Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. septcmber 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 „Ýmsar getgátur eru á floti um það hver stjórni eiginlega þessu þjóðfélagi. Sumir halda að það sé alþingi eða ríkisstjórnin, aðrir að það séu embœttismennirnir eða Jóhannes Nordal. Eg er hins vegar farinn að halda, að það sé hinn dularfulli hr. F.H.R..“ A siöasta ári komst ég i fyrsta sinn svo hátt i þjóðfélagsstig- anum að mér var boðið i ráð- herrabústaðinn á nýársdag i ár til að óska forsetanum okkar gleðilegs árs. Þar fór ég að vlsu inn i vitlausan sal og rambaði heilan hring um húsið og drakk úr tveimur glösum áður en ég hitti forsetann. En það var raunar ekki svo slæmt þvi að auðvitað veitti mér ekki af þess- um tveimur glösum til að öðlast hugrekki til að óska henni Vig- disi gleðilegs árs á viðeigandi hátt. Ég tók mig lika svo vel út þarna við hliðina á henni að virðulegur eldri embættismaður sem ég þekkti ekki tók i höndina á mér, sýnilega i þeirri trú að ég væri einhvers konar talsvert fastur fylgdarmaður forsetans. En það var ekki þetta sem ég skrifa rækilegan rökstuðning með óskum um nýja kennara- stöðu i grein þar sem stunda- kennarar annast helming kennslunnar, eða dálitið meira rannsóknarfé. Þetta berst svo allt saman til okkar á skrifstofu heimspekideildar i nokkurn veginn tæka tið, á pappir sem fyllir svona venjulega laus- blaðabók með hringjum fyrir pappir i A4. Deildarráð heim- spekideildar setur þessar beiðnir allar i nefnd og fer svo rækilega yfir þær og reynir að greina þær úr sem eru sann- gjarnar og raunhæfar. Nei, það þýðir ekki að biðja um 600% hækkun handa einni stofnun þó að verkefnin séu nóg, að þvi yrði bara hlegið. Það þýðir ekki að biðja um meira en þrjár nýjar stöður handa deildinni allri þó Af mér og ætlaði að skrifa um. Mér datt það bara i hug af þvi að mér finnst núna að þessi upphefð min stafi einna helst af þvi að ég er nú i fyrsta sinn orðinn tann- hjól i þvi mikla gangverki sem býr til fjárlög islenska rikisins. Þessi fyrstu fjárlög min eru að visu ekki komin út á bók enn, svo að ég ætti liklega að þegja um þau — gott ef þau eru ekki trúnaðarmál okkar embættis- manna á núverandi stigi. En ég get þvi miður ekki setið á mér, úr þvi að ég var beðinn um grein i Þjóðviljann. Ef ég er að fremja óhæfu verð ég bara að segja eins og gamall bóndi austur i Laugardal sagði fyrir löngu þegar presturinn var að setja ofan i við hann fyrir að taka að sér að vera svaramaður snauðra brúðhjóna: Ég hef þá gert axarskaft fyrr, drengur minn. Mér skilst að undirbúningur undir gerð fjárlaga hefjist um það leyti sem siðustu fjárlög eru samþykkt og þá með þvi að fjár- málaráðuneytið sendir hinum ráðuneytunum bréf um það hvenær tillögur þeirra um fjár- veitingar næsta árs eigi aö hafa borist. Mitt ráðuneyti, mennta- málaráðuneytið, sendir sinum stofnunum bréf um það sama, setur bara svolitið styttri frest svo að tillögurnar hafi tima til að koma við i ráðuneytinu. Min stofnun, Háskóli íslands, setur deildum sinum og stofnunum enn litlu styttri frest. Við sem stöndum fyrir heimspekideild ákveðum einstökum kennslu- greinum og rannsóknarstofn- unum frest og sendum þeim bréf uppá það. Þannig berast boðin út i hvern lim og anga rikiskerfisins eins og blóðið streymir frá hjartanu út i hvern lim likamans. Nú fara námsnefndir ein- stakra kennslugreina og stjórnir rannsóknarstofnana að gera áætlanir um viðfangsefni næsta árs. Menn reikna út hvað þurfi margar kennslustundir umfram skylduvinnu fastráö- inna kennara til að halda uppi forsvaranlegri kennslu. Þeir hinum duforfuUa F.H.R. að okkur vanti i rauninni milli 10 og 20 nýja kennara, og þá verður að reyna að finna sann- gjarna leið til að úrskurða i hvaða kennslugreinum þörfin sé mest. Allt tekur þetta ærinn tima. Þó er fjárhagsáætlun heimspekideildar tilbúin i nokk- urn veginn tæka tið, og þá er hún send yfirstjórn Háskólans. Þar er hún rædd i Háskólaráði, rektor og háskólaritari fara yfir hana, fallast á flesta liði en lækka þó suma sem þeim virð- ast óraunsæilega háir miðað við fjárveitingu yfirstandandi árs. Nú skortir mig yfirsýn yfir hvað gerist næst. Ég imynda mér að tillögurnar berist frá Háskólanum til menntamála- ráðuneytis ásamt tillögum ann- arra deilda og stofnana mennta- mála og fari svo ásamt þeim til fjármálaráðuneytis, kannski svolitið slipaðar svo að enn siður verði hægt aö hafa nokkuð á móti þeim. En svo mikið er vist að það sem tannhjólið i heimspekideild Háskóla tslands veit næst til tillagna sinna er að þær berast deildinni