Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.09.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. september 1982 Fimmtudagur 9. septembcr 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sjóður sem bætir tjón af völdum olíu: íslendingar meö fulla aðild en greiða þó engin iðgjöld! Islendingar gætu notið aðstoðar alþjóðasjóðs til að bæta tjón af vökluin olíumengunar enda þótt þeir greiði ekki eina einustu krónu í iðgjöld ti! sjóðsins. Þctta kom frani á hlaðamannafundi scm haldinn var í tilcfni þess að framkvæmda- stjóri umrædds sjóðs, R.H. Ganten var staddur hér á landi. Alþjóðasiglingamálastofnunin hafði frumkvæði að stofnun þessa sjóðs, sem á að bæta tjón af völdum olíumengunar, sé það meira en svo að tryggingafélögin bæti skaðann. Tryggir þessi sjóður tjón að upp- hæð allt að 50 milljónum dollara og greiða innflutningsfyrirtæki olíunnar iðgjöld til sjóðsins, þó aðeins ef innflutningurinn nær 150.000 tonnum á ári. Vér íslend- ingar náum ekki því niarki en njót- um þó fullra réttinda úr umrædd- um sjóöi enda þó við höfum enn sem komiö er ekki þurft á slíkri aðstoð að halda. R.H. Ganten benti á að sjóður- inn gæti orðiö íslendingum mikil- vægur ef hér yrði skaði af völdum olíumengunar þar sem mörg slys gætu orsakað tjón á fiskimiöum. Væru all mörg dæmi um skaöabæt- ur úr sjóðnum í slikani tilfellum. Aðildarþjóðir þessa alþjóðalega olíumengunarsjóðs eru 26 en sjóð- urinn var stofnaður 1971, en hann tók til starfa 1978. Hefur hann síð- an þá bætt fyrir tjón 14 stórslysa sem leitt hafa af sér olíumengun. - v. ,,Ríðum senn í réttirnar” Nú eru réttir á næsta leiti og von- andi hugsa margir ennþá til þeirra með tilhlökkun og eftirvæntingu. Þeim til hægðarauka, sem hugsa sér að „ríða í réttirnar“ birtunr við hér skrá yfir nokkrar þeirra, sem hugmvndin cr að rétta í fram á laugardaginn 18. scpt., cn það cru eingöngu fjárréttir. Síðar koma hinar auk nokkurra stóðrétta. Auökúlurétt í Svínadal, 10. og 11. sept., Undirfellsrétt í Vatnsdal, 10. og 11. sept., Víðidalstungurétt í Víðidal, 10. og 11. sept. Fossrétt í Hörglandshreppi, 12. sept. Hrúta- tungurétt í Hrútafirði, 12. sept. Laufskálarétt í Hjaltadal, 12. sept. Skarðarétt í Gönguskörðum, 12. sept. Tungurétt í Svarfaðardal, 12. sept. Brekkurétt í Norðurárdal. 13. sept. Fljótstungurétt í Hvítár- síðu, 13. sept. Reynistaðarrétt í Skagafirði, 13. sept. Þverárrétt í Þverárhlíð, 14. og 15. sept. Odds- staðarétt í Lundarreykjadal, 15. sept. Svignaskarðsrétt í Borgar- hreppi, 15. sept. Tungurétt í Bisk- upstungum, 15. sept. Grímsstaða- rétt á Mýrum, 16. sept. Hrunarétt í Hrunamannahreppi, 16. sept. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahreppi, 16. sept. StafnsréttíSvartárdal, 16. sept. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, 17. sept. Skeiðarétt á Skeiðum. 17. sept. Reyðarvatnsrétt í Rangár- vallahreppi, 18. sept. - mhg. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráð- herra í ræðustól. láta af búskap. Tekur það jafnt til uppeldis, möguleikum til meniit- unar og hverskonar olnbogarým- is, enda sýna ungir bændur það í verki. Óskaði ræðumaður fund- inum og bændastéttinni farsældar í störfum. Þá flutti Sigurhanna Gunnars- dóttir á Læk í Ölfusi ávarp fyrir hönd Kvenfélagasambands Islands og mun þaö birtast hér i blaðinu. Hákon Sigurgrímsson, starfs- maður Stéttarsambandsins, las upp og skýrði reikninga þess. Deginum lauk svo með umræð- um um skýrslur, ræður og reikn- inga og málum var visað til nefnda. Föstudagurin fór allur í nefndar- störf. 