Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum Hver á að geta þekkt venjulegan borgara frá embættismanni þegar hvorugur er klæddur embættisbúningi? spyr lesandi. Embættismenn og annað yfirvald: Eiga að ganga í búningum K.R. hringdi: „Það hefur ávallt vakið mikla furðu mina að flestir af helstu embættismönnum þjóðarinnar sjá ekki ástæðu til að fylgja starfsreglum og ganga i em- bættisfötum. Sem dæmi um slikt má nefna aö bæði sýslumenn og lögreglustjórar auk fleiri opin- berra embættismanna hafa komið fram opinberlega og ég hef séð til þeirra við störf þar sem þeir eru alls ekki klæddir embættisbúningum. Mörgum finnst þetta sjálfsagt ekki skipta miklu máli, en ég er á öðru máli. Hörmulegt morðmál i Or- æfum fyrir skömmu sýndi betur en margt annaö hvaða hættu það býður heim ef embættis- menn fylgja ekki starfsreglum og klæða sig i embættisbúninga þegar þeir gegna skyldustörf- um. Hver sem er virðist getaö gengið um og tilkynnt sig sem yfirvald, þvi hver á að geta þekkt venjulegan borgara frá embættismanni þegar hvorugur er klæddur embættisbúning? Meira aö segja sýslumaður Austur-Skaftafellssýslu sá ekki I ástæðu til að vera klæddur em- bættismannabúning þeear hann stjórnaði leit að óboi^.- nn- inum fyrrnefnda I öræfum. Þetta er óþolandi ástand sem verður aö kippa i lag áður en verra hlýst af en þegar hefur á gengið. Ég vildi einnig fá að leggja orö i belg varðandi efnahags- ráöstafanir rikisstjórnarinnar. Það eru sjálfsagt allir laun- þegar sammála mér i þvi að þaö er ekki endalaust hægt að ráð- ast á kaupið þegar leysa á vandann. Tillaga Seðlabankans um enn eina vaxtahækkun er sem hnefahögg framan i fólk. A sama tima og boöið er upp á okurvexti almenningi til handa, fá kaupfélög, frystihús og aðrir aðilar afurðalán meö 5% vöxt- um en almenningur verður að þola 40% vexti. Fólk er orðiö þreytt á þessum sifellda boöskap Jóhannesar Nordals um vaxtahækkanir. 1 stað þess aö láta almenning borga niður vexti fyrir atvinnu- vegina og alls kyns vitleysu ætti aö samræma vaxtakjörin i land- inu. Að siöustu vil ég nefna niður- greiðslupólitik stjórnvalda. Þessi leikur til aö falsa visitöl- una er oröinn ansi þreyttur og kemur að litlu gagni. Það á að láta fólk borga raunvirði fyrir þessar landbúnaðarvörur og hætta öllum loddaraleik. Litla stelpa Einu sinni var lítil stelpa sem heitir Harpa. Hún fór á sýningu í Laugardalshöllinni að skoða tívolíið. Hún fór í rólurnar og í stóru hring- ekjuna. Svo fór hún í krabbann og bílana. Svo fór hún inn að skoða í básana. Svo fór hún aftur út og fór í byssurnar og þar vann pabbi hennar stóran apa og gaf henni. Síðan fór hún heim að leika sér. Samið af: Sigríði Þrastardóttur Möðrufelli 5 og Hörpu Stefánsdóttur Hamrabergi 21 Vísa Lambið litla leikur sér léttfætt úti haga. Étur gras úr lófa mér og rennir niður I maga. Hfa-i tAöafckc' 2J ^—, 7-tZHf Barnahornid Föstudagur. 27. ágúst. 