Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. september 1982
Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir:
Vlll Davíð borgarstjóri
sóknarstarfsemi feiga?
• „Allt bendir því til þess að hið fyrirhugaða nýja skipulag f i 1
íbúðabyggðar norðan Grafar- i j
vogs geti haft víðtækar afleið- ingar fyrir þær rannsóknar- * f
stofnanir atvinnuveganna, sem nú starfa á þessu svæði.
Það er ekkert nýtt að reynslu- 1
litlir ungir menn með pólitisk- 1
an metnað hlaupi á sig, líkt og Davið borgarstjori hefur nu nú
gert. Af því hafa því mður hlot- wA
ist óhappaverk sem seint
verða bætt”.
Eins og frain hefur komið í
blöðum undanfarna mánuði, hef-
ur risið nokkur deila um það hvar
auka skuli viö byggð á höfuð-
borgarsvæðinu.
Sumir hafa viljað þétta byggð-
ina, taka undir byggingar ónotað-
ar lóðir og óbyggð 'svæði innan
núverandi byggðar og er raunar
þegar hafist handa um það, t.d. í
Fossvogi, Laugarási og Árbæjar-
holti og önnur svæði eru þegar
full skipulögð í sama tilgangi
(austurhluti Soganna).
Aðrir vilja beina byggðinni til
austurs (Rauðavatnssvæðið) og
enn aðrir, og þá fyrst og fremst
hinn ungi reynslulitli borgarstjóri
Davíð Oddsson vilja beina
byggðinni til norðurs, og byrja
byggð a næsta ári norðan Graf-
arvogs, enda þótt borgin hafi
ekki ráðstöfunarrétt á því landi
þar sem mikill hluti þess er í eigu
Tilraunastöövar Háskólans í
meinafræði að Keldum.
Sunnan og norðan Keldnaholts
hafa á síðustu áratugum risiö
myndarlegar rannsóknastofnanir
í þágu atvinnuveganna, fyrst Til-
raunastöð Háskólans að Keld-
um, síðar Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðtirins,
Rannsóknastofnun iðnaðarins
(nú Iðntæknistofnun íslands)
o.n.
Þeir sem þá réðu málum ætl-
uöu þessum stofnunum öllum
rúmt land svo sem nauösynlegt
var vegna starfsemi þeirra og
framtíðar þróunar.
Nú hefur dagblaðið Þjóðvilj-
inn (þ. 9. þ.m.) birt hið nýja
skipulagaf svæðinu norðan Graf-
arvogs sem Davíð borgarstjóri
hefur látið menn sína gera síðustu
vikurnar. Samkvæmt þessari
áætlun verður íbúðarbyggð heim
undir húsvegg sumra þessara
stofnana, vart steinsnar á milli.
Nú er alkunnugt að við starf-
semi þessara stofnana þarf oft að
vinna að rannsóknum þar sem
hættuleg efni, eiturefni, geisla-
virk efni og ýmis hættuleg smit-
efni koma viö sögu. Að sjálf-
sögðu er reynt að gæta hinnar ítr-
ustu varúðar þegar svo stendur á,
en alltaf geta slys orðið, svo sem
dæmi sanna hér og erlendis viö
starfsemi af þessu tagi. Hér við
bætist að nokkurt dýrahald er
nauðsynlegt við sumar þessar
stofnanir og hræjum og úrgang-
sefnum er þar eytt í brennsluofn-
um. Hvort tveggja veldur teyk-‘
myndun og óþef, þó varlega sé
farið.
Þegar hinn framtakssami borg-
arstjóri hefur nú í hyggju að setja
þétt íbúðarhverfi heim undir
^tofnanir sem vinna með efni eins
óg að ofan greinir, þarf enginn að
fara í grafgötur með það að fyrr
en varir fara hinir nýju nágrannar
þessara stofnana að kvarta um að
hafa í nágrenni við sig stofnanir
sem vinna með stórhættulegefni,
sem hætta geta stafað ekki síst
fyrir óvita börn, auk þess sem
þaðan berist reykur, jafnvel ó-
þcfur af dýrum eða húsdýraá-
burði.