17 tíma fundur Svo var til ætlast, aö hinar sex nefndir fundarins heföu lokiö störfuni ekki síðar en kl. 10 á laug- ardagsmorgun og gætu þá upp úr því hafist umræöur og afgreiösla nefndarálita. Svo reyndist þó ekki enda mikill málafjöldinn og fékk t.d. ein nefndin upp undir 30 til- lögur til umfjöllunar. En upp úr hádeginu hófust umræður er stóöu, með óhjákvæmilegum matar- og kaffihléum, til kl. 7 á sunnudags- morgun. Þá var fundinum slitið af formanni Stéttarsambandsins, Inga Tryggvtisyni, sem þakkaöi fundarmönnum vel unnin störf, starfsfólki fundarins fyrir þess mikilsverða framlag og hótelfólki fyrir framúrskarandi góða aðbúð og fyrirgreiðslu á alla lund. Framundan var morgunverður og síöan um það bili eins og hálf- tíma svefn fyrir þá. sem á annað borð töldu taka því að leggja sig áöur en lialdið skyldi heimleiðis. Kvöldvaka Áður hefur verið vikið í þessari frásögn að ferðalagi kvenþjóðar- innar um Borgarfjörð, en fyrir hana þakkaði Ágústa Þorkelsdóttir á Refstað, með skörulegri ræðu. Eftir er að geta kvöldvökunnar, sem Búnaðarsamband Borgar- fjarðar bauö til á föstudagskvöldið og Bjarni Guðráösson stjórnaði. Þar tók Snorri Þorsteinsson kvöld- vökugesti með sér í kynnisför um Borgarfjarðarhérað, þar sem ofið var saman með skemmtilegum hætti sögulegum fróðleik og land- fræðilegum. Gísli Þorsteinsson söng einsöng við undirleik Sverris Guðmundssonar. Sveinbjörn Beinteinsson kvað frumsamin Ijóð, blandaður kór söng undir stjórn þeirra Bjarna Guðráðssonar og Ólafs Guðmundssonar og að lok- um var dansað svo sem hverjum og einum entist orka til. — mhg Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Aðalfundur Stéttarsambands bænda var að þessu sinni haldinn í Borgarnesi dagana 2.-4. sept. sl. og fjall- aði að venju um fjölda mála. Fundinn sátu um 40 full- trúar úr öllum sýslum landsins, auk stjórnar Stéttar- sambandsins, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs Gunnars Guðbjartssonar, starfsmanna Stéttarsam- bandsins og Framleiðsluráðs og ýmissa gesta. Og síst skyldi því gleymt, að allmargar konur fulltrúanna prýddu fundinn og settu á hann skemmtilegan hlýlegan og heimilislegan blæ. Hafa konur, í vaxandi mæli, sótt aðalfundi Stéttarsambandsins hin síðari árin. Fundarstjórar og fundarritarar frá v.: Magnús Sigurðsson, Jón Kr. Magnússon, Þorsteinn Geirsson og Guðmundur Ingi Kristjánsson. Frá v.: Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs, Böðvar Pálsson, Þórarinn Þorvaldsson og Gísli Andrésson, en þeir eru allir í stjórn Stéttarsambandsins, -og Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra. Brugðlst við erfiðleikum af festu og fyrirhyggju út fryst. Fyrir þetta kjöt fékkst 37% hærra verð að frádregnum kostnaði en verð á frosnu kjöti sem flutt er til Danmerkur á hefðbund- inn hátt. Ákveðið hefur verið að létta nokkuð gjöldum af útflutningnum svo sem sjóðagjöldum, sem leggj- ast á heildsöluverð útfluttra land- búnaðarafurða, sem ekki njóta útflutningsbóta og 3,5% álag á heildsöluverð útflutts kindakjöts. Nýgreinar og hagræðing Kaupfélag Borgfirðinga bauð konunum, ásamt öðrum gestum, i kynnisför um Borgarfjörð á föstu- daginn og blaðamanni raunar einn- ig, en hann sat af sér boðið. Olli því bæði venjuleg, mannleg heimska og svo þessi fjandans skyldurækni, að kúldast íherbergi sínu daglangt, (því fulltrúarnir voru á sífelldum nefndafundum) og dunda þar við að festa á blað frásögn af einhverju því, sem fram hafði þegar farið a fundinum. Nær hefði verið að slást í för með þeim hópi af betri og fal- legri hluta mannkynsins, sem þarna var