Þjóðviljinn - 23.09.1982, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. september 1982 vildi kanna það svið enn nánar, og hann gerðist brátt afkastamikill rannsakandi. Einkum átti forn- öldin, landnámsöldin og sögu- öldin, huga hans, og niðurstöður kumlarannsóknanna birtust síðar í doktorsriti hans, Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi. En rannsóknir hans og ritsmíðar um menningarsöguleg efni spönn- uðu von bráðar yfir öll tímabil og velflest efni íslenzkrar menningar- sögu. Rit hans, stór og smá, urðu með ólíkindum mörg og fjölbreytt. Ná þau yfir rannsóknir allt frá land- námi íslands og til myntsláttu síð- ari tíma. Áhugi hans á menningar- sögu var svo víðfeðmur, að honum voru öll svið hennar innan seiling- ar. Sama var, hvort hann ritaði um örnefni og örnefnasöfnun, hús og híbýli landsmanná í fornöld eða á síðari tímum, grafir fornmanna eða biskupa miðalda, hagleiksverk út- skurðarmanna eða málara, heimildargildi fornra frásagna, gamla atvinnuhætti eða verkmenn- ingu liðinna kynslóða, rústir og andi, gleðigjafi með sinni léttu kímni og sinni miklu þekkingu á fólki og atburðum úr sögu lands og þjóðar. Framan af voru aðstæður á Þjóð- minjasafninu aðrar en síðar varð, starfslið fámennara og enn minni fjárhagsleg úrræði og því sjaldan hægt að ráða aukafólk til ígripa- verka. Þess vegna hlóðust hvers konar dagleg störf og dagleg fyrir- greiðsla auk rannsóknanna á hið fámenna starfslið. Framan af var Kristján eini bílstjóri safnsins og því kom mjög á hann að fara eftir- lits- og skoðunarferðir um landið, hyggja að ástandi gömlu bygging- anna og sjá um viðgerðir, athuga um friðlýstar minjar og hvaðeina, sem markvert mátti telja, líta á eitt og annað sem boð bárust um og ástæða var til að athuga og yfirleitt að bregða við þegar kallað var. Á ferðum sínum um landið kynntist hann þess vegna fjölda fólks og batt við það traust vináttubönd, sem hann bjó síðan að alla tíð. Mátti ég glöggt um það vita, því að orð hafði látið falla, en allt var það með hógværum ábendingum. Stór- yrði vissi ég aldrei frá honum fara og hann var mjög varfærinn með að fella dóma um menn eða málefni, sem hann þekkti ekki sæmilega vel til. Flestum betur skildi hann mannlegar tilfinningar, mannlegan breyskleika og mannlegt líf. Kristján var einstaklega þægi- legur og skemmtilegur samstarfs- maður. Olli því glöggskyggni hans, mikil þekking, gamansemi og glatt viðmót. Það var sannkallað ævin- týri að ferðast með honum út um landið. Hann var hverjum manni fróðari um sögu lands og lýðs, at- burði hvers héraðs og einstakra staða þekkti hann með ólíkindum vel og kunni að miðla fróðleik sín- um þannig, að allir hlutu að tendr- ast af frásögninni. Margt bar á góma á ferðum okkar, sem urðu þó allt of fáar. Kannske var það hnitt- in vísa eftir bónda á þessum bæ, fornkuml sem fundizt hafði við veginn, góðir gripir í safninu úr þessari kirkjunni eða hinni, sér- Kristj án Eldj ár n Fræðimaðurinn Kristján Eldjárn og bókamaðurinn. jarðfastar minjar, bókmenntir, skáldverk og kveðskap. Þekkingin var ótrúlega yfirgripsmikil og djúp- stæð, enda var hann víðlesinn og minnið traust, skarpleikinn næmur til að skiija á milli hismis og kjarna og greina aðalatriði hvers máls frá aukaatriðum. Smekkvísi hans á mál og stíl var alkunn, yndi af skáldskap og meðfædd skáldgáfa gerðu hann enn næmari fyrir mál- auðgi og fegurð tungunnar, enda voru öll skrif hans felld í hagieiks- umgerð íslenzkrar tungu. í skrifum sínum og rannsóknum var Kristján gagnrýninn, bæði á eigin hugmyndir og kenningar ann- arra. Sumt það, sem hann hafði sjálfur sett fram fyrr á tíð til skýr- ingar ýmsum þáttum í íslenzkri menningu, efaðist hann síðar um, og þá var hann sjálfur oft fyrstur manna til að vekja athygli á því. Hann skýrði öðrum frá áliti sínu á hugmyndum þeirra skýrt og skorinort. Hann var mjög á verði gagnvart furðukenningum ýmiss konar, sem alls staðar skjóta upp kollinum og eru oft grundvallaðar á vanþekkingu