Reynslan sýnir að þegar svo
skipast, gagnar lítið þó bent sé á
staðreyndir, takmarkaða hættu
og varúðarráðstafanir. Undir-
skriftir og áróður er hafinn og hóf
og skynsemi er látin lönd og leið.
Stjórnmálamennirnir láta undan
þrýstingi kjósenda og hinir
„seku" látnir víkja.
Má í þessu sambandi minna á
nýleg hliðstæð dærni frá Keflavík,
Akureyri, Hafnarfirði og héðan
úr Reykjavík, þar sem atvinnu-
rekstur hefur verið stöðvaður og
fyrirtæki jafnvel hrakin burt rneð
þessum hætti af lítilli ástæðu eða
sanngirni.
Ef byggð rís á næstunni heim
undir þær rannsóknastofnanir
sem hér um ræðir, eins og skipu-
lag Davíðs borgarstjóra gerir nú
ráð fyrir, má ganga að því vísu að
ekki líði á löngu þar til hafinn
verður áróður og undirskriftir
gegn starfsemi þesara stofnana í
næstu íbúðarhverfunt við þær,
þar sem ýmislegt líklegt og ólík-
legt verður tínt til. Má þá jafnvel
búast við að stofnanirnar þurfi að
draga starfsemi sína verulega
saman eða hrekjast í burtu, því
grannaréttur er ríkur í íslenskum
lögum að því er lögfróðir menn
tjá mé'r.
Samkvæmt fregn í blaði nýlega
hrökk það raunar upp úr einum
borgarfulltrúa, Páli Gíslasyni
lækni, að réttast væri að flyt ja Til-
raunastöð Háskólans á Keldunt í
burtu. Þótti sumum þessi ummæli
læknisins koma úr hörðustu átt
þar sem viðurkennt er að eina
umtalsverða framlag íslenskt síð-
ustu áratugina til alþjóðlegra
læknavísinda byggðist á vinnu
sem unnin var við Tilraunstöð
Háskólans að Keldum.
Óþarfi er að minna á að vænt-
anlega verður Áburðarverksmi-
ðjan undir sömu sökina seld, því
þaðan leggur enn brúngular
eiturgufur yfir hina fyrirhuguðu
byggð norðan Grafarvogs þegar
kyrr eru veður og fólk vill helst
halda sig úti við. Þegar þetta
barst í tal nýlega við einn starfs-
mann borgarstjóra var svarið
þetta: „Áburðarverksmiðjan, jú
sú mætti missa sig, nú þegar alltof
margir hausar eru á fóðrum í
rann
landinu". Þannig er hugsað á
þeim bæ.
Allt bendir því til þess að hið
fyrirhugaða nýja skipulag íbúðar-
byggðar norðan Grafarvogs geti
haft víðtækar afleiðingar fyrir
þær rannsóknastofnanir atvinnu-
veganna sem nú starfa á þessu
svæði.
Það er ekkert nýtt að reynslul-
itlir ungir menn með pólitískan
metnað hlaupi á sig, líkt og Davíð
borgarstjóri hefurgert nú. Afþvi
hafa því miður hlotist óhappa-
verk sent seint verða bætt, svo
sem mörg dæmi sanna.
Enn er þó von til að hægt sé að
firra óhappi í þessu máli, ef borg-
arstjóri vill íhuga málið lítið eitt
betur og kynna sér t.d. rækilega
þær tillögur sem Guðrún Jóns-
dóttir arkitekt gerði í fyrra um
byggð norðan Grafarvogs. Þar
var hóflega tekið á málum og
reynt að fara bil beggja, hugsað
fyrir nægu landrými rannsókna-
stofnana og fjarlægð þeirra frá í-
búðarsvæðum, svo eigi kæmi til
árekstra, ótta eða óþæginda.
