Þjóðviljinn - 23.09.1982, Page 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 23. september 1982
Sinfóníunni allstaðar
frábærlega vel tekið
segir Sigurður Björnsson
framkvœmdastjóri
- Nú hafa tónlistarskólar
sprottið upp um alltland, og ef
marka má aðsóknina að þeim er
feykilegur músíkáhugi hér á
landi. Telur þú þetta aukna tón-
listarnám stuðla á einhvern hátt
að auknum áhuga á klassískri
músík?
Sinfóníuhljómsveit íslands er
komin úr sinni þriðju hringferð
um landið og hafa viðtökur verið
aldeilis fráhierar. Lætur nærri að
um 3.300 manns hafi hlýtt á Sin-
fóníuna og einn okkar fremstu óp-
erusöngvara, Kristján Jóhanns-
son, í þetta sinn.
„Fcróin gckk fníbærlega vcl í
alla staði, og áhoyrcndur tóku
okkur mjög vcl ;ills staöar", sagði
Sigurður Björnsson frant-
kvæmdastjtíri Sinfóníunnar í
samtali viö blaöiö. „Núna komu
um 3.300 áheyrendur, cn í síð-
ustu hringferð okkar 1979 fcng-
um viö 1.400 áheyrendur og
nokkuö færri áriö 1977. Fetta er
því mikil aukning, og viö erum aö
vonum ánægö meö áhuga manna.
Viö heyröum alls staöar sömu
spurninguna: Hvenær komiö þiö
aftur? - Paö var ánægjulegt aö
heyra."
— Hverju þakkið þið þessar
góðu viðtökur?
„Eflaust er þar margt samverk-
andi. Eg vil þó benda á efnis-
skrána fyrst; hún var ekki of
þung, án þess aö vera þó léleg.
Þetta var fyrsta klassa músík.
Sigurður Björnsson
Efnisskráin er svipuö og við vo-
rum með 1979, og það spyrst
auðvitað út meðal manna, að
þetta er aðgengileg músík.”
„Sjálfsagt hefur það sitt að
segja. Pað var mikiö af ungu fólki
á tónleikunum og rnjög ánægju-
legt að sjá þaö. Þarna eiga skóla-
rnir vafalaust sinn hlut að máli."
- Hvað er næst á dagskrá hjá
sinfóníunni?
„Okkar fyrstu áskriftartón-
leikar í vetur veröa 7. október
næstkomandi. Hinn 14. október
munum viö síöan flytja hring-
ferðarprógrammið hér í Reykja-
vík og sennilega halda tvenna
tónleika í nágrenni Reykjavíkur.
Og Kristján Jóhannsson mun
koma sérstaklega til landsins til
þess að flytja efniö meö okkur."
- ast.
Iðnrekendur
um millifærslur og
styrki til útgerðar
Hættan
flutt á
iðnaðínn
Iðnrekendur mótmæltu í gær
harðlega hugmyndum um „að inn-
leitt verði styrkja- og millifærslu-
kerfi til lausnar alvarlegum reks-
trarvanda sjávarútvegarins". í
ályktun félagsfundar segir að slíkt
gangi í berhögg við fríverslunarfor-
sendur og muni viðhalda rangri
gengisskráningu, sem sl. 20 mán-
uði hafi skert rekstrargrundvöll
iðnaðar. Iðnrekendur vilja ekki að
stjórnvöld „flytji fyrirliggjandi
hættu á atvinnuleysi og gjald-
þrotumíisjávarútvegi yfir á íslensk-
an iðnað. Slík lausn er skamm-
góður vermir og hrein ógnun við þá
28 þúsund íslendinga, sem starfa í
iðnaði.". - ekh.
Æskan
komln út
Okkur hefur borist júlí-ágúst tbl.
Æskunnar þ.á. Al' fjölbreyttu efni
hlaðsins skal nefnt:
Hinn forni silkivegur. Bara venj-
ulegur köttur, eftir Margarethe
Vetrarstarfið er hafið
Polýfónkórinn hefur nú starfað
i aldarfjóróung. Siðasta starfsári
lauk með glæsilegri hljómleikaför
til Spánarijúli sl. Tónleikar voru
haldnir þar 15 borgum við húsfylli
og frábærar viðtökur áhcyrenda
og gagnrýnenda. Eiga þátttak-
endur hinar ánægjulegustu minn-
ingar um þessa 7. utanför kórsins.
Að vanda hefst vetrarstarf
kórsins nú i októberbyrjun meö
nýjum verkefnum og að nokkru
leyti nýjum söngfélögum. Þótt
meginstofn kórsins sé óbreyttur
frá siðasta starfsári, er nú aug-
lýst eftir nýjum félögum til við-
bótar, einkum ungu fólki meö ein-
hverja tónlistarmenntun.
t undirbúningi er söngnámskeiö
fyrir kórfélaga. Er von á hinni
þekktu söngkonu Eugenia Ratti
frá ttaliu i byrjun okt. Hafa fyrri
námskeið hennar hjá kórnum
notið mikilla vinsælda og sýnt
frábæran árangur.
