Þjóðviljinn - 14.08.1982, Side 18

Þjóðviljinn - 14.08.1982, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14,—15. ágúst 1982 Einar Jæja Einar minn. Hún er nú orð- in nokkuð löng gangan í samfylgd þinni. Og sá er hamingjumaður, sem hefur fengið að taka þátt í henni. Enn einu sinni skiptumst við á kveðjum á stórafmæli. Fyrir rétt- um tíu árum sendi ég þér nokkur fátækleg þakkarorð í þessu blaði. Þá fullyrti ég, að þú hefðir haft gagngerari áhrif á þróun íslensks sósíalisma og þar með íslenskrar sögu í hálfa öld en nokkur annar íslendingur. Við það stend ég og margur hefur þakkað minna. Mað- ur skyldi nú ætla að þetta væri ærið nóg lífsstarf einum manni. En svo reyndist ekki. Nú stend ég í enn meiri þakkarskuld við þig og þess vegna get ég ekki orða bundist. Á þessum tíu árum hefur þú enn unn- ið stórvirki. Ég á við ritstjórn þína á Rétti og bók þína: ísland í skugga heimsvaldastefnunnar. Ég sagði stórvirki.Ég veit að til eru margir, sem ekki skilja það nú. En ef ísland á sér framtíð, þá mun mönnum síðar skiljast að hér er ekki of fast kveðið að orði. Hreyfing okkar er nú í mikilli hug- myndalegri lægð. Réttur stendur einn upp úr. Hann er nú eina marx- íska ritið, sem enn er gefið út á fslandi. Saga íslenskrar verka- lýðshreyfingar hefur mjög verið rangfærð og rangtúlkuð af mönn- um, sem ekki skildu hana, ýmist gátu það ekki eða vildu það ekki. Þá kom eins og kölluð hin stór- merka bók þín, þar sem skyggni þín og hæfileiki til að skýra flókna hluti svo að hverjum manni verði ljóst það, sem mestu máli skiptir, njóta sín betur en nokkru sinni fyrr. Þessi bók var mikið nauðsynj- averk. Hún segir manni miklu meira um sögu þessa tímabils en allt, sem um það hefur verið skrif- að af lærðum sagnfræðingum, er ekki hafa annað við að styðjast en skráðar heimildir. Sá einn skilur samtíð sína, sem skilur hinn sögu- lega bakgrunn. Þessvegna er bók þín ekki bara fróðleikur um liðna tíð, hún hefur annað og meira gildi. Hún á brýnt erindi til sam- tíðarinnar. Þrátt fyrir allan þinn sagnfræðiáhuga hefur þér alltaf verið meira í mun að skapa sögu en rita sögu. Og svo er enn. Síðasta áratuginn hef ég oft verið langdvölum erlendis. Og þá er eftirvæntingin mikil að fá eitthvað að heyra að heiman.Ég hef fengið senda Þjóðviljann og Rétt. Og mikið hef ég alltaf hlakkað til að fá Rétt. Nokkuð öðru máli gegnir um Þjóðviljann. Smátt og smátt hefur eftirvæntingin eftir þínu gamla blaði, sem þú gerðir að stórveldi á sinni tíð, breyst í kvíða. Og þá hugsa ég oft til þín. Ég veit að nú þarft þú á öllu þínu æðruleysi og allri þinni bjartsýni að halda. En hvorttveggja fékkst þú í vöggugjöf í ríkum mæli. Oft hafa þessar náð- argáfur veitt þér þann styrk sem dugði, þegar verst horfði í tvísýnni baráttu langrar ævi, en ef til vill hefur þú aldrei þurft meir á þeim að halda en einmitt nú. Rödd þín í Rétti, eina marxíska ritinu okkar nú um stundir, er eins og hrópandans rödd í eyðimörk- inni. Sú rödd má ekki þagna. Nú á ég enga betri ósk þér til handa en þá, að hún megi hljóma þúsund- föld í hug og hjarta þeirrar kyn- slóðar, sem nú er