Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.08.1982, Blaðsíða 6
Ráðstafanir stjórnarinnar rétta nokkuð hag iðnaðarins Ýmsar þeirra ráöstafana, sem ákveðnar voru með bráðabirgöa- lögum og yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar um siöustu helgi snúa sérstaklega að iðnaðinum. Við ræddum við Hjörleif Gutt- ormsson, iðnaðarráðherra um þessi efni, og spurðum fyrst, hvort gengisbreytingin hafi ekki verið orðin mjög aðkallandi fyrir iðnaðinn. Hjörleifur sagði: Gengisskráningin Fyrir okkar útflutningsiðnað og ekki siður samkeppnisiðnaðinn, sem keppir við innfluttar vörur var orðið mjög brýnt að fá leið- réttingu á gengisskráningunni. brátt fyrir gengisbreytinguna nú, er þó eftir sem áður mikill munur á stöðu þeirra fyrirtækja, sem hafa samninga i dollurum og hinna, sem flytja út til Evrópu eða keppa viö innflutning þaðan. t tillögum Seðlabankans um gengisfellingu var tekið tillit til stööu iönaöarins, svo sem rétt- mætt er, en hitt ráðum við siður við, hvernig gengi hinna ýmsu gjaldmiðla i viöskiptalöndum okkar þróast. í þeim efnum hafa hins vegar orðið óvenju miklar breytingar siöasta hálft annað ár með hækkun dollarans gagnvart Evrópumyntum og bitnað illa á mörgum Islenskum iðnfyrir- tækjum. — í yfirlýsingu rikistjórnar- innar er tekiö fram, að verðlag á innlendum iðnaðarvörum, sem eiga i samkeppni viö innfluttar vörur skuli gefið fr jálst. Er þetta þýöingarmikið mál fyrir iðnað- inn? Sama rétt og innfluttar vörur — Jú, hér er um mikið sann- en fleira girnismál að ræða, og öllum aug- ljóst, að við getum ekki með neinni sanngirni sett islensk framleiðslufyrirtæki undir hömlur varðandi verðlagningu umfram það sem gerist með inn- fluttan varning þar sem um óhefta samkeppni er að ræða. Hér er reyndar ekki um algert nýmæli að ræða nú, þvi að frá siðast liðnu vori hafa menn verið að fikra sig jnn á þessa stefnu i Verðlagsráði/ en yfirlýsingin nú er áherðing frá hálfu stjórnvalda um að ná þessu marki fyrr en seinna. — En hvað um breytingar á starfsskilyrðum atvinnuveg- anna? Aðstöðugjald — Starfsskilyrði atvinnuveg- anna voru mikið til umræðu við undirbúning efnahagsaðgerðanna i framhaldi af mikilli vinnu á vegum rikisstjórnarinnar varð- andi þau efni. Akvarðanir gengu mun skemmra að þessu sinni en ég hefði kosið, en þó er nú gefin yfirlýsing um að samræma skuli aðstöðugjald á atvinnurekstur með lækkun á iðnað og land- búnað. Frá þessu máli þarf aö ganga hið fyrsta með undirbún- ingi lagafrumvarps, en gert er ráö fyrir viöræöum við Samband islenskra sveitarfélaga áður en frá þvi verður gengið, þar eð aöstöðugjaldið er tekjustofn, sem sveitarfélögin byggja nokkuð á. Einnig er nú gefið fyrirheit um að endurskoða tekjuöflunarkerfi hins opinbera með það fyrir aug- um að jafna starfsskilyrði at- vinnuveganna. Inn i þá mynd hljóta að koma atriði, sem svara þarf, m.a. hvað varðar breytingu að fylgj Rætt við Hjörleif Guttormsson a á eftir frá söluskatti yfir i virðisauka- skatt og um jöfnun á launaskatti eða afnám hans i tengslum við aðra tekjuöflun. Launaskattur I tillögum Alþýðubandalagsins við undirbúning efnahagsaðgerð- anna gerðum við sem kunnugt er tillögur um að fella niður launa- skatt á iðnaði og fiskvinnslu og jafna þannig aðstöðumun gagn- vart fiskveiðum og landbúnaði, sem engan launaskatt greiða nú. t staðinn var gert ráð fyrir þvi i þessum tillögum okkar, að leggja á allt að 3% vörugjald á innfluttar og innlendar samkeppnisvörur til að jafna metin hjá rikissjóði og afla jafnframt nokkurs fjár I {ró- unarstarfsemi og til skipulags- breytinga i atvinnulifinu. Ég tel mjög miður, að ekki tókst að fá ákvörðun um það nú að samræma eða afnema launa- skattinn, þar eð með lækkun hans er hægt að bæta samkeppnisstöðu innlends iðnaðar án þess að brjóta á nokkurn hátt i bág við ákvæði friverslunarsamninga. Fleiri þætti varðandi starfsskil- yröi atvinnuveganna þarf vissu- lega að leysa, þar á meðal þá mismunun sem rikir varðandi opinber framlög m.a. til fjárfest- ingarlánasjóða atvinnuveganna. títflutnings- tryggingar — Hvað vilt þú nefna af öðrum atriðum i yfirlýsingu rikis- stjórnarinnar er snerta iðnaðinn sérstaklega? — Þar má minna á yfirlýsingu um nýtt útflutningstrygginga- kerfi til aö örva útflutning iön- aðarvara og einnig að efla út- flutningslánasjóð þannig að hann geti boðið upp á hliðstæð kjör og samsvarandi sjóðir erlendis. í undirbúningi er löggjöf um út- flutningstryggingarnar og vænti ég þess, að frumvarp verði lagt fram um það efni snemma á kom- andi alþingi. Varðandi þá hækkun vöru- gjalds, sem ákveðin var sem liður i efnahagsráðstöfunum hef ég orðið var við áhyggjur nokkurra iðnrekenda, sem óttast að álagn- ing þess iþyngi fyrirtækjum þeirra. Rétt er að taka fram að vörugjald þetta á ekki að leggjast á aðföng innlends iðnaðar, en þau jaðartilvik, sem þarna getur verið um að ræða, m.a. varðandi fjármagnskostnað eru nú i sér- stakri athugun milli iðnaðar- og fjármálaráðuneytisins. Skipasmíðar Ég vil hér lika nefna það sem aö skipasmiðaiðnaðinum snýr, en i yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er kveðið fastar á en áður um þá stefnu, að verkefnum varðandi breytingar og viðhald flotans skuli beint til innlendra skipa- smiðastöðva. Jafnframtmá segja að bannið við innflutningi fiski- skipa næstu 2 árin sé viss trygg- ing fyrir þvi að innlendu stöðv- arnar sitji að þeirri nýsmiði, sem heimiluð verður þessi tvö ár. Að lokum vil ég svo minna á, aö mikil þörf er á þvi að tryggja vaxtarmöguleika íslensks iönaðar nú og á næstu árum. Ég tel að efnahagsaðgerðir rikis- stjornarinnar taki mið af þeirri stefnu og rétti nokkuð af stöðu iðnaðarins þótt fleira þurfi svo aö fylgja á eftir. k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.