Þjóðviljinn - 23.09.1982, Síða 13
Fimmtudagur 23. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
eða hin söfnin til að kanna aðrar
bækur og heimildir.
En skyndilega var ævi Kristjáns
öll. íslenzkir safnmenn misstu í
þeirri skjótu svipan ekki aðeins
einstæðan samstarfsmann heldur
og góðan vin, hver og einn. f>jóð-
minjasafn íslands sér á bak einum
sinna beztu forvígismanna alla tíð,
þeim manni, sem ég veit, að hvað
lengst verði minnzt hér á safninu þá
stundir líða fram. fslenzka þjóðin
missti einn sinn bezta son, sem
ævinlega kom fram af virðingu,
festu og drengskap og var fyrir-
mynd að mannlegum eiginleikum.
En mestur er þó harmur hinna nán-
ustu skyldmenna, Halldóru konu
hans og barna þeirra, og margur
hefur hugsað til dótturinnar
Ólafar, sem fór með föður sínum
vestur um haf og var hjá honum er
yfir lauk.
Daginn eftir að lát Kristjáns
spurðist var komið til mín með
gamla rúmfjöl með versi, „tré-
skáldskap“, eins og Kristján kall-
aði stundum slíkar útskurðarvísur,
sem frekar voru ortar af vilja en
mætti. Má vera, að þetta vers sé
þekkt annars staðar, en mér fannst
það koma eins og kveðja frá
gengnu kynslóðunum til þess
manns, sem náði kannske betur
sambandi við þær en flestir menn
aðrir:
Veittu mér Drottinn vernd og ró,
vek mig í réttan tima þó,
líkaminn sofí sæll sem hér,
I sálin í náðum vaki í þér.
Þór Magnússon.
Nökur minn-
ingarorð og heils-
an úr Föroyum
Tung vóru boðini at fáa á morgni
15. september, at Kristján Eldjárn,
fv. Þjóðminjavörður, var slókn-
aður. Av sonnum ein harmadeyði.
Tá ið hann vitjaði her í juni mán-
aða tóktist hann vera frískur og fer-
ugur sum áður, tess meira kornu
uppskakandi sorgartíðindini okk-
um heilt óvæntað.
Vit vinfólk og kunningar hans-
ara syrgja við tykkum íslendingum
nú Kristján Eldjárn, ein mætasti
mentamaður og vísindamaður
tykkara er farin. „Farin í annað
ljós", sum tey gomlu fyrr so vakurt
tóku til.
Kristján var ein góður og trúgvur
föroyavinur, tí vilja og eiga eisini
vit at minnast hann við tökk og æra
minni hansara.
Hann fylgdi væl við viðurskiftun-
um her á landi, og fegnaðist stór-
liga um gróðurin tey seinru árini,
serliga í menningarligum og vísind-
aligum förum.
Yvirhövur var hann alhugaður
fyri semju og samarbeiði Norður-
landa fólka millum; í hesum sam-
bandi gloymdi hann ongatíð För-
oyar og samvinnuna við starvs-
bröður sínar her í oyggjunum.
Sjálvandi fara mangir landar
hansara at skriva minnisgreinir um
henda merkismann, og um alt ið
hann fekk útint sum forngranskari,
tjóðminnavörður, forseti, rithöv-
undur og skald.
Tí verður lítið ella einki av he-
sum umrött her, men kortini loyvi
eg mær at taka upp aftur tey orð, ið
harra Ásgeir Ásgeirsson, táverandi
forseti, segði ta ferðina eg sum för-
oyskur umboðsmaður var boðin til
100-ára hátíðarhald Þjóðminja-
safnsins og hann, meðan vit tríggir
stóðu í skrivstovu forsetans, legði
aðra hond sína á öksl Kristjáns
Eldjárns: „Hesin maður er ein hin
besti pennur íslands.” Síðan bara
eftir förimuni nökur- kanska held-
ur persónlig - orð um starvsbróð-
urin og vinmannin.
Stutt aftaná at Kristján var settur
þjóðminjavörður í 1947, komu vit í
brævaskifti um sögulig evni, og
mangan varð talað um at koma hig-
ar at vitja. Eina ferð setti hann fót-
in á land, segði hann mær, men so
snimma á morgni, at han ikki, hon-
um líkt, vildi gera nakað um seg.
Fyrst tá ið hann hevði lagt frá sær
sum forseti mitjaði hann tá hövi
beyðst. Tá hövdu vit framman
undan ofta hitst sjálvir í íslandi og
hinum Norðurlondum til fundar og
hátíðarhalda.
