Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINtf — SÍÐA 11 íþróttir [2 íþróttir | íþróttír Afreks- keppnrn í golfi Afrekskeppni Flugleiöa i golfi verður haldin á Nesvellinum um helgina, laugardag og sunnudag. Keppnin hefst kl. 9 I fyrramálið og verða leiknar 36 holur hvorn dag. Rétt til þátttöku i keppninni eiga eftirtaldir kylfingar: Sig- urður Pétursson, Ragnar Ólafs- son, Hannes Eyvindsson, óskar Sæmundsson og Sigurður Haf- steinsson úr GR, Sveinn Sigur- bergsson, Viðar Þorsteinsson og Magnús Birgisson úr GK, Björg- vin Þorsteinsson og Héðinn Gunnarsson úr GA, Jón Haukur Guðlaugsson og Gunnlaugur Jó- hannsson úr NK, Gylfi Garðars- son GV og Ómar Ragnarsson GL. Auk þess flestir unglingalands- liösmannanna. Flugleiðir veita að venju glæsileg verðlaun og sjá kylfingum utan af landi fyrir fari til Reykjavikur. FH féll 2. defld 1 FH féll endanlega niður I 2. deild kvenna á islandsmótinu I knattspyrnu er liðiö tapaði fyrir Víkingsstúlkunum 0:2 á Kapla- krika I Hafnarfiröi i gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Vikings, og sá eini, en liðiö hlaut 5 stig gegn einu stigi FH. Hildur Haröardóttir og Katrin Danivalsdóttir fengu báðar dauðafæri fyrir FH i fyrri hálfleik en hvorug hitti markið. Vikings- stúlkurnar skoruðu siöan á 21. min. siöari hálfleiks, þeirra fyrsta sókn eftir hlé, og var þar Valdis Birgisdóttir að verki. Inga Þórisdóttir innsiglaöi siðan sigur Vikings ellefu mlnútum siöar. —MHM ( > Leikir um helgina Það verður fri i 1. deild islands- mótsins i knattspyrnu um helgina vegna úrslitaleiksins i bikar- keppni KSt en annars staðar veröur nóg um aö vera. Meðal annars eru tvö islensk landslið að lcika erlendis. tslenska kvennaliðið leikur sinn fyrsta leik i fyrstu Evrópu- keppni landsliða i Tönsberg gegn Norðmönnum á morgun, laugar- dag. Leikurinn hefst kl. 13 að islenskum tima. Þá leikur ungl- ingalandsliðiö I Þórshöfn gegn Færeyingum i kvöld en liðin léku einnig i fyrradag og þá unnu fær- eysku strákarnir 1-0. 12. deild leika Fylkir og Þór A. i kvöld kl. 18.30 og á morgun kl. 14. Völsungur-Þróttur N, FH-Njarð- vik, Einherji-Þróttur R. og Reynir S-Skallagrimur. t úrslitakeppni 3. deildar leika Tindastóll og Selfoss á morgun og Viðir-KS á sunnudag. þá leika Stjarnan-Armann og Valur- -Reynir A. i úrslitum 4. deildar. Bæjakeppni i Kópavogi Breiðablik, Kópavogi, og IBV leika kl. 15 á morgun á Kópavogs- velli og er leikurinn liöur i árlegri bæjakeppni Kópavogs og Vest- mannaeyja. Góö samskipti eru á milli þessara staöa i knattspyrn- unni endahafa Eyjamenn yfirleitt leikið heimaleiki sina i Evrópu- keppnum á Kópavogsvelli. — VS Leiktiminn er að renna út. Staðan 1:1 og bæði lið virð- ast sætta sig við orðinn hlut. Snögg sókn. Valdimar Stef- ánsson markvörður sendir fyrir markið frá hægri/ ög- mundur Kristinsson markvörður hikar i úthlaupi og Halldór Arason skallar i mark. Eysteinn Guðmundsson dómari litur á klukkuna og f lautar leikinn af. Það er ekki einu sinni byrjað á miðju. Neðsta liðið i 1. deild, Fram# hefur lagt að velli efsta liðíð# Víking, með tveimur mörk- um gegn einu. Halldór — markið sigur- Guðmundur aði jafn- Já, þctta var hádramtískur endir á viðureign Fram og Vik- ings I 1. deild tslandsmótsins i knattspyrnu á Laugardalsvellin- um. Framarar eru hættulegir á iokaminútunum, það sýndu þeir gegn Skagamönnum á dögunum og aftur I gærkvöldi. Staða liðsins i fallbaráttunni lagaðist verulega, og all óvænt, en Vikingar náöu ekki þeim tveimur stigum sem hefðu nánast tryggt þeim meist- aratitilinn annað áriö i röð. Fyrsta tap þeirra I þrcttán (óhappatalan i fullu gildi) leikj- um, i 1. deild, eða siðan 23. maí i vor. Sverrir Herbertsson, Vikingur, fékk gott færi á markteig strax eftir hálfa minútu en skaut