Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. september 1982
Þriðjudagur 21. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
við Mývatn
Pétur Reimarsson kynnir þinghcimi athuganir sínar á mcngun í Kísilverksmiðjunni við Mývatn
með aðstoð Péturs Stcinþórssonar.
HM
Hér má sjá lengst tii hægri Ólaf Ólafsson landlækni, og við hlið hans Eyjólf Sæmundsson
forstöðumann Vinnueftirlits ríkisins, fylgjast með skýringum Péturs. (Ljósm. - eik -).
Rannsókn á mengun og
heilsufari starfsmanna
yÞa ð er fyrst og fremst aukinni þekkingu
Islendinga sjálfra að þakka, að ástandið í
Kísilverksmiðjunni hefur breyst mjög til
batnaðar. Það eru Islendingar, sem hafa leyst
mengunarvandamálin þarna-ekki hinir
erlendu aðilar,” sagði Vilhjálmur Rafnsson,
læknir Vinnueftirlits ríkisins, um ástæður þess
að rnengun er nú alls staðar undir
hættumörkum í Kísilverksmiðjunni við Mý-
vatn.
Á þingi norræna atvinnuholl-
ustufræðinga. sem haldið var í
Reykjavík á dögunum, kynntu þeir
Pétur Reimarsson og Vilhjálmur
Rafnsson athuganir á mengun í
Kísilverksmiðjunni við Mývatn og
athugun á starfsmönnum verk-
smiðjunnar. Auk þeirra tóku þátt í
rannsókninni Eyjólfur Sæmunds-
son. forstöðumaður Vinnueftirlits
ríkisins, Ólöf Siguröardóttir, Ingi-
mar 1 ljálmarsson og Bengt Christ-
enson. í þessum athugunum hefur
komið fram, að mjög hcfur dregið
úr mengun í vcrksmiðjunni skv.
mælingum sem gerðar voru annars
vegar 1978 og hins vegar 1981. Nú
er hún alls staðar undir hættu-
mörkum.
„Raunar er það svo. að því fjær
sem dregur verksmiðjunni þeim
mun meiri er mengunin," segir Pét-
ur, sem unniö hefur að mælingun-
um. Pokar með kísilgúrnum eru
t.d.svotil lausir við mengun þar
sem sekkjun fer fram í verksmiðj-
„Það veltur fyrst og fremst á okkur
sjálfum að leysa mengunarvanda-
málin, segir Vilhjálmur Rafnsson,
læknir Vinnueftirlitsins.
unni, en á hafnarbakkanum í
Reykjavík er mengunin orðin tölu-
verð sökum vinnuaðstöðunnar. En
verkamenn við höfnina eru samt
ekki í neinni hættu, því þeir vinna
ekki viö þessa sekki daglega.
kveðnum mörkum og standa í á-
kveðinn tíma.
Viðamiklar athug-
anir á heilsufari
Viðamiklar athuganir hafa verið
gerðar á heilsufari starfsmannanna
í því skyni að kanna áhrif mengun-
ar í verksmiðjunni. Rykið, sein
myndast t' verksmiðjunni við vinn-
una með kísilgúrinn getur með
tímanum valdið svokölluðu stein-
Pétur Reimarsson um þing norrœnna atvinnuhollustufrœðinga:
Nauðsynleg upplýsingamiðlun
Þetta þing hafa sótt fulltrúar
stofnana, sem vir.na að
vinnuverndar- og - eftirlitsmál-
um á Norðurlöndunum. Það
var ákveðið á síðasta þingi, sem
haldið var fyrir ári í Finnlandi,
að næsta þing yrði haldið hér á
landi og farið fram á það við
Vinnueftirlitið, að það tæki að
sér að undirhúa það. Norður-
landaráð stendur undir þing-
haldinu að öðru leyti.”
Þetta sagði Pétur Reimarsson,
deildarverkfræðingur hjá Vinnu-
eftirliti ríkisins í samtali við hlaöa-
mann um þing það. er norrænir
atvinnuhollustufræðingar sóttu i
Reykjavík dagana 13.-16. sept-
einber. Það jiing sóttu um 160
manns og var þingað því nær stans-
laust í fulla þrjá daga.
