Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 21. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Sameinuðu þjóðirnar þurfa að grípa til harðra og ákveðinna aðgerða:
Öll ríki, nær og fjær,
bera ábyrgð
Höfuðábyrgðin er hjá írsaelsstjórn
og hjá Bandaríkjastjórn
„Hér er um að ræða einn ljót-
asta atburð eftirstríðsáranna,
ijöldamorð sem framin eru af of-
stækisfullum hefndarhópi", sagði
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins í gær. „Því
miður verður ekki séð að
Israelssstjórn hafi gert neitt til
þess að hindra blóðbaðið sem átti
sér stað í Beirút“.
Svavar sagði að ljóst væri af
þessum atburðum að hér yrðu
Sameinuðu þjóðirnar að grípa til
harðra og ákveðinna aðgerða.
„Þær verða að senda á vettvang
liðssveitir sem hafa afl og umboð
til þess að hindra að slíkt ofbeldi
eigi sér stað og til að tryggja að
eðlileg uppbygging verði í Beirút
og Líbanon. Það hlýtur og að
vera skýlaus krafa að Israelsher
hverfi á brott frá Líbanon.
Öll ríki, bæði nær og fjær, bera
ábyrgð í þessu efni. Eftir að
átökin hófust í sumar er ljóst að
höfuðábyrgðin er að sjálfsögðu
hjá ísraelsstjórn og þar á eftii
Bandaríkjastjórn. Bandaríkja-
stjórn á að hafa á því alla mögu-
leika að knýja ísraelsstjórn til
samkomulags um málefni Palest-
ínuaraba þar sem Bandaríkja-
menn veita ísraelsmönnum um-
talsverða hernaðar- og efnahags-
aðstoð."
Svavar Gestsson: Vonandi verða
þau viðbrögð, sem nú koma fram
í orðum, einnig að verkum.
Svavar benti og á að fórnar-
lömb fjöldamorðanna í síðustu
viku hefðu verið Palestfnumenn,
varnarlausar fjölskyldur. „Þess-
vegna er nú nauðsynlegra en
nokkru sinni fyrr að Palestínu-
mönnum verði tryggð eðlileg
búseta sem þeir geti sætt sig við til
frambúðar.“
Svavar sagði að lokum að það
hefði verið athyglisvert að fylgj-
ast með viðbrögðum ráðamanna
hvarvetna í heiminum nú um
helgina. Þeir hefðu einhuga ford-
æmt atburðina í Líbanon.
„ Vonandi breytast þau orð í at-
hafnir sem duga til árangurs er
tryggir friðsamlega þróun og far-
sælt mannlíf á þessu stríðshrjáða
landi“.
-ekh
íslensk útgerð á hvínandi kúpunni:
Þrátt fyrlr mun meiri afla
en i næstu löndum
segir Óskar Vigfússon hjá Sjómannasambandinu
„Ég vísa til orða forsætisráðherra, dr. Gunnars Thoroddsens
fyrir skömmu þar sem hann gaf þau fyrirheit að fiskverð yrði ekki
leitt frekar framhjá hlutaskiptum en orðið er og ég treysti því
loforði fullkomlega. Ég á ekki von á því að menn gangi á bak orða
sinna í þessum efnum“, sagði Óskar Vigfússon form. Sjómanna-
sambands íslands í viðtali við Þjóðviljann í gær.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna lýsti sem kunnugt er óá-
nægju sinni með tillögur sjávarút-
vegsráðherra til lausnar vanda út-
gerðarinnar og telur þær ráðstafan-
ir engan veginn duga til. Fara út-
vegsmenn fram á að 850 milljónir
af skuldum þeirra, sem taldar eru
nema einum miljarði, verði breytt í
föst lán, olíuverð verði lækkað um
30% og að fiskverð verði hækkað
um 6%, en þar af fari 2% framhja
hlutaskiptum. Það þýðir í raun að
verið er að hækka fiskverðið til út-
gerðarmanna, að hluta til á kostn-
að sjómanna. Við spurðum Óskar
Vigfússon hversu hár hluti fisk-
verðs færi þegar framhjá hluta-
skiptum:
„Það eru 17%. 10% fara í Stofn-
fjársjóð fiskiskipa sem m.a. á að
greiða niður vexti og afborganir
nýrra skipa, og 7% fara í olíugjald,
þ.e. að greiða niður eldsneytið á
skipin. Þessi 17% eru mikið meira
en nóg af okkar tekjum og við un-
um því aldrei að kjör okkar verði
frekar skert.“
-Hvað teljið þið ykkur hafa orð-
ið fyrir mikilli kjaraskerðingu á
síðustu árum?
