Norman Thayer er prófessor á eftirlaunum, áttræður, og á í miklum vandræðum með tjáskiptin. Hann er nefnilega mjög hryssingslegur í til- svörum. Konan hans, Ethel. heldur því stíft fram að á bakvið kuldalegt viðmót hans búi viðkvæm sál og hjarta af gulli, en því trúir enginn nema hún. Allra síst einkadóttir þeirra hjóna, Chelsea, sem að sjálf- sögðu er leikin af Jane Fonda. Sam- skipti þeirra feðgina eru reyndar ann- að af tveimur aðalþemum myndar- innar - hitt er dauðahræðsla Norm- ans. Myndin gerist á einu sumri. Norm- an og Ethel eru í sumarhúsi sínu við Gulltjörn og Chelsea kemur í heim- sókn til þeirra ásamt vini sínum, tannlækninum Bill og syni hans Billy, sem er þrettán ára. Chelsea og Bill fara síðan í Evrópuferð og skilja Billy eftir hjá gömlu hjónunum. Norman er iðinn við andstyggilegheitin fram- eftir myndinni, en svo fer að Billy vinnur hug hans og hjarta og þá er ekki að sökum að spyrja: gamli maðurinn verður hinn notalegasti í viðmóti og tekur dóttur sinni vel þeg- ar hún kemur að sækja strákinn. Á endanum virðast þau ætla að sætta sig hvort við annað, og ekki nóg með það, heldur virðist sá gamli nú geta hugsað um dauðann af jafnaðargeði. Sálfræði fyrir byrjendur Þótt ytri atburðarás sé ekki flókin verða miklir atburðir í sálarlífi per- sónanna á þessu sumri, einkum Normans og Chelsea. Gallinn er bara sá, að allt þetta sálarlff kemur ein- staklega barnalega fyrir sjónir. Það er engu líkara en höfundur handrits- ins hafi lesið byrjendabók í sálfræði og fengið þar einskonar formúlu til að fara eftir, í staðinn fyrir að moða úr mannlífsins margbreytileika. Pabbinn vildi strák, en fékk stelpu í staðinn og gat aldrei sætt sig við það. Stelpan er löngu farin að heirnan, á fjögur hjónabönd að baki, en hefur ekki fyrirgefið pabba sínum enn. Eft- ir öll þessi ár og alla þessa lífsreynslu er hún enn varnarlaus og húmorlaus þegar hann er annars vegar. Þetta er útaf fyrir sig talsvert ótrúlegt. Hitt er þó enn ótrúlegra að veggurinn á milli þeirra skuli hrynja svo fyrirhafnarlít- ið sem höfundur verksins vill vera láta. Allt í einu er einsog álfkonan góða hafi komið með töfrasprotann sinn og allt fellur í ljúfa löð. Happy end. Svona gerist þetta í Hollywood- 'myndunum, mikið rétt. En varla í lífinu sjálfu, jafnvel ekki í guðs eigin landi. Beri maður Síðsumar saman við obbann af því sem nú er boðið uppá í reykvískum kvikmyndahúsum verð- ur maður þó að viðurkenna að mynd- in hefur ýmislegt til síns ágætis. Leikurinn er góður, einkum hjá. gamla fólkinu, og kvikmyndatakan rómantísk og falleg. Öðru hverju er einsog eigi að fara að taka á ein- hvérju bitastæðu vandamáli, en yfir slíkt er jafnhraðan breitt - til hvers ætti 'svosem að hrella fólk, hefur það ekki nóg af vandamálum að glíma við í sínu eigin lífi? Er ekki ágætt að fólk haldi að ellin geti verið svona hug- Ijúf, einhversstaðar í góðu veðri við gylltan poll? Katherine llepburn og Henry Foiula liöfðu leikið i samanlagt yfir 100 löngum kvikmyndum en aldrei saman fyrr en nú. Þetta var svanasöngur Henry Fonda þvi hann lést i fyrradag. Öðruvísi Bandaríki Sigurjón heitir maður Sighvats- son og hefur lokið kvikmynda- námi i Bandarikjunum. Ilann hefur nú undirbúiö og skipulagt bandariska kvikmyndaviku, i samvinnu við islensk-ameriska l'élagið og The American Film Institule, og hefst vikan i dag, laugardag, i Tjarnarbiói. Til hvers i ósköpunum, kynni einhver að spyrja, eru ekki reyk- visku kvikmyndahúsin alltal aö sýna bandariskar kvikmyndir? Mikiö rétt, en Sigurjón ætlar aö sýna öðruvisi myndir en þær sem viö fáum venjulega aö sjá. Kvik- myndavikan ber heitiö „Nýir straumar i ameriskri kvik- myndagerö" og á dagskrá hennar eru eingöngu myndir sem geröar hala veriö á undanlörnum þremur árum „utan múra Holly- wood” einsog segir i sýningaskrá. 