Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVIL.IINISÍ Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagsfélag Selfoss ognágrennis Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Selfoss og nágrennis verður hald- inn fimmtudaginn 2. september að Kirkjuvegi 7 og hefst hann kl. 20. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Alþýöubandalagið i Hveragerði — Berjaferð i Dali Alþýðubandalagsfélagið i Hverageröi fer i berjaferð vestur að Laugum i Dalasýsluhelgina 27.-29. ágúst n.k. —Lagt af stað kl.16 á föstudegiog komið heim aítur á sunnudag. Gist verður i svefnpokaplássi — eldhús- aðstaða og sundlaug íyrir þá sem vilja sulla. — Laugardagurinn verður notaður til berjatinslu i nágrenni skólans. Fólk er beðið að skrá sig hjá Ingibjörgu i sima 4259 og Guðrúnu i sima 4518 eða Sigurði i sima 4332 fyrir 24. ágúst. Allir eru velkomnir i þessa ferö og ætti fólk að notfæra sér þetta tæki- færi til að safna vetraríoröa. —- Ferðanefndin. Norðurlandaráð Grænland, Færeyjar og Álands- eyjar fá ekki fulla aðild Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá ekki að senda sjáifstæðar sendinefndir á fundi Norðurlandaráðs. Þetta er niðurstaðan i áliti nefndar, sem sérstaklega var falið að gera tillögur um málið fyrir næsta þing Norðurlanda- ráðs, sem haldið verður i febrúar 1983. Hins vegar eiga þessi sjálf- stjórnarlönd að fá formlegri aðiid að hinni norrænu samvinnu en áður hefur tiðkast. Þannig eiga Færeyingar i framtiðinni að fá 2 fulltrúa i dönsku sendinefndinni i stað eins áður. Grænlendingar munu einnig fá 2 sæti i dönsku sendinefndinni og Álandseyjar fá 2 sæti I finsku sendinefndinni. 1 sendinefndum Norðmanna og Svia verður fjölgað úr 18 i 20 og fulltrúum íslands verður fjölgað úr 6 i 7. Danmörk hafði krafist þess að sjálfstjórnarsvæðin fengju sömu stöðu og aðildarrikin og greiddi ásamt með íslandi atkvæði gegn tillögunni. ólg/DN Alþýðubandalagið á Vestfjörðum — Kjördæmis- ráðstefna. Kjördæmisráðstcfna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verður haldin i Reykjanesi við tsafjaröardjúp dagana 28. og 29. ágúst. Ráðstcfnan hefst kl. 2 eftir hádegi iaugardaginn 28. ágúst. Dagskrá ráöstefnunnar er á þessa leið: 1. Stjórnmálaviöhorfiö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. Byggöamál á Vestfjöröum, 4. Félagsstarí Al- þýðubandalagsins á Vestfjöröum, 5. önnur mál. Framsögumenn á ráösteínunni eru Guövaröur Kjartansson, Flateyri, Gestur Kristinsson, Súgandaíirði, Kjartan Öiafsson, ritstjóri og Skúli Alexandersson, alþingismaöur. Alþýöubandalagsfélögin á Vestfjöröum eru hvött til aö kjósa fulltrúa á ráöstefnuna sem allra fyrst. Stjórn kjördæmisráösins Verjum íslendinga gegn atvinnuleysi — Fyrsti félagsfundur AB á Akureyri i haust Alþýðubandalagið á Akureyri hefur haust- og vetrarstarfið með félags- fundi i Lárusarhúsi kl. 20.30 nk. mánudagskvöld. A fundinum verður meðal annars fjallað um efnahagsráðstafanir rikisstjórnarinnar og þær tillögur sem Alþýðubandaiagið hefur lagt fram um endurskipu- lagningu atvinnuveganna og kerfisbreytingar hjá hinu opinbera. Frummælendur á fundinum verða Ólafur Ragnar Grimsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og Stefán Jónsson alþingismaður. Að loknum ávörpum þeirra veröa fyrirspurnir og umræður. Kaffiveitingar verða á staðnum. Stjórn Alþýðubandalagsins á Akureyri hvetur félagsmenn til þess að fjölmenna og ræða leiðir til þess að verja ísland gegn þvi atvinnuleysi sem hrjáir okkar heimshluta. Kjarta n Skúli Blaðamannafélagið styður Friðjón Stjórn Blaðamannafélags Is- lands óskar að koma á framfæri þökkum og stuðningi við Friðjón Guðröðarson, sýslumann og lög- reglustjóra á Höfn i Hornafirði, vegna góðrar samvinnu hans við starfsmcnn fjölmiðia er fylgdust með