Það hefur aldrei gefist vel til
lengdar á íslandi að þvinga með
valdi fram vanhugsaðar ákvarð-
anir eða ganga nteð offorsi á ann-
arra lönd, allra síst þegar þess er
engin þörf, því sem betur fer á
Reykjavík nægilegt landrými
næstu öldina sem liggur vel við
byggingum. Má þar t.d. nefna
jarðirnar Gufunes, Eiði, Knút-
skot, Korpúlfsstaði, rúman helm-
ing Keldna, Lambhaga, Engi,
Grafarholt og Reynisvatn.
Að lokum, þó Davíð Oddsson
sé kjörinn borgarstjóri í Reykja-
vík af Sjálfstæðisflokknum ætti
hann að hafa hugfast að honurn
ber skylda til að huga að hag allra
borgarbúa og minnast þess að
Reykjavík hefur sem höfuðborg
landsins miklar og víðtækar
skyidur. Pál, A. páJsson
Heilsufars- og félagsleg könnun á öldruðum:
Hvað veldur langlífi
okkar Islendinga?
Lífslíkur kvenna væntanlega 85 ár um næstu aldamót
„Hvað segirðu? Eg sem hélt ég væri alltaf að horast,“ sagði Aldís Ósk
Sveinsdóttir, þegar Ársæll Jónsson, læknir, og Steinunn Jónsdóttir,
sjúkraliði, tilkynntu henni niðurstöður rannsóknarinnar. Arsæll sagði, að
tölvan helði ekki tekið mcð í rcikninga sína, að hin 87 ára Aldís væri að
ganga saman, og því talið hana of þunga miðað við hæð. Þau voru
sammála um, að hafa þyrfti vit fyrir tölvunum. —(Ljósm. — cik —).
„Hagnýtt gildi könnunarinnar
er mikið fyrir fólkið sjálft, því
heimilislæknum er send
skýrslan með rannsóknar-
niðurstöðunum og er fólkið
hvatt til þess að hafa samband
við sinn lækni. Vonandi kemst
þannig á betra samband milli
þessa fólks og
heimilislæknanna, en það er
einmitt mjög mikilvægt fyrir
aldrað fólk, að þarna sé gott
samband.“
Ársæll Jónsson er læknir á Öldr-
unarlækningadeild Landspítalans
og hann hefur umsjón með sér-
stæðri læknisskoðun á öldruðu
fólki. Starfsfólk Rannsóknarstöðv-
ar Hjartaverndar framkvæmir nú
rannsókn á 150 Reykvíkingum,
sem allir eru yfir áttrætt: tekin er
skýrsla um heilsu, heimilisaðstæð-
ur og þrek gamla fólksins, blóð-
þrýstingur mældur, tekin blóðsýni,
myndir og línurit og fleiri heilsu-
farsathuganirgerðar. Síðan erunn-
ið úr þessum gögnum á rann-
sóknarstöðinni. Fólkið kemur svo
aftur til Iæknisskoðunar þegar búið
er að vinna úr gögnunum.
Áður en fólkið kemur til Rann-
sóknarstöðvar Hjartaverndar hef-
ur Þórhannes Áxelsson, félags-
fræðingur, heimsótt það og kannað
þess félagslegu aðstæður. Síðan
verða allar niðurstöður bornar
saman og felldar í eina heild.
Til hvers? — spyrjum við Ársæl.
„Fyrir utan það gildi, sem ég
nefndi í upphafi, þá hefur þessi
könnun ákaflega mikið vísindalegt
gildi. Þessi hópur hefur orðið út-
undan í könnunum Hjartaverndar,
en við vonumst til að fá heilmikla
vitneskju um líkamlegt ásigkomu-
lag þessa aldurshóps nú. Saman-
burðargildi könnunarinnar verður
mikið síðar meir, þegar þeir yngri
aldurshópar, sem nú er búið að
rannsaka, komast á þennan aldur.
Og þá ætti þessi könnun að vera
góð vísbertding til heilbrigðisyfir-
valda, en fullyrða má að enginn
hópur í þjóðfélaginu sé eins þur-
fandi fyrir aðstoð yfirvalda eins og
þessi.
Nú, það má einnig vænta svars
við spurningunni: Má telja þetta
fóllk forréttindahóp þar sem það
lifir lengur en flestir aðrir?“
Þess má geta, að íslenskar kon-
ur, er sá hópur manna sem lengst
lifir í veröldinni, en lífslíkur okkar
eru nú 79 ár.
