Þjóðviljinn - 23.09.1982, Side 7

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Side 7
Fimmtudagur 23. scptember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Framtíð Hongkong til umrœðu í heimsókn Thatcher til Peking í gær kom Margaret Thatch- er forsætisráðherra Bretlands í opinbera heimsókn til Peking. Markmið heimsóknarinnar mun fyrst og fremst vera að ræða við kínverska ráðamenn um framtíð bresku nýlendunn- ar Hong Kong. Hong Kong á sér sögu sem bresk nýlenda allt frá lokum ópíumstríðs- ins svonefnda árið 1842, er Bretar náðu undir sig Viktoríueyju. Árið 1898 gerðu þeir síðan samning við Kína um „Nýju landsvæðin" á meginlandinu og rennur sá samn- ingur út eftir 15 ár, árið 1997. Ljóst er að kínverska stjórnin áskiiur sér allan rétt til Hong Kong eftir þann tíma, og því er orðið brýnt fyrir alla aðila að ákveða um framtíð ný- lendunnar. Paradís einkaframtaksins í Hong Kong búa nú um 5,2 mill- jónir manna, og mun þriðjungur íbúanna vera flóttafólk frá rauða Kína. Á síðustu áratugum hefur Hong Kong orðið eitt at „efnahags- undrum" veraldar og hefur hag- vöxtur þar á síðasta áratug verið um 10% á ári að meðaltali og er spáð að hann verði um 6% á krepp- uárinu 1982, og mundu margir ves- trænir hagspekingar líta þann ár- angur öfundaraugum. Ekki skal hér freistað að skýra forsendur þessa efnahagsundurs, en geta má þó þess, að óvíða mun ódýrara vinnuafl fáanlegt en einmitt í Hong Kong, þar sem hvers konar smá- iðnaður hefur einmitt náð að blóm- stra, sem krefst vinnuafls mikils. Þá er vitað að barnaþrælkun er al- Kína framtíöarinnar: T"t • -| • r X ae j •• Ein þjoð með tvo þjóðfélagskerfi? menn í Hong Kong, og þykir ekki tiltökumál þar í landi að láta ung- börn vinna við óhol! iðnaðarstörf á þrælalaunum. Þá má einnig geta þess að þrátt fyrir glæstar verslun- arhallir, búa enn um 600 þúsund manns eða rúmlega 10% íbúa í hreysum þar sem aurskriður, elds- voðar og smit frá opnum skolpræs- um og sorphaugum ógna stöðugt tilveru fólksins. Og bilið á milli fá- tækra og ríkra fer stöðugt vaxandi samkvæmt alkunnu mynstri. En engu að síður hefur Hong Kong verið álitin paradís hins frjálsa framtaks, og flóttamennirn- ir sem koma frá rauða Kína virðist ekki gera miklar kröfur um laun eða aðbúnað. Gjaldeyrislind fyrir Kína En Hong Kong hefur mikla efna- hagslega þýðingu fyrir stjórnina í Peking. Um40% af gjaldeyristekj- um Kínverja koma frá Hong Kong eða sem samsvarar um 8 miljörð- um bandaríkjadollara á ári. Og kínverska stjórnin hefur sjálf fjár- fest í þessari draumaparadís kapít- alismans fyrir um 2 miljarði doll- ara, bæði í landi, fasteignum og fyrirtækjum. Deng Tsjaoping lýsti því yfir í júní s.l., að Kínverjar hygðust taka Hong Kong undir kínversk yfirráð einhvern tímann í kringum 1997, en hann sagði jafnframt að það skyldi gerast með þeim hætti, að áframhaldandi velmegun og stöð- ugleiki yrði tryggður og að Hong Kong ætti áfram að vera fríhöfn. Athyglisvert er, að í tillögum stjórnvalda um nýja stjórnarskrá