Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 2
.2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJIINN Föstudagur. 27. ágúst. 1982.
viðtalið
Rætt við Rebekku
Þráinsdóttur á
skrifstofu KRON:
Kostar
aðeins 10
krónur
að verða
félagi
í KRON
Þessa dagana er Kaup-
félag Reykjavíkur og
nágrennis að senda
félagsmönnum sínum af-
sláttarkort sem veita 10%
afslátt á vörukaupum í
verslunum félagsins.
Rebekka Þráinsdóttir
hefur um árabil haft um-
sjón með útgáfu af-
sláttarkortanna á vegum
KRON. Við slógum á
þráðinn til hennar og
spurðum hvernig þetta
afsláttarkortakerfi virk-
aði.
„Þannig er að við sendum
öllum félagsmönnum KRON
samtals 7 afsláttarkort. 4
þessara korta gilda við vöru-
kaup i matvöruverslunum
félagsins og þá með talið Stór-
markaðinum og 3 kort eru fyrir
vörukaup i Domus við Lauga-
veg. Hverju korti er framvisað
einu sinni og fær félagsmaður
þá 10% afslátt af vörukaup-
unum i það skipti. Hvert kort
gildir fyrir ákveðinn tima, en
afsláttartiminn er frá 25. ágúst
til 16. desember.
— Eru þessi afsláttarkort al-
mennt notuð af félagsmönnum?
— Þau hafa skilað sér nokkuð
Nú eru 14 þús. félagar i KRON. Asiðasta ári gengu 800 manns í félagið.
mismunandi inn i verslanirnar.
Þegar við höfum sent þau heim
til félagsmanna þá hafa inn-
heimtur verið um 80% en þó
nokkru minni þegar félagsmenn
hafa þurft að sækja þau hingað
á skrifstofu KRON.
— Sendið þið kortin eingöngu
út á haustin?
— Já, oftast hefur það verið.
Við teljum að það komi félags-
mönnum best aö notum á haust-
in. Þá er slátur- og sultugerð,
auk þess sem fata þarf börnin
upp fyrir skólann og ekki má
gleyma jólunum.
— Hvenær var byrjaö á þessu
afsláttarkerfi og hver er til-
gangurinn?
— Það eru ein 13 ár siðan fyrst
var byrjað á þessu og menn
hafa verið að þreifa sig áfram
siðan með hentugasta formið.
Þessi afsláttur tók við af
arðgreiðslum á sinum tima sem
voru orðnar mjög þungar i
vöfum, og ég held að félags-
menn séu almennt ánægðir með
þetta form.
— Hvað kostar aö vera félags-
maður i KRON?
— Það kostar aðeins 10 krónur
og við rukkum engin árgjöld,
aðeins þetta innritunargjald
sem hægt er að greiða hér i
versluninni eða við kassa i
öllum verslunum félagsins. Það
er ekki einungis afsláttur sem
menn öðlast með þvi að gerast
félagar i KRON heldur fá þeir
rétt til setu á félagsfundum i
deildum KRON, en nú eru 7
deildir starfandi, 1 i Kópavogi
og 6 hér i Reykjavik eftir versl-
unarsvæðum. Deildarfélögin
kjósa siðan fulltrúa á aðalfundi
KRON.
— Hvað eru margir félagar I
KRON í dag?
— Þeir eru um 14 þús. þar af
gengu tæplega 800 i félagið á
siðasta ári. Auk afsláttarkort-
anna sendum við félögum
Félagstiöindi sem einnig liggja
frammi i verslunum.
— Er mikið starf i félagsdeild-
unum?
— Það er einmitt okkar höfuð-
verkur að gera félagsmenn
virkari i starfi. 6g vil nota tæki-
færiðog hvetja þá til að nýta sér
afsláttarkortin og taka virkan
þátt i starfi félagsins. Þeir sem
vilja fá frekari upplýsingar um
starfið geta haft samband við
mig á skrifstofu KRON i
Domusarhúsinu við Laugaveg i
sima 22110, sagði Rebekka að
lokum.
-Ig.
V iðhaf narmikil
jarðarför
Þann 20. sept. 1823 andaðist
Geir biskup Vídalin, eftir
þriggja sólarhringa legu, aðeins
62 ára. Banamein hans var
lungnabólga.
Tildrög þess að Geir biskup
veiktist af lungnabólgunni voru
talin þau, að þann 17. sept. ösl-
aði mikil marsvinavaða inn i
Reykjavikurhöfn. Voru þau rek-
in á land i Hllðarhúsabótinni, en
hún var þar sem grandinn til
Efferseyjar lá út frá sandin-!
um. Þessi innrás marsvinanna
þótti mikill viðburður i fá-
breytni bæjarlifsins. Hópaðist
saman fjöldi manns til þess að
horfa á marsvlnaveiðina, — þótt
það hljóti nú að vera hráslaga-
leg skemmtan, — og þar á með-
al var biskupinn. Aður en lauk
var honum orðið svo kalt, að
hann komst ekki hjálparlaust
heim. Þar lagðist hann þegar
rúmfastur og var andaður að
þrem dögum liðnum.
Geir biskup var jarðsunginn
6. okt. og um jarðarförina segir
Espólin að „eigi hafi önnur við-
hafnarmeiri verið hér á landi að
menn vissu. Embættismenn og
stúdentar báru kistuna, 12 i
senn, því að kistan var mjög
þung, af heilum plönkum, svo
haldið var að litt skorti á f jórar
vættir en sjálft var likið fullar
fjórar vættir þvi maðurinn var
þrekinn og feitlaginn.”
Húskveðju flutti sr. Guð-
mundur Bjarnason, aðstoðar-
prestur i Görðum, en likræðu
Arni dómkirkjuprestur Helga-
son.
—mhg
Svinharður
Eftir Kjartan
Arnórsson
<
Q
-i
O
UL
Ég skil ekki orðið kynþáttastefna, ')
undarlegt!
Að h ugsa sér aö sumir haldi aðra
verri vegna þess aö þeir séu
ööruvlsi á litinn.
Ætli maftur þurfi málningu
til þess aðfalla sumum I geð.
Allmargar
sóknar-
nefndir eru
einkyn j a
I nýútkomnu fréttabréfi bisk-
upsstofu er að finna ýmsar at-
hyglisverðar upplýsingar. Þar
kemur t.d. fram að á meðal
þeirra sem sitja i sóknarnefnd-
um eru 284 konur af 938 sóknar-
nefndarmönnum.
Sóknir landsins eru nú 285 og
eru formenn sóknarnefnda i að-
eins 55 tilvika konur eða u.þ.b.
17%. Allmargar sóknarnefndir
eru einkynja.
—hól.
Rugl dagsins:
Heyrt i potti
Við höfum fyrir satt að Eggert
Haukdal verði kirkjumálaráð-
herra i næstu stjórn Geirs Hall- !•
grimssonar. „