að vaxa úr grasi og tekur við af okkur. Líf og heill íslensku þjóðarinnar Iiggur við. Kærar þakkir fyrir allt vinir mín- ir, Einar og Sigríður, og hamingjan fylgi ykkur og þjóö ykkar. Þar verður ekki á milli skilið. Brynjólfur Bjarnason. begar stjórnmálasaga Islands verður skrifuð, um timabilið frá þvi að núverandi flokkaskipan varð til og fram til þessa dags, það timabil sem einkennst hefur af stjórnmálaátökum um gerð og eðli hins islenska þjóðfélags, um Olgeirsson áttrœður atvinnu- og efnahagsþróun, um menningu og sjálfstæði og um stöðu vinnandi almennings gagn- vart þeim, sem yfirráðin höfðu á eignum og atvinnutækjum, þá mun nafn Einars Olgeirssonar verða i hópi þeirra stjórnmála- skörunga, sem talið verður að hafi haft mest og dýpst áhrif á þróun islensks þjóðfélags á þessum áratugum. Þegar islensk verkalýðshreyf- ing var að átta sig á sinni póli- tisku stöðu og þvi áhrifavaldi, sem hún bjó yfir, skipaði Einar sér strax i vinstri arm þeirrar hreyfingar. Hann varð aðalforingi i hópi þeirra sem stofnuðu Kommún- istaflokkinn 1930 og hann varð siðar aðalforystumaðurinn þegar Sósialistaflokkurinn var stofnað- ur 1938. Frá þeim tima þróaðist stjórn- málabarátta sósialista með öðrum hætti hér á landi en al- mennt gerðist á Norðurlöndum. Hér urðu þeir sósialistar, sem skipuðu sér undir merki Sósial- istaflokksins, áhrifamesta aflið i verkalýðshreyfingunni. Sósial- demókratarnir sem voru i Al- þýðuflokknum urðu i minnihluta og höfðu miklu minni áhrif i verkalýðshreyfingunni en flokks- bræður þeirra á öðrum Norður- löndum. Enginn vafi erá þvi, að forystu- hæfileikar Einars Olgeirssonar réðu miklu um þessa þróun hér á landi. Einar varð snemma glæsilegur foringi. Hann var afburða mælskumaður, sem átti létt með að draga að sér athygli og vekja áhuga og aðdáun hinna yngri. Einar hefir alltaf verið mikill sögumaður. Hann þekkti þvi betur en flestir aðrir stjórnmála- sögu Evrópu og sögu tslands var hann gjörkunnungur. Einar hafði þann mikla og góða hæfileika mikils stjórnmála- manns að kunna að flétta saman hugsjónabaráttu og baráttuna fyrir aðkallandi hagsmuna- málum dagsins. Og hann kunni að rekja saman róttækar og fram- farasinnaðar hugmyndir skálda og listamanna og hagsmuna- og réttindabaráttu verkafólks. Einar Olgeirsson á meiri hlut að þvi en nokkur annar einstak- lingur að hinn róttækari armur verkalýðshreyfingarinnar og sósialista er hlutfallslega sterkari hér á landi og áhrifameiri, um gerð og gang þjóðfélagsins en gerist á öðrum Norðurlöndum. Ahrif Einars á myndun ný- sköpunarstjórnarinnar 1944 þegar leið að lokum styrjaldar- innar, voru óumdeilanlega mikil. Og áhrif þeirrar stjórnar á þróun islensks þjóðfélags næstu áratugi, urðu vissulega mikil- Þegar nýsköpunarstjórnin var mynduð var um það deilt, hvort islensk stjórnmál eftirstriðsár- anna ættu að snúast um lækkun launa og almennan samdrátt i efnahagslifi i nafni baráttunnar „gegn verðbólgu”, eða hvort þjóðin ætti að takast á við nýja uppbyggingu atvinnulifs, upp- byggingu sem grundvölluð yrði á auðlindum lands og sjávar, i eigu landsmanna sjálfra og i