Pétur Reimarsson átti sæti í dag-
skrárnefnd þingsins af íslands
hálfu. og við spurðum hann hverjir
sæktu þing þetta.
Pétur kvað þaö fvrst og fremst
vera vísindamenn. Tengiliður í
hverju landi sæi um að bjóða
mönnum til þingsins. íslenskir
þáttakendur voru um 25: stjórn og
starfsmenn Vinnueftirlitsins. lækn-
ar og íulltrúar ASÍ og VSÍ.
- Hvert er gagnið af svona
þingum?
Þarna fá menn vitneskju um það
sem menn í nágrannaiöndunum
eru að fást við og farið yfir nýjustu
rannsóknir. Við fórum yfir ákveð-
ið. sérstakt efni á þessu þingum.
Þannig var farið í rannsóknir á
heymæði og skyldum sjúkdómum
og fengnir nokkrir fyrirlesarar um
þaö mál.
Það er von okkar og revndar
vissa, að þing sent þessi geri menn
hæfari til að takast á við vandamál-
in."
lunga en meðgöngutími þess er
langvarandi, eöa allt upp í 15 til 20
ár. Mengunin þarf að vera yfir á-
kveðnum mörkum og standa ákveð-
inn tíma.
Starfsmenn verksmiðjunnar fara
árlega í viðamikla læknisskoðun
hjá Ingimar Hjálmarssyni á Húsa-
vík. Þeír Vilhjálmur hafa náð til
108 starfsmanna af þeim 250, sem
þarna hafa unnið frá því verksmiðj-
an tók til starfa í upphafi árs 1968.
Sé þessum 108 starfsmönnum
skipt í 5 hópa lenda 22 þeirra í hópi
5, en ástand þeirra er nokkuð
slæmt. Vilhjálmur segir þó, að ekki
sé gefið að þessi menn fái stein-
lunga. Mengunin var mest í verk-
smiðjunni á fyrstu árum hennar. en
þá var ástandið líka slæmt á nokkr-
um stöðum í henni. Það þarf að
taka með í reikninginn starfsaldur
mannanna, hvar í verksmiðjunni
þeir hafa starfað og þá staðreynd,
að rnengun er komin undir hættu-
mörk.
Á hitt ber einnig að líta, að
„hættumörk" ábyrgjast ekki öryggi
starfsmanna. Sumrr einstaklingar
eru næmari en aðrir og „hættu-
mörkin” eru ákveðinn staðall. Sá
staðall er ætlaður meirihluta
manna.
„Það eru þrír þættir scm hafa
úrslitaáhrif á það hvort einhver
Þeir sem
rannsóknina gerðu
voru: Eyjólfur
Sœmundsson, Bengt
Christenson, Ingimar
Hjálmarsson, Ólöf
Sigurðardóttir, Pétur
Reimarsson og
Vilhjálmur Rafnsson
mannleg starfsemi mengar út frá
sér: þekking, fjárhagur og tækn-
in," segir Vilhjálmur Rafnsson.
Mengunarvandamál Kísilverk-
smiðjunnar, við Mývatn hata ís-
lendingar leyst - með því að afla sér
þekkingar á þessu vandamáli, með
því að láta í það fjármuni, og með
jrví aö koma sér upp nauðsynlegri
tækni. „Það veltur fyrst og fremst á
okkur sjálfum að leysa þessi meng-
unarmál,” segir Vilhjálmur í lok
viðtalsins. „Hinir útlendu aðilar
gera ekkert í þessurn máltnn. Það
hefur reynslan sýnt."
ast
„„Þing sem þessi gera menn hæfari til að takasl a \ió xuiidnmálin,” segir
Pétur um þing norræna atvinnuhollustufræðinga.
Beljavskí er nær
óstöðvandi
Geysispennandi lokaumferðir
framundan á Moskvu-mótinu
Það er víst alveg á hreinu að síð-
asta millisvæðamótið sem þessa
dagana fer fram í Moskvu er hið
langtilþrifamesta og skemmtileg-
asta af þeim þremur sem fram fara í
þessari hrinu heimsmeistarakep-
pninnar. Þcgar níu umferðir liggja
fyrir eru þeir Beljavskí og Garcia á
toppnum með 672 vinning (sam-
kvæmt fréttum er biðstaðan í skák
Garcia og Beljavskí vonlaus fyrir
Kúbubúann) en fast á hæla þeim
koma Kasparov, Tal og Anderson,
allir með 6 vinninga. í 6. sæti kem-
ur svo gamla kempan Efim Geller
með S'h vinning, en hann hefur
hægt og bítandi verið að síga á, eftir
rólega byrjun og gæti hæglega
blandað sér í baráttuna um sætin
tvö í Áskorendakeppninni.