eða dómgreindar- skorti, en oftast kaus hann að hliðra sér hjá að leggja opinberlega dóm á slíkar kenningar; vissi sem var' að það sem jaðrar við trúar- brögð frekar en byggt sé á þekk- ingu er ævinlega erfiðast að glíma við. Þrátt fyrir sitt mikla starf í vín- garði íslenzkrar menningarsögu var Kristján Eldjárn lífs- gleðimaður, sem alltaf reyndi að gefa sér tíma til að taka þátt í vina- fagnaði þegar við átti. Vinahópur hans innan lands og utan var gríðarstór og hann naut þess að eiga samskipti við fólk. Þar var hann jafnan bæði veitandi og þiggj- óvíða kom ég svo á bæi eða heimili úti um land, að ekki væri spurt eftir Kristjáni, högum hans og viðfangs- efnum. Fólk saknaði hans af safn- inu en fannst þó um leið, að ekki myndi annar betur skipa hús- bóndasætið á Bessastöðum. t Starfsdagur Kristjáns var oft langur. Ævinlega fór drjúgur hluti dagsins í störf, sem vinna þurfti á stofnuninni, bréfaskriftir, af- greiðslu ýmislegra mála og hvað- eina, sem uppá kom. Ævinlega gafst þó einhver tími til rann- sóknarstarfa. Þá voru kvöldin og helgarnar notuð vel og sagði hann mér eitt sinn, að laugardagarnir og sunnudagsmorgnarnir hefðu reynst sér drýgstir til fræðistarfa. Hann notaði tíma sinn til hins ýtr- asta og sat aldrei iðjulaus. Þar á ofan var hann einstaklega greiðvikinn og sinnti nær því hvers manns kvabbi. Ailt var sjálfsagt, ef það var á annað borð unnt, hvort sem var að skrifa grein í rit eða inngang að bók, halda erindi, hitta menn að máli eða taka þátt í um- ræðum. Og ekki linnti slíku þótt hann væri farinn að Bessastöðum. Þar sat enn hinn mannlegi þáttur í fyrirrúmi. Framantaldir eiginleikar eru meðal þeirra, sem gerðu manninn Kristján Eldjárn flestum öðrum fremri. En margt fleira kom til. Aldrei sá ég hann skipta skapi nema til glaðværðar. Aldrei vissi ég hann reiðast, hann var gætnari maður en svo, að hann léti stundleg atvik raska hugarjafnvægi sínu. Og þó var hann fastur fyrir og ákveð- inn í skoðunum. Honum gat sárnað ef honum fannst að ósekju vegið að góðum málstað eða maður hafður fyrir rangri sök. Átti hann þá til að gera athugasemd við þann, sem kennilegt örnefni hér, og þarna sagði sagan, að fornhetjur hefðu barizt. Landið fékk líf við slíkar frásagnir. Árið 1968 hvarf Kristján Eldjárn frá Þjóðminjasafninu og tók við embætti forseta íslands, kjörinn til þess af miklum meirihluta þjóðar- innar. Hann sóttist þó ekki eftir virðingarstöðum eða embættum að eigin frumkvæði. Er mér kunnugt um, að það var fyrir mikinn þrýst- ing hvarvetna að sem hann lét til leiðast að fara í forsetaframboð. Um þetta leyti ræddum við oft saman og ýmsa hluti bar á góma, sem hann hefur kannske ekki sagt mörgum öðrum. „Mig hefur í raun- inni aldrei langað til að verða ann- að en bóndi norður í Svarfaðar- dal“v sagði hann þá eitt sinn við mig. Tryggðinni við fæðingar- sveitina var við brugðið. Henni hélt hann alla tíð og hina gömlu bændamenningu mat hann hvað mest. Hann kunni glögg skil á skepnum, einkum sauðfé, og ég minnist þess, að einu sinni er við höfðum gist í Fornahvammi á suð- urleið beið hann þess, að Gunnar bóndi færi til gegninga til að geta farið með honum í húsin og skoðað sauðféð. Kristján Eldjárn var Iítill kröfu- gerðarmaður sjálfum sér til handa. Hann vildi helzt lifa einföldu hófsemdarlífi, eins og heiðarlegt sveitafólk var alið upp við, og sagt hefði hann getað eins og Hjálmar: „Hataði eg leti og óhóf allt“. Eðli- lega urðu breytingar á lífsstíl hans er hann tók við embætti forseta ís- lands og fjölskyldan fluttist til Bessastaða. En fyrr á árum vann hann oft við frumstæð skilyrði við fornleifarannsóknir sínar eins og þá var títt, bjó í tjöldum eða í þrengslum á sveitabæjum, og ekki setti hann fyrir sig, er hann kom í vikutíma sumarið 1966 austur í Hvítárholt og tók þátt í fornleifa- rannsóknunum þar, þótt við svæf- um ofan á heystabbanum í fjárhús- hlöðunni. Hafði enda okkur þekkt- ara fólk í sögunni þurft að gista í gripahúsi. Kristján hefur