þeim til- gangi gerð að bæta og treysta lifs- kjör og efnahagslegt sjálfstæði. Einar var helsti hugmynda- smiður nýsköpunarinnar og þá sýndi hann eins og reyndar oft áður, og oft siðar, að hann var ekki uðeins maöur pólitiskra hug- sjóna heldur einnig maður fram- kvæmda og djarfra pólitiskra ákvarðana. Einar Olgeirsson á sinn mikla þátt i þvi að Sósialistaflokkurinn og siðar Alþýðubandalagið, hafa ekki orðið flokkar þröngra póli- tiskra hugsjóna, ekki flokkar sem hangið hafa i pólitiskum kenni- setningum, heldur flokkar islenskra sósialista, sem lagt hafa fram tillögur um þróun islenskra atvinnumála, menn- ingarmála, um verndun sjálf- stæðis þjóðarinnar, jafnhliða bar- áttunni fyrir daglegum kjara- málum vinnandi fólks og fyrir auknum lýðréttindum. Ég átti þvi láni að fagna að starfa með Einari Olgeirssyni um Einar Olgeirsson ávarpar þing Sósíalistaflokksins. Einar Olgeirsson veröur aö heiman á afmœlisdaginn þann 14. ágúst langt árabil. Frá þeim tima hefi ég margs að minnast. Ég lærði þá að meta Einar sem persónu, sem félaga, sem vin, jafnhliða þvi sem hann var hinn glæsilegasti for- ingi. Ég stend þvi i mikilli þakkarskuld við Einar Olgeirs- son. Ég er einn af þeim, sem i upp- hafi mins pólitiska ferils hreifst og þó enn fullur af áhuga fyrir sósialiskum hugmyndum og fyrir baráttumálum sósialista bæði hér á landi og annarsstaðar, þá þakka ég honum fyrir langt og gott sam- starf og fyrir hans ómetanlega, mikla og góða framlag i barátt- unni fyrir efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og fyrir betra og mannúðlegra þjóðfélagi alþýðu manna til handa. A þeim árum sem Einar stóð i mestum umsvifum i pólitiskri baráttu sinni, hafði hann sér við hlið ágæta forystumenn eins og þá Brynjólf Bjarnason og Sigfús Sigurhjartarson. Okkur félögum hans er gjarnt að hugsa til þessara manna þriggja i sömu andránni. Vissulega hafði gott samstarf þeirra við Einar sin miklu áhrif. En Einar naut þess lika og ekki siður, að eiga góða konu, konu sem stóð með honum i gegnum þykkt og þunnt og i rauninni gerði honum kleift að áorka öllu þvi sem reyndin varð á. I hópi leiðtoga vinstri-sósíalískra flokka á Norðurlöndum af málflutningi Einars, af túlkun hans á baráttumálum islenskra sósialista, fyrir nýju og betra þjóðfélagi. Ahrif Einars á mig hafa enst mér vel og reynst mér vel. Nú þegar Einar er orðinn 80 ára Eg þakka Sigriði konu Einars fyrir vinsemd og hlýhug i minn garð um leið og við Fjóla óskum þeim hjónum báðum alls góðs á komandi árum með innilegri þökk fyrir allt gamalt og gott. Lúðvik Jósepsson. Fáum mönnum skuldar stjórn- málahreyfing íslenskra sósíalista þakkir umfram Einar Olgeirsson. Á skömmum tíma breytti hann Kommúnistaflokki íslands úr þröngum hópi ungra mennta- manna í víðtæka hreyfingu sem smám saman hlóð utan á sig og síð- ar varð Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Enginn þarf að segja mér að það hafi ein- asta verið kenningin og stefnan sem dró fólkið til sín. Enginn vafi er á því að persónutöfrar Einars Olgeirssonar höfðu þar mikil áhrif. Orð hans leiftruðu í myrkri krepp- unnar