Ef við tökum 10. umferðina
með, sem tefld var í gærkvöldi,
eiga þessir 6 stórmeistarar eftirfar-
andi prógramm framundan: Belj-
avskí, teflir við Anderson, Rodriq-
uez, Van Der Wiel og Gheorghiu.
Garcia teflir við Christiansen, Tal,
Anderson og Rodriquez, Kaspar-
ov teflir við Rodriquez, Van der
Wiel, Gheorghiu og Velimirovic.
Tal teflir við Sax, Garcia, Quinter-
os og Anderson, Anderson teflir
við Beljavskí, Christiansen, Garcia
og Tal. Geller teflir við Van der
Wiel, Gheorghiu, Velimirovic og
Sax.
Þannig lítur dæmið út og það
eftirtektarverðasta er e.t.v. það
hversu er um hrein og klár innbyrð-
is uppgjör. Þetta á einkum við um
Anderson.
Sovétmennirnir fjórir hafa kom-
ið sterkir út eins og við var að bú-
ast. Beljavskí hefur sópað upp
vinningunum í síðustu umferðum
og Geller hefur í 4 síðustu skákum
sínum hlotið 3'h vinning. Garcia
virðist ætla að slaka á, þolir e.t.v.
ekki spennuna og gæti þá og þegar
farið að missa fótanna. Tal teflir
vel og ætti að geta fært sér í nyt
áratugareynslu og Kasparov teflir
af sömu hörkunni sem fyrr, jafnvel
þó taugaóstyrkur hafi sett sín mörk
á taflmennsku hans. Baráttan er
æsispennandi og lyktir þessa móts
verða áreiðanlega eftir því.
Allmargar snjallar skákir hafa
komið fyrir augu skákpistlahöf-
undar Þjóðviljans og þær eru svo
sannarlega ekki af lakari endanum.
Hér koma tvö dæmi:
Hvítt: Mikhacl Tal (Sovétr.)
Svart: Van der Wiel (Holland)
Enskur leikur
1. c4-Rf6
2. Rc3-e6
3. RO-b6
4. e4-Bb7
5. Bd3-c5
6. 0-0-Rc6
7. e5-Rg4
8. Be4-Dc8
9. d3-Rgxe5 12. f5-g6
10. Rxe5-Rxe5 13. Bg5-gxf5
11. f4-Rc6
abcdefqh
14. Bxf5!-Be7
(14.- exf5 strandar á 15. Rd5
með óverjandi hótunum. Annar
möguleiki er 15. Hel-t- Re7 16.
Hxe7+ Bxe7 17. De2 Dd8 18. Hel
0-0- 19. Bxe7 m eð myljandi
sókn.).
15. Dh5-Bxg5 17. Be4-Bxe4
16. Dxg5-Re7 18- Rxe4-Dc6
19. Hxf7!!-Kxf7 21. Dxe7-Hf8
20. Df6+-Kg8 22. Hfl!
- Svartur gafst upp. Eftir 22. -
Hxfl+ 23. Kxfl erhann varnariaus
gegn hótuninni 24. Rf6+
Tal hefur ekki allan tímann verið
svo sókndjarfur. Gegn félaga Al-
exander Beljavskí fékk hann hina
verstu útreið. Beljavskí þessi á það
til að fara ómjúkum höndum úm
landa sína. Hann vann einnig Efim
Geller:
Hvítt: Alexander Beljavskí (So-
vétr.)
Svart: Mikhael Tal (Sovétr.)
