Þjóðviljinn - 23.09.1982, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Qupperneq 9
Fimmtudagur 23. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Sjaldan hefur jafnmörgum ís- lendingum verið brugðið og daginn sem fréttin barst hingað um fráfall Kristjáns Eldjárns, en hann féll fyrir skæðum sjúkdómi fyrir aldur fram. Fyrir hönd Alþýðu- bandalagsins vil ég leyfa mér með þessum fáu orðum að flytja aðstandendum Kristjáns öllum samúðarkveðjur, en jafnframt þakkir fyrir það starf sem Kristján vann landi okkar og þjóð. Með Kristjáni Eldjárn er genginn einn sá maður sem skilur eftir sig spor í sögu þjóðar okkar, störf hans marka tímamót, þó aldrei færi hann fram með fyrirgangi heldur af hægð og ljúfmennsku. Kristjáni Eldjárn kynntist ég fyrst að marki haustið 1978 er vinstri stjórnin svonefnda var mynduð, 1. september. Kristján vann embættisverk sín af stakri prýði, natni og nákvæmni. Form- legir og stífir ríkisráðsfundir urðu sem kvaddur er í dag. Sjaldan hef- ur verið betur við hæfi en einmitt í dag að strengja þess heit að við munum láta okkur annt um sögu þjóðarinnar, menningu og þjóð- lega reisn. Það skulum við öll gera. Ég og fjölskylda mín flytjum börnum Kristjáns, barnabörnum, venslafólki og sérstaklega Hall- dóru samúðarkveðjur. Kristján Eldjárn var öðlingur og um leið höfðingi, sem lifði alla stund og starfaði í þágu þjóðar sinnar. í því merki ber okkur öllum að starfa. Svavar Gestsson Skamma stund hafði Kristján Eldjárn setið á forsetastóli, þegar hann var orðinn óumdeilt samein- ingartákn allra íslendinga, virtur og dáður af þrasgjarnri þjóð. sem löngum hefur verið fundvís á mis- klíðarefni. Hvar sem hann kom á ferðum sínum um landið, fylgdi og gæzku. Þegar svo fágætur mað- ur fellur í valinn áður en lögmáls- bundið haust er að fullu gengið í garð, bregðast orðin jafnvel þeim, sem leitazt hafa við að helga ævi- störf sín orðum. Þá fer bezt á því að drjúpa einungis höfði og votta frú Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn, börnum þeirra hjóna og öðrum ást- vinum dýpstu samúð á stund harms og trega^ Olafur Jóhann Sigurðsson Langtum of snemma og fyrr en nokkum varði er Kristján Eldjám horfinn af sjónarsviðinu. Þeir vom margir sem lögðu að honum á ár- inu 1979 að gefa kost á sér í fjórða sinn til forsetastarfa, sem hann hafði gegnt með slíkri prýði, að langflestir landsmenn hefðu kosið að sjáhann áfram á Bessastöðum. Kristján gat hins vegar með góðri samvisku kvatt þann vettvang, sem hann hafði verið á um 12 ára Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti íslands Fæddur 6. desember 1916 —Dáinn 14. september 1982 bærilegar samkomur undir hans leiðsögn. Fundi átti ég með honum er hann fól Alþýðubandalaginu myndun ríkisstjórnar í annað sinn, það var stjórnarkreppuveturinn 1979-80, eins og menn muna. Það var gott að ræða við Kristján um þá vandasömu stöðu sem þá var um að ræða í íslenskum stjórnmálum, hann vann þau verk einnig af heiðarleika og rökfestu. Hann lét ekki neinn segja sér fyrir verkum heldur lagði hann sjálfstætt mat á málin og hrökk ekki undan opin- berum hótunum ofstækisafla. í umræðum utan allra funda um daginn og veginn var Kristján skemmtilegur og fróður, opinberar ræður hans voru sumar meistara- verk, enda fór hann betur með ís- lenskt mál en flestir aðrir menn. Þjóðin sér nú á bak góðum dreng, sem gegndi æðsta embætti hennar með mikilli prýði. Þjóðin öll saknar Kristjáns Eldjárns sem vinar. Sjaldan hefur alþýða þessa lands fundið sjálfa sig og örlög sín jafn vel í nokkrum manni og þeim honum sólskin og eining, hvernig sem viðraði. Hjá þessu gat blátt áfram ekki farið, svo fjölþættum og óvenjulegum kostum sem Kristján Eldjárn var búinn. Tylft ára gegndi hann æðsta embætti þjóðar sinnar með þeim hætti, að lengi mun verða rómað og í minnum haft. Hitt vissu fáir, að allan þann tíma gekk hann aldrei fyllilega heill til skógar, því að stuttu áður en þjóð- in leiddi