Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur. 27. ágúst. 1982. UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglysingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttjf. Afgreiöslustjdri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur StyrkársdóUir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Ólafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttafréttaritari: Viöir Sigurðsson. L tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. I.jósmvndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Auglysingar: Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuðrUn Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarsom Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir. Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Siöumúia 6, Heykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Atvinnuleysi allt í kringum okkur • í fréttum var það helst frá Bretlandi i byrjun vikunnar að 14 af hundraði vinnufærra Breta gengju nú atvinnulausir. Það samsvarar þvi að nærri 17 þúsund íslendingar á aldrinum 19 til 66 ára væru án atvinnu. Miðstjórn ASl hefur nýverið áréttað i ályktun að veröbólguholskefla riði yfir og atvinnuöryggi sé i hættu. „Óheft verðbólga felur i sér kjaraskerðingu, og atvinnuleysi er al- varlegasta ógnunin við afkomu og lifshamingju verkafólks”, segir miðstjórn ASÍ. • En er þá nokkur hætta á þvi að atvinnuleysi haldi innreið sina hér á landi? Það hefur ekki látið á sér kræla i á annan áratug. Við skulum hafa það i huga að siðast þegar hér varð veru- legur aflabrestur og viðlika afturkippur i þjóðar- tekjum, á árinu 1967 til 1968, var það efnahagsúr- ræði þáverandi viðreisnarstjórnar Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks að efna til sliks landflótta að á fjórða þúsund manns fóru til nágrannalanda i atvinnuleit. Vinstri stjórnin 1971 til 1974 snéri vörn i sókn og efndi til atvinnuuppbyggingar um land allt samhliða stækkun landhelginnar og brottrekstri erlendra fiskiskipa úr fiskveiðilög- sögunni. Að þessum ráðstöfunum sem hafist var' handa um i upphafi siðasta áratugar hefur þjóðin búið til þessa, sjávarafli hefur vaxið ár frá ári og þjóðartekjur aukist að sama skapi nokkuð ár- visst. • Nú kemur afturkippur i þessa þróun og Is- lendingar hafa ekki frekar en aðrar þjóðir á hag- vaxtarskeiði lagt fyrir til mögru áranna, heldur þvert á móti ekki sést fyrir i fjárfestingum. Á sama tima og kaupmáttur og neysla er i efstu mörkum þess sem þekkst hefur hér, detta tekjur útflutningsframleiðslu niður og upp hleðst mikill viðskiptahalli, sem gæti á örfáum árum komið þjóðarbúinu i greiðsluþrot. • Ef við gætum gengið að þvi visu að vel veidd- ist og seldist á næsta ári væri litil ástæða til þess að bera ugg um atvinnuleysi i brjósti. Við höfum hinsvegar fengið áminningu um að helstu fiski- stofnar okkar þola ekki meiri sókn, og hið alþjóð- lega umhverfi i efnahagsmálum er ekki þess eðlis að ástæða sé til sérstakrar bjartsýni um sölu- horfur og hækkandi afurðaverð. • Vegna þessa þurfa íslendingar að gæta að hverju fótmáli á næstu misserum. Efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er i húfi. Höfuðskylda stjórnvalda er að finna leiðir til þess að viðhalda fullri atvinnu og sporna gegn þeirri þróun sem hrjáð hefur flest iðnriki heimsins sl. áratug. i Komi hér til atvinnuleysis mun