Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.—15. ágúst 1982
fullyrðir Eyjólfur í Epal,
er hugsjónastarf
ist fyrst og fremst á því að við sitj-
um ekki upp með iager. Fólk þarf í
mörgum tilvikum að panta þá tex-
tílvöru eða lampa sem það vill fá.
En þetta þýðir jafnframt, að fólk
getur valið úr mun meira úrvali en
gengur og gerist annars staðar. Við
höfum hér fyrst og fremst sýnis-
horn.
— En svo við víkjum aftur að
því, sem þú sagðir frá í upphafi, að
allir munir í versluninni væru í
”hönnunarlegu samræmi" — ertu
þá ekki að negla niður einn smekk
gagnvart kaupandanum? Er hann
þá ekki dæmdur til að versla við
þig, og þig eingöngu það sem eftir
er, ef hann á annað borð byrjar að
versla hér?
— Það þarf ekki að vera, þó það
geti auðvitað verið á þann veginn.
Þessi húsbúnaður, sem hér er seld-
ur er ekki svo framúrstefnulegur,
að það passi bara ekkert með því.
Þess vegna er það nú, sem við erum
með þá þjónustu, að fólk getur
fengið muni og textíla lánaða heim
til sín, til að sjá hlutina í því um-
hverfi, sent þeir koma til með að
verða.
Þessi svokallaða
tíska
Nú, þeir munir, sem við seljum,
eru ekki allir samkvæmt nýjustu
tísku. Hér höfum við t.d. lampa,
sem er teiknaður árið 1927, stóla
frá 1932, sófa frá 1958, svo dæmi
’Tilgangurinn með stofn-
un verslunarinnar Epal var
upphaflega sá að stíla upp á
vandaða hönnun. Við byrj-
uðum að vísu bara á glugg-
atjöldum og öðrum textílum,
en síðan hefur versluninni
vaxið ásmegin, og við flytj-
um núna inn margs konar
vörur sem má flokka einu
nafni undir húsbúnað“,
sagði Eyjólfur Pálsson,
verslunarmaður í Epal, þegar
blaðamaður Þjóðviljans sett-
ist niður með honum í versl-
uninni fyrir skemmstu í því
skyni að forvitnast um inn-
flutning á erlendum hús-
gögnum og húsmunum, en
Epal hefur nú um nær fimm
ára skeið flutt inn til landsins
húsmuni, sem, eins og Eyj-
ólfur segir, bera hugviti
hönnuða sinna Ijóslega vitni.
,,Þaft segir kannsi sittum vaxandi áhuga fólks á þvi, sem við seljum hér, að við erum nýbúin að stækka
húsnæðið”, segir Eyjólfur, en verslunin Epal er til húsa i Siðumúlanum.
Húsgagnainnflutningur
— Já, við leggjum áherslu á
það, að það sé samræmi í hönnun-
inni, þannig að ef öllu er stillt upp í
einu húsi, þá verði úr því ein heild.
Hönnunarlegt
samræmi
Nú, þetta er sú stefna, sem ræður
hér í versluninni. Ég fer bara eftir
mínu mati í innkaupum — en ég er
lærður húsgagnaarkitekt frá Dan-
mörku — og ég gæti þess vandlega,
að ekkert komi hér inn fyrir dyr, sé
það ekki í hönnunarlegu samræmi
við það sem fyrir er, hvort sem um
er að ræða textíla, eins og t.d.
gluggatjöld eða áklæði, húsgögn
eða einhvern annan húsbúnað.
— En hefur þú eitthvað gcrt af
því að selja innlcndan húsbúnað?
Er Epal eingöngu innflutningsfyr-
irtæki?
— Hér er aðeins um að ræða
innlendar vörur. Epal annast t.d.
alla kynningu á áklæðumog glugg.
atjöldum fyrir Gefjun á Akureyii
og við höfum verið með nokkra
starfsemi vegna þess. Og núna í
haust verðum við með sýningu
bæði á Kjarvalsstöðum og hér í
versluninni á textílum frá Gefjun
og sú sýning er náttúrlega haldin til
að vekja athygli á þeim og er því
liður í okkar kynningarstarfi fyrir
Gefjun.