1 öllum helstu borgum Banda- rikjanna hala sprottiö upp hópar kvikmyndagerðarmanna sem iramleiöa myndir án þess aö ánetjast hinum eiginlega kvik- myndaiönaði. Þeir vilja vera sjálístæðir og ljármagna myndir sinar oft sjállir, eöa meö stuön- ingi ýmissa aöila i heimaborgum sinum. Myndirnar eru þvi mun ódýrari i framieiðslu en Holly- wood-myndir, og auk þess eru oft tekin iyrir i þeim málefni sem ylirleitt eru sniðgengin i Holly- wood. Þaö ler ekki hjá þvi aö slikar myndir geli aöra sýn inn i bandariskan veruleika en glans- myndirnar sem viöerum vönust. Tiu kvikmyndir eru á dag- skránni, og veröur hér fyrst getiö þeirrar sem hvaö mesta lorvitni vekur: Kal'l'istofu kjarnorkunnar (The Atomic Calé) eltir Kevin - Hafi'erty, Jayne Loader og Pierce Ralferty. Hún er búin til úr bandariskum áróöursmyndum frá kaldastriðsárunum lyrri og fjallar um kjarnorkustriö og þann viðbúnað sem bandariskum almenningi var sagt aö hal'a, ef til styrjaldar kæmi. Með þvi að klippa saman þetta gamla elni ku hölundum myndar- innar hala tekist aö skapa nötur- lega og um leiö gráthlægilega mynd aí striösbrjálæöi og ábyrgöarleysi bandariskra yiir- valda. Myndin er þvi i hæsta máta timabær nú, enda er þaö halt el'tir einum hölundanna, að áróðurinn nú á dögum sé jafnvel útsmognari en hann var á kalda- striðsárunum, og aö ýmsir þeirra stjórnmálamanna sem voru virkir i kjarnorkukapphlaupinu þá séuenn i hópi þeirra sem ráöa málum i Washington. Athygli skal vakin á þvi aö Kaffistofa kjarnorkunnar veröur aðeins sýnd um þessa helgi, kl. 5 og 9 i dag og kl. 3 og 9 á morgun. IIjartaland (Heartland) ei'tir Hichard Pearce er ein þeirra mynda sem komist hala á blaö i kvikmyndaheiminum þótt hún sé ekki framleidd af stóriyrirtæki, þvi hún hlaut Gullbjörninn á kvik- myndahátiöinni i Berlin 1980. Myndiner byggö á ævisögu konu, sem gerðist ráöskona i sveit áriö Kaflistola kjarnorkunnar: svona var mönnum m.a. sagt að verjast kjarnorkustyrjöld á kaldastriðs- árunum fyrri. 1910 og varö þannig þátttakandi i þvi harðneskjulega irumbyggja- lifi sem svo olt helur veriö lýst i bandariskum kvikmyndum. Þaö er hinsvegar einsdæmi aö þessu lifi sé lýst l'rá sjónarhorni konu, enda mun þessi mynd vera tals- vert frábrugöin þvi sem viö köllum vestra. Iljartaland ilokkast iiklega undir kvennamyndir, og sama er að segja um tvær aðrar myndir á dagskránni: Tylftirnar (The Dozens) sem segir irá eri'iö- leikum ungrar konu viö að aðlag- ast þjóðlélaginu eftir aö hafa setið i langelsi tvö ár, og Yfir- undir, skáballt niður.sem gerö er af pölitiskum starlshópi i San Fransiscoog l jallar um iönverka- mann og fjölskyldu hans, meö megináherslu á kvenlrelsi og stéttabarátlu. t'larence og Angelsegir lrá liíi tveggja svertingjastráka i Ilarlem og er gerö ai svertingj- anum Hobert Gardner. Það er ekki oft sem við fáum aö sjá bandariskar myndir um kyn- þáttavandamáliö, geröar af svertingjum. Vandamál pönk- æskunnar er tekiö lyrir i myndinni Varanlegt frilPerman- ent Vacation) eftir Jim Jarmusch, og utangarðstólk er viðfangselni Ncðanjarðarknap- anna (Subway Hiders), sem er nýbylgjumynd lrá New York. 1 myndinni llinir sjö frá Secau- cus snúa afturHReturn the Secau- cus Seven) er á gamansaman hátt sagt frá afdrifum róttæk- linga sjöunda áratugarins. Þetta i er bandarisk útgáfa af svissnesku myndinni „Jónas sem verður 25 ára árið 2000”, sem sýnd var hér á siöustu Kvikmyndahátið. Chan cr týndur (Chan is Missing) ei'tir Wayne Wang íjall- ar um lif bandariskra Kinverja i San Fransisco. Og lokser að geta myndar um „ameriska draum- inn”: Fjölskyldufyrirtæki (Family Business) eftir Tom Cohen. Þar er sagt frá dæmi- gerðri bandariskri millistéttar- fjölskyldu i dæmigerðri banda- riskri smáborg. Kvikmyndavikan stendur yfir i Tjarnarbiói frá 14. til 21. ágúst, og sýningar eru kl. 3, 5, 9, og 11 um helgarnar en kl. 5, 9 og 11 virka daga.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.