eftir króka- leiðum embættiskerfisins frá fjárlaga- og hagsýslustofnun fjármálaráöuneytisins (eða hagsýslu- og fjárlagastofnun eða fjársýslu- og haglaga- stofnun). Og þá kemur i ljós að þetta eru ekki lengur tillögurnar sem heimspekideild sendi, heldur i öllum aðalatriöum fjár- veitingar siðasta árs, hækkaðar um einhverja nokkurn veginn tiltekna hlutfallstölu til að mæta verðhækkunum. Það hafði veriö hreinn óþarfi að óttast að óraun- sæjar tillögur yröu aðhláturs- efni, ekkert bendir til að nokkur maður utan Háskólans hafi lesið þær. Þessi hamskipti sem fjár- hagsáætlunin hefur tekiö birtast i þeirri broslegu mynd að ein- hver ónafngreindur starfs- lega þessu þjóðfélagi. Sumir halda að það sé alþingi eða rikisstjórnin, aðrir að það séu embættismennirnir eða Jó- hannes Nordal. Ég er hins vegar farinn að halda að það sé hinn dularfulli hr. F.H.R. sem stjórnar okkur (og ég hef fleiri rök fyrir þeirri kenningu en rúm- ast hér). Nú verö ég að minna á það aftur að fjárlögin eru ekki komin á leiðarenda. Mér skilst að nú fari yfirmenn Háskólans að prútta við menntamálaráö- herra eöa hana F.H.R. Kannski kemst eitthvaö áleiöis við það. Ef ekki, er seinna reynt að biöla til fjárveitingarnefndar al- þingis, allt þangað til fjárlögin hljóta loks samþykki þingsins. Það er því ekki vist enn að fjár- lögin okkar fyrir næsta ár verði nákvæm kópia af fjárlögum þessa árs. Hitt er vist að verkið við að semja fjárhagsáætlun Háskóla Islands, og væntanlega fleiri stofnana rikisins, er nú jafnlangt komiö og þegar farið var af staö upp úr áramótum, að öðru leyti en þvi að verðbólgan hefur verið reiknuð inn i hana, og það er ekki annað en einfalt handverk. 011 undirbúnings- vinna okkar háskólamanna hefur verið kistulögð, vafalaust óséð. Allir hljóta að sjá að þetta eru ótæk vinnubrögð. Hvernig i ósköpunum á maður að fara af staö upp úr áramótum næst og biðja háskólakennara að búa til áætlanir um kennslu- og rann- sóknarfé næsta árs? Miklu betra væri að F.H.R. sendi út bréf i ársbyrjun og tilkynnti að tilgangslaust væri að gera til- lögur um auknar fjárveitingar. Það mundi spara mikla vinnu og mikinn pappir. Þetta væri til bóta, og þó kann ég annað ráö betra. Einfaldlega það að fjármálaráðuneytið hætti þessum smásálarlegu eftirtölum eftir eðlilegu rekstrarfé rikisstofnana og snúi sér þess i staö að þvi að útvega fé til þess að þær geti unnið þau verk sem þeim eru ætluð. Við lifum i einhverju mesta bruðl- þjóðfélagi veraldar: meðan ég er aö skrifa þessi orð segir út- varpið mér aö við tslendingar eigum næstflesta bila miöað við fólksf jölda af öllum þjóðum heims. Aöeins Bandarikjamenn Norður-Ameriku eiga hlutfalls- lega fleiri bila — en vegna verö- lags á bilum og eldsneyti eyðum viö kannski allra þjóða mestu fé i bilaeign. Svo skammt er að leita dæma um eyðslu sem ekki er aðeins óþörf heldur beinlinis skaðleg og háskaleg. Ég er ekki að biðja um aö rikisstofnanir fái að láta eins, fyrr má nú lika vera. En mér finnst óþarfi fyrir ráöuneytið að gripa fyrir bæöi eyru þó að við nefnum svolitla hækkun á einstökum útgjalda- liðum. Kurteisi veldur ekki neinum efnahagsvanda, er þaö? Loks veit ein hlið þessa máls aö Háskólanum sérstaklega. Ef pólitisk stjórnvöld eiga að ráða þvi hvaða deildir og fræði- greinar fá fjárveitingar þá er opin leiö til að refsa þeim sem komast að pólitiskt óþægilegum niöurstöðum i rannsóknum ainum og hygla öðrum. Þaö smáskammtakerfi sem nú er viðhaft í rekstrarfjárveitingum til Háskólans samrýmist alls ekki þeim kröfum sem gera veröur um frelsi háskóla i skoð- anafrjálsu þjóðfélagi. Gunnar Karlsson Gunnar Karlsson er pófessor 1 sagnfræði við Háskóla tslands og er nú forseti Heimspeki- deildar. maður f jármálaráöuneytis leggur til að fastráðnir kenn- arar i ensku kenni 23.800 krónum minna i yfirvinnu en við höfðum áformað, að stunda- kennsla i norsku minnki um 5720 krónur og svo framvegis. Ég vona samt að enginn i fjármála- ráðuneytinu hafi þá skoðun að þetta eigi að vera svo. Þetta er bara útkoman þegar tölur lenda i höndunum á mönnum sem hafa hvorki þekkingu né áhuga á þeim. Annars erum við litlu hjólin i kerfinu skilin eftir alveg frjáls að geta okkur til um sjónar- miðin á bak við gerðir ráðu- neytismanna, jafnt fjármála- ráðuneytismanna sem annarra. Þeir sem ráða fyrir undirskrift- inni F.h.r. (fyrir hönd ráöherra) þurfa ekki að standa neinum (nema væntanlega ráðherra) reikningsskap ráösmennsku sinnar. Ýmsar getgátur eru á floti um það hver stjórni eigin- Gunnar Karlsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.