Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Föstudagur. 27. ágúst. 1982. A6«' tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-26 minudag til föstudags. Uti.i þess tlma er hægt aö na I blaðamenn og aora starfsmenn blaösins í þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81283, ljósmyndir 81257. Lauyardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af-greitelu blaösins i slma 81663. Bla&aprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt 611 kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 rlelgarsími afgreiðslu 81663 Stórhættulegur efnaiðnaður inni i miðju ibúðahverfi, segir Guðrún Jónsdóttir. Umhverfið er einkar ógeðfellt fyrir bragðið á horni Selja- vegs og Vesturgötu, „Fylgjum málinu fast eftir' segir Guðrún Jónsdóttir, borgarráðsmaður Kvennaframboðs, um efnaverksmiðjumálið „Borgarstjóri hefur eflaust talið sig vera i laga- legum rétti til að undirrita framlengingu lóðasamn- ings við Kolsýruhleðsluna en siðferðilegan rétt hafði hann engan þvi það var greinilegur vilji borgarráðs að ræða málið betur áður en frekar væri aðhafst í þvi", sagði borgarráðsmaður Kvenna- framboðs, Guðrún Jónsdottir, i sámtali við Þjóðvilj- ann i gær. „Við kynntumst þessu máli fyrst i kosningabaráttunni og þá kom i ljós að iyrri meirihluti hafði samþykkt að eðlilegt væri að framlengja lóðasamningi við Kol- sýruhleðsluna sf. til 10 næstu ára. bað var gert á fundi ráðsins i nóvember 1981. Eftir að ég kom inn i borgarráð var umræðum um málið haldið áfram á þeim vett- vangi og það fékkst svo ákveðið á fundi 17. ágúst að fresta undir- ritun samnings þar til við hefðum rættþetta ofan i kjölinn. Við feng- um send öll gögn varðandi málið fyrir fund nú 24. ágúst en þegar átti að taka málefni Kolsýru- hleðslunnar á dagskrá upplýsti borgarstjóri okkur um að hann hefði þegar undirritað lóðaleigu- samninginn og gert það sunnu- daginn 22. ágúst. Hér er ekki að- eins um það að ræða að borgar- ráði hafi verið sýnd einstök litils- virðing heldur veitir borgarstjóri öllum borgarbiium kjaftshögg með þessari afgreiðslu sinni", sagði Gubrún Jónsdóttir enn- fremur. — En hvað með rekstur verk- smiðjunnar Eims? „Það er ásetningur okkar hjá Kvennaframboðinu að fylgja kröfum ibúanna i þvi máli ef tir af fullum krafti á vettvangi borgar- stjórnar. Eimur framleiðir kol- sýru og þar er um stórhættulegan efnaiðnað að ræða inni i miðju ibúðahverfi og við hljótum að styðja með öllum ráðum þá lág- markskröfu ibúanna að starfsemi fyrirtækisins verði flutt annað hið bráðasta", sagði borgarráðs- maður Kvennaframboðs, GuðrU n Jónsdöttir, að siðustu. Ennþá hækkar pósturinn Ný gjaldskrá fyrir póstþjónustu tekur gildi 1. september næstkomandi. Samkvæmt henni verður burðargjald bréfa af fyrsta þyngdarflokki (20g) innan- lands og til Norðurlanda 3,50 kr. til annarra landa 4.00 kr. og flug- burðargjald til landa utan Evrópu 7.00 kr. Burðargjald fyrir póstkort og prent' af fyrsta þyngdarflokki (20g) verður 3.00 kr. nema flug- burðargjald til landa utan Evrópu, sem verður 3,50 kr. Gjald fyrir giróþjónustu verður 4.50 kr. fyrir almennar póstávísanir 8.00 kr. simapóstávisanir 