Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1982 Viltu láta dáleiða Ng? Hver man ekki eftir dávaldin- um og dulmagnaranum Frisen- ette, sem iief'ur komið hingað til lands afog til á undanförnum ára- tugum og dáleitt íslendinga? Nú er hann kotninn hingað enn einu sinni, en það eru 15 ár síðan hann dálciddi hér síðast. Hér er Frisenette að dálciða Is- lcnding, sem talar við unnustuna ol'an í vatnsglas. í kvöld kl. 11.15 veröur hann meö dáleiöslu og aörar listir í Háskólahíói og aftur annaö kvöld, en hann hefur ætfö fyllt húsið þegar hann hefur komið fram hér á landi. Frisenette, sem nú er orðinn roskinn maöur. hóf feril sinn um 20 ára og naut til- sagnar hjá indverskum dávaldi. Hann v;irö fljótt meöal frægustu dávalda heims, en á undanförn- um árum hefur hann smiiö sér æ meira aö dáleiöslulækningum. Endurskoðun kjötmats Fyrir dyrum stcndur að endur- skoða reglugerð unt kjötmat og framkvæmd þcss. Hcfur land- búnaðarráðhcrra farið þcss á leit við Framleiðsluráð Inndhúnaönr- ius að það tilncfui af sinni hálfu mann í nefnd þá, sem æthmiii cr að hafi þessa cndurskoöun með höndum. Framleiðsluráð hefur tilncfnt Gunnar Guðbjartsson i nefndina. — mhg JÓfí Þórarmsson í stjórn Sinfóníunnar Borgarráð hefur skipað Jón Þórarinsson, tónskáld, fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Er Jón skipaður í stað Ernu Ragnars- dóttur, en hún er á förum til út- landa. Bókaverðir þinga Þjónustan við börnin Landsfundur Bókavarðafélags Islands stendur yfir í Reykjavík dagana 6.-11. september, og aö venju er um aö ræða námskeiðs- og fundarhöld. Þessi fundur er hinn 7. í röðinni, hinn fyrsti var haldinn í september 1970 og síð- an reglulega annaðhvort ár. Aöalefni Landsfundarins að þessu sinni eru námskeið um upplýsingamiölun í nútíð og framtíð, þar sem er bæði kynning á íslenskum og erlendum hand- bókum og notkun þeirra i upplýs- ingaþjónustu bókasafna, og einn- ig upplýsingamiölun og leit með aðstöð tölvu og tölvunotkun bókasafna, og stendur þaö nám- skeið í einn og hálfan dag, en hitt námskeiöið er um þjónustu við börn og er þaö einnig eins og hálfs dags námskeið. Farin verð- ur kynnisferð í bókasöfn og stofn- anir á Reykjavíkursvæðinu og landsfundi lýkur svo með tveggja daga fundarhöldum og fyrirlestr- um ásamt aðalfundi Bókavarða- félags íslands og deildum innan þess félags. Einn erlendur fyrirlesari hefur verið fenginn til að kenna á nám- skeiðunum um þjónustu viö börn. Er það Malin Koidenius, barnabókavörður frá Örebro í Svíþjóð, en hún hlaut í sumar ásamt samstarfsmanni sínum verðlaun sænska bókavarðafél- agsins fyrir framúrskarandi starf á sínu sviði. Mun Malin Koldeni- us einnig halda fyrirlestur á fundi laugardaginn 11. septcmber. Aörir fyrirlesarar og kennarar eru úr röðum íslenskra bóka- varða. Vestmannaeyjar: Fleiri komu en fóru Frá I. til 9. ágúst flutti Herjólf- ur alls 2984 farþega. Héðan fóru 1420 farþegar, en hingað komu 1564. Á sama tíma fluttu Flugleiðir til Flyja 502 farþega og frá Eyjuin 562. Þess er að geta að aðeins var hægt að fljúga eina ferð á föstu- dcginum í Þjóðhátíð vcgna veð- urs. En mikið var bókað þann dag. Eru það talsvert minni flutn- ingar hjá Flugleiðum heldur en í fyrra á sania tíma. Á þcssuin töluin er ekki að mcrkja, að Vestmannaeyingar hafi flúið Þjóðhátíðina neina síð- ur sé. lir „Fréttum" fráVest- mannacyjuni. Dúkkur í tísku Risarokk í Laugardalshöll Dýpkun á innsiglingunni Veitt hefur verið