mættur. Þetta mun hon- um aldrei veröa á aftur. Fundurinn hófst i llótel Borgar- nes kl. 9.30 á fimmtudagsmorgun- inn og var settur af formanni Stétt- arsambandsins, Inga Tryggvasyni. Bauð hann alla viðstadda vel- komna og minntist síðan þeirra manna, er kontið hafa við sögu Stéttarsamþandsins en látist frá því að síðasti aðalfundur var haldinn. Voru það Guðmundur Jósa- fatsson frá Brandsstöðum, Jón Kristjánsson frá Kjörseyri, Jón Magnússon frá Stóragerði, Kjartan Eggertsson frá Einholtum og I lelgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Risu fundarmenn úr sætum sínum í virðingarskyni við hina látnu. Aðalfundarstjóri var kosinn Magnús Sigurðsson á Gilsbakka og honum til aðstoðar Jón Kr. Magnússon á Melaleiti en fundarritarar Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli, Þor- steinn Geirsson, Reyðará og Matt- hías Eggertsson, Reykjavík. Afgreiðsla eldri ályktana Er lokið var kjöri á embættis- mönnum fundarins flutti Ingi Tryggvason, formaður Stéttarsam- bandsins skýrslu stna. Rakti hann fyrst afgreiðslu stjórnarinnar á ál- yktunum síðasta aðalfundar, hvernig leitast hefði verið að fylgja þeim eftir og með hvaða árangri. Þá greindi hann frá þeim verkefn- um, sem stjórn Stéttarsambandsins og starfsmenn þess hefðu að öðru leyti unnið að á starfsárinu. Af þeim málum má m.a. nefna stærðarmörk húsnæðis í sveitum vegna lánafyrirgreiðslu, breytinga á lögum um búfjárhald í þéttbýli, málefni Bréfaskólans, trygginga- mál landbúnaðarins, launakjör starfsmanna í landbúnaði, sumar- dvöl barna úr þéttbýli i sveitum, ferðaþjónustu bænda, félagsmál búnaðarfélaga, Búnaðarfélag ís- lands og Stéttarsambandsins og stækkun Bændahallarinnar, sem nú er unnið að. Þá gat formaöur þess, að á undanförnum árum hefðu sérgreinafélög verið stofnuð á ýmsum sviðunt landbúnaðarins og var formönnum þessara félaga boðið að sitja fundinn. Guð- mundur Stefánsson, búnaðarhag- fræðingur, hefur nú verið ráöinn til Stéttarsambandsins og mun hann m.a. sinna málefnum sérgreinafé- laganna. Árið 1975 gáfu Búnaöarfélag ís- lands og Stéttarsamband bænda nokkra fjárupphæð til endurbóta á húsi Stephans G. Stephanssonar, bónda og skálds i Markerville i Kanada. Mun sú gjöf hafa átt ríkan þátt í þeirri ákvörðun stjórnar Al- bertafylkis, að endurbæta húsið og koma þar upp minjasafni um skáldið. Safnið var opnað hinn 7. ágúst sl. að viðstöddum stóruni hópi islensks bændafólks. Við þá athöfn afhenti formaður Búnaðar- félags íslands, Ásgeir Bjarnason safninu málverk úr Skagafirði, eftir Sigurð Sigurðsson, listmálara, sem gjöf frá íslenskum bændum. Nýjar búgreinar og framleiðslumál Þessu næst vék ræðumaður máli sínu að nýjum búgreinum. Gat hann þess að sl. haust hefði stjórn Stéttarsambandsins samþykkt á- lyktun um skipulagningu á fóður- gerð fyrir loðdýrabú og mælst til þess við SÍS að það beitti sér fyrir skipulegum aðgerðum i málinu, ásamt kaupfélögunum. Þá drap ræðumaður á beinan og óbeinan Ingi Tryggvason, formaður Stétt- arsambands bænda, flytur skýrslu sína. máls Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra. Ráðherra benti á, að efnahagskreppa sú, sem rfkt hefur á Vesturlöndum undanfarin ár, hefði nú sótt okkur heint. Verð á aðkeyptum rekstrarvörum hefði fariö hækkandi og minnkandi kaupgeta í viðskiptalöndum okkar hefur leitt af sér lækkkandi verðlag á afurðuni okkar, verðfall og jafn- vel lokun markaða. Sjávarafli hefði minnkað mjög og búist væri við 5-6% samdrætti í þjóðartekjum okkar á þessu ári. Við þessu heföi ríkisstjórnin brugðist með setningu bráða- birgðalaga um