Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.09.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 21. septcmber 19S2 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Ekki tókst Mac Wilkins, fyrrum heimsmethafa í kringlukasti, að endurheimta heimsmet sitt á mótinu i' Laugardalnum í gærkvöldi. Fimm af köstum Wilkins voru ógild en það i sjötta mældist „aðeins“ 62,48 metrar, tæpðir níu metrar frá heimsmeti. Erlendur Valdim- arsson veitti honum harða keppni og átti tvö köst sem mældust tæpir 60 metrar. Mynd: — gel. „Ég vissi fyrirfram að það yrði vildu að Bryan Robson fengi stöð- Ekkert mælir samt gegn því að umdeild ákvörðun hjá mér að gera una en Wilkins er reyndari og er að Robson geti orðið framtíðarfyrir- Ray Wilkins að fyrirliða. Margir auki fyrirliði Manchester United. liði enska landsliðsins“, sagði „Wilkins er reynd- ari en Robson” Bobby Robson einvaldur enska landsliðsins um val sitt á fyrirliða fyrir leikinn gegn Dönum Bobby Robson, hinn nýji landsliðs- einvaldur Englendinga i knatt- spyrnu í samtali við bresku út- varpsstöðina BBC í gær. Englend- ingar mæta Dönuin í Kaupmanna- höfn annað kvöld og verður það fyrsti leikur enska liðsins undir hans stjórn. Enska liðið verður þannig skipað: Peter Shilton, Phil Neal, Ken Sansom, Terry Butcher, Rus- sell Osman, Ray Wilkins, Bryan Robson, Graham Rix, Paul Marin- er, Trevor Francis og Tony Morl- ey. Varamenn eru Ray Ciemence, Ricky Hill, Dave Armstrong, Alv- in Martin og Tony Woodcock. Walesbúar leika gegn Norð- mönnum annað kvöld og er sá leikur einnig liður í Evrópukeppni landsliða. Tveir nýliðar eru í velska liðinu, markvörðurinn Neville So- uthall frá Everton og bakvörðurinn Kenny Jacett frá Watford. Francis skoraði Trevor Francis, enski landsliðs- maðurinn, opnaði markareikning sinn hjá nýja félaginu sínu, Samp- doria, í 1. deild ítölsku knattspyrn- unnar á sunnudag. Sampdoria vann þá óvæntan sigur á Inter Mi- lano á útivelli, 2 - 1, og skoraði Francis fyrra markið en lagði upp það síðara sem Mancini gerði. Ju- ventus vann Cesena 2 - 0 á heima- velli og þar skoraði Frakkinn snjalli, Michel Platini, sitt fyrsta mark fyrir Juventus. -vs Af atvinnumönnum: Fallegt mark Lárusar en Jóhannes og félagar töpuðu 0:7 á heimavelli Landsliðsmiðherjinn Lárus Guðmundsson skoraði fallegt mark fyrir lið sitt, Waterschei, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnu- dag en Waterschei sigraði þá Wint- jerslag á heimavelli 2-0. Watersc- hei er í 6. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 7 leiki. „íslendingaliðin“ Lokeren og CS Brugge töpuðu bæði og Loker- en er á áttunda sæti en CS Brugge er neðst. Magnús Bergs og félagar í Tongeren unnu hins vegar Beersc- hot 4 - 2 og lið Péturs Péturssonar, Antwerp, vann CS Brugge 2-0. Þar felldi Sævar Jónsson hjá Brugge Pétur innan vítateigs og vít- aspyrna dæmd sem Antwerp skoraði úr. í V.Þýskalandi lék Ásgeir Sig- urvinsson vel með Stuttgart sem sigraði Karlsruhe 4-1. Dússeldorf gerði jafntefli 1-1 gegn Hertha BCS á útivelli og léku þeir Atli Eðvaldsson og Pétur Ormslev báð- ir með Dússeldorf. Bayern, Hamb- urger, Stuttgart og Dortmund eru efst í V.Þýskalandi með 10 stig hvert en Dússeldorf er í fimmta ne- ðsta sæti með 4 stig. í Skotlandi voru Jóhannes Eðvaldsson og félagar hjá Mot- herwell rassskelltir á heimavelli af Celtic, 0-7. Celtic er efst í úrvals- deildinni með 6 stig en Aberdeen hefur fimm. Morton og Mother- well reka lestina með eitt stig hvort. -VS HM i blaki: ísland í neðsta sæti! íslenska karlalándsliðið í blaki lenti í fimmta og síðasta sæti á Norðurlandamótinu sem lauk í Sví- þjóð um helgina. ísland tapaði öll- um sínum leikjum 3-0. Finnar urðu Norðurlandameistarar, Svíar í öðru sæti, Danir í þriðja, Norð- menn í fjórða og íslendingar í fimmta. Frammistaðan gegn Svíum var einna best en hrinurnar þar töpuð- ust 9 - 15, 7 - 15 og 6 - 15. Gegn Finnum fór 2- 15, 5- 15 ogO- 15, gegn Dönum 5 - 15, 11 - 15 og 1 - 15 og gegn Norðmönnum 4-15,5 - 15 og 2 - 15. -VS NM í golfi: Hola í höggi ekki nóg! Island hafnaði í 26. sæti í heims- meistarakeppni áhugamanna í golfi sem lauk í Sviss um helgina. Þrjátíu þjóðir tóku þátt í keppninni og það var lið Bandaríkjamanna sem hlaut heimsmeistaratitilinn, lék samtals á 859 höggum. Japan og Svíþjóð lentu í öðru og þriðja sæti með 866 högg hvor þjóð. Is- land lék alls á 960 höggum. Einn íslensku keppendanna, Sveinn Sigurbergsson, vann það afrek á laugardag að fara „holu í höggi“ á einni brautanna en meira hefði þurft til að komast ofar í keppninni. -VS Góður endasprettur Maree Sidney Maree, bandaríski hlauparinn frá Suður-Afríku, varð sigurvegari í mílu-götuhlaupi sem fram fór í Toronto í Kanada á sunn- udag. Keppnin var æsispennandi og fór Maree fram úr Vestur-Þjóð- verjanum Thomas Wessinghage og Ný-Sjálendingnum Johnny Walker á síðustu 10 metrunum. Tími Mar- ee var 3 mínútur, 56,32 sekúndur. -VS Gcir Sveinsson, Vaismaður, fær óblíðar móttökur hjá ÍR-vörninni í leik liðanna á laugardag. Reykjavíkurmótið í handknattleik: Valur og Víkingur standa vel að vígi í mótinu Víkingur sigraði KR með 22 mörkum gegn 20 í úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins i Meistara- flokki karla í handknattleik í gær- kvcldi. Þá léku einnig Valur og Fram og sigruðu Valsmenn 19 gegn 18 í hörkuspennandi leik. Riðlakeppni lauk á sunnudag. í A-riðli sigraði KR með 5 stig, Vík- ingar hlutu 4, Þróttur 3 og Ármann ekkert. Valur og Fram fengu fimm stig hvort í B-riðli, ÍR og Fylkir eitt hvort. í kvöld verður úrslitakeppninni haldið áfram en þá leika KR og Fram kl. 20 og Valur og Víkingur kl. 21.15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.