sennilega búizt við, að á Bessastöðum fengi hann gott næði til að sinna hugðarefnum sínum, rannsóknum og skrifum um íslenzka menningarsögu, emb- ættisstörfin tækju vart þann tíma, að drjúgur hluti dagsins gæfist ekki til að koma því áleiðis, sem stopull tími á safninu hafði hindrað. En líklegast hefur sú raunin ekki orðið á svo sem hann vonaði. Forseta- embættið var oft á tíðum erilsamt og gerði miklar kröfur. Samt hélt Kristján mikilli tryggð við sinn gamla fræðaheim, sína gömlu kunningja utan lands og innan, fylgdist vel með því sem gerðist á sviði menningarsögunnar, las mik- ið og skrifaði greinar, langar og stuttar. Allan tímann var hann rit- stjóri Árbókar fornleifafélagsins, sem hann hafði sjálfur endurvakið eftir nokkurra ára dásvefn árið 1948, og skrifaði í hana fjöldann allan af greinum,sem sumarbyggð- u á víðtækum og erfiðum rann- sóknum hans sjálfs. Á forsetaárum sínum gat hann þó enn sinnt fornleifarannsóknum að nokkru, fór nokkrum sinnum austur í Papey til að rannsaka þær fornar minjar, sem í eynni var að finna og von var til að gætu gefið einhverja vitn- eskju um tilvist Papanna fornu. Hann skoðaði vandlega hvers kyns fornar minjar á Reykjanesskaga og skrifaði skýrslur um þær. Hingað í Þjóðminjasafnið kom hann alloft til að leita sér fanga, skoða gripi sem tengdust rann- sóknum hans í það og það skiptið, ræða um greinar í Árbókina, eða aðeins til að halda uppi kynnum við gamla samstarfsmenn og kynnast því nýja fólki, sem komið hafði á stofnunina eftir að hann fór. Hins vegar skipti hann sér í engu af dag- legum rekstri safnsins eftir að hann fór þaðan en fylgdist þó vel með öllu því, sem verið var að starfa hina og þessa stundina og var ævin- lega reiðubúinn að veita ráð og lið- sinni í hverju máli. Þurfti ég oft að leita til hans og fá ráð og leiðbein- ingar, einkum fyrst í stað eftir að ég settist í sæti hans hér, og ævinlega greiddi hann úr hverjum þeim vanda, sem til hans var leitað með. Alla þá hjálp og liðsemd, sem hann veitti mér, sem þá tók við embætti hans og ýmsum hlutum þar lítt kunnugur, fæ ég seint fullþakkað. Þeir, sem bezt þekktu Kristján Eldjárn vissu, að hin síðari árin var hann ekki heilsusterkur, en hitt grunaði víst fæsta, að heilsubilun hans væri svo alvarleg, sem raun varð á. Mig grunar, að hann hafi oft gengið þreyttur til hvílu eftir langan og strangan vinnudag, þar sem þurfti að sinna embættis- skyldum dagsins, undirbúa verk- efni morgundagsins og þar á ofan finna smástundir inn á milli fyrir hugðarefnin. Margir glöddust því er hann ákvað að taka sér hvíld frá opinberum störfum er þriðja kjör- tímabil hans sem forseti rann út. Nú vonuðumst við, að hann gæti átt í vændum nokkur góð ár, unnið áhyggjulaust að því að ganga frá og koma á prent ýmsum þeim merku rannsóknum, sem hann hafði verið að vinna að og átti hálfkaraðar. Má þar nefna Skálholtsrannsóknirnar, rannsóknirnar í Papey, bókina um Arngrím málara og fjöldamargt annað, sem tíminn hafði ekki leyft að lokið yrði. Þá bauðst honum persónuleg prófessorsstaða við Háskólann, sem heimilaði honum að halda fyrirlestra um menningar- sögu. Til þess hugsuðu margir gott, því Kristján var snjall kennari og mikill fræðari, og sjálfur mun hann hafa hugsað sér að sinna þessu verkefni nokkuð eftir því sem tím- inn gæfist. Hann vildi losa sig sem mest við önnur verkefni en hin fræðilegu; þannig svipaðist hann um eftir nýjum ritstjóra Árbókar fornleifafélagsins, sem gæti tekið þann launþunga bagga af sér. Heimilið, sem þau Halldóra höfðu búið sér á Sóleyjargötunni, var fallegt og smekklegt og nú ríkti ró yfir tindum. Þar var gott og frið- sælt fræðaafdrep, hið mikla og góða bókasafn var við höndina og stutt að fara upp í Þjóðminjasafn Frú Halldóra og dr. Kristján ásamt Margréti Danadrottningu og Henrik prins. Kekkonen var tíður gestur í forsetatíð dr. Kristjáns. Hér eru forsetarnir ásamt frú Halldóru og Guðlaugi Þorvaldssyni.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.