1982. ÞJÓÐVILJlNiy — SIÐA 15.) Æjfe Útvarp 1|P kl. 20.40 Loftur með kirkju- j árnið Vert er aö vekja athygli á Sumarvökunni i kvöld. Meðal fjölbreytts efnis er frásögu- þátturinn „Kennimaðurinn og kempan”. Baldvin Halldórs- son leikari les fráscgn eftir Jónmund Halldórsson á Stað I Grunnavlk sem Hannibal Valdimarsson skráði fyrir nær þremur áratugum. A kvöldvökunni les Auðunn Bragi Sveinsson minningar- ljóð Sveins Hannessonar frá ín Halldórsson Ellivogum um þrjár merkar húsfreyjur og Rósa Gisladóttir frá Krossgerði á Berufjarðar- strönd les tvær þjóðsögur úr safni Sigfúsar Sigfússonar. „Skúli áreittur” og „Loftur meö kirkjujárnið”. The Blues Band Hér eru allir félagarnir samankomnir til myndatöku. Frá v. Paul, Hughie, Dave, Tom og Gary. „Þaö er hvergi meiri gróska I tónlistarlifinu I dag en ein- mitt I bluestónlistinni”, segja þeir sem þykjast hafa vit á. Hvaöum það, I kvöid fáum við að heyra I einni af betri „blues” hljómsveitum Breta I dag. Það er hljómsveitin „The Blues Band” með Paul Jones söngvara I fararbroddi en hann er eins og flestir vita fyrrverandi söngvari Manfred Man. Það er ekki aöeins Jones sem á uppruna að rekja til Manfred Man þvi gltarleikari „The Blues Band” Tom McGuinness lék einnig I Man- fred Man meö Jones. Aörir hljómsveitarmeðlimir eru þeir Hughie Flint, Dave Kelly og Gary Fletcher. I kvöld munum viö fylgja þessum snillingum eftir á hljómleikaferðalagi þeirra vltt og breitt um Lundúnaborg á siðasta vetri. Sjónvarp kl. 20.45 Fátt ér heilagt I augum hinna sjálfskipuðu Ihaldssömu herra siðaboðskaparins. „Löður” skal vlkja af skjánum. var þeirra dómur. Siðferðislegi meirihlutinn í USA „Þeir bönnuðu „Löður Sjónvarp Ikl. 21.15 Þeir kalla sjálfa sig „Sið- feröislega meirihlutann”. Þeir trúa þvl að þeir eigi I heil- ögu striði við að gera Banda- riki Noröur Ameriku aö fyrir- myndarsamfélagi. Eftir að Reagan var kjörinn forseti Bandarikjanna telja þeir sig eiga greiðan aðgang að Hvita húsinu og æöstu stjórnvöldum. A örfáum árum hefur 35 manna öfgasöfnuður Baptista- prestsins Jerry Falwell I Lynnchburg I Virginiu vaxið I 20 þúsund manna söfnuö sem I krafti auðs hefur haft afger- andi áhrif á allt þjóðlif i land- inu. Bókabrennui; boð og bönn minna helst á ofstækistlma McCartyisma eftirstriðsár- anna. 1 ljósi öfgafullra siða- predikana sem boðaöar eru dagléga I gegnum 390 sjón- varpstöövar og 500 útvarps- stöðvar eru ritverk höfunda eins og Henry Millers, Salin- gers og Shakespeare’s bann- færð. Hljómsveitir eins og Queen og meira að segja Bltlarnir eru taldar siðspillandi og með þrýstingi á stórfyrirtæki hefur þessi sjálfskipaði siðgæðis- hópur látið stöðva ýmislegt sjónvarps- og útvarpsefni eins og t.d. „Lööur”. Þetta ér stni hinnar nýju hægri öfgastefnu sem sækir si- fellt á I landi „frelsisins” og hræðist ekkert eins og kommúnisma. Menn og mál- efni eru brennimerkt með for- dómum, og enginn veit hvar næst verður drepiö niöur fæti. David Frost sjónvarps- fréttamaöur var á ferð i Bandarikjunum fyrir skömmu, ,að kynna sér þennan furðu- söfnuð. Afraksturinn verður sýndur i sjónvarpinu I kvöld, og eru lesendur eindrógið hvattir til aö láta myndina ekki fram hjá sér fara. — lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.