hörmungaratburðunum I ör- æfuin fyrr i þessum mánuði. Stjórnin er þess fullviss, að hún talar fyrir munn meginþorra is- lenskra atvinnublaðamanna er hún lýsir yfir stuðningi við starfs- aðferðir sýslumanns gagnvart fjölmiðlum og viö miðlun upplýs- inga til landsmanna af þeim at-, burðum er þarna áttu sér stað, — atburðum er öil þjóðin fylgdist með af óhug. Það var skylda fjölmiðla þessa daga, sem endranær, að gefa sem gleggstar upplýsingar af framgangi máls- ins. Oft hefur mjög skort á við svipaðar aðstæður, að blaða- og fréttamönnum væri gert kleift að gegna þeim skyldum sinum. Friðjón Guðröðarson sýslumaður á þakkir skildar fyrir að veita dygga aðstoð við það. Samþykkt á stjórnarfundi 26. ágúst 1982. Semja þarf sérstaka reglugerð: Um eftirlit í mjólkurbúum í framhaldi af þeirri úttekt, sem gerð var af Heil- brigðiseftirliti rikisins á tækjum og búnaði mjólkur- samlaganna og dr. ólafur Oddgeirsson dýralæknir annaðist, gerði hann eftirfarandi tillögur til úrbóta: 1. Semja þarf sérstaka reglu- gerð um eftirlit i mjólkubúum al- mennt. 2. Taka upp sérstakt eftirlit með gerilsneyðingartækum, sem skiptist I viðurkenningu á tækinu sem sliku, viðurkenningu á upp- Rís musteri Framhald af bls. 9. að verulega væri að starfsemi bankans þrengt við þessar aðstæður. Reykjavikurborg hafði um nokkurt skeið átt lóðina.sem Sænska frystihúsið stóð á og fóru nú fram makaskipti þannig að Seðlabankinn fékk þá lóð til afnota að auki. Var nú bankanum gert kleift að nýta svæðið sem af- markast af Sölvhólsgötu og Skúlagötu en á móti af Ingólfs- stræti og Kalkofnsvegi. Kom þvi fram sú hugmynd að bæta bank- anum upp skerðinguna á aðal- byggingunni með því að byggja annað hús meðfram Ingólfsstræti og að Skúlagötu. Enn tefjast framkvæmdir Af ýmsum orsökum komust þessar nýju hugmyndir aldrei lengra en á blað og á meðan gein gamli grunnurinn norðan i Arnar- hólnum við þeim sem leið áttu framhjá. Komu nú arkitektar hússins með aðra lausn sem i stuttu máli var fólgin I þvi að snúa húsinu við og færa það til norðurs. Var lagt fram likan af þeim breytingum og var þá við- bótarbyggingin við Ingólfsstræti úr sögunni I bili. Til að nýta gamla grunninn var brugðið á það ráð að gera tillögu um að Reykjavikurborg m.a. kæmi þar fyrir bifreiðageymslu fyrir vegfarendur I miðborginni og að yfir hana yrði tyrft þannig að menjar um jarðrask I sjálfum Arnarhólnum hyrfu. Hin nýja bankabygging hvildi hins vegar á veglegum grunni sem m.a. skyldi nýttur fyrir bifreiðastæði I þágu bankans og fjárhirslur stofn- unarinnar. Núverandi hús kemst á dagskrá Þessi tillaga velktist i kerfinu og var ekkert úr frekari fram- kvæmdum enn um sinn. Var þá enn brugðið á það ráð að hanna nýtt hús frá grunni, sem skyldi hýsa skrifstofur Seðlabankans en að auki hefði Reiknistofnun bank- anna þar aðsetur. Þessi nýja tillaga, sem nú er verið að byggja eftir af fullum krafti, gerir ráð fyrir tveimur samtengdum byggingum I mjög ólikúm stil. Aðalbyggingin ris vestan Ingólfsstrætis og er 4—5 hæðir en vestan hennar kemur mun lægri bygging, ein hæö og ris, sem nýtt verður að hluta. Þar verður Reiknistofnunin að mestu með starfsemi sina, en undir þeirri byggingu verður m.a mötuneyti starfsmanna og bif- reiðageymslur. Utan I Arnar- hólnum norðanverðum verða svo bílastæði i eigu borgarinnar og tyrft yfir eins og fyrri tillögur hafa kveðið á um. Verður ekið i Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Þórhildar ólafsdóttur fyrrum fóstru Sigriður Gisladóttir Gísii Ólafsson Þóra Helgadóttir Ólafur Heigason Kristln Helgadóttir Kvaran Guðmundur Helgason þá bifreiðageymslu frá Ingólfs-' stræti. Hin nýja bygging Seðlabankahúsið nýja er mikið af vöxtum eða um það bil 10.000 fermetrar að grunnfleti. 