Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
„Verkalýðshreyfingin stendur nú frammi fyrir því að enn eru
"af verkafólki teknar með opinberum
ráðstöfunum þær kjarabætur sem um hefur verið samið”
Sjónarhorn
Skuli Thoroddsen
Undanfarna áratugi hefur is-
lenskur verkalýður hvað eftir
annað orðið að heyja baráttu,
stundum harðvituga, til þess að
hækka laun sin og bæta kjörin.
Vissulega ber að meta þann ár-
angur sem náðst hefur stig af
stigi, en var áður fjarlægur
draumur. Verkalýðsbaráttan og
sigrar hreyfingarinnar eru ótvi-
ræðir en aukin verðmætasköpun
og hagvöxtur hefur einnig átt
hlut að máli. Spyrja má hvort
hlutur verkafólks hafi vaxið i
samræmi við þá aukningu. Ég
læt þvi ósvarað hér, en fullyrði
að verkalýðshreyfingin hefur
orðið að endurtaka baráttu sina
æ ofan i æ vegna þess að hvað
eftir annað hafa verið gerðar
ráðstafanir af hálfu rikisvalds-
ins, sem rýrt hafa kjör vinnandi
fólks.
Kjarabót
í lágmarki
Óþarfi er að rekja hér þær
ráðstafanir sem gerðar hafa
verið, en ég minni á nýleg dæmi.
Kjaraskerðingarlög Geirs Hall-
grimssonar, sem verkalýðurinn
braut glæsilega á bak aftur,
Ólafslög, sem menn mótmæltu i
orði og nú siðast, bráðabirgða-
lög rikisstjórnarinnar með boð-
skapum kauplækkun 1. des. n.k.
1 kjarasamningum atvinnu-
rekenda og verkafólks i júni var
meginkrafa atvinnurekenda 5%
kjaraskerðing á þriggja mán-
aða fresti næstu tvö árin.
Verkalýðshreyfingunni tókst að
berja þessa kröfu þeirra niður
og samningar tókust. Kaup-
máttur launa skyldi vera
óbreyttur á samningstimanum
frá þvi sem verið hafði 1981,
þrátt fyrir að fallast yrði á
skerta visitöluuppbót á laun 1.
sept. um 2.9% auk kjaraskerð-
ingarákvæða ólafslaga. Ég fæ
ekki betur séð en að með þess-
um kjarasamningi hafi verka-
lýðshreyfingin verið að tryggja
vinnandi fólki ákveðinn lág-
markskaupmátt, laun er ekki
yrðu lækkuð, hvort sem ytri
áhrif eða afkoma atvinnuveg-
anna stæði betur eða ver. öllum
voruljósir þeir erfiðleikar er að
atvinnuvegunum steðjuðu og
vissu hvert stefndi. Samning-
arnir voru hógværir og kjara-
bótin i lágmarki.
„Landsmenn geta unniö sig út úr þvi samféiagi þar sem alþýða manna ber alltof lítiö úr býtum fyrir
alltof mikiöstrit”, sagði m.a. iályktun 10. þings Verkamannasambands tslands.
Kjaraskerðtng
Bruðl með
verðmæti
Menn verða að átta sig á þvi,
að það er ekki vinnandi fólk,
verkafólkið sem stjórnar at-
vinnufyrirtækjunum. Þar fær
það engu um ráðið. Verkafólk
ber þvi ekki ábyrgð á skipulags-
leysi (glundroða), offjárfest-
ingu, illum rekstri, ofveiði,
verðmætasóun, — i einu orði
sagt ævintýramennsku is-
lenskra atvinnurekenda i fyrir-
tækjum sem þeir hafa byggt upp
fyrir sparifé almennings. Fyrir-
tæki sem þeir hóta að stöðva og
stöðva ef þeir fá ekki þær ráð-
stafanir: gengisfellingar, verð-
ákvarðanir, rekstrarstyrki,
skattahlunnindi, lán án endur-
gjalds og kjaraskerðingar sem
þeim hentar til þess að halda
áfram að bruðla með þau verð-
mæti sem verkafólk skapar með
vinnu sinni.
