Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Nýtt skipulag við Grafarvog: Borgín á helming landsins Á borgarstjórnarfundi s.l. fímmtudag urðu miklar umræður um þær fuilyrðingar borgarstjóra og formanns skipulagsnefndar að viðræður væru hafnar við Keldna- menn um afsal þeirra á landi sínu undir íbúðabyggð. Gerður Steinþórsdóttir spurðist fyrir um það hversu margir hektar- ar á Grafarvogssvæðinu, sem nú er verið að skipuleggja, væru í eigu borgarinnar og á hvaða svæði væri ætlunin að úthluta lóðum í vor. Da- víð Oddson svaraði því til að borgin ætti um helming landsins, þ.e. skipulagið gerði ráð fyrir að hrein íbúðabyggð yrði á 144 hekturum lands, og ætti borgin um 70 hektara þess. Tók borgarstjóri fram að þessar tölur væru ekki nákvæmar. Þá upplýsti hann að stefnt væri að því að byrja framkvæmdir eins austarlega og verða má, þ.e. næst Keldum. Sólrún Gísladóttir benti á að það væri rangt sem formaður skipulags- nefndar og borgarstjóri hefðu látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að við- ræður væru hafnar milli borgarinn- ar og Keldna. Reykjavíkurborg hefði enga viðræðunefnd skipað, eins og formaður skipulagsnefndar hafði haldið fram, og samkvæmt upplýsingum forstöðumanns Keldna hefði engin viðræðunefnd verið skipuð af hálfu landeigenda. Davíð Oddsson svaraði því til að þó minnihlutinn og forstöðumaður Keldna virtust ekki vita neitt um viðræður, þá hefði menntamála- ráðherra greinilega aðra skoðun. Las hann bréf frá ráðherra, dagsett 26. ágúst s.l. þar sem vitnað er til fundar með borgarstjóra 21. júlí. í bréfinu kom fram að ráðherra býst við greinargerð nefndar um land- rýmisþörf rannsóknastöðvarinnar í lok þessa mánaðar og mun hann þá tilbúinn „til að halda áfram viðræð- um”. Sagði Davíð greinilegt að við- ræður hefðu átt sér stað, fyrst halda ætti þeim áfram. Sigurður G. Tómasson benti á að þó Davíð Oddson hefði skipað þrjá menn af sinni hálfu til að ræða við menntamálaráðuneytið, þá væri þar ekki um að ræða nefnd á vegum borgarstjórnar Reykjavík- ur. Davíð Oddson væri enn ekki orðin nefnd, þó sú yrði áreiðanlega þróunin. Spurningum borgarfulltrúa um það hvernig ætlunin væri að standa að viðræðum við Keldur var í engu svarað á borgarstjórnarfundinum. - ÁI Undirbúningur framkvæmda við Grafarvog: Allt gert á bak við borgarráð Verksamningur upp á 1,2 miljónir króna aldrei kynntur borgarfulltrúum! Verksamningur upp á 1 - 1,2 miljónir króna er ekkert smámál, og það er ljóst af svörum borgar- stjóra að hér hefur verið farið í kringum samþykktir borgarstjórn- ar og ákvarðanir teknar á bak við borgarráð, sagði Adda Bára Sig- fúsdóttir m.a. i umraiðum i borgar- stjórn á fímmtudag. Á dagskrá var fyrirspurn Alþýðubandalagsins um undirbúning framkvæmda við Grafarvog. Spurt var hvort ákveðið hefði verið að vinna gatna- og holræsa- hönnun utan skrifstofu borgarverkfræðings, og ef svo væri, hvar yrði verkiö unnið, liver væri áætlaður kostnaður við það og hvar og hvenær hefði sú ákvörðun verið tekin. Borgarstjóri svaraði því til, að hinn 22. júlí s.l. hefði gatnmála- stjóri undirritað samning við Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen um frumathuganir á gatna- og holræsakerfi norðan Grafarvogs, hönnun holræsa og gatna á þriðjungi svæðisins og gerð útboðsgagna. Sagði borgarstjóri að fjölmörg óunnin hönnunarverk- efni lægju fyrir á skrifstofum borgarverkfræðings og því væri nauðsynlegt að kaupa að ráðgjöf að þessu verki. Áætlaður kostnað- ur vegna þessa samnings væri 1 - 1,2 miljónir króna. Þá sagði borgarstjóri að verkfræ- ðistofan hefði einnig verið að at- Skipulagsnefnd: Byggðln f jær Keldum Á skipulagsnefndarfundi í gær var tillöguhöfundum að skipulagi við Grafarvog falið að endurskoða verk sitt, þannig að tekið yrði meira tillit til Gufu- nesshöfða og Keldna. Eiga höf- undar að skila nýrri tillögu á næsta fund skipulagsnefndar, þannig að 350-400 metra fjar- lægð verði frá íbúðabyggðinni syðst og austast að tilraunastöð- inni. Á