— Hvers vegna verða Islend-
ingar svona gamlir?
„Þetta er harður stofn. Það hefur
líka verið vaxandi velmegun alla
þessa öld og hún er hvergi eins ví-
ðtæk og einmitt hér á landi.
Norðurlandabúar koma rétt á eftir
okkur í lífslíkunum, enda almenn
velmegun mikil þar“
— Nú er þetta aldraða fólk það
stcrkasta sinnar kynslóðar. Má
ekki búast við minnkandi lífsiíkum
íslendinga, þegar velmegunarkyn-
slóðirnar komast á efri ár þar sem
ekkert „úrval náttúrunnar“ hefur
farið fram hjá þeim?
„Nei, lífslíkurnar munu vert á
móti halda áfram að aukast og því
er spáð, að um aldamótin verði lífs-
Iíkur kvenna 85 ár og sjaldgæft, að
fólk deyi mikið yngra en 75 ára.
Lífslíkurnar aukast vegna þess að
miðaldra og eldra fólk lifir sífellt
lengur, en ekki vegna minnkandi
ungbarnadauða. Hér hjá okkur
hefur ungbarnadauðinn verið mjög
lágur undanfarna áratugi og við
raunar átt heimsmetið frá því um
1950.
Það er þrennt, sem hefur áhrif á
lífslíkur manna: menntunarstig,
efnahagur og heilbrigðisþjónust-
an. Það bendir ekkert til þess að
þetta þrennt hrynji hjá okkur, og
þar með er óhætt að spá vaxandi
Iífslíkum..“
Þeir Ársæll Jónsson, læknir, og
Þórhannes Axelsson, félagsfræð-
ingur, eiga sæti í Öldrunarþjón-
ustunefnd Landlæknisembættisins.
Sú nefnd hefur unnið tvenns konar
athuganir á háttum aldraðs fóllks:
Hún lét framkvæma sjúklingatal
1. mars 1981 á sjúkrahúsum á
höfuðborgarsvæðinu. Þar kom
fram ákveðinn hópur á hinum al-
mennu sjúkradeildum, sem taldir
voru til langlegusjúklinga. Á þeim
sjúklingum var gerð bæði líkamleg
og félagsleg könnun og leiddi hún í
ljós, að langlegusjúklingar voru á
sjúkrahúsunum af heilsufarsástæð-
um en ekki félagslegum.
f öðru lagi lét nefndin gera könn-
un á heimilisþjónustu Reykjavíkur-
borgar: hverjir nytu hennar við,
hvaða gagn hún gerði o.s.frv.
í þriðja lagi er síðan þessi könn-
un, sem þeir Ársæll og Þórhannes
hafa umsjón með.
— Hvernig hcfur aldraða fólkið
tekið þessu?
„Mjög vel. Nú þegar hafa komið
hingað um 70 manns, eða helming-
ur þeirra sem í úrtakinu lentu. Þeir
sem ekki treysta sér til að koma
hingað sjálfír, geta fengið akstur og
annast hann bifreiðastjóri hjá
Öidrunarlækningadeild Land-
spítalans. Síðan mun ætlunin að at-
huga nánar eftir samkomulagi þá
einstaklinga, sem með engu móti
treysta sér hingað.
— Hver er þín óformlega niður-
staða af athugunum þessum?
„Það hefur komið mér á óvart
hversu margir eru mjög vel á sig
komnir, bæði andlega og líkam-
lega, þrátt fyrir oft á tíðum háan
aldur. Aðrir berjast hins vegar í
bökkum af ótrúlegum dugnaði og
þrautseigju. Þetta fólk þyrfti meiri
stuðning en það fær.“
Við sleppum hendinni af Ársæli
til Aldísar Óskar Sveinsdóttur,
sem er 87 ára og bíður rannsóknar.
Bráðabirgðaniðurstöður úr könn-
unum þessum fáum við væntanlega
stuttu fyrir jól, ef allt gengur að
óskum.
ast