hann til öndvegis, hafði hann kennt þess sjúkdóms, sem nú hefur orðið honum að aldurtila. Um kosti Kristjáns Eldjárns, hvort heldur áskapaða eða áunna, er óþarft að fjölyrða. Þjóðinni allri er löngu kunnugt um gáfur hans og menntun, vísindastörf hans og rit- list, eljusemi hans og samvizku- semi, víðsýni hans og ljúfmennsku. Því má samt bæta við, að í hugum þeirra sem áttu því láni að fagna að kynnast honumog njóta áratugum saman vinsemdar hans, var hann umfram allt ímynd hinna dýrmæt- ustu manndyggða, persónu- gervingur drenglyndis, hógværðar skeið, mun lengur en hann hafði ráð fýrir gert í upphafi og gefið ádrátt um. Hann vísaði umleitun- um manna um þessi efni á bug, ma. með þvi að benda á verk sem hann ætti óunnin á fræðasviðinu. Það var því erfitt fyrir þá sem kunnugir voru störfum hans sem fomleifa- fræðings og þjóðminjavarðar að mæla gegn svo eðlilegri viðbám, ekki síst þar sem vænta mætti nýrra ritsmíða og bóka frá hendi vísinda- mannsins og alþýðufræðarans. Þessi staðfasta ákvörðun dr. Krist- jáns veldur því, að hann kveður nú sem fyrrverandi forseti, en fráfall hans er ekki síður mikið harms- efni. Það er nokkur mælikvarði á gæfu þjóðar, hvort sagan nær að tefla fram hæfileikamönnum til forystu fyrir nýjum straumum í þjóðlífinu þegar á reynir. Eftir slíku var leitað við forsetafram- boðið 1968. Þá staðnæmdust margir við Kristján Eldjám. Það var ekki auðunnið að fá hann til að gefa kost á sér til fram- boðs og segja má að hann hafi ver- ið knúinn í hlutverkið af eindregn- um óskum og áskorunum fjölda manna og samtaka. Hugmyndin um að kveðja Þjóðminjasafnið og leita kjörfylgis til æðsta embættis þjóðarinnar var þannig ekki frá honum komin. Fram að þeim tfma hafði hann haslað sér allt annan og hljóðlátari völl, sem hann ræktaði og gætti af stakri alúð. Honum tókst snilldarlega að tengja saman embættisfærslu og fræðistörf og koma niðurstöðum á framfæri þannig að almennan áhuga vakti. Með ritum sínum og fyrirlestrum um mannvist fyrri tíðar í landinu náði Kristján í senn að glæða skiln- ing manna á kjörum og verkum forfeðra okkar og efla heilbrigða þjóðerniskennd. Það var þessi strengur, er Kristján hafði snortið í brjósti margra, sem beindi að honum sjónum, þegar leitað var forsetaefnis 1968. Hógværð í fram- göngu og alþýðlegt viðmót hans samfara höfðinglegri reisn voru einnig eiginleikar, sem féllu að hugmyndum margra um þjóðhöfð- ingja. Þótt hann fengi stuðning manna úr öllum stjómmálaflokkum var hann öðm fremur frambjóðandi alþýðunnar í landinu og þeirra, sem sjá vildu á forsetastóli alþýð- legan fuiltrúa sem hafinn væri yfir flokkadrætti. Afstaða Kristjáns til sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fyrr og síðar og rætur hans djúpt í ís- lenskri þjóðmenningu tryggðu honum nær óskorað fylgi vinstri manna í landinu. Það reyndist létt fyrir fæti og ánægjulegt verkefni að starfa fyrir frambjóðandann Kristján Eldjám í einu kosningabaráttunni sem heyja þurfti fyrir hann sem forseta með Halldóru sér við hlið. Ekki átti þetta síst við um Austurland, þar sem stuðningsmenn hans skil- uðu yfir 80% kjörfylgis. Yfirburða- sigur hans í forsetakosningunum það ár var þeim mun athyglisverð- Sjá næstu síðu YJlrlit um störf og helstu ritverk Kristjáns Eldjárns Kristján Eldjárn fæddist á Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916, sonur hjónanna Sigrúnar Sigur- h jartardóttur frá Urðum í Svarf aðar- dai og Þórarins Eldjárns Kristjáns- sonar bónda og kennara á Tjörn. Móðurforeldrar hans voru Soffía Jónsdóttir og Sigurhjörtur Jóhann- esson bóndi á Urðum, en föðurfor- eldrar Petrína Soffía, dóttir sr. Hjörleifs Guttormssonar á Völlum í Svarfaðardal, og Kristján Eldjárn Þórarinsson prestur á Tjörn. Hann var því einkar hreinræktaður Svarfdælingur. Kristján varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1936. Hann stundaði nám í fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1936-1939, en