1 kjall- ara (raunar 1. hæð að norðan) er um 2000 fermetra flötur fyrir bif- reiðastæði og geymslur. Þá fara 2000 fermetrar undir Reiknistofn-Í un bankanna og um 1000 fer- metrum er varið til að geyma fjármuni bankans á. 5000 fermetrar eru svo nýttlr undir almennar skrifstofur ogi þess háttar. Aðalinngangur I hinn nýja þjóðbanka verður frá Arnar- hóli en starfsmenn fjölmargir og öll aðföng að bankanum fara um norðurinngang. Verður byggt á þessum stað? Enda þótt framkvæmdir haldi nú áfram að fullum krafti hlýtur hin dæmalausa saga þessarar umdeildu byggingar, sem spann- ar hartnær fjórðung aldar, að gefa tilefni til efasemda um að verkinu verði lokið I þessari lotu. A það skal þó enginn dómur lagður hér. Hins vegar er ekki langt siðan nokkrir mektarmenn islenskir undirrituðu mótmæla- skjal gegn byggingafram- kvæmdum og kröfðust þess að ■allar áætlanir um byggingu banka á þessum stað yrðu lagðar á hilluna. Þá er ekki langt siðan að minnsta kosti einn stjórnmála- flokkur lagði til I umræðum um efnahagsmál að reynt yrði að draga úr opinberri eyðslu á þrengingartimum og m.a. Seðla- bankabyggingin yrði tekin af dagskrá um 1 1/2 árs skeið. A meðan umræður halda áfram um þessa umdeildu byggingu yfir musteri fjármagnsins i okkar verðbólgna þjóðfélagi leggja verkamenn nótt við dag steina I þessa tittnefndu byggingu i gamla Kolaportinu sunnan Skúla- götunnar. setningu og reglulegu eftirliti með tækjunum 3. Herða eftirlit með vörum mjólkuriðnaðarins þar til hann hefur náð það góðum tökum á eftirlitinu sjálfur að ekki teljist lengur þörf á svo miklu eftirliti af hálfuhins opinbera. Þetta þarf að athuga reglulega. 4. Fyrirskipa að mjólkurstöðv- arnar taki gerilsneyðingartæki sin sundur einu sinni i viku og láti þau standa opin yfir nótt og að þau þannig geri sitt ýtrasta til að ná tökum á þrifum þessara tækja. 5. Að auka eftirlit með tækjum þessum þar til fastar reglur hafa verið settar með þvi að hlutast til um að hinn opinberi eftirlitsaðili, þ.e.a.s. dýralæknar, fari reglu- lega inn i mjólkurbúin og láti taka tæki þessi I sundur og athugi þrif og ástand á þéttingum og plötum. 6. Efna til viðræðna við alla þá aðila, sem þessi mál varðar, þ.e.a.s. landbúnaðaráðuneyti, yfirdýralækni, heilbrigðisráöu- neyti, Heilbrigðiseftirlit rikisins og mjólkuriðnaðinn með það fyrir augum að samræma allar þær aðgerðir, sem nauðsynlegar kunna að reynast. Einnig er nauðsynlegt að i framtiðinni sé yfirleitt náið samstarf og sam- band á milli þessara aðila þannig að upplýsingastreymi i báðar áttir sé eins auðvelt og mögulegt er. 7. Að bæta hægt og samfara þróun, mjólkurgæði hjá framleið- endum með upplýsingaherferð, tækniaðstoð og stöðugri aukningu á kröfum um flokkun. Auka þarf eftirlit með kælitönkum og mjaltavélum. Hefja rannsóknir á virkni þvottaefna. Virkja fjósa- skoðun dýralækna til frekari framfara i júgurheilbrigði og heilsufari kðnna almennt. 8. Stórauka og endur- skipuleggja allar júgurbólgu- rannsóknir i landinu. — mhg ÍLýst ! eftir spólu... Ahugi manna á Þjóðvilj- anum og sögu hans er mikill og fer vaxandi. Einhver gestur inni i Laugardalshöll var svo fróðleiksfús að hann tók traustataki úr bás Þjóð- viljans spólu þar sem lesið er inn ágrip af sögu blaðsins. Við viljum benda fróðleiks- fúsum á að hér á blaðinu erum við tilbúin til að gefa honum mun ýtarlegri og per- sónulegri upplýsingar um blaðið og sögu þess ef hann vill vera svo vinsamlegur að skila okkur spólunni. Atgreiöum einangriinar plast a Stor Reykjavikur, svœðió frá mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst vióskipta , mönnum aó kostnaóar lausu. máíar vió flestra hœfi. Aörar framleidskfvorur ptpuetnangrun g skrufbútar Auglýsingasíminn er 8-13-33 MOBVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.