fjármagn til að dýpka innsiglinguna í Þorláks- höfn og nýlega hafa starfsmcnn hafnarmaiastofnunarinnar verið þar við dýptarniælingar, en talin er mikil nauðsyn á cndiirhótum á innsiglingunni, scgir í „Suður- landi" frá því í ágúst. „Fólk fer miklu meira á svona staöi í hádeginu cn áður var. Mér finnst mjög þægilegt að koma hingað," sagði Kolbrún. Þessar fáu mínútur sem viö dvöldumst þarna kom mikið af fólki. sem varð frá að hverfa þar sem hvergi var hægt að fá sæti. Greinilegt var að margir komu með vinnufélögunum og stund- um er einn sendur fyrst til að ná í borö. „Þetta er lúxusmatur og ekkert dýrari en kássurnar sem flestir á mínum vinnustað kaupa sér í há- deginu úti í búö. Og salatbarinn er stórkostlegur," sagöi einn vinnufélaginn viö Ármúlann viö okkur urn leið og viö gengum út, Dúkkur eru mjög vinsælar um þessar mundir og þá ekki bara sem lcikföng, hcldur skraut upp á hillu. Erlcndis eru gamlar dúkk- ur seldar dýrum dómuin og hafin er framleiðsla á gömlum dúkku- gerðum af ýmsu tagi. Þcssar tvær dönsku listakonur, Jette Andcr- sen, keramiker og fatahönnuður- inn Karla Krull hai'a bvrjað framleiðslu á dúkkum. Þær voru sýndar á sýningu í Kaupmanna- höl'n fyrir sköinmu og vöktu mikla athygli. Dúkkurnar eiga síðan að fara á fleiri sýningar og verða m.a. sýndar í París nú í ár og Tokvo á næsta ári. Dúkkurnar eru til skrauts og mjög við- kvæmar, andlitið úr handmáluðu postulíni og fötin öll handunnin. Þarna eru dúkkur frá tímum Elís- abctar drottningar, Lúðvíks fjór- tánda og sumar cru frá öldum, scm aldrei hafa runnið upp! ur ei knár. . Allt verður gert til þess að hljóöið berist sem best um höllina og hafa hljóðmeistar- ai Risarokks þeir Júlíus Agnars- son og Gunnar Smári ekkert til sparaö tii að svo megi verða. Ris- arokkinu lýkur svo öðruhvoru megin við miðnættiö meö magn- aðri flugeldasýningu. Þess er v;cnst aö velunnarar Rokks í Reykjavík og annað gott fólk liggi ekki á liöi sínu og mæti eldhresst og njóti tónlistar frá helstu rokkhljómsveitum lands- ins i höllinni á föstudagskvöld fyrir aöeins 150 krónur. Forsala aðgöngumiöa er í Fálkanum, Karnabæ og Stuðbúðinni. Þorlákshöfn: Á „Pottinum og pönnunni ” Á „Pottinum og pönnunni" er jafnan örtröö í hádeginu, jafnt sem á kvöldin. Viö litum viö þar einn daginn um klukkan hálfeitt og hittum tvær sem biöu eftir mat sínum. „Hér er alltaf fullt að gera í hádeginu. Ilclst þarf maöur aö koma rétt fyrir 12. En ég mæli meö staðnum. Maturinn er bæði góöur og ódýr", sagði Sylvía Guðmundsdóttir, kennari, en með henni var Kolbrún Gunnars- dóttir, einnig kennari. Risarokk veröur á föstudags- kvöld í Laugardalshöllinni. en þar koma frant allar helstu hljóm- svcitir landsins stórar og smáa'r. Það er I lugrenningur sem stend- ur fyrii hátíðinni og rennur ágóö- inn til aö greiöa tap á kvikmynd- inni „Rokk í Reykjavík". Að- standendur mvndarinnar sögðu i viötali viö blaöiö aö tapiö næmi um 800 þúsund krónum og eru þaö allt útistandandi skuldir. en ailar hljómsveitirnar komu frani í myndinni án greiðslu. A Risarokki koina fram hljóm- sveitirnar BarafÍokkurinn, Ego, Grýlurnar, Þeyr og Þursaflokk- urinn. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar stórhljómsveitir leika á sömu tónleikum. Auk þessara hljómsveita munu koma fram leynigestir, sem ku ekki standa risunum að baki sarnan ber marg- Sylvía og Kolhrún fá sér hádegismat. — Ljóm. — gel —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.