Ég er ekki að halda þvi fram
að öll fyrirtæki séu illa rekin, en
það eru hin illa reknu fyrirtæki
sem sverta þá mynd sem Þjóð-
hagsstofnun dregur upp fyrir
landslýð öllum, svo trúa megi
að einmitt nú beri brýna nauð-
syn til aðskerða kaupið, vega að
verkafólki, rétt eina ferðina.
Þaö sé eina ráðið. Annað væri
að vega að hinni einu sönnu
grundvallarhugsjón islenskra
efnahagsmála, einkaeignarétti
og einstaklingsfrelsi atvinnu-
rekenda (Aðrir eiga þar ekkert
frelsi nema ef vera kynni i
stjórnarskránni en það er annað
mál).
Þetta er kjarni málsins sem
Alþýðusamband Islands kallar
af hógværð sinni „margra ára
óstjórn i efnahagsmálum” og
„skipulagsleysi i fjárfestingu.”
Þvi má ekki breyta, raunveru-
leg uppstokkun efnahagslifsins
er ekki á dagskrá.
Dagvinnulaun nægi
A 10. þingi Verkamannasam-
bands Islands frá i okt. 1981 seg,-
irm.a. svo i kjaramálaályktun:
„Verkamannasamband Is-
lands veit, að verkafólk og sam-
tök þess gera sér f ulla grein fyr-
ir þeirri þjóðfélagslegu ábyrgð
sem á þvi hvilir. Verkamanna-
sambandið leyfir sér hins vegar
að minna á, að ábyrgð rikis-
valds, stjórnmálaflokka og at-
vinnurekenda á framtiðarþróun
samfélagsins er einnig mikil.
Spurningin sem þessir aðilar
verða að gera upp við sig er
hvort tsland sé til langframa
dæmt til þess að vera láglauna-
land. Svar Verkamannasam-
bandsins við þessari spurningu
er NEI og aftur NEI. Lands-
menn gctaftunnið sig út úr þvi
samfélagi þar sem alþýöa
manna ber allt of lltiö úr býtum
fyrir ailt of mikiö strit. Verka-
mannasa m ba ndið itrekar i
þessu sambandi þaö stefnu-
mark aö dagvinnuiaun nægi til
framfærslu fjölskyldu.”
Atvinnurekenda-
úrræði
Svo mörg voru þau orð og nú
vill rikisstjórn Islands i öfuga
átt, þá átt sem ætið fyrr er is-
lenskir atfrinnurekendur hafa
komist i vanda. Það er hart að
flokkur verkafólks, Alþýðu-
bandalagið, skuli þurfa að
standa að þvilikri aðför, þótt
það sé gert i nafni atvinnu fyrir
alla, — gegn atvinnuleysi og úr-
ræðum hægri aflanna. Þegar
öllu er á botninn hvolft eru þetta
atvinnurekendaúrræði, þrátt
fyrir ýmis jákvæð fyrirheit um
réttarbætur til handa lægst
launaða fólkinu. Enda eru þau
oröin tóm þegar komið er á dag-
inn að fyrir þeim er ekki þing-
meirihluti meðal stuðnings-
manna rlkisstjórnarinnar.
Verkalýðshreyfingin stendur
nú frammi fyrir þvi að enn eru
af verkafólki teknar með opin-
berum ráðstöfunum þær kjara-
bætur sem um hefur verið sam-
ið. Ahrif verkalýösins á Alþingi
er ekki i réttu hlutfalli við hinn
faglega styrk hans, en i faglegu
baráttunni hefur verkafólk oft-
ast staðiö saman og einhuga og
unniö mikla sigra. A pólitiska
sviðinu er verkafólk hinsvegar
sundrað og ótrúlegur f jöldi þess
styöur stjórnmálaflokk atvinnu-
rekenda, Sjálfstæðisflokkinn, ef
að likum lætur. Pólitisk eining
verkafólks hefði oft getað komið
i veg fyrir að árangur hags-
munabaráttunnar væri skertur.
Reykjavik 24. ágúst 1982
Skúli Thoroddsen.
Menningarsamtök Norðlendinga:
Ráðstefna
um listir og
samsýning
Þessi mynd er úr hinni rómuöu sýningu Leikfélags Akureyrar á „Beö-
iö eftir Godot”. Frá vinstri Arni Tryggvason, Theodór Júliusson og
Bjarni Steingrfmsson.