Smekkur
almennings
Þessar tvær sýningar í haust eru
liður í okkar föstu markaðskynn-
ingu fyrir Gefjun, þótt átakið sé
kannski stærra en áður hefur verið.
Og á þessum sýningum verða ýmsir
hlutir, sem ekki hafa verið kynntir
almenningi áður, en ég á von á því,
að margir kynnist þarna í fyrsta
skipti því, sem Gefjun hefur upp á
að bjóða, enda hefur farið kannski
fremur lítið fyrir kynningarstarfinu
til þessa. Fólk hefur því kannski
ekki orðið vart við það, sem Gefj-
un er að gera ennþá — enda eru
ekki nema um fjögur eða fimm ár
sfðan fyrirtækið fór að vinna með
hönnuðum og skapa það, sem nú er
komið á markað.
— Hvað finnst þér þá um
margumtalaðan smekk almenn-
ings? Hefur hann breyst á
séu nefnd. Klassísk húsgögn, sem
eru enn þann dag í dag í fram-
leiðslu, og passa vel við ákaflega
margt.
Þessi svokallaða tíska æðir ekk-
ert í gegnum verslunina hjá okkur.
Við höldum okkur við okkar línu,
og þó okkur væri boðin vara, sem
passarekki inn íþað úrval, sem hér
er á boðstólum, þá fer hún ekki hér
inn fyrir dyr. Það væri sama, þótt
við værum alveg klárir á því að hún
myndi seljast eins og heitar lumm-
ur og við stórgræða á öllu saman.
Þetta eru hreinar Iínur.
— En svo við víkjum að enn
öðru: þú flytur inn sérstök sjúkra-
húsgögn, sem hafa verið keypt af
opinberum aðilum hér á landi?
Hvers konar húsgögn eru það?
Þessi húsgögn cru sérhönnuö og þó stööluö sjúkrahúsgögn, og sum með
niótoruni. Iljúkrunarheiniili aldraöra i Kópavogi hefur keypt húsgögn I
þessari „seriu”. Myndir: —gel—
undangengnum árum til hins betra
cða verra?
— Smekkur almennings hefur
auðvitað þróast. Fólk hefur átt
kost á að sjá og kynna sér hluti,
sem eru betur hannaðir en það sem
fyrir var. Smekkurinn þróast ekki
nema fólk fái tækifæri til þess að sjá
og kynnast nýjum hlutum.
Það er m.a. það, sem bæði Epal
og fleiri verslanir hafa verið að
vinna að á undanförnum árunt, að
gefa fólki kost á að komast í tæri
við, ja, við skulum segja öðruvísi
hönnun en þá sem tíðkast almennt
á markaðnum hér.
Arðvænlegur
„bissniss”?
Það var engin gífurleg sala í þess-
um munum hér hjá okkur fyrst í
stað, eins og gefur auga leið, en
eftir því sem á leið óx áhugi þess á
því, sem hér var og er að finna,
með þeint árangri að salan hefur
aukist jafnt og þétt. Núna erum við
t.d. nýbúnir að stækka húsnæði
verslunarinnar, og það segir kann-
ski sitt um vaxandi áhuga fólks á
því sem við seljum hér.
— Er það arðvænlegur ”biss-
niss“ að leggja áherslu á öðruvísi
hönnun?
— Nei, það held ég ekki. Sá
háttur, sem við höfum á hlutunum
þýðir, að þetta er einungis hug-
sjónastarfsemi. Ef ágóðinn sæti í
fyrirrúmi, væru engin húsgögn hér
á boðstólum. Það fæst mjög lítið
fyrir það að flytja inn og selja hús-
gögn, aðallega vegna þess hve
leyfileg áiagning á húsgögn er lág.
Þess vegna kemur allur þessi fjöldi
húsgagnaverslana mér skrýtilega
fyrir sjónir. Ég fæ ekki séð, hvernig
allar þessar verslanir þrífast.
Enginn lager
En hagkvæmnin hjá okk
iginn lager %JW„rPáIs
t hagkvæmmn hjá okkur bygg- Þoö eig,- san,a„
____________________ b:,k' Kyjóin