efnahagsaðgerðir, sem hlyti að bitna á öllum. bænd- um jafnt sem öðrum. Heimilt er að greiða úr ríkissjóði allt að 50 milj. kr. til láglaunafólks á þessu ári og ætti það einnig að ná til tekjulágra bænda. Tekið verður upp nýtt við- miðunarkerfi fyrir laun og kemur það til með að hafa áhrif á launalið verðlagsgrundvallarins. Þvínæst vék ráðherrann að þingsályktunartillögu um stefnu- mörkun í landbúnaði, sem hann hefði lagt fram af hálfu ríkisstjórn- arinnar. Er meginatriði þeirrar stefnu það, „að framleiða landbún- aðarafurðir með þeirri fjölbreytni, sem landkostir, veðurfar og mark- aðsskilyrði leyfa að tryggja efna- hagslegt jafnrétti bændafólks og eigna- og umráðarétt þess yfir bú- jörðum, að leggja áherslu á að varðveita náttúruauðæfi landsins, landkosti og hlunnindi bújarða og eðlilega byggð í landinu". Þótt tekist hafi nú að samhæfa framleiðslu og neyslu mjólkur- afurða þá er alltaf nokkur hreyfing á framleiðslumagni eftir lands- hlutum. Kemur því til athugunar hvort ekki væri rétt að taka upp svæðisbundin framleiðslumörk í mjólkurfratnleiðslunni og jafnvel Til nýrra búgreina og hagræð- ingarverkefna hefur á þessu ári verið ráðstafað kr. 5.250.000. Framleiðni sjóðurinn fékk og kr. 1.000.000 til uppbyggingar slátur- húsa. Þessuin fjármunum var tn.a. varið til fiskiræktar og veiðimála, til eflingar fóðurverkunar og loð- dýraræktar. Veitt hafa veriö 80 ný leyfi til refaræktar á árinu og má ætla að fjárfestingarkostnaður þeirra búa verði ckki undir 15 milj. kr. Þeir bændur hafa gjarnan verið látnirganga fyrir um leyfi, sem geta notað til þessarar starfsemi hús, sem fyrir eru á jörðinni. í tíð núverandi ríkisstjórnar hef- ur gengið greiðlega að fá staðfestar ákvarðanir sex-mannanefndar um búvöruverö, gagnstætt því, sem oft var áður. Þá dróst staöfesting oft svo vikum skipti og töpuðu bænd- ur, vegna þeirrar tregðu. hundruð- um miljóna kr. Á síðari árum hefur hækkun afurðalána landbúnaðarins yfirleitt veriö í samræmi við verðlagshækk- anir og nú eru í fyrsta sinn veitt afurðalán út á hrossakjöt og líf- hross til útflutnings. Á þessu ári hafa verulegar hækkanir orðið á rekstrarvörum til landbúnaðarins. Ávörp Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags fslands, ávarpaði fundinn fyrir liönd Búnaðarfélags- ins. Bauö hann Inga Tryggvason, formann Stéttarsambandsins, velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fráfarandi formanni, Gunnari Guðbjartssyni, langt og heilladrjúgt starf í þágu bændasam- takanna, en sem betur fer væri hann enn að störfum fyrir bændur, þótt látið hefði af formennskunni. Ásgeir ræddi um nýjar búgreinar og möguleika þeirra til að leysa að einhverju leyti af hólmi hinar eldri og kvótakerfið, sem gert hefði sitt gagn en spurning væri hvort það væri ekki of strangt gagnvart þeim bændum, sem stæðu höllustum fæti fjárhagslega. En ég er ekki svart- sýnn á framtíð bændastéttarinnar, sagði Asgeir Bjarnason. Mögu- leikar ungs fólks nú eru miklu meiri en þeir áttu kost á, sem nú eru að þátt Stéttarsambandsins í störfum ýmissa stofnana og nefnda, sem sinna málefnum landbúnaðarinsog ræddi framleiðslu og sölu búvara. Mjólkurframleiðslan minnkaði um 3,8% milli áranna 1980 og 1981 en hefur aukist lítillega á þessu ári. Sala á mjólkurvörum hefur gengið vel og hefur „mjólkuriðnaðurinn" sýnt árverkni, sem til fyrirmyndar er í því að fullnægja kröfum mark- Næst kom formaður að verðlags- grundvellinum. Gat hann þess að fóðurbætisnotkun á framleiðslu- einingu hefði minnkað verulega, áburðarnotkun nokkuð aukist, mjólkurframleiðsla