Trúfastur vinur var hann allar
dagar og umhugsin; ikki hitti hann
föroyingar uttan at hann við
teimum sendi mær kvöðu, ið gleddi
og vermdi.
Föroya Fornminnissavni, stovn-
að í 1952, sýndi hann miklan ans,
og var okkum, mær og nú Arna
Thorsteinssyni landsantikvari, alt-
íð frálíkur í ávikum, tá ið vit hövdu
ivamál ella leitaðu til hansara um
fornfröðiligt samanberingartilfar í
íslandi. Ómetaliga vitandi, lærdur
og klókur var hann á at heita.
Eitt ivamál og seráhugamál okk-
ara Kristjáns, mest sum framíhjá
arbeiði, var royndin at finna prógv
fyri, at papar í roynd og veru bú-
leikaðu í íslandi og Föroyum.
Kristján var í Papey summörini
1967, 1969 og 1971. Leysur úr for-
setaembæti fór hann fyri álvara at
gera rannsóknir aftur har 1981.
Henda rannsóknin man vera tann
seinasta av mongum honum untist
at útinna.
Funnin varð víkingaaldarskáli
og lutir frá 10. öld, men tessverri
ongar papaleivdir. 1967 kom í ljós
sera forvitnisligur smálutur, úr
reyðum leirsteini, sum leysliga var
rist í mynd av djóri, ið eisini er
tíðarfest til 10. öld. Kristján hevur
givið tí heitið „Papeyjardýrið".
Skrivað hevur hann um tað sera
áhugaverda grein í „Fróðskapar-
riti“ (28. og 29. bók, Tórshavn
1981, bls. 19-29) til tess at gleða
meg.
Nevndi frammanfyri at Kristján
var alhugaður fyri norðurlendsk-
um samarbeiði; sjálvsagt var tí, at
hann kom at verða limur í byggi-
stýrinum fyri „Norröna húsinu í
Föroyum".
Tá ið hann í hesum örindum var
her í juni 1982, var eg fegin um at
gleða hann við ferð til Mykinesar,
har ið eg 1947 gav nökrum ser-
kenniligum lendum gætur og meg
ósjálvrætt greinaði, at tey kundu
vera fornir akrar; um so var kann
henda papaverk. Tveir af hesum
stöðum vórðu kannaðir í 1970 ár-
unum við tí úrsliti, at hetta veruliga
eru akrar, har havri varð veltur
fyrst í 600 árunum, og helst í vík-
ingaöld bygg. Við hesum er hóm-
ing fingin fyri um búsetning har
eini 100 ár longur aftur í tíðina enn
áður hildið. Beinleiðis prógv fyri
papabúseting er tað ikki, tó trú-
ligast kortini.
Hvört sinn tey seinru árini eg ha-
vi komið til íslands, eri eg tikin
ímót við ótilgjördum hjartaligum
gestablídni hjá frú Halldóru og
Kristjáni á Þjóðminjasafni, Bessa-
stöðum og Sóleyjargötu. Hesar
samverur eru mær í takksemi ó-
gloymandi.
Sum menniskja var Kristján Eld-
járn sjáldsama dámligur. Öll, ið
komu at kenna hann, máttu verða
góð við hann og hugtikin av hon-
um, reinuríhuga ogsinni, lítillátin,
glaðlyntur og blíður, fróður og
vinsælur sum hann var.
Tykkum Halldóru og börnunum
sendi eg - og mangur föroyingur
við mær - bestu heilsan við inni-
iigari samkenslu í sorg og sakni
tykkara.
Vit lýsa frið yvir minni Kristjáns
Eldjárns. Sverri Dahl
Kveöja frá stjórn
Hins islenska
fornleifafélags
Árið 1948 gekk Kristján Eld-
jám, sem þá var nýorðinn þjóð-
minjavörður, í það af sínum al-
kunna dugnaði að endurvekja Ár-
bók hins íslenska fornleifafélags,
sem þá hafði ekki komið út síðan
1942. Verðbólga stríðsáranna og
hvers kyns erfiðleikar, sem af
henni spmttu, höfðu valdið því, að
menn gáfust upp á útgáfu Árbók-
ar.
Kristján sá, að ekki mætti við
annað una en að Árbókin kæmi út
á ný, minjafræðin yrði að eiga sér
málgagn, ef safnstörf og rannsókn-
ir ættu að bera einhvem árangur
og þeir, sem að menningarsögu-
legum rannsóknum ynnu, þyrftu
vettvang fyrir ritsmíðar sínar á því
sérsviði.