reynast erfitt að snúa við á þeirri braut. Um það getum við sann- færst með þvi að lita til Vestur-Evrópu þar sem 13 milljónir manna eru nú atvinnulausir. • i rikjum Efnahagsbandalagsins eru 10,3 milljónir manna atvinnulausir eða 9,3%. Þar hefur atvinnuleysið fjórfaldast á áratug. Þróunin hefur verið þessi: 1972—2,7% 1973—2,5%, 1974—2,9%, 1975—4,3%, 1976-^,9%, 1977-5,3%, 1978—5,5%, 1979—5,5%, 1980—6,2%, 1981—8,1% og 1982 — rúmlega 9%. Hvar endar þetta? Þannig spyrja margir og miðað við allt okkar umhverfi væri fásinna að taka áhyggjum um yfirvofandi atvinnuleysi á islandi af léttúð. — ekh J Á hann hlustar enginn Ilengur „Og nú stlgur enn einn sjálfstæðismaðurinn fram á > senuna og vill komast i Isviðsljós fjölmiðlana. Nú slær Albert Guðmundsson úr og i. Hann er bæöi með og á • móti bráðabirgðalögunum. Segist i viðtölum frekar vera á móti þeim, en geti kannski seinna verið með þeim. Hann eigi eftir að ákveða sig. Vingulshátturinn er greini- ■ lega i hverju horni innan ISjálfstæðisflokksins. Þetta virðist landlæg pest i Sjálf- stæðisflokknum. ■ Þetta sýnir enn og sannar Iað Sjálfstæðisflokkurinn er þverklofinn og jafnframt að formaður flokksins, Geir ■ Hallgrimsson, hefur ekki Itraust hjá nema hluta flokks- manna. A hann hlustar eng- inn lengur. . — GAS” ItGuömundur Arni i leiöara Alþýðublaðsins) ■ Tónlistarsmekkur IAdolf Hitler er heims- frægur fyrir grimmdarverk sin og mun taka sér sess i ■ sögunni sem mesti þrjótur Iheimsins. Samt sem áður hafði hann mætur á tón- skáldum eins og Bach og * Wagner. Með slikum tón- Ilistarsmekk hefði Hitler meira að segja kunnað vel að • meta Charlie Colberts 14 ■ Piece Big Band, sem nú Ispilar i Steikarhúsi Georges á Canaveralhöfða „Today” (Florida). IBjartsýni Ihaldssöm fjölskylda leitar j sambands við myndarlega I stúlku i námi eða starfi með I það fyrir augum að koma ■ syni fjölskyldunnar, nitján • ára gömlum stúdent, 183 sm. Iá hæð, út úr hommaum- hverfi. Fjárhagsleg fyrir- greiðsla i boði. * Handelsmagasin (Hannover) I í atvinnuleysinu J Hnifakastari leitar sér að ’ I félaga vegna óhapps. 9 Nord Heide Wocherblat. I’ Gott aö vita það Bestu hjónaböndin eru samansett úr tveim per- , sónum: karli og konu IBadische Neueste Nachrichten , Stríð og friður IEf að svo kynni að fara i atómstyrjöld að þér yrðuö fyrir skoti þá er hægt að full- • yrða að með þvi að halda Iuppi núverandi upplýsinga- miðlunarmöguleikum i beinu sambandi við nauðsynlegt . frumkvæði af eigin hálfu, þá Isé hægt aö gera ráð fyrir þeim möguleika að maður lifi af. ■ Úr breskum bæklingi. klippt Þríggja áratuga stríð Fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar kom það töluvert til um- ræðu hversu brýna nauðsyn bæri til að Ibúar i borginni fengju einhverju ráðiö um nán- asta umhverfi sitt. Flestir frambjóðendur höfðu orð á að bæta um betur i þessum efnum. Meir að segja ihaldið hafði orð i þessa veru á takteinunum. En órð eru ekki efndir einsog ibúar við Seljaveg hafa orðið aö reyna siðustu þrjá áratugina. tbúarnir hafa staðið i striði við borgaryfirvöld og kerfið frá þvi á árinu 1953 til þess að mótmæla mengun og óþrifnaði af verk- smiðjustarfsemi þar i ibúða- hverfinu. En allt hefur komiö fyrir ekki. Þegar framlenging lóðaleigu- samnings við fyrirtækin Kol- sýruhleðsluna og Eim stóð fyrir dyrum óskaði Guðrún Jónsdótt- ir borgarráðsmaður Kvenna- framboðsins