i hlið- arnetiö. Skömmu seinna átti Öm- ar Torfason góðan skalla rétt yfir mark Fram. Vikingar sóttu mun meira framan af en smám saman jafnaðist leikurinn. Fyrsta færi Framara kom á 27. min. en þá sló Arni Arnþórsson knöttinn i mark Vikings með hendi og að sjálf- sögðu dæmd á hann aukaspyrna. Þá fékk Viöar Þorkelsson góða sendingu innfyrir Vikingsvörnina frá Halldóri Arasyni en ögmund- ur kom út úr markinu og náði Sigurmark Halldórs á síðustu sekúndunni! og efsta liðið, Víkingur, mátti þola tap gegn botnliðinu, Fram knettinum. Ekkert mark i fyrri hálfleik. Sverrir byrjaði siðari hálfleik- inn eins og þann fyrri, skaut framhjá i góðu færi. Rétt á eftir skaut Heimir Karlsson yfir úr þröngu færi og Vikingar sóttu stift. En á 53. min. átti Viöar lúmskan skalla aö Vikingsmark- inu sem ögmundur náði að slá i horn. A 63. min. lék Ómar Torfason upp hægra megin og sendi inn i vitateig Fram. Gunnar Gunnars- son skallaöi laglega I mark, 1:0 fyrir Viking. Snyrtilega að verki staöiö. En á 68. min. fékk Fram auka- spyrnu rétt utan vitateigs Vikinga fyrir miðju marki. Guðmundur Torfason skaut beint og þvilikt mark. Knötturinn þrykktist upp i bláhornið hægra megin og Fram haföi jafnað, 1:1. Framarar hresstust mjög og rétt á eftir varöi ögmundur vel skalla frá Halldóri Arasyni. Liðin sóttu til skiptis og jafntefli blasti viö en þá kom Halldórs þáttur Arasonar og Fram fagnaði sigri. Leikurinn var þokkalegur af beggja hálfu. Vikingar voru meira með knöttinn en Framarar voru greinilega ákveðnir i að Sjö atviimumeiin með gegnHollendingunum Sjö atvinnumenn verða i islenska landsliðinu i knattspyrnu sem mætir HoIIendingum i Evrópukeppni iandsliða á Laugardalsvellinum á miövikudaginn. Það eru þcir Arnór Guðjohnsen, Atli Eðvaldsson, Janus Guðlaugsson, Karl Þóröarson, Pétur Ormslev, Sævar Jónsson og Lárus Guðmundsson. Aðrir I 16 manna hópnum sem Jóhannes Atlason landsliðsþjálf- ari tilkynnti i gær eru markverð- irnir Guðmundur Baldursson og Þorsteinn Bjarnason, og auk þeirra Marteinn Geirsson, Trausti Haraldsson, Viðar Hall- dórsson, Sigurður Lárusson, Ómar Torfason, Gunnar Gislason og örn óskarsson. Island tekur nú þátt I Evrópu- keppni landsliða undir 21 árs I fyrsta skipti og mætir Hollend- ingum i Keflavik á þriðjudags- kvöldið. Sá landsliöshópur var einnig tilkynntur i gær. Þar eru markverðir Friðrik Friðriksson, Fram og ögmundur Kristinsson, Vikingi. Aðrir leikmenn: Hafþór Sveinjónsson, ómar Rafnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Erlingur Kristjánsson, Jón Gunnar Bergs, Sigurjón Kristjánsson, Ragnar Margeirsson, Aðalsteinn Aöal- steinsson, Trausti ómarsson, Sig- urður Grétarsson, óli Þór Magnússon, Helgi Bentsson, Valur Valsson og ólafur Björns- son. Leyfilegt er að nota tvo eldri leikmenn i þetta lið og þeir eru Ólafur og ögmundur. Guðni Kjartansson, fyrrum landsliðs- þjálfari verður sennilega Jó- hannesi til aðstoðar með yngra liðið. — VS / / Urslitaleikurinn í bikarkeppni KSI: Akranes og Keflavík í hundraðasta skipti Akranes og Keflavik leika til úrslita I bikarkeppni KSÍ á sunnudag- inn, 29. ágúst. Viðureignin fer fram á Laugardalsvellinum I Reykjavik að vanda og hefst kl. 14. Þetta er 23.áriö sem keppnin fer fram en fyrsti úrslitaleikurinn var háður 1960 og þá sigraði KR Fram með tveimur mörkum gegn engu. Akranes leikur nú til úrslita I bikarkeppninni i tiunda skiptið. Þrátt fyrir allan þessan fjölda úr- slitaleikja hefur bikarinn aðeins einu sinni hafnað uppi á Skaga, árið 1978 i niundu tilraun, en þá vann ÍA Val 1—0 i úrslitum með marki Péturs Péturssonar, nú- verandi atvinnumanns i Belgiu. Keflvikingar leika i þriðja skiptið til úrslita. Árið 1973 töpuðu þeir fyrir Fram 2—1 en áriö 1975 urðu þeir bikarmeistarar i fyrsta og eina skiptið til þessa. Þá vannst einmitt sigur á ÍA, 1—0 og var það sjöundi úrslitaleikur Skagamanna. 