heimstyrjöldin batt enda á það nám um sinn. Hann var stundakennari við Menntaskólann á Akureyri 1939-41, en settist þá í Háskóla íslands og lauk magist- ersprófi í íslenskum fræðum 1944. Hann varð doktor frá heimspeki- deild 1957 fyrir rit sitt Kuml og haugfc í heiðnum sið á íslandi. Kristján varð aðstoðarmaður þjóðminjavarðar 1945 og síðan þjóðminjavörður frá 1947 til 1968, er hann var kjörinn forseti íslands. Því embætti gegndi hann þrjú kjörtímabi) til 1980. Hann var út- néfndur prófessör við heimspeki- deild Háskóla íslands 1981. Árið 1947 kvæntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur frá ísafirði, og eign- uðust þau fjögur börn, Ólöfu, Þór- arin, Sigrúnu og Ingólf. Auk atvinnu sinnar gegndi Krist- ján fjölmörgum trúnaðar- og virð- ingarstörfum. Hann var m.a. for- maður Stúdentafélags Reykjavíkur og í ritnefnd Þjóðvarnar 1948-49, um árabil í stjórn Hins íslenska bókmenntafclags, útgáfustjóri Acta Archaeologica, í útgáfustjórn Kulturhistorisk leksikon for nor- disk middclaldcr, í stjórn hugvís- indadeiidar Vísindasjóðs, í náttúr- uverndarnefnd Reykjavíkur 1958- 68, formaður örnefnanefndar 1959-68 og í orðunefnd 1966-68. Hann var gerður heiðursfélagi Rit- höfundasambands íslands 1977. Hann sat í stjórn Hins íslenska fornleifafélags frá 1945, lengstaf sem skrifari, en var formaður þess frá 1979. Hann varð ritstjóri Ár- bókar Fornleifafélagsins 1947, líf- gaði hana þá úr dauðadái og rit - stýrði henni til dauðadags, í 35 ár. Dr. Kristján var gerður heiðurs- doktor við háskólana í Aberdeen 1969, Lundi 1970, Óðinsvéunt 1974, Björgvin 1975, Leningrad 1975 og Leeds 1978. Kristján var afkastamikill höf- undur, og skulu hér talin helstu rit hans: Rústirnar í Stöng 1947, Gengið á reka 1948, Um Hólakir- kju 1950, Um Grafarkirkju 1954, Kuml og haugfé (doktorsrit) 1956, íslensk list frá fyrri öldum 1957, Stakir steinar 1959, Hundrað ár í Þjóðminjasafni 1962, Haglciksverk Hjálmars í Bólu 1975. Fullbúin til prentunar er bók hans um Arngrím Gíslason málara. Af þýðingum hans skulu nefndar Norðurlands- trómet í bundnu máli 1977 eftir norska 17. aldar klerkinn Pcter Dass og Steinhúsin gömlu á íslandi 1978 eftir Helge Finsen og Esbjörn Hiort. Auk þessa skrifaði hann fjölda greina og ritgerða um margvísleg efni í ýmis blöð og tímarit, en mest þó í Árbók Fornleifafélagsins. Skulu hér taldar helstu ritgerðir hans í henni: Skálarústin í Klaufa- nesi í Svarfaðardal 1941-42, Eyði- byggð í Hrunamannaafrétti 1943- 48, Kumlateigur á Hafurbjarnar- stöðum 1943-48, Tvennar bæjar- rústir frá seinni öldum 1949-50, Kléberg á íslandi 1949-50, Hringur með nöfnum Austurvcgskonunga 1949-50, Rannsóknir á Bergþórs- hvoli 1951-52, Gamall íslenskur rennibekkur 1953, Fornmanna- grafir að Sílastööum í Kræklinga hlíð 1954, Kapelluhraun og Kapell- ulág 1955-56, Þrjú kuml norðan- lands 1957-58, Raeningjadysjar og Englcndingabein 1959, Að sauma síl og sía mjólk 1960, Bær í Gjá- skógum 1961, Alþingishátíðarpcn- ingarnir 1962, F'ornkristnar grafir á Jarðbrú í Svarfaðardal 1963 Vatnssteinn frá Bjarteyjarsandi 1963, Aldarafmæli Þjóðminjasafns íslands 1963, Merkilegar girðingar á Melanesi á Rauðasandi 1964, Kuml úr hciðnum sið, fundin á síð- ustu árum 1965, Bjöllurnar frá Kornsáog Brú 1966, Kumlatíðindi 1967, Krýning Maríu, altaristafia frá Stað á Reykjanesi 1968, Myndir af Skálholtsbiskupum 1968, F'orn' leifafundur í Ytri-Fagradal 1969, Útskurður frá Skjaldfönn 1969, Tá-bagall frá Þingvöllum 1970 Þrír atgcirar 1971, Upphaf vöru- peninga á íslandi 1972, Þorláks skrin í Skálholti 1973, Punktar úm Hraunþúfuklaustur 1973, Minnis- greinar Árna Magnússonar um merka kirkjugripi 1976, Legstcinn Páls Stígssonar 1978, Oxadalr 1978, Upprifjun úr hundrað ára * sögu Fornleifafélagsins 1979, Leiruvogur og Þerneyjarsund 1980, Uslaréttir 1980, Örnefni og minjar í landi Bessastaða á Álfta- nesi 1981.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.