þannig að enginn komst hjá því að heyra bergmál ræðu hans. Einar Olgeirsson var þvílíkur ræðumaður að fáa hefur þjóðin átt aðra eins á þessari öld. Honum var lagið að vefa saman hagsmuni fjöldans í bráð og lengd og hann gat brugðið upp svipmynd úr lífi ein- staklings sem virtist hafa mann- kynssöguna alla að bakgrunni. Ég fulíyrði að það voru ekki síst pers- ónutöfrar Einars sem tryggðu Kommúnistaflokknum um þriðj- ung atkvæða á Akureyri mitt í kreppu og kommúnistaofsóknum en Akureyri var aldrei talin sér- lega rauður bær. Þessir miklu hæfi- leikar Einars Olgeirssonar sem leiðtoga réðu úrslitum í Sósíalista- flokknum er Héðinn fór ásamt minnihluta miðstjórnar skömmu eftir að flokkurinn var stofnaður. í Reykjavík var Einar fyrst boðinn fram á vegum Kommúnistaflokks- ins og hlaut þá kosningu ásamt Brynjólfi. í kosningunum 1942 varð Sósíalistaflokkurinn stærri flokkurinn í verkalýðshreyfingunni og náði þar með þeim styrk sem vinstri armur verkalýðshreyfingar- innar hefur haldið æ síðan þó á ýmsu hafi gengið. Annir leyfa mér ekki langan tíma við greinaskrif. Má ég þó geta þess af eiginhagsmunaástæðum að einhverjar bestu endurminningar unglingsáranna á ég frá þeim tíma er Einar hafði leshring um Kommúnistaávarpið. Hann komst sjaldan fram yfir blaðsíðu tuttugu; honum lá svo mikið á hjarta að það var sama þó að við héldum áfram á hverjum laugardagseftirmiðdegi allan veturinn — Einar náði aldrei að ljúka nema hluta af þessu litla kveri. Þessi tími er mér ógleyman- legur — eins þótt við værum stund- um aðeins tveir eða þrír að hlusta. Þá var stjórnmálahreyfing ís- lenskra sósíalista ekki í miklum metum: Klofningur inná við og kalda stríðið lá enn á okkur eins og mara. Það átti eftir að breytast,en hitt mun aldrei breytast að sú hug- sjón sem menn kynntust í ríki Ein- ars Olgeirssonargetur staðið af sér margan storminn. Mér hefur oft orðið hugsað til þess að Einar skuli á þessum árum — 1960 - 1964 — hafa gefið sér tíma til þess að lesá krökkum pistilinn á hverjum laugardegi klukkan hálfsex og mæli ég þá við þær annir sem mér fylgja um þessar inundir. Ég skynjaði þá að þessir fundir voru Einari ekki síður ánægjuefni en okkur hinum — hann var og er kennari, áróðurs- maður, par exéllence. Nú er mjög vegið að stjórnmála- samtökum íslenskra sósíalista og verkalýðshreyfingunni. Ávinn- ingur verkalýðssamtakanna um ár- atuga skeið er afturhaldinu þyrnir í augum og ránfuglarnir brýna klærnar. Ameríkaninn bíður eftir því að fá að gera bandalag við leiftursóknaröflin. Það hriktir í. Á yfirborðinu gæti þó virst sem málin væru slétt og felld; flokkur ís- lenskra sósíalista í ríkisstjórn með minnihluta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokknum. Vissulega hefur það samstarf gengið furðu vel. Hitt er engu að síður ljóst að nú þrengir að. Hagvöxtur er minni en enginn. Þjóðartekjur á mann fara niður í það sem þær voru fyrir nokkrum árum. Nauðsynlegt er að beita afli verkalýðsstéttarinnar til þess að verjast og til þess að knýja fram breytt skiptahlutföll í sam-

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.