Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN Davíð Oddsson borgarstjóri sýnir borgarbúum fádæma fyrirlitningu og treður á borgarráðsmönnum. Sjá klippt og skorið. Sjá 4. ágúst 1982 194. tbl. 47. árg. Staða iðnaðarins verður nokkru betri eftir ráðstafanir ríkisstjórnarinnar segir Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. Um þessar mundir eru 25 ár liðin síðan menn fóru að huga að byggingu Seðlabankahúss og enn er verið að vinna í grunninum. Þingmennog ráðherrar Alþýðubandalagsins hófu vinnustaðaheimsóknir í Reykja- vík á miðvikudag og verður þeim haldið áf ram nætu daga og vikur um land allt. Á myndinni má sjá Svavar Gestsson ræða við stráka hjá BÚR í gær og afhenda þeim kynningarblað frá Alþýðubandalaginu. Breyting á orlofslögunum yrði fagnaðarefni: KRAFA ASÍ í MÖRG AR — Verkalýðshreyfingin hefur um árabil gert þá kröfu i samningum að laugardagar yrðu ekki taldir með i talningu orlofsdaga, enda laugardagur al- mennt orðinn helgarfridagur fyrir löngu. Þessi krafa hefur verið borin upp hvað eftir annað af ein- stökum samböndum og ASí i heild. Þvi er ákvörðun rikisstjórnarinnar fagnaðarefni, sagði Guðjón Jónsson formaður Sambands málm- og skipasmiða i samtali við blaðið. Fráhvarf Eggerts þarf ekki að breyta neinu Ný f járveitinganefnd verður Fjárveitinganefnd alþingis veröur að venju kosin aftur i upp- hafi þings i haust, sagði Geir Gunnarsson alþingismaður i við- tali við Þjóðviljann i gær. Vegna nýjustu afreka Eggerts Haukdal með yfirlýsingu um að hann styddi ekki lengur rikisstjdrnina hafa menn velt vöngum yfir þvi hvort ríkisstjórnin hefði ekki lengur mcirihluta I fjárveitinga- nefnd en Eggert Haukdal á ein- mitt sæti i þeirri nefnd. Geir Gunnarsson formaður fjárveitinganefndar sagði að Eggert Haukdal hefði verið kos- inn i f járveitinganefnd af sameig- kosin í segir Geir Gunnarsson inlegum lista Sjálfstæðismanna sem stuðningsmenn rikisstjórn- arinnar úr Sjálfstæðisflokki greiddu atkvæði. Fjárveitinga- nefnd er kosin af sameinuðu al- þingi i upphafi þings. Einsog kunnugt er hafa aðstandendur rikisstjórnarinnar meirihluta i sameinuðu þingi, þannig að nefndir sem þar eru kosnar geta haust endurspeglað styrkleikahlutföllin á þingi. Þess vegna þarf brott- hlaup Eggerts ekki að breyta neinu fyrir störf fjárveitinga- nefndar varðandi meirihluta. 1 fjárveitinganefnd eiga nú sæti Geir Gunnarsson formaður, Þór- arinn Sigurjónsson, Guðmundur Bjarnason og Alexander Stefáns- son en af hálfu stjórnarandstöðu eiga þeir Karvel Pálmason, Lár- us Jónsson, Egill Jónsson og Friðrik Sophusson sæti auk áður- nefnds Eggerts Haukdal frá Bergþórshvoli. Fjárveitinganefnd hefur ekki starfað sjálf i sumar en á hennar Eggert Haukdal. Var kosinn af sameiginlegum lista Sjálfstæðis- manna i fjárveitinganefnd. Ef hann situr áfram i nefndinni þurfa Geirsmenn aö fórna öðrum nefndarmanni. vegum hefur starfað undirnefnd að ýmsum breytingum og tækni- legum atriðum varöandi fjárlög, að þvi er Geir Gunnarsson hermdi. —óg Hér er bæði um kjarabót og réttindajöfmm aö ræöa segir Guðjón Jónsson Rikisstjórnin hefur sem kunn- ugt er ákveðið að flytja um það frumvarp að loknum viöræðum við aðila vinnumarkaðarins að laugardögum og fridegi verslun- armanna verði sleppt i talningu orlofsdaga. Þetta þýðir að mati Kjararannsóknarnefndar 1 til 1.5% hækkun á orlofsprósentu til launafólks i landinu i heild. Fyrir almennt verkafólk er um meiri kjarabót og réttindajöfnun að ræða. — Iðnsveinafélögin, Iðjufélögin og almennu verkamannafélögin hafa ekki haft i sinum samning- um að fridagur verslunarmanna sé fridagur fyrir félagsmenn þeirra. Mæti fólk ekki til vinnu á mánudegi eftir verslunarmanna- helgi er dreginn frá þvi einn vinnudagur i launum. Aðrir hópar launafólks hafa fyrir löngu fengið þennan fridag eins og verslunar- menn, eða njóta það langs sumar- ^fris að hann fellur inn i það, sagði -.uðjón ennfremur. — Hér er þvi um réttindajöfnun að ræða, sem ég tel sjálfsagða og mikilvæga, og með þvi að fella laugardagana út úr talningu or- lofsdaga er aðeins verið að viður- kenna staðreynd, sem atvinnu- rekendur hafa ekki viljað horfast i augu við. Þess má geta að fyrir almennt verkafólk þýöir fimm daga leng- ing orlofs 2.31% i kaupi meö þvi aö orlofsgreiðsla atvinnurekenda sem nú vegur 8.33% i launum kemur til með að vega 10.64% þegar orlofslögunum hefur verið breytt. —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.