1A hefur leikið alla leiki sina I bikarkeppninni i ár á útivöllum, enda sagöi George Kirby, þjálfari þeirra á blaöamannafundi I fyrradag: ,,We have come the hard way”. t 16-liða úrslitum unnu Skagamenn Þrótt 5—1 á Laugardalsvellinum, i 8-liöa úr- slitum Breiðablik 2—11 Kópavogi og sjálfa tslandsmeistarana, Vik- ing, I undanúrslitunum á Laugar- dalsvelli i eftirminnilegum leik, 2—1. IBK vann Viði i Garði 2—0, siðan Fram i Keflavik 3—0 og loks KR, einnig i Keflavik, 2—1. Kefla- vik og Akranes hafa leikið báða leiki sina i 1. deild á þessu keppnistímabili, Keflvikingar unnu 1—0 i Keflavik en Akurnes- ingar2—1 á Akranesi. Það verður þvi fróðlegt að sjá hver útkoman verður á hlutlausum velli. Svo skemmtilega vill til að þetta er 100. viðureign 1A og IBK. IA hefur unnið 43 sinnum, tBK 38 sinnum og 18 jafntefli fylla töl- una. Markatalan er 192—155 Akurnesingum i hag og þaö er harla óliklegt að Keflvikingar nái að jafna hana á sunnudaginn! Það er óhætt að spá fjörugum úrslitaleik. Bæöi lið hafa sótt sig nokkuö siðari hluta keppnistima- bilsins og hjá báöum er sóknar- leikur i hávegum hafður. Mikill fjöldi stuöningsmanna er væntan- legur frá Akranesi og Keflavik og ibúar höfuöborgarsvæðisins bæta örugglega við töluna og auka stemmninguna. — VS selja sig dýrt. Börðust um hvern bolta og gáfu Vikingum aldrei frið. Marteinn Geirsson og Guð- mundur Baldursson markvörður áttu bestan leik hjá Fram en ög- mundur, Stefán Halldórsson og Heimir Karlsson hjá Vikingi. Slakur leikur í Keflavík Hann var ósköp slakur og litt fyrir augað, leikur tBK og tBV i Keflavik i gærkvöldi. Sárafátt markvert skeði og Eyjamenn héldu heimleiðis með tvö stig i pokahorninu, og aukna von um meistaratitil vegna taps Vikings, eftir að Keflvikingar höfðu fært þeim sigurmarkið á fegursta silf- urfati. Þegar fimm mlnútur voru liön- ar af leik voru þrir Keflvikingar að leika á milli sin i rólegheitun- um fyrir utan eigin vitateig og einn þeirra, Rúnar Georgsson, ætlaði að renna knettinum aftur á Þorstein Bjarnason markvörð. Sprettur þá ekki upp hinn mark- sækni Sigurlás Þorleifsson sem hafði lúrt fyrir aftan þá, tekur við knettinum, leikur á Þorstein markvörð og siöaji Ingiber ósk- arsson, og sendir knöttinn i netiö, 0:1 fyrir ÍBV. Jafnræði var með liðunum i fyrri hálfleik en engin marktæki- færi og I þeim siðari drógu Eyja- menn sig aftur. Þeir vörðust á eigin vallarhelmingi með Valþór Sigurösson og Orn Óskarsson sem bestu menn og Pál Pálmason ör- yggið uppmálaö I markinu. Enda komust Keflvikingar ekkert áleiöis, enginn þeirra gat rifiö sig upp fyrir meðalmennskuna og tBK er nú i þeirri aöstöðu aö geta hæglega fallið i 2. deild og oröið bikarmeistari! Staðan: Vikingur....16 6 8 2 23:17 20 tBV ........16 7 4 5 19:15 18 KR..........16 4 10 2 13:12 18 tA..........16 6 5 5 21:18 17 Valur.......16 5 5 6 16:14 15 Fram........16 4 7 5 17:17 15 Breiðablik...16 5 5 6 16:19 15 KA.......... 16 4 6 6 16:18 14 IBK.........16 5 4 7 14:19 14 tBI......... 16 5 4 7 23:29 14 —VS Valur í 3. defld? Valur, Reyðarfirði, á alla möguleika á aö komast i 3. deild tslandsmótsins i knattspyrnu eft- ir 0:0 jafntefli gegn Leiftri á Ólafsfirði i gærkvöldi. Reyðfirö- ingum dugar nú jafntefli á heima- velli gegn Reyni Arskógsströnd á laugardaginn til að komast upp úr 4. deildinni. Tapi þeir gegn Reyni, kemst Leiftur upp. —VS Valsdagur Valsdagurinn 1982 verður á morgun, laugardaginn 28. ágúst á Valssvæöinu að Hliöarenda frá kl. 13.30 til 17. A dagskrá eru knatt- spyrna, körfuknattleikur og bad- minton og þá eru Valskonur meö kaffisölu. Allir eru velkomnir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.