Árið 1949 kom svo Árbók út
að nýju fyrir sex ára tímabil. Var
Kristján þá ritstjóri hennar og var
það alla tíð síðan. Skrifaði hann
sjálfur mest í ritið upp frá þessu,
birti þar rannsóknarskýrslur sínar,
greinar um athuganir á fomgripum
og minjum, fróðleiksgreinar af
ýmsu tagi svo og skrár og skýrslur.
Hvatti hann aðra til að skrifa í Ár-
bók og varð mjög vel ágengt um
greinar til hennar. Varð hún skjótt
undir ritstjóm hans merkilegt rit,
sem átti erindi til innlendra og er-
lendra fræðimanna, en þó ekki sízt
til almennings hér á landi, enda var
Kristjáni sjálfum létt um að skrifa
þannig, að ljóst væri lærðum og
leikum.
Kristján Eldjám var skrifari
fomleifafélagsins frá 1945 og allt
til þess að hann var kjörinn for-
maður þess árið 1979. Má segja, að
á honum hvíldi tilvera félagsins og
útgáfa Árbókar, en einnig flutti
hann oft erindi á aðalfundum fé-
lagsins um rannsóknir sínar og at-
huganir.
Að leiðarlokum vill stjóm Hins
ísienzka fornleifafélags færa dr.
Kristjáni Eldjárn þakkir fyrir störf
hans í þágu félagsins og Árbókar
þess. Hann hóf merkið á loft er
aðrir höfðu gengið frá, ótrauður
að leggja á sig erfiðleika og fyrir-
höfn, sem engin laun komu þó
fyrir nema þau, sem fræðimannin-
um verða þó oft drýgst, ánægjan
yfir vel unnu verki og vitundin um
að hafa orðið íslenzkum fræðum að
liði.
Stjórn Hins íslenzka
fornleifafélags
Kveðja frá
Norræna félaginu
Það var ógley manlegur dagur og
fögur minning að eiga um vorn
látna forseta, þegar þess var kostur
að fara með þeim bræðmm Krist-
jáni og Hirti og konum þeirra Hall-
dóm og Sigríði í það unaðsland
Vatnahverfi í Eystri byggð á
Grænlandi í ágústmánuði á liðnu
sumri. Skjótt hefur sól bmgðið
sumri og komið hausthljóð í vind-
inn.
Kristján Eldjárn var einhver sá
maður sem best var að biðja bónar
allra sem ég hef kynnst. Ætíð var
mér tekið með ljúfri lund og léttri
og minnist ég þess ekki að hann
léti mig nokkru sinni synjandi ffá
sér fara. Alla jafnan voru þetta
óskir um að taka á móti fólki eða
koma á fundi og tala, en betur máli
farinn en hann voru fáir eins og
kunnugt er.
Ég minnist þess eitt sinn að ég
hafði hitt fræðimann af Álandi dr.
Dreyer, sem skrifað hafði um
doktorsritgerð Kristjáns. Hann
langaði að eignast ritgerðina árit-
aða af höfundi. Ég færði þetta í tal
við Kristján. 'Hann tjáði mér að
„Kuml og haugfé” væri svo til ófá-
anleg með öllu þótt gull væri í
boði.
„En ég skal gera annað,” sagði
hann að bragði og brosti. „Ég á
hér eintak af „100 árum í Þjóð-
minjasafni.” Ég skalskrifa á það ef
þú vilt, svo að þú getir veitt honum
nokkra úrlausn.”
Þetta lýsir nokkuð þessum ljúf-
lingi, sem ekki vildi láta neinn bón-
leið frá sér fara.
Við sem erum að leitast við að
vinna að norrænum málum sökn-
um sannarlega vinar í stað og er þá
nú síðast að minnast drengilegs
stuðnings Kristjáns við Græn-
landskynningu okkar á liðnu vori
og aðstoð í Grænlandsferð sem
hann átti drjúgan þátt í að gera
eftirminnilega.
Engan grunaði þegar hann tal-
aði yfir okkur íslendingum við
Hyalseyjarkirkju - fleiri íslending-
um en nokkur maður hefur ávarp-
að síðustu sex aldir eða svo þar um
slóðir - að hann myndi allur um
mánuði síðar.
Við getum svo sannarlega tekið
undir með Stefáni G. er hann segir
í Helgaerfi:
Hreifur fram á hinstu stund
hann um mein sitt þagði,
faidi sína opnu und
undir glöðu bragði.