„Við skulum bara styðjast við
tölur Þjóðhagsstofnunar og þar er
um hreinan verðþáttasamanburð
að ræða, þ.e. ekki er tekið tillit til
aflamagns. Ef við notum töluna
100 árið 1974 þá var þetta hlutfall
111 1976, 92 1978, 88 1980 og 89
1982. Síðasta talan er byggð á spá.
Það sjá því allir að okkar kjör hafa
verulegá verið skert á liðnum árum
og að sjómenn eru engan veginn í
stakk búnir til að taka á sig aukna
skerðingu á hlut í fiskverði. Hins
vegar er alveg ljóst hverjir græða á
því að hlutaskiptum verði breytt til
hins verra fyrir sjómenn, því 80%
fiskveiðiflotans eru í eigu fisk-
vinnslustöðvanna. Utgerðarmenn
eru því að selja sjálfum sér fisk að
Óskar Vigfússon: Launaliðurinn er
ekki að sliga íslcnska útgerðar-
menn. Aðrir þættir í rekstrinum
valda þar mestu um.
mestum hluta - það er verið að
færa peningana úr einum vasanum
yfir í annan og á kostnað þeirra sem
draga aflann að landi, nái hug-
myndir LÍÚ um breytingu á hluta-
skiptum fram að ganga“.
-Hvað með hlutfall iauna af afla í
næstu löndum?
„Ég var einmitt að koma frá Fær-
eyjum þar sem ég kynnti mér ræki-
lega útvegsmál þeirra. Þeir veiddu
á síðasta ári um 184.000 tonn af
fiski og ég reikna með að íslenskir
sjómenn hafi veitt um 4 - 5 sinnum
meiri fisk það árið. Þetta þýðir að
hver íslenskur sjómaður dregur 3 -
4 sinnum meiri afla á land en kol-
legi hans í Færeyjum og samt er
íslensk útgerð á hvínandi kúpunni.
Okkar sjómenn hafa ekki hærri
laun en Færeyingarnir. Það er því
ekki launakostnaður útgerðarinn-
ar sem er að sliga rekstur hennar“.
-Það er þá fjárniagnskostnaður-
inn?
„Einmitt, það er fjármagns-
kostnaðurinn í óðaverðbólgunni
og svo hitt að allur tilkostnaður við
reksturinn er mun meiri. Járniðn-
aðarmenn í Færeyjum hafa mun
betri laun en félagar þeirra hér á
landi, en samt er mun ódýrara að
láta gera við skip þar en hérlendis.
Það er greinilega einhvers staðar
maðkur í mysunni varðandi rekst-
urinn sem veldur vanda útgerðar-
innar; laun sjómanna valda þar
engu um og mega ekki við neinni
skerðingu“, sagði Óskar Vigfússon
form. Sjómannasambandsins að
lokum.
Verkalýðsfélag Norðfjarðar átelur stjórn Síldarvinnslunnar fyrir að stöðva togara sína:
/ ~
Hernaður LIU á hendur rikisstjórn
„Stjórn Verkalýðsfélags Norð-
firðinga mótmælir harðlega þeirri
ráðabreytni stjórnar Sfldarvinnsl-
unnar hf. að taka þátt í stöðvun
Fylkingin hefur sent frá sér yfir-
lýsingu þar sem fjöldamorð síonista
og líbanskra hægrimanna á Pale-
stínumönnum og líbönskum mú-
hameðstrúarmönnum eru harðlega
fordæmd.