■ Kórnum hefur nú bæst ágætur
liðsmaður þar sem er Hörður Ás-
keisson, orgelleikari og kórstjóri.
Verður hann nú aðstoðarsöng-
stjóri. Höröur þykir i fremstu röð
ungra islenskra tónlistarmanna.
Hann hefur lokið 5 ára tónlistar-
námi i Þýskalandi, með lofsam-
legum vitnisburði. Starfaði siöan
eitt ár sem orgelleikari, kór- og
hljómsveitarstjóri i Diisseldorf og
naut þar mikillar hylli og viður-
kenningar. A sl. sumri kom hann
heim til þess að taka við starfi
kantórs við Hallgrimskirkju.
Polyfónkórinn býður hann vel-
kominn til samstarfs.
Kórskóli Pólyfónkórsins mun
taka til starfa 4. okt. Kennsla fer
fram i Vörðuskóla á mánudags-
kvöldum, 2 stundir i senn á 10
vikna námskeiði. 1 fyrravetur
stunduðu rúmlega 100 manns
nám i Kórskólanum, og er hann
nú orðinn viöurkennd uppeldis-
stofnun þeirra, sem vilja reyna
fyrir sér á vettvangi söngs og
læra undirstöðuatriði, rétta radd-
beitingu ásamt nótnalestri.
Siðasta starfsár kórsins var
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise
Lilly
elskaðu
mig
í minningu hins unga og fræga
leikara Frakka, Patrick Dewaere,
sem svipti sig IiTi í síðasta mánuði,
sýnir kvikmyndaklúbbur Alliance
Francaise í kvöld kl. 20.30 í Regn-
boganum mvndina „Lily, elskaðu
mig“, „Lily, aime-moi“.
óvenju umfangsmikið með
heildarflutningi Mattheusar-
passiu Bachs i fyrsta sinn á Is-
landi og Spánarförinni. Næsta
starfsár veröur með léttara yfir-
bragöi, þótt að því sé stefnt að
halda fyllstu gæðum i efnisvali og
flutningi. Á verkefnaskrá kórsins
fyrir jól verður m.a. Magnificat
eftir Vivaldi ásamt fagurri jóla-
tónlist. A föstudaginn langa er
ráðgert að flytja stórverk eftir
Mynd þessi var gerö áriö 1974,
og auk Dewaereeru í aðalhlut-
verkum Rufus, Folon og Zouzou.
Myndin er skáldleg gamanmynd
þar sem vikið er að málum svo al-
mennum sem ástinni, samlífi
hjóna. vináttunni og stórborgarlífi
nú á dögum.
Mynd þessi sem er fyrsta langa
myndin sem Maurice Dugowson
gerir. hlaut mjög góðar viðtökur
jafnt hjá hinum almenna áhorf-
anda sem gagnrýnendum sem
undirstrikar vel helsta kost hennar:
að valda vel jafnvæginu milli hins
gamansama og hins alvarlega, milli
hláturs og tára.
Er það ekki táknrænt að titillinn
sem er nokkuð óvenjulegur -
„Lilly. elskaðu mig" - fyrir mynd
sem mestmegnis er gamansöm. er í
raun Kfðustu orðin í bréfi því sem
rússneska stórskáldið Maijakovski
skrifaði til konu sinnar, Lili Brick,
árið 1930 áður en hann svipti sig
lífi?
franska tónskáldið Hector Ber-
lioz, sem ekki hefur heyrst hér
áður, fagurt verk og tilkomu-
mikiö.
Kórnum hefur verið boðið að
halda hljómleika á Italiu árið
1984. Þá er i undirbúningi hljóm-
plötuútgáfa af hljóðritun Matt-
heusarpassiunnar frá i vor, ef
góðfúslegt leyfi allra flytjenda
fæst.
— mhg
Parm. „Eg stend á miklum tíma-
mótum”, viðtal við hina ungu söng-
konu Kötlu Maríu. Ævintýri Ro-
binsons Crusoe. Viltu verða skipti-
nemi? Hvað getumvið gert?, ráð-
leggingar trá Rauða krossinum um
hvernig bregðast skuli við slysum.
Sigurður H. Þorsteinsson greinir
frá ýmsum fróðleik um frímerki.
„Hann bað mig um að senda sér
gallabuxur" nefnist viðtal við Rósu
Harðardóttur. Eðvarð Ingólfsson
segir frá tveimur barnabókum eftir
Andrés Indriðason. „Hvert stefn-
ir?“ spyr Ragna Jónsdóttir. Ótal
margt fleira má finna í þessu tbl.
Æskunnar, eins og jafnan áður.
-mhg
Patrick Dcwaere var einn dáðasti lcikari Frakka og er heitt syrgður af
mörgum aðdáendum. Hér er hann ásamt leikkonunni Birgitte Fossey í
myndinni „Un mauvais fils“, sem sýnd var hér á síðustu kvikinyndahátíð.