eftir þvi að bókaö yrði 17. ágúst að á fundi borgar- ráðs 24. ágúst yrði leigusamn- ingurinn til umfjöllunar enda hefðu borgarráðsmenn fengið öll gögn málsins til skoðunar. Borgarráðsmennirnir Sigurjón Pétursson og Albert Guðmunds- son hefðu einnig farið fram á að isjá þessi gögn enda báöir lýst jsig andviga þvi að starfsemi ÍEims yrði leyfð á þessum stað. A borgarráðsfundinum 17. ágúst þegar ákveðið var hvernig með þetta mál skyldi fara einsog hér hefur verið skýrt lýsti enginn sig andvigan þvi að málið yrði tekið fyrir á fundinum 24. ágúst, sl. þriðjudag, áður en lóðaleigu- samningur yrði framlengdur. Átroðsla og fyrirlitning Á þeim fundi lýsti Davið Oddsson borgarstjóri { Reykja- vik þvi yfir, að hann hefði undir- ritað leigusamninginn sl. sunnudag. Eitthvaö hefur nú legið á að skrifa undir, fyrst helgidagurinn er notaður i slika iðju. Sigurjón Pétursson og Guðrún Jónsdóttir létu bóka harðorð mótmæli gegn þessum vinnubrögðum sem eru eins- dæmi hér á landi. Borgarstjór- inn hefur með þessu troðið á borgarráði með fáheyrðum hætti auk þess sem ibúum hverfisins er sýnd dæmafá fyr- irlitning með þessu háttarlagi. Það er einnig ihugunarvert aö Albert Guðmundsson forseti borgarstjórnar, sem sjálfur hafði farið fram á að sjá gögn varðandi þetta mál enda and- vigur áframhaldandi starfsemi verksmiðjunnar Eims, skuli orðalaust láta hafa sig að fóta- þurrku borgarstjórans stór- huga. Fulltrúar hverra? Siðdegisblaðið haföi orð á þvi um daginn hversu vel Daviö færi stjórnin. Hann stjórnaði borginni einsog framkvæmda- stjóri stóru fyrirtæki — og væri ekki að láta skrifræöið þvælast fyrir sér. Þetta er nú sjónarmiö — en sú spurning hlýtur aö vakna hvenær kjörnir fulltrúar fólksins til borgarstjórnar eiga að fjalla um mál — eða jafnvel hvort þeir megi yfir höfuö vera i samráði um málefni borgarinn- ar. Erekki komið að mörkunum i þessu máli — jafnvel fyrir for- stokkaða aðdáendur snaggara- legrar framkvæmdastjórnar og einræðis? Þess utan eru samskipti og framkoma borgarstjórans i þessu máli við ibúa kapituli útaf fyrir sig. Hann hefur ekki einu sinni fyrir þvi að láta þá vita af ósköpunum. En skýringin liggur að sjálfsögðu i þvi að borgar- stjórinn er pólitískur fulltrúi borgaralegra afla þarsem pen- ingurinn ræður mestu. Hann tekur þvi málstað fyrirtækjanna umfram málstað borgarbúa. Og þetta mál er dæmigert fyrir þá afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Trúr pólitisku eðli gefur borgar- stjórinn málstað ibúa langt nef um leið og hann gerir einsog honum er sagt, einsog honum er fyrirlagt út frá hagsmunum fjármagnsins. Ekki sakar heldur að geta þess i þessu sambandi að lög- fræðingur fyrirtækjanna heitir Jón Steinar Guðlaugsson. Það sakar heldur ekki að geta þess að i hinni valdamiklu „Eimreið- arkliku” i Sjálfstæöisflokknum eru þeir Jón Steinar og Davið báðir. -óg Þessi ófreskja á horni Vestur- götu og Seljavegs hefur verið ibúum i hverfinu þyrnir i auga, þannig að i tæpa þrjá áratugi hafa þeir staðið i þrefi við borg- aryfirvöld til þess að fá vcrk- smiðjuna fjarlægða. Fulltrúar Kvennaframboðsins og Alþýðu- bandalagsins hafa ásamt Albert Guðmundssyni (forseta borgar- stjórnar) árangursiaust fariö fram á að sjá gögn og f jalla um málið áður en lóöaleigusamn- ingur yrði undirritaöur. Án ár- angurs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.