í yfirlýsingunni er bent á at að-
burðirnir sem gerðust í Líbanon
s.l. föstudag eru engan veginn ein-
stakir heldur eðlilegt framhald á
þeirri kynþáttastefnu sem ísraels-
ríki er grundvallað á.
Fylkingin bendir einnig á, að
Bandaríkjastjórn ber fulla ábyrgð
á því sem gerst hefur í Líbanon þar
sem hún hefur stutt allar athafnir
ísraelsstjórnar með ráðum og dáð.
Án aðstoðar Bandaríkjastjórnar
fiskiskipaflotans að fyrirmælum
L.Í.Ú.
Stjórnin telur að með þessu sé
stjórn Sfldarvinnslunar hf. að taka
hefði aldrei komið til fjöldamorð-
anna á föstudag.
Einungis kröftug mótmæli al-
mennings í V-Evrópu og Banda-
ríkjunum geta nú forðað Palestínu-
mönnum og líbönskum múhameð-
strúarmönnum frá útrýmingu.
Fylkingin krefst þess að íslenska
ríkisstjórnin viðurkenni Frelsis-
samtök Palestínumanna -PLO- taf-
arlaust sem eina fulltrúa Palestín-
uþjóðarinnar og sýni þannig í verki
stuðning sinn við málstað Palest-
ínumanna. Jafnframt krefjist ríkis-
stjórnin tafarlausrar brottfarar ís-
raelshers frá Líbanon og fordæmi
hryðjuverk hans.
þátt í hernaði L.I.Ú. á hendur
ríkisstjórninni á kostnað sjómanna
og verkafólks. Stjórn félagsins tel-
ur að með aðgerðum þessum sé
stjórn Sfldarvinnslunnar hf. að
stofna í hættu ágætu samstarfi
Verkalýðsfélagsins og Sfldarvinn-
slunnar hf.
Stjórn Verkalýðsfélags Norð-
firðinga skorar á stjórn Sfldar-
vinnslunnar hf. að hafa að engu
fyrirmæli L.Í.Ú. um stöðvun skipa
sinna".
Þessi samþykkt var gerð á stjórn-
arfundi í Verkalýðsfélagi Norðfir-
ðinga fyrr í mánuðinum.
Aðspurður um þesa samþykkt
Verklýðsfélagsins sagði Jóhann K.
Sigurðsson framkvæmdastjóri
Síldarvinnslunnar að stjórn fyrir-
tækisins hefði samþykkt að hlíta
samþykkt LÍÚ og á því hefði ekki
orðið nein breyting. „Þeir verða að
dæma það sjálfir, hvað þeim finnst
um afstöðu okkar, en það er alveg
ljóst að það hefur enginn gaman af
þessum aðgerðum", sagði Jóhann
um samþykkt Verkalýðsfélagsins.
„Við höfum ekki í neina sjóði að
sækja. Bæjarfélagið hefur aldrei
borgað með þessu fyrirtæki og ger-
ir vonandi ekki í framtíðinni, en
okkur veitir ekki af að fá leiðrétt-
ingu á kjörum okkar, en auðvitað
er það bagalegt að þurfa að
stoppa."
Tveir togarar Síldarvinnslunnar
hafa þegar stöðvast, Birtingur í síð-
ustu viku, og í gær landaði Bjartur í
Neskaupstað. I dag verður haldinn
fundur í Útvegsmannafélagi
Austurlands á Reyðarfirði þar sem
rætt verður um stöðvun flotans.
Vinnudeilan:
Allt við
það sama
Enn er allt við það sama í deilu
starfsmanna á virkjanasvæðinu við
Tungnaá við verktaka og Lands-
virkjun. I gær var haldinn samn-
ingafundur með aðilum og stóð
hann lengi frameftir. Þar hafði
samninganefnd atvinnurekenda
lagt fram tilboð til lausnar deilunni
og var það til skoðunar.
->g-
Dr. Kristján Eldjárn,
fyrrverandi forseti íslands,
sem lést 14. september s.l.,
verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 23. september, kl. 14.00
Ríkisstjórn íslands
Fylkingin:
Fjöldamorðin fordæmd