36.50 kr. og póstkröfur 15.00 kr. (10.50 kr ef um innborgun á póstgiróreikning er aö ræða). Burðargjöld böggla innanlands verður sem hér segir: 1 kg. 17.00 kr. 3 kg 20.00 kr. 5 kg 31,00 kr. 10 kg 48,00 kr. 15 kg 70,00 kr. 20 kg 78.00 kr. Abyrgðargjald verður 7.50 kr. og hraðboðagjald 16.50 kr. MÁLAÐ A POSTULIN Lisbeth Hansen, postulinsmálari málar hið fræga mynstur „Empire" á postullnsdisk frá Bing og Gröndahl, en listsýning fyrirtækisins var opnuð I gær að Kjarvalsstöðum. Sýningin er aðeins opin I fimm daga, en þess má geta aðmunirnir á sýningunni sem suniir eru f rá þvl fyrir aldamót, eru tryggöir fyrir 2 millj. danskra króna. Sýningin er opin daglega frá 14—22 og er aðgangur ókeypis. Nýjar bækur frá Iðunni: Frá galdra- málum til Hallæris- plans Iðunn gefur út meira en hundrað bækur á þessu ári og meðal þeirra eru ný verk eftir Þorstein frá Hamri, Svövu Jakobsdóttur. Anton Helga Jónsson, Njörð, Njarðvik og Flosa Ólafsson. Þrjár nýjar ljóðabækur koma út hjá Iðunni. Spjóta- lög á speglinefnist bók Þor- steins frá Hamri og Ljóð vega gerð er þriðja bókin i flokki Sigurðar Pálssonar um „lióðvegina". Þá kemur og út fyrsta ljóðabók GuðrUnar Svövu Svavars- dóttur myndlistarmanns og nefnist „Þegar þú ert ekki". í frétt frá forlaginu segir að höfundur segi „á hreinskil- inn og einlægan hátt frá sambandi sinu og Þorsteins frá Hamri". Hjá Iðunni kemur Ut safn áður óbirtra smásagna eftir Svövu Jakobsdóttur. Einnig þriðja bók Auðar Haralds og fyrsta skáldsaga hennar — Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur. Út kemur söguleg skáldsaga eftir Njörð P. Njarðvik sem heitir Dauðamenn og fjallar um galdramál sautjándu aldar. Anton Helgi Jónsson ljóðskáld er á ferð með fyrstu skáldsögu sina sem heitir Vinur vors og blóma. Hallærisplanið heitir fyrsta bók ungs höfundar Páls Pálssonar, og segir eins og nafnið bendir til frá ung- lingalifi I Reykjavik. Iðunn gefur Ut heimilda- þætti eftir Hannes skáld Pétursson, frásagnir af sér- stæðum persónum sem nefn- ast Erlend andlit eftir Ingólf Margeirsson og æskuminn- ingar Flosa Ólafssonar sem heita 1 Kvosinni. Eftir Einar Braga kemur Ut Hrakfalla- bálkurinn — viðtöl við Plum kaupmann i Ölafsvik. BHM mót- mælir skerðingu verðbóta Launamálaráð BHM hefur sent frá sér ályktun þar sem harðlega er mótmælt þeirri skerðingu verðbóta sem felst I bráðabirgða-' lögum rikisstjórnarinnar. Hér er einn einu sinni gengið á gerða samninga með lagasetn- ingu, en sllkar lagasetningar eru nU orðnar svo algengar aö það er nánast öfugmæli að tala um að hér riki frjáls samningsréttur, segir I ályktuninni. Þá segir að sú visitöluskerðing sem ASl samdi um hafi nú verið lögfest gagnvart öðrum laun- þegum og er ASI i krafti stærðar sinnar þar meö fenginn I hendur samningsréttur fyrir alla aðra launþega I landinu. Rikisstarfsmenn hafa þó ekki fengið þá launahækkun sem ASl samdi um, en hUn er talin vera 9,5%. Þá segir i ályktuninni að stör hluti rikisstarfsmanna innan BHM séu íaglauriamenn. Þeir hafi sýnt mikið langlundargeð og verði ekkert að gert hljóti að koma til uppsagna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.