fundinum lagði Sigurður Harðarson fram tillögu um að Borgarskipulagi yrði falið að vinna nýtt aðalskipulagskort ásamt greinargerð, sem sýndi þróun byggðar í Reykjavík næstu 20 árin eins og skipulagslög gera ráð fyrir. Sagði Sigurður í samtali við Þjóð- viljann í gær, að eftir að ákveðið hefði verið að hverfa frá þeirri byggðaþróun sem nýstaðfest aðal- skipulag gerði ráð fyrir í átt að Rauðavatni og samþykkt hefði ver- ið að breyta landnotkun frá því sem aðalskipulagið gerði ráð fyrir við Grafarvog og Keldur, væri nauð- synlegt að auglýsa og staðfesta nýtt aðalskipulag. Tillögu hans var frestað til næsta fundar. - ÁI huga straumfræðilegar forsendur vegna fyrirhugaðrar gerðar brúar yfir Grafarvog, en hann sagðist ekki geta svarað því nákvæmlega hvenær það hefði verið gert. Adda Bára Sigfúsdóttir sagði ljóst að með þeim stjórnarháttum sem nú væru upp teknir í borgar- stjórn væri nauðsynlegt að borgar- fulltrúar spyrðu og spyrðu grimmt, því þeir hefðu ekki lengur eðli- legan aðgang að upplýsingum eða þeim ákvörðunum sem teknar væru. Hún átaldi harðlega að svo stór verksamningur hefði verið gerður af einurn embættismanni og hann hvergi lagður fyrir eða kynnt- ur kjörnum fulltrúum. Benti Ádda á, að samkvæmt ákvörðun Sjálf- stæðisflokksins um að leggja niður framkvæmdaráð hefði verkefni þess verið falið borgarráði. Þess sæi hins vegar ekki stað í fundarg- erðum borgarráðs að það sinnti þessu hlutverki, og varðandi þenn- an stóra verksamning hefði verið farið á bak við það. Davíð Oddsson svaraði því til, að hann hefði alltaf skilið það svo að þegar framkvæmdaráð hefði verið lagt niður, hefði verið horfið til gamla tímans, og borgarráð hefði annað að gera en það sem fram- kvæmdaráð hefði verið að dunda sér við. Samþykkt borgarstjórnar er ein- föld og skýr og skilningur Davíðs Oddssonar á henni hefur ekkert gildi, sagði Adda Bára Sigfúsdóttir m.a. Adda Bára benti á að það skipti ekki nokkru máli hvaöa skoðun eða skilning Davíö Oddsson legði í samþykktir borgarstjórnar. Sú samþykkt sem hér um ræddi væri mjög ótvíræð og skýr en þar stæði að „verksvið framkvæmdaráðs væri falið borgarráði.” Skilningur Davíðs hefði ekkert gildi, og 1,2 miljónir væru ekkert smámál eins og hann hefði látið liggja að. —AI Ingunn en ekki Asdis í frásögn blaðsins af SOKKA- BANDINU í helgarblaði Þjóðvilj- ans var söngkona hljómsveitarinn- ar sögð vera Ásdís Guðmundsdótt- ir. En þetta var reyndar Ingunn Björgvinsdóttir, og mun hún syngja með hljómsvcitinni í vetur, því Asdís verður í skóla. Leiðrétting: Ekki á ísafirði í viðtali við Finnboga Her- mannsson á ísafirði í síðasta Sunn- udagsblaði læddist inn sú leiða villa, að formaður stjórnar kaupfélagsins á ísafirði var sagður sárgramur vegna geðþóttaákvörð- unar LÍÚ um stöðvun togaraflot- ans. Það skal tekið fram að það var stjórnarformaður annars kaupfé- lags á Vestfjörðum sem viðhafði þessi orð; ekki sá á ísafirði. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á ruglingnum. ÁsthildUr Þórðardóttir sagði í samtali við blaðið, að ballið í Al- þýðuhúsinu hefði þótt heppnast einstaklega vel. Þarna hefðu mætt konur á öllum aldri og sýnt þessari nýju kvennahljómsveit mikinn stuðning. Karlarnir hefðu einnig gert góðan róm að tónlistinni. Þess má geta, að öll lög sem SOKKAB ANDIÐ flytur eru frum- samin, og fjalla textarnir um allt milli himins og jarðar. -ast ENN gefst tækifæri á ókeypis kynningaráskrift. Með ókeypis kynningaráskrift viljum við kynna nýjum lesendum endurbættan Þjóðvilja, sem nú er í mótun. Þessi áskrift gildir út september og er því enn tækifæri að fá blaðið. Fylltu út seðilinn og sendu okkur hann í Síðumúla 6, 105 Reykjavík, eða hringdu í síma 81333. Óskir þú síðan ekki eftir að gerast fastur áskrifandi þarftu að tilkynna það fyrir 1. október. UOBVIUINN Nafn:_ Heimili:. íbúð:____ .Simi:_ Hafir þú ekki sagt upp blaðinu fyrir 1. okfóber er litið svo á aó þú sérl áskrifandi al blaðinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.