Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 1
Mikil óvild er ríkjandi í garð hafarnarins í einu héraði, segir í fréttatilkynningu sem Fuglaverndarfélag íslands hefur sent frásér. Sjá 6 september 1982 Þriðjudagur 214. tölublað 47. árgangur Björgunarmenn búa sig undir að íjarlægja lík Palestínumanna sem drepn ir voru í fjöldamorðum í Sabra-flóttamannabúðunum í Vestur-Beirút. Myndin var tekin á sunnudag. Fjöldamorðin stóðu frá fimmtudegi til laugardags án afskipta Israelshers. Björgunarmenn höfðu í gær fundið um 200 lík í tveimur búðum, en óttast var að mörg hundruð kynnu að vera grafln undir rústum. Formaður Alþýðubandalagsins um fjöldamorðin í Vestur-Beirút „Einn ljótasti atburður frá stríðslokum’ „Hér um að ræða einn Ijótasta atburð eftir stríð , fjöldamorð sem framin eru af ofstækisfullum hefndarhópi”, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins í gær. ,,Því miður verður ekki séð að Israelsstjórn hafi gert neitt til þess að hindra blóðbaðið sem átti sér stað í Beirút.” I viðtali við Svavar hvetur hann til þess að liðssveitir Sameinuðu þjóðanna verði sendar á vettvang, ísraelsher verði á brott frá Líbanon og að Palestínumönnum verði tryggð eðlileg búseta, sem þeir geti sætt sig við til frambúðar. „ Vonandi breytast þau orð, sem nú falla til fordæmingar á þessum voðaverkum, í athafnir”, segir Svavar Gestsson. Þjóðviljinn fjallar í dag um fjöldamorðin og ástandið í Mið-Austurlöndin á síðu 3,8 og í forystugrein. - e.k.h. Sjá 3 - ^lgg ' ■ - Hvað segja sjómenn um vanda útgerðarinnar? Munum ekki una skerð- ingu á hlut sjómanna Alþýðubandalagið hefur fest kaup á húsnæði undir miðstöð flokksstarfsins og starfscmi flokksfélagsins í Reykjavík. 6 Það er ekkert nýtt að reynslulitlir ungir menn með pólitískan metnað hlaupi á sig líkt og Davíð borgarstjóri hefur gert nú, segir yfirdýralæknir um Keldnamálið. segir Óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands Islands HÓskar Vigfússon form. Sjómannasambandsins segir í viðtali við Þjóðviljann í dag að hann treysti orðum forsætisráðherra, dr. Gunnars Thorodd- sen, að hlutur sjómanna í fiskverði verði ekki skertur umfram það sem nú er, en Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur m.a. rætt um að fisk- verð þurfi að hækka um 6%, en þar af verði 2% tekin framhjá hlutaskiptum. Óskar LÍÚ hefur sem kunnugt er lýst óánægju sinni með tillögur sjávar- útvegsráðherra til lausnar vanda útgerðarinnar og lagt áherslu á að lengra verði gengið í átt til hjálpar við útgerðarmenn. Talið er að út- gerðin skuldi um 1000 miljónir króna, og telja útgerðarmenn nauðsynlegt að 850 miljónum verði breytt í föst lán, en ríkisstjórnin hafði fallist á að skuldbreyta 600 miljónum króna. Þá telja útgerðar- menn að 20% olíuverðslækkun leysi ekki vandann og að lækka verði olíuverð um amk. 30%. Þá fara útgerðarmenn fram á hagstæð- ari vaxtakjör hjá ýmsum sjóðum sem þeir taka lán úr. „Sjómenn hér á landi búa við margfalt verri kjör en kollegar þeirra í nágrannalöndunum þrátt fyrir þá staðreynd að þeir draga 4-5 sinnum meiri afla á land en þekkist í næstu löndum”, segir Óskar Vig- fússonform. Sjómannasambands- ins í viðtali í blaðinu í dag. Sjá 3. Þing norrænna atvinnuhollustu- fræðinga fjallaði m.a. um menguní Kísiliðjunni, en með aukinni þekkingu Islendinga hcfur ástandið batnað stórlega. Getum ekki stöðvað segir Bjarni Thors frystihússtjóri á Suðureyri Skuttogarinn Sigurfari frá Grundarflrði hélt til veiða í gær þrátt fyrir bann LÍÚ. Telja má víst að minnst þrír aðrir togarar haldi til veiða í dag og á morgun, auk þess sem fjöldi báta hefur stundað veiðar í trássi við samþykkt LÍÚ. „Við getum ekki rekið tog- arann við þessar rekstrarað- stæður, en við getum ekki heldur stöðvað hann. Togar- inn kemur inn í dag til löndun- ar og ég vona að það verði bú- ið að ieysa málið í millitíðinni. Við komust ekki hjá því að halda uppi vinnu hér”, sagði Bjarni Thors framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins Freyju á Suðureyri sem gerir út skuttogarann Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS. „Við erum ákaflega óhress- ir yfir þessu stoppi. Stjórn- völdum er alls ekki gefinn nægur tími til að vinna í má- linu. Ég hef grun um að það verði nokkrir togarar frá Vestfjörðum sendir á veiðar," sagði Jón Kristinsson frysti- hússtjóri í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar. Talið er víst að Þingeyring- ar sendi skuttogara sinn Framnes ÍS á veiðar næstu daga og eins er víst að útgerð- arfélagið Höfði á Húsavík mun senda skuttogara sinn Jú- líus Havstein til veiða, en afla var landað úr togaranum á Húsavík í gær. Mikill urgur er í sjó- mönnum vegna ákvörðunar LÍÚ að halda fast við stöðvun flotans. Skipstjórnarmenn töluðu mikið milli skipa á miðunum í gær, og var nær undantekningarlaust álit manna að aðgerðir LÍÚ væru ekki réttmætar og halda ætti áfram veiðum meðan unnið væri að lausn deilunnar við stjórnvöld. Útför dr. Kristjáns á fimmtudag Útför dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi forseta íslands, fer fram á vegum ríkisins n.k. fimmtu- dag kl. 14. Verður útförin gerð frá Dómkirkjunni, og verður útvarpað og sjónvarpað frá henni. í frétt frá ríkisstjórninni kemur fram að Stjórnarráðið verður lok- að frá hádegi útfarardaginn, og mælst er til þess að svo verði einnig um aðrar opinberar stofnanir. Skrifstofur Þjóðviljans verða lok- aðar frá kl. 13-16 þann dag. Fjölskylda dr. Kristjáns hefur óskað þess að þeir sem vildu minn- ast hans láti menningar- og líknar- stofnanir njóta þess.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.