á grip aukist en kindakjötsframleiðslan minnkað. Heildarmeðaltalstölur sýna, að til- kostnaður við búreksturinn hefur hækkað mun meira en fjölskyldu- laun. I sambandi við stjórnun þá, sem tekin hefur verið upp á búvöru- framleiðslunni benti ræðumaður á, að 50,5% þeirra búmarkshafa á lögbýlum, sem lögðu inn sauðfjár- afurðir 1980, hefðu enga skerðingu hlotið, en verðskerðing sú, sem jafnað var beint niður á sauðfjár- framleiðendur, var rúmar 10 milj. eða milli 1/4 og 1/5 verðvöntunar. Að öðru leyti var verðvöntunin Leitað hefur verið nýrra mark- aða fyrir kindakjöt erlendis en ár- angur enn óviss. Vonir standa þó til verulegs markaðar fyrir ærkjöt í Sovétríkjunum, en sovésk heilbrigðisyfirvöld hafa staðið' gegn því. Umræður standa nú yfir um að fá hingað sovéska dýralækna til þess að kynna sér aðstæður. — Verið er og að athuga um útflutn- ing á dilkakjöti til Japan en Japanir hafa sýnt honurn áhuga. Eru Jap- anir væntanlegir hingað áður en langt um líður til þess að kynna sér meðferð kjöts í sláturhúsum. Nýlega fór frá Kaupfélagi Sval- barðseyrar tilraunasending á kjöti til Danmerkur. Frampartar voru úrbeinaðir og reyktir, slögin notuð í rúllupylsur en hryggir og læri flutt aðarins. Gæði og fjölbreytni va- ranna er viðurkennd í reynd með miklum kaupum alntennings á vörunum og með þessari rniklu sölu og jákvæðum liuga neytenda gagnvart mjólkurvörunum eru hagsmunir framleiðenda tryggðir svo sem best má verða", sagðf Ingi Tryggvason. Heildarframleiðsla kindakjöts var 14.224 tonn á móti 13.451 tonni 1980. Innanlandssala á kindakjöti reyndist 5% rneiri frá upphafi síð- asta verðlagsárs til júlíloka en á sama tímabili árið áður. 50,5% sluppu I sambandi við uppgjör búvöru- verðs er þess að geta, að aðstaða mjólkursamlaganna til að ná grundvallarverði er rnjög misjöfn af ýmsum ástæðum. Ráðgjafarfyr- irtækið Hagvangur h/f hefur nú tekið að sér könnun á rekstri nokk- urra mjólkursamlaga með það rn.a. fyrir augum, að betri upplýs- ingar fáist um kostnað við fram- leiðslu og sölu hinna ýmsu vöruteg- unda. greidd úr ríkissjóði og af kjarnfóð- urgjaldi, en það greiða bændur auðvitað sjálfir og er það þvi skerð- ing á heildartekjum stéttarinnar. Afkoma bænda á sl. ári var mjög misjöfn. Er ljóst, að margir bænd- ur, einkum þeir yngri, eiga í mikl- um erfiðleikum vegna skulda. Fer nú fram athugun á þvi, hvernig unnt er að aðstoða þessa bændur. Stefnumörkun í landbúnaði Að lokinni ræðu formanns tók til einnig í kindakjötsframleiðsl- unni. í stefnutillögu ríkisstjórnarinnar segir, að miða skuli frantleiðslu sauðfjárafurða við innlendan rnarkað og erlenda markaði, sem teljast viðunandi. Nú er stefnt að fækkun sauöfjár með frjálsu samkomulagi við framleiðendur og að sú fækkun nemi i haust allt að 50 þús. fjár. Ríkisstjórnin hyggst verja allt að 10 rnilj. kr. úr ríkissjó- ði til stuðnings þessari fyrirætíun og að tekin veröi inn á fjárlög næsta árs fjárhæð, sem tryggi þeim, sem fækka fé sínu í haust samkvæmt samkomulagi við Framleiðsluráð, fullt grundvallarverð fyrir kjöt af fullorðnu fé, sem er urhfram eöli- lega slátrun, að frádregnu andvirði seldra afurða. í haust mun hefjast sala á matar- pökkum í skólum á höfuðborgar- svæðinu á grundvelli tillagna frá nefnd, sem skipuð var á síðasta ári til að athuga þetta mál. Markaðsleit Sauðkindin hefur haldið lífinu í þessari þjóð á liðnum öldum en nú þykir sem þessi lífgjatí sé að vaxa okkur yfir höfuð. Ásgeir Bjarnason, formaður Bún- aðarfélags Islands, ávarpar fund- inn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.