Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Blaðsíða 30
•30 StÐA — .ÞJOimLJlNN'Helgin 14.—». ágúst!982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ /Vlþýðubandalagið i Hveragerði — Berjaferð i Dali Alþýðubandalagsíélagiö i Hveragerði fer i berjaferð vestur að Laugum iDalasýsluhelgina 27.-29. ágúst n.k. —Lagt af stað kl.16 á föstudegi og komið heim aftur á sunnudag. Gist verður i svefnpokaplássi — eldhús- aðstaða og sundlaugfyrir þásem vilja sulla. — Laugardagurinn verður notaður til berjatinslu i nágrenni skólans. Fólk er beðið að skrá sig hjá Ingibjörgu i sima 4259 og Guörúnu i sima 4518 eða Sigurði i sima 4332 fyrir 24. ágúst. Allir eru velkomnir i þessa ferð og ætti fólk að notfæra sér þetta tæki- færi til að safna vetraríoröa. — Ferðanefndin. Alþýðubandaiagiðá Vestf jörðum — Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðslefna Alþýðu- bandalagsins á Vcstfjörðuin verður haldin i Keykjanesi við isafjarðardjúp dagana 28. og 29. ágúst. Káðstefnan liefst kl. 2 eftir iiádcgi laugardaginn 28. ágúst. Dagskrá ráöstelnunnar er á þessa leið: 1. Stjórnmálaviöhorfiö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. Kyggðamál á Vestijöröum, 4. Félagsstarf Al- þýðubandalagsins á Vestíjöröum, 5. Onnur mál. Framsögumenn á ráöstefnunni eru Guövaröur Kjarlansson, Flateyri, Gestur Kristinsson, Súgandafiröi, Kjartan ólalsson, ritstjóri og Skúli Alexandersson, alþingismaöur. Alþýðubandalagsfélögin á Vestijöröum eru hvött til aö kjósa fulltrúa á ráðstefnuna sem allra fyrst. Stjórn kjördæinisráðsins Ífe, RÍKlSSPÍTALARNIR Sfelausar stödur LANDSPÍTALINN SKRFIIÆDINGUR óskast i fullt starf viö svæfingadeild Landspitalans. Einnig óskast SÉIiFKÆDINGUK til af- leysinga i 1 ár viö svæfingadeild frá 1. janúar n.k. Umsókmr er greini frá menntun og fyrri stóríum sendist stjórnarnefnd rikisspital- anna fyrir 27. september n.k. Upplýsingar geí'ur yfirlæknir svæfinga- deildar i sima 29000. II.IÚKIiUNAHFBÆDINGAR óskast nú þegar á lyflækningadeild 1 og áblóðskil- unardeild (gervinýra). Einnig óskast II.IÚKRUNAIiFRÆDINGAR á nætur- vaktir (hlutastarf) á öldrunarlækninga- cieild svo og SJÚKRALIDAR til starfa á óldi unarlækningadeild. Upplýsingar veit- ir hjúkrunarforstjori Landspitalans i sima 29000. LÆKNAlilTARI oskast á Barnaspitala Hringsins. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin ásmt góöri vélritunar- og islenskukunnattu. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 6. september n.k. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Barna- spitala Hringsins i sima 29000. Vl FILSSTADASPÍTALI MEINATÆKNIR oskast i hálft starf á rannsóknardeild Vifilsstaðaspitala. Upp- lýsingar veitir deildarmeinatæknir i sima 42800. KLEPPSSPÍTALI IIJÚKRUNARFIIÆDINGAR óskast á ýmsar deildir spitalans. Húsnæði og barnaheimili á staönum. Upplýsingar veita hjúkrunarframkvæmdastjórar i sima 38160. KÓPAVOGSHÆLI BIFREIDASTJÓRI óskast á vakt- og flutningadeild Kópavogshælis. Upplýs- ingar veitir íorstööumaöur i sima 41500. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavik, 15. ágúst 1982. Gcslur Guðvarður Kjartan Skúli Undirskriftasöfnun til að mótmæla framferði ísraelsmanna Stjómmálasambandi verði slitið „Get ekki setið lengur aðgerðarlaus”, segir Viðar Magnússon ,,Ég var hreinlega orðinn gáttaður á fram- l'eröi israelsmanna i Li- banon likt og flestir aðr- ir, og mér fannst ég ekki geta setið aðgerðarlaus undir þessu. Þaö var kannski aðallega það sem kom mér af stað”, sagöi Viðar Magnússon pipulagningarmaður þegar Þjóöviljinn hitti hann að máli i gær þar sem hann var við störf i B-álmu Borgarspital- ans. Viöar hrinti á dögunum al stað undirskriltarsöínun meöal vinnu- lelaga sinna sein hel'ur siöan bor- ist viða, þar er mótmælt herl'erö i Libanon, airamhaldandi umsátri um Veslur-Beirút og tortimingu Falestinuþjóðarinnar. „Viö vilj- urn aöra lausn á vandamálum Falestinumanna en ljöldamorð’', segir m.a. i lexla undirskriítar- listanna. Skoraö er á islensk stjórnvöld aö láta i ljós lordæmingu sina á iramleröi israelsmanna meö þvi Viðar við störf sin i nýbyggingu Borgarspitalans I gær. Ofan á snittvél- inni má sjá einn fullritaðan undirskriftarlistann. — Mynd — gel. að slita stjórnmálasambandi viö lsraelsriki um óákveðinn tima og meö þvi aö beita sér á alþjóöleg- um vettvangi fyrir friösamlegum sáttum i deilu lsraelsmanna og Falestinumanna. „Fað uröu strax mjög góöar undirtektir hér meöal starfs- manna i B-álmunni og ég hef reynt að dreiía listum til fólks einsog ég hel komist yfir, og und- irtektir hafa alls staöar verið mjög jákvæöar. Fólki blöskrar framferöi Israelsmanna”, sagöi Viöar. Hann vildi hvetja sem flesta til aö hrinda al staö undir- skriftarsöínun um sama elni og koma listum á framfæri við is- lensk stjórnvöld. „Það er undarlegt aö lólk skuli ekki hafa tekiö viö sér hér heima þegar þessu þjóöarmoröi á Pale- stinumönnum er harðlega mót- mælt um allan heim. Það má meira aö segja lesa um það i erlendum blööum aö 90 isra- elskir herforingjar hafa ritaö Begin bréf þar sem þeir segjast vera búnir að drepa nóg og vilji hætta þessu stríði. Ekki siður er lróölegt aö lesa i sömu blöðum aö israelski herinn sé að viöa aö sér ýmsum búnaöi til hugsanlegrar vetursetu um- hverfis sundurskotna borgar- múra i Beirút”, sagöi Viðar aö lokum. -Ig- Fulltrúa Borgarskipulags: Neitað um bókun „Þetta þykir mér undarleg lög- fræðileg túlkun” sagði Sólrún Gisladóttir borgarfulltrúi Kvennaframboðsins og fulltrúi i skipulagsncfnd i samtali við Þjóðviljann i gær, um þau um- mæli Vilhjálins Þ. Vilhjálmsson- ar forinanns ncfndarinnar að hann hafi ekki talið ljóst að starfsmaður Borgarskipulags Keykjavikur hefði rétt til bókunar á funduin skipulagsnefndar. Vil- hjálmur sagði við Þjóðviljann að þó að starfsinaðurinn hefði mál- frelsi og tillögurctt, þá þýddi það ekki endilega að hann hefði einnig bókunarrctt. „Sigrún Sigurðardóttir starfs- maður Borgarskipulags óskaði bókunar á fundi skipulagsnefndar fyrir nokkru en fékk þá neitun frá formanni nefndarinnar á þeim forsendum aö ekki lægi ljóst fyrir hvort hún hefði rétt til þess. Það liggur hins vegar alveg ljóst fyrir þvi i „Samþykkt um skipulags- nefnd og Borgarskipulag Reykja- vikur” segir að starfsmaður Borgarskipulags hafi málfrelsi og tillögurétt á fundum nefndarinn- ar. Þar með hlýtur hann einnig að hafa bókunarrétt. Þetta á for- maður nefndarinnar sem er lög- fræðingur auðvitað aö vita og vera búinn að kynna sér. Bg man til dæmis eftir bókunum frá öðr- en hefur þó skýlausan rétt til þess segir Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi um embættismönnum sem hafa málfrelsi og tillögurétt en ekki at- kvæðisrétt og má þar nefna Sig- urð Thoroddsen fulltrúa Skipu- lagsstjórnar rikisins i skipulags- nefnd. Það sama hlýtur að gilda fyrir starfsmenn Borgarskipu- lags.” Eins og fram kom i Þjóðviljan- um i gær lét Sigurður Harðarson fulltrúi Alþýðubandalagsins i skipulagsnefnd gera bókun á sið- asta fundi nefndarinnar þar sem hann gagnrýnir meirihluta skipu- lagsnefndar fyrir að ganga frek- lega framhjá Borgarskipulagi og starfsmönnum þess. Bókun hans var birt i blaðinu i gær. Sólrún Gisladóttir lét þá bóka að hún væri efnislega sammála bókun- um Sigurðar. Eftirfarandi bókan- ir voru þá gerðar á fundinum: Meirihluti skipulagsnefndar lagði fram svohljóðandi bókun: „Meirihluti skipulagsnefndar lýsir furðu sinni yfir bókun S.H. og þeim dylgjum og rangfærslum sem þar koma fram, m.a. þeirri fullyrðingu S.H. um að enginn fundur i skipulagsnefnd skyldi haldinn i júli mánuði, en slikt lof- orð var ekki gefið, svo og þeirri staðhæfingu S.H. að fulltrúa Borgarskipulags hafi verið neitað um aö bóka ósk sina á fundi skipulagsnefndar um að forsögn að svæði norðan Grafarvogs kæmi til faglegrar umfjöllunar Borgarskipulags. Slik ósk kom aldrei fram og er þvi fuliyrðing S.H. þar að lútandi alröng. Meirihluti skipulagsnefndar telur það skyldu sina að fylgja fast eftir þeirri stefnu i skipulagsmálum sem núverandi borgarstjórn hef- ur samþykkt, ekki sist að tryggja viðunandi lóöaframboð i Reykja- vik á næstu árum. S.H. óskaði bókað: „Umrædd fullyrðing min um fundarhald i nefndinni og bókana- rétt starfsmanna Borgarskipu- lags á fundum skipulagsnefndar var efnislega staðfest i umræð- um á þessum fundi og þvi engar rangfærslur.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.