fyrir Kína er rætt um möguleikann á að stofna „sérstjórnarsvæði'" þar sem sérstakar aðstæður eru fyrir hendi. Margir töldu að þessi ákvæði hefðu verið sett inn í stjórn- arskráruppkastið vegna Taiwan, en nú er ljóst að stjórnvöld hafa þar einnig haft Hong Kong í huga. Hin nýja formúla fyrir Kína framtíðar- innar er „ein þjóð og tvö þjóðfélag- skerfi", segir Hong Kong blaðið Zeng Ming. „Sérstök efnahagssvæði“ Pað er einnig athyglisvert, að kínversk stjórnvöld hafa á síðustu 2 árum unnið að því að koma á fót „sérstökum e f n a h agss væöu m “ í Suður-Kína. Þessi svæði eru eins konar fríríki, þar sem útlendum fyrirtækjum er boðið upp á vildar- kjör: skattgreiðslur eru engar fyrstu 3-5 árin og síðan mun lægri Verslunargata í Hong Kong: paradís einkaframtaksins þar sem vinnuaflið er á útsöluverði og skattfrelsið ríkir. en annars staðar í Kína. Innflutn- ingur er tollfrjáls, land fá þau mjög ódýrt og sömuleiðis vinnuafl. Tvö þessara „sérstöku efnahagssvæða" eru einmitt í námunda við Hong Kong annarsvegar og portúgölsku nýlenduna Macao hins vegar. Yfir- völd hafa beinlínis lýst því yfir, að svæðunum væri valinn þarna stað- ur til þess að íbúarnir gætu „lært af kapítalíska kerfinu hinum megin“. Ef til vill er þessum svæðum ætlað að auðvelda samrunann. Macao Macao er gömul verslunarmið- stöð Portúgala í S-Kína, sem er ekki nema 15 ferkm. að flatarmáli, en þar búa nú um 400 þúsund manns. Þegar einræði var kollvarp- að í Portúgal vildi byltingarstjórnin afhenda Kínverjum þessa nýlendu. Kínverjar afþökkuðu það hins veg- ar, og nú heitir Macao „landsvæði undir portúgalskri stjórn“. Macao hefur um langan aldur verið eins konar spillingarbæli í niðurníðslu, en á síðustu árum hafa erlendir aðilar séð möguleika á miklum við- skiptum við Kína í gegnum Macao á sama hátt og Pekingstjórnin hef- ur ákveðið að fjárfesta fyrir um 1 miljarð dollara í „efnahagssvæð- inu“ við Macao. Þannig virðist það vera hagsmunamál stjórnvalda í Peking að viðhalda sem lengst því nýlendukerfi, sem viðgengist hefur í þessum litlu nýlendum, þar sem þær opna leiðir til greiðari við- skipta við hinn kapítalíska heim. Þar á móti kemur hins vegar þjóð- arstoltið, sem gerir kínverskum stjórnvöldum erfitt að viðurkenna þessar erlendu nýlendur á kín- versku landi. Spurningin er, hvort Margaret Thatcher tekst að fá á- kveðin svör hjá valdhöfum í Peking um framtíð Hong Kong í ferð sinni eða hvort spáin um framtíð Kína sem „eina þjóð með tvö þjóðfé- lagskerfi" eigi eftir að rætast. (ólg. tók saman) Af merkilegri ráðstefnu í Færeyjum: „V erkalýðshreyfingin í NAtlantshafF’ stofnuð Islensk, færeysk og grænlensk verkalýðshreyfing efna til víðtækra samskipta í síðustu viku var haldin ráðstefna allmerkileg í Færeyjum. Henni lauk með því, að stofnuð var hvorki meiranéminnaen „Verkalýðshreyfingin í Norður-Atlantshafi“, hverrar hlutverk er að efla samstarf og samskipti verkalýðssamtakanna í löndunum, sem aðild eiga að „Verkalýðshreyfingunni“. Þessi lönd eru: ísland, Grænland