Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrið.juda(»ur 21. septcmber 1982 Ullarvörur: Fj51breyttar vörukynningar Vegna mikilla erfiðleika á ullar- vörumörkuðum erlendis að undan- förnu, — sem m.a. stafa af breyttum markaðsaðstæðum og breyttum kröfum á markaðnum, — hefur ullariðnaður Sambands- ins brugðist við með þeim hætti, að kynna crlendis mun fjölbreyttara vöruúrval en nokkru sinni fyrr og einnig með því að vera mun fyrr á ferðinni með vörukynningar er- lendis en áður hefur tíðkast. Nýlega var haldinn fundur meö umboðsmönnum erlendis aö þessu sinni í London, um það bil tveimur mánuöum fyrr en venjulega. Þar mættu umboðsmenn frá 10 markaðssvæðum, um 20 manns, til að velja úr þeim 260 flíkum, sem hannaðar voru sérstaklega fyrir fundinn. Voru þær flíkur margvís- Iegar, allt frá peysum í síðar kápur, bæði úr prjónuðum efnum og ofn- um. Fjölbreytnin hefur aldrei verið meiri af tegundum og litum.k Ullariðnaður Sambandsins leggur nú meiri áherslu en áður á að komast inn á tískuvörumarkað- inn, þar sem litagleði er meiri en hingað til hefur tíðkast í íslenskri ullarvöruframleiðslu. Til þessa hafa íslenskar ullarflíkur að mestu verið í hefðbundnum, náttúrlegum litum og vegna sérstöðu hefur verið hægt að halda þeim í háu verði. Hinsvegar hafa sveiflur verið á þessum markaði, því erfitt hefur reynst að halda samkeppnisfæru verði, bæði vegna kostnaðarhækk- ana innanlands og aukinnar hlut- deildar eftirlíkinga á mörkuðum. Á umboðsmannafundinum voru undirtektir við þessa framleiðslu mjög góðar. Á umboðsfundinum í London mættu frá Sambandinu Sigurður Arnórsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar, Þórður Valdimarsson, markaðs- stjóri, Ármann Sverrisson og Skarphéðinn Gunnarsson, markaðsfulltrúar, Þorsteinn Gunnarsson, hönnuður og Bene- dikt Guðmundsson, deildarstjóri. Umboðsmaður ullariðnaðar Sam- bandsins í Englandi hafði veg og vanda af undirbúningi, ásamt skrif- stofu Sambandsins í London og viðskiptafulltrúanum við Sendiráð íslands, Stefni Gunnlaugssyni. Veitti hann margvíslega aðstoð og hafði auk þess boð inni fyrir þátttakendur fundarins. Voru ís- lensku þátttakendurnir á einu máli um það hversu mikilvægt væri að hafa viðskiptafulltrúa við sendiráð íslands erlendis. Þess má að lokum geta, að full- trúar Iðnaðardeildar flugu beint frá Akureyri til London með Mitsubishiskrúfuþotu Flug félags Noröurlands. Flug stjóri var Gunnar Karlsson. — mhg Garcia daprast flugið Kúbumaðurinn Guillermo Garc- ia tapaði í gærkvöldi fyrir Larry Christiansen frá Bandaríkjunum í 10. umferð millisvæðamótsins í Moskvu. Þetta vcrður að öllum lík- indum annað tap Garcia í röð, en hann á fyrir gjörtapaða biðskák gegn Alexander Bcljavskí. Önnur úrslit á mótinu í Moskvu urðu þau að Geller geri jafntefli við Van der Wiel og Tal gerði jafntefii við Sax. Aðrar skákir fóru í bið þ.á m. skák Kasparovs og Rodriquez og skák Beljavskí og Andcrson. 11. umferð verður tefld í dag. — hól. Hvenær byrjaðir þú ||U^IFEROAR Kjördæmisráð Suð'urlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Suðurlaiulskjiirdæmi vcrður í verkalýðshúsinu á llellu helgina 25. og 26. september n.k. og liefst kl 14. á laugardag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Garðar Sigurösson og Baldur Oskarsson flytja stuttar ræður. Þorbjörn Broildáson flytur erindi um prófkjör. KvóKlvaka á laugardagskviákl. l undarslit eru áætluð kl. 16 á sunnudag. Stjórn kjiirdæmisráðs Djúpivogur - nærsveitir 1 lelgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson boða til almenns fundar á Djúpa- vogi föstudagskvöldið 24. september kl. 20:30. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið á Austurlandi - Aðalfundur kjördæmisráðs 25.