Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Atök í Nicaragua:
Somoza-hermenn
herja fm Honduras
Atvinnuleysi
á Bretlandi:
Sjöundi
hver
vinnufær
er
atvinnuiaus
Samkvæmt nýjustu opinberum
upplýsingum er nú um sjöundi
hver vinnufær maöur atvinnuiaus
á Bretlandseyjum, og er tala at-
vinnulausra komin upp i 3,3
miljónir, eða um 13,8 af hundraði.
Samkvæmt þessum töium jókst
tala atvinnulausra á Bretlandi
um 102 þúsund i júlimánuði.
Breskastjórninhefur hvað eftir
annað haldið þvi fram, að at-
vinnuleysið hefði náð hámarki og
myndi fara minnkandi, en þess i
stað virðist vandinn aukast með æ
meiri hraða. Samkvæmt þessum
tölum mun atvinnuleysið koma
verst niður á þeim, sem nýlokið
hafa skólanámi, en einungis
innan þess hóps eru nú yfir 300
þúsund atvinnulausir.
Rikisstjórnin hafði ekki gefið út
neina yfirlýsingu vegna hinna
nýju atvinnuleysistalna er siðast
fréttist, en Verkamannaflokkur-
inn hefur hvað eftir annað ásakað
stjórnina fyrir þá miskunnar-
lausu harðlinustefnu peninga-
hyggjunnar, sem leitt hefur böl
atvinnuleysisins yfir miljónir
manna.
Undanfarnar vikur hcfur komið
til siendurtekinna átaka i norður
og vesturhluta Nicaragua á milli
hersveita Sandinistastjórnar-
innar og skæruliðasveita hægri
manna sem hafa hreiðrað um sig
i nágrannalandinu Honduras.
Þegar stjórn Sandinista kom til
valda i Nicaragua flýðu leifarnar
af her Somoza yfir til
nágrannalandsins Honduras, þar
sem þær hafa komið sér upp
bækistöðvum og hafa fullt at-
hafnafrelsi. Samkvæmt upplýs-
ingum stjórnvalda i Nicaragua
hafa yfir eitt hundrað árásir verið
gerðar inn i landið á liðnu sumri,
þar sem tugir hermanna og
óbreyttra borgara hafa látiö lifið.
Þá hefur lofthelgi landsins verið
rofin hvað eftir annað en i siðasta
mánuöi felldi flugvél sem kom frá
Honduras sprengjur i námunda
við oliubirgðastöð i Norður-
Nicaragua.
Stjórnin i Nicaragua hefur
ásakaö bandarisku leyniþjónust-
una fyrir að styðja við bakið á
uppreisnaröflunum. Bandarikja-
stjórnhefur veitt Honduras mikla
hernaðaraðstoð á þessu ári og ný-
verið ákvað hún að veita um 250
miljónum króna til þess að
býggja þrjá flugvelli i landinu. 1
nýlegufréttaskeyti frá Nicaragua
segir ennfremur að bandariski
sjóherinn hafi nýverið sent 600
manna liðstyrk til Honduras.
Tomas Borge, innanrikisráð-
herra i Nicaragua lýsti þvi nýlega
yfir, að hinar siendurteknu inn-
rásir frá Honduras gætu leitt til
styrjaldar á milli landanna.
Það var eitt af stefnumálum
Reagans er hann kom til valda að
„stöðva útþenslustefnu Sovétrikj-
anna i Mið-Ameriku.” Hernaðar-
uppbygging Bandarikjanna I
Honduras og stuðningur Reagans
við ógnarstjórnirnar i E1 Salva-
dor og Guatemala er liður i
þessari stefnu Bandarikja-
stjórnar, sem þannig viðheldur
stöðugt ófriðarástandi i þessum
heimshluta.
ólg
Nú eru síöustu forvöð
aö gera góö kaup á
stórútsölunni!
Sérstök auka-verölækkun siöustu dagana
Herrabolir 9,95 Dömukvartbuxur 19,95
Herrajakkar 4£&#tr 199,00 Denimbuxur j&cröcf 99,95
Herraskyrtur 29,95 Æfingaskór 49,95
Dömubolir 19,95 Strigaskór 9,95
Dömublússur jBdtecr 59,95 Barnastígvél 19,95
Anorakkar 499-700'“ 259,00 Eldhúshandklæöi 19,95
Pils 349^00" 99,95 Strandhandklæði 33,95
Kjólar 99,95 Rúmteppi 129,00
Sloppar j3&ecr 49,95
Barna-rúllu- IKEA kringlótt boró
kragapeysur jja9r0tr 69,95 60 sm 149,00
Drengja- IKEA furuborö
prjónavesti jj&ecr 34,95 180X90 sm jzt*r$o 595,00
Regn-anorakkar j 69,95 IKEA baömullarteppi
Ungbarna- 140X200 sm 995,00
frottegallar 39,95 LP hljómplötur frá 19,95
Verslanir í Reykjavík eru í Skeifunni 15, Lækjargötu og
Kjörgarði og á Akureyri að Norðurgötu 62.
Sími póstverslunar er 30980.
HAGKAUP