Byrjun fátæka mannsins
1. e4-c6
2. c4-d5
3. exd5-cxd5
4. cxd5-Rf6
5. Rc3-Rxd5
6. RO-Rxc3
7. bxc3-g6
8. h4-h6
9. d4-Bg7
10. Be2-Rc6
11. 0-0-0-0
12. Bf4-Bg4
13. Hbl-Dd7
14. Dd2-Kh7
15. d5-BxO
16. BxO-Re5
17. Be2-Hfc8
18. h5!-gxh5
Alexander Beljavskí: vinnur hverja
skákina á fætur annarri.
(Eftir 18. - g-5 19. Be3 reynist
framrás f-peðsins svörtum mjög
hættuleg).
19. c4!-b6
(- Rxc4?? 20. Bxc4 Hxc4 21.
Dd3- og hrókurinn fellur. Beljav-
skí hefur teflt byrjun þessarar
skákar afar markvisst).
20. Hb3-Rg6
21. Hh3-e5
22. dxe6-Dxe6
23. Bd3-Hd8
24. Hxh5-Dg4
25. Hd5-Hxd5
26. cxd5-f5
27. Be3-Hd8
28. Bc2-Be5
29. 0-Dc4
(29. - Dh5 kom sterklega til
greina. Tal hefur e.t.v. óttast að
drottningin yrði um of út úr spilinu
eftir 30. f4. Gallinn við textaleikinn
er auðvitað sá að hið mikilvæga f5-
peð stendur eftir óvaldað.)
30. Bxf-Hxd5 32. Be4!-Bxe3
31. Df2-Bd4 33. Dxe3-Hd7
abcdef ah
(Illskárra var 33. - Dd4 34. Dxd4
Hxd4 þó svartur eigi afar erfitt
uppdráttar eftir 35. Hcl! Tal var í
geypilegu tímahraki þegar hér var
komið sögu.)
34. Hcl!-Dxa2 37. Df4+-Ke8
35. Bxg6-Kxg6 38. De5+-Kd8
36. Hc6+-Kf7 39. Dh8+
- Svartur gafst upp. Hann verður
mát eftir 39. - Ke7 40. Df6+ og 41.
Hc8+
Tími: Hv.: 2.27 Sv.: 2.29
í næsta þætti mínum um milli-
svæðamótið í Moskvu verður kom-
ið lítillega inná taflmennsku Kasp-
arovs og gefin innsýn í frammi-
stöðu þeirra Garcia og Andersons.
- hól.
Garcia með
tapaða biðskák
Geller hefur blandað sér í toppbaráttuna
Gífurlega spenna er nú komin í
millis væðamótið í Moskvu og geta 6
skákmenn náð sætum í Áskorenda-
keppninni. Síðastliðinn laugardag
var 9. umferð tefld og á sunnudag-
inn voru tefldar biðskákir. Ljóst er
að Alexander Beljavskí kemst upp
við hliðina á Kúbumanninum
Garcia, en skák þeirra fór í bið í 9.
umferð og er staða Garcia talin
vonlaus.
{ 9. umferð vakti skák hins unga
Harry Kasparovs og Ulf Anderson
einna mesta athygli. Svíinn þótti
eiga mikla sigurmöguleika en lenti
í heiftarlegu tímahraki. Tókst
Kasparov að ná jafntefli með því
að fórna tveim peðum fyrir gagn-
færi. Efim Geller blandaði sér í
toppbaráttuna með því að vinna
Filipseyinginn Rodriquez, en að
auki gerðu Tal og Christiansen
jafntefli.
Á sunnudaginn voru tefldar bið-
skákir og þar tókst Ulf Anderson
að vinna Murej og skák Gellers og
Garcia lauk með jafntefli.
Staða efstu manna eftir 9 um-
ferðir var þessi, en í gærkvöldi var
tefld 10. umferð: 1.-2. Garcia og
Beljavskí 6V2 v. hvor (að því til-
skildu að Garcia tapi fyrir Beljav-
skí sem talið er öruggt) 3.-Í5. Kasp-
arov; Tal og Anderson aliir með 6
v. 6. Geller 5V2 v.
í 10. umferðinni í gær tefldu
saman: Murej og Gheorghiu, Gell-
er og Van der Wiel, Kasparov og
Rodriquez, Beljavskí og Ander-
son, Christiansen og Garcia,
Quinteros og Velimirovic og Tal og
Sax. Þeir fyrrnefndu höfðu hvítt.
- hól.