-26. september Kjördæmisráð Alþýðubantlalagsins í Austurlandskjördæmi heldur aöal- fund á Djúpavogi dagana 26. og 26. september. Fundurinn hefst á laugardag 25. september kl. 13 og lýkur síðdegis á sunnudag. Dagskrá: 1. Áðalíundarstörf. 2. Málefni kjördæmisins. 3. Kosningastarf og undir- búningur framboðs. 4. Stjórnmálaviðhorfið. 5. Onnur mál. Tilkynningtir um kjör fulltrúii berist F.inari M;í Sigurössyni, form;mni kjördæmisráösins í síma 7468 (á kvöldin), og veitir hann nánari upplýsing- ;ir. m.ii. um ferðir á fundinn. sem er opinn öllum flokksmönnum. - Stjórn kjördæmisráðs. hrá Djúpavogi Alþýðubandalagið Akureyri Félagar góðir. Við komum saman til íélagsfundar í Lárusarhúsi næstkom- ;indi miðvikudagskvöld, 22. september, kl. 20.30. Stjórnin leggur fram tillögur sínar um félagsstarfið fram að áramótum. Málefni Lárusarhúss verða rædd og starfshópar í ýmsum málaflokkum veröa settir á laggirnar. — Kaffi verður framreitt. Mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin Rll Námsflokkar Kópavogs Innritun í verslunar- og skrifstofudeild fer fratn dagana 20.-22. sept. kl. 16.00-19.00 í síma 44391. Innritun í eftirtalin námskeið fer fram dag- ana 22.-28. sept. kl. 16.00-19.00 í síma 44391. Kennslugreinar: Enska, danska, norska, sænska, franska, þýska, ítalska, spænska, vélritun, skrautskrift, bútasaumur, glermál- un, myndvefnaður, trésmíði (f. konur), leir- mótun, olíumálun, hnýtingar, fatasaumur og táknmál. Ath. Kennsluskrár liggja frammi á skólaskrif- stofu Kópavogs og í bókaversluninni Vedu. Forstöðumaður ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Heilsugæslustöðvar í Reykjavík EFTIRTALDAR STÖÐUR ERU LAUSAR TIL UM- SÓKNAR: STAÐA BOKASAFNSFRÆÐINGS, við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, hálft starf. - LÆKNARITARA í Dómus Medica, fullt starf. - MEINATÆKNIS við Heilsugæslustöðina í Árbæ, hálft starf. - SJÚKRAÞJÁLFARA við heimahjúkrun Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, fullt starf. Upplýsingar um störfin gefurframkvæmdastjóri, Barónsstíg 47, sími 22400. Umsóknareyðublöð eru afhent á skrifstofu Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg og skal skila umsóknum þangað eigi síðar en 28. september n.k. HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða BRÉFBERA í HAFNARFIRÐI OG KÓPAVOGI sem fyrst. Nánari upplýsingar veita stöðvarstjórar á viðkomandi stöðum. Dregið var úr happdrætti færeyska sjóm- annaheimilisins 15. september. Vinnings nr. sem hér segir: Nr. 1 12007 Nr. 2 2264 Nr. 3 11295 Nr. 4 17103 Nr. 5 12427 Nr. 6 10073 Nr. 7 967 Nr. 8 16210 Takk fyrir veittan stuðning. Námsflokkar Grinda- víkur Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Námsflokka Grindavíkur. Umsóknarfrestur er til 20. október 1982. Nánari upplýsingar veitir formaður skóla- nefndar í síma 92 - 8304. Maðurinn minn, faðirokkar, tengdafaöir, afi, sonurog bróðir Hörður Hafliðason Grundargerði 22, Reykjavik lést föstudaginn 17. september. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 27. september kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík. Ingibjörg Auður Harðardóttir Guðrún Harðardóttir Kristjana Harðardóttir Björk Harðardóttir Hafliði Bárður Harðarson Kristjana Guðfinnsdóttir Haukur Hafliðason Ómar Hafliðason og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts Sigríðar Gróu Þorsteinsdóttur, Eyrarvegi 13, Akureyri. Tryggvi Helgason Þorsteinn Gunnarsson Benedikt Gunnarsson Styrmir Gunnarsson Guðný Styrmisdóttir og aðrir vandamenn Ingunn Guðbrandsdóttir Ólafía Guðjónsdóttir Kristín Sigurðardóttir Ásgeir Ásgeirsson Árnadóttir Þorvaldur Árnason Axel Sölvi Axelsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.