og Færeyjar. Af hálfu Alþýðusambands ís- lands sóttu ráðstefnuna í Þórshöfn í Færeyjum þeir Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, Óskar Vigfússon, formaðurSjómanna- sambands íslands, Þórunn Valdi- marsdóttir, framkvæmdastjóri Verkakvennafélagsins Framsókn- ar, ogSnorri Konráðsson, starfs- maðurMFA. Hér á eftir fer fréttatilkynning ASI um stofnun „Verkalýðshreyf- ingarinnar í Norður-Atlantshafi“. (MillifyrirsagnireruÞjóðviljans). Þrír stofnaðilar „Verkalýðshreyfíngarinn- ar“ Verkalýðssamtökin á íslandi, Grænlandi og Færeyjum stofnuðu síðastliðinn föstudag, 17. septem- ber 1982, meðsérformlegsamtök til að efla samstarf og samskipti verkalýðshreyfingarinnar í löndun- um þremur. Stofnun samtakanna var lokaáfanginn á ráðstefnu ASÍ, Alþýðusambands Grænlands (SIK) og færeysku verkalýðsfélag- anna, sem haldin var í Þórshöfn dagana 13.-17. þessa mánaðar. í Færeyjum eru engin heildarsamtök launafólks, en stofnaðilar þessara nýju samtaka eru Föroya Ár- beidarafélag, Föroya Fiskimanna- félag og Föroya Handverkarafé- lag, auk SIK og ASÍ. Nafn hinna nýju samtaka er „Verkalýðshreyfingin í Norð- ur-Atlantshafi“,sem á færeysku er „Verka- og veiðumannafylkingin í Norðuratlantshavi“ og á græn- lensku „Nunat atlantikup avanna- aniittut suiinermik inussutissarsi- uteqartuisa suleqatigiiffiat“. og áður sagði, að efla samstarf og samskipti verkalýðssamtakanna í löndunum þremur. í því skyni munu samtökin miðlaupplýsing- um sín á milli um þá hætti þjóðlífs- inssem mikilsverðirteljastfyrir hagsmuni launafólks í löndunum, hvort sem um er að ræða kj ara- samninga, félagslega löggjöf eða nýtingu fiskmiða. Þá er stefnt að gagnkvæmum heimsóknum trúna- ðarmanna á vinnustöðum og sam- eiginlegri nýtingu fræðsluefnis. Sérstaklega er tekið fram í starfsá- ætlun samtakanna, að aðildarfé- lögin séu skuldbundin til að taka ekki að sér verkefni sem stöðvast hafa vegna verkfalla í einhverju landanna. Einnig er stefnt að menningarlegum samskiptum og hafa þau þegar hafist, með yfirlits- sýningu 30 verka í eigu Listasafns ÁSÍ, sem haldin var ráðstefnu dag- anaíÞórshöfn. Rétterað getaþess að Flugleiðir sýndu þann velvilja að flytj a listaverkin til og frá Fær- eyjum án endurgjalds. Næst hist á Grænlandi Á ráðstefnunni var ákveðið að næsti ársfundur samtakanna verði haldinn á Grænlandi í ágúst 1983. Þriggja manna samstárfsnefnd mun fara með málefni samtakanna milli ársfunda og er Jens Lyberth, formaður SIK, formaður hennar. Aðrir í nefndinni eru Óli Jaco- bsen, formaður Föroya Fiskimannafé- lags, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. Tilgangur samtakanna er, eins Stjórnmálaflokkarnir í Færeyjum buðu ráðstefnugestum til kynningarfundar. A myndinni má sjá þau Guðmund [. Guðmundsson, formann Verkamannasambands íslands, Óskar Vigfússon, formann Sjómannasambands íslands, og Þórunni Valdimarsdóttur, framkvæmdastjóra Verkakvennafélagsins Framsóknar.. -(Liósm. Snorri Konráðsson).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.