Þaö mun nú vera i fyrsta sinn,
sem haldin er sérstök samsýning
myndlistarmanna á Noröurlandi
cn áformaö er að það veröi gert
dagana 4. og 5. sept. n.k.
Þaö eru hin nýstofnuðu Menn-
ingarsamtök Norölendinga, sem
gangast fyrir sýningunni I sam-
Lánskjara- vísitalan 402 Meö tilvisun til 39. gr. laga nr. 13/1979, hefur Seölabank- inn reiknaö út lánskjaravisi- tölu fyrir septembermánuö 1982. Lánskjaravisitala 402 gildir fyrir septembermánuö 1982,
bandi viö aðalfund sinn, sem
haldinn veröur i Gagnfræöaskól-
anum á Húsavik. 1 tengslum viö
aðalfundinn og samsýninguna
veröur efnt til ráöstefnu um listir
og skipulag listastarfsemi á
Norðurlandi.
A sýningunni, sem verður i
Safnahúsi Þingeyinga, verða
verk eftir a.m.k. 20 myndlistar-
menn og sýnir hver þeirra 2-4
verk. I fyrsta sinn gefst þannig
kostur á að sjá á einum stað úrval
þeirrar norðlensku myndlistar,
sem nú er unnið að. Stór hópur
myndlistarmanna hefur löngum
starfað á Norðurlandi og er ekki
vonum fyrr að tækifæri gefst til
þess að fá yfirlit yfir það, sem
verið er að vinna á Norðurlandi á
þessu sviði. Myndlistarsýningin
er öllum opin en hún hefst kl.
13:30 þann 4. sept.
Ráðstefnan verður I tvennu
lagi. Verður fyrri hluti hennar
helgaður samskiptum fjölmiðla
og listamanna. Munu þeir Jónas
Jónasson, útvarpsmaður og
Sverrir Páll Erlendsson, mennta-
skólakennari, hafa framsögu um
það efni. 1 siðari hlutanum verður
rætt um skipulag listastarfsem-
innar á Norðurlandi, en það er
eitt af meginviðfangsefnum
Menningarsamtakanna. Verður
ýtarlega um það fjallað hvernig
starfi og skipulagi samtakanna
verður best háttað til hagsbóta
fyrir menningarlif og menningar-
samskipti á Norðurlandi. Stutt
inngangserindi um þetta efni
flytja þeir Einar Njálsson, Guð-
mundur Halldórsson frá Bergs-
stöðum, Jón Hlöðver Askelsson
og örn Ingi Gislason.
Formaður bráðabirgðastjórnar
Menningarsamtakanna, Kristinn
G. Jóhannsson, setur aðalfundinn
eftir hádegi sunnudaginn 5. sept.
A dagskrá eru venjuleg aðalfund-
arstörf, m.a. kosin fyrsta reglu-
leg stjórn samtakanna. Er fund-
urinn öllum opinn með málfrelsi
og tillögurétti.
Aríðandi er, að sem flestir
listamenn og áhugamenn um list-
ir taki þátt í störfum þessara
funda og eigi þannig hlut að mót-
un starfshátta Menningarsam-
takanna þegar frá upphafi. Með
þvi einu móti er tryggt að sam-
tökin ræki hlutverk sitt: að efla
menr.ingarlif og menningarsam-
skipti á Norðurlandi.
Þeir, sem hyggja á aðild að
samtökunum en hafa ekki enn
látið verða af þvi eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu
Fjórðungssambands Norðlend-
inga eða einhvern úr bráða-
birgðastjórninni. Þá eru og þeir
myndlistarmenn, sem áhuga hafa
á þvi að sýna verk sin á samsýn-
ingunni, beðnir að tilkynna þátt-
töku sina hið fyrsta hafi þeir ekki
þegar gert það.
—mhg
Leiðrétting
I Þjóðviljanum i gær
birtist skökk mynd með af-
mæliskveðju Jóns Hjartar-
sonar til Einars Olgeirs-
sonar. Með greininni átti að
birtast mynd úr Kollafirði i
Strandasýslu, en fyrir mis-
tök kom i staðinn mynd frá
Borðeyri i Hrútafirði.
Við biðjum hlutaðeigendur
velvirðingar á þessum leiðu
mistökum.