Norræna félagið og allir þeir er
láta sig norræn samskipti varða sjá
á bak hollvini og biðja allar góðar
vættir að styrkja Halldóru, börn
þeirra og venslafólk í miklum
harmi heillar þjóðar.
Hjálmar Ólafsson
Kveðja frá starfsfólki
Þjóðm injasafns
íslands
Það er ekki laust við, að tilfinn-
ingar safnfólksins væru nokkuð á
reiki, þegar Kristján Eldjárn var
kjörinn forseti og hvarf úr embætti
þjóðminjavarðar.
Að sjálfsögðu samfögnuðum
við þjóðinni að hafa eignast höfð-
ingja, sem við vissum af reynslu,
að vart gat betri fundist. A hinn
bóginn þótti okkur skarð fyrn
skildi að sjá á bak yfirmanni, sem
með þekkingu sinni, árvekni,
áhuga, lipurð og þægilegu viðmóti
kom öllum samstarfsmönnum sín-
um til nokkurs þroska.
Því fór fjarri, að Kristján
gleymdi okkur, þótt hann héldi
hefðar upp á tind. Honum virtist
jafnvel hollt að hafa þar ból, and-
stætt orðum skáldsins. Bæði vegna
vísindastarfa sinna og ritstjórnar á
Árbók Fornleifafélagsins, en ekki
síst vegna sívakandi áhuga á mál-
efnum Þjóðminjasafnsins, var
hann tíður 'aufúsugestur á sínum
gamla vinnustað. Gerði hann sér
þá jafnan far um að kynnast því,
hvemig hverjum og einum vegnaði
á sínu sérsviði og hvatti menn og
örvaði á ýmsa lund. Átti það jafnt
við um nýliða sem gamalgróna
starfsmenn. Einnig tyllti hann sér
oft og drakk kaffisopann með okk-
ur og spjallaði um dægurmálin ell-
egar heilsaði upp á gæslukonumar
til að fylgjast með hag þeirra og
líðan.
Hinn 8. september sendi hann
okkur póstkort frá sjúkrahúsinu
vestra. Hann vonaðist þá til að ná
fullri heilsu og bjóst við að hverfa
heim eftir hálfan mánuð. Sex dög-
um síðar var hann allur. Með
söknuði kveðjum við Kristján Eld-
járn, ágætan mann og vin. Að-
standendum hans öllum færum við
innilegar samúðarkveðjur.
Kveðja frá
Listasafni íslands
Á kveðjustund hefur starfsfólk
Listasafns íslands margs að minn-
ast.
Kynni okkar Kristjáns Eldjáms
hófust á ámnum 1950-51 er Lista-
safnið fluttist í nýbyggt hús Þjóð-
minjasafnsins.
Þau 17 ár sem við störfuðum
samtímis í safnhúsinu hlutum við
að hafa mikil dagleg samskipti af
ýmsu tilefrii. Starfsfólk safnanna
var þá svo fátt að heita mátti að við
vænim eins og ein lítil fjölskylda.
Á þessum ámm bjó Kristján í
safnhúsinu ásamt fjölskyldu sinni.
Reyndi þá oft á þolinmæði og vel-
vild hans bæði sem embættis-
manns og einstaklings vegna starf-
semi Listasafnsins en margvíslegt
ónæði fylgdi oft listsýningum og
undirbúningi þeirra, jafnvel að
kvöld- og næturlagi.
Þrátt fyrir þetta bar aldrei
skugga á sambýli safnanna og má
fyrst og fremst þakka það einstakri
lipurð og ljúfmennsku Kristjáns
og fjölskyldu hans.
Ekki dvínaði vinátta Kristjáns í
garð Listasafnsins og starfsmanna
þess þó að hann tæki við embætti
forseta íslands. Hann hafði lifandi
áhuga á starfsemi safnsins og við-
gangi. Heimsóknir hans. hvort
heldur var í embættis- eða einkaer-
indum, voru ávallt gleðiefni því að
frá honum stafaði óvenjulegri hlý-
ju og skemmtan sem hafði jákvæð
og hvetjandi áhrif jafnt við háttðleg
tækifæri sem í önn dagsins.
Að lokinni samfylgd vill starfs-
fólk Listasafnsins þakka af alhug
vináttu Krisfjáns Eldjárns og
tryggð. Við kveðjum hann með
söknuði og sendum Halldóru og
öðrum ástvinum hans innilegar
sam úðark veð j ur.
Selma J ónsdóttir
Kveðja frá Félagi
íslenskra fræða
í dag kveðjum við einn okkar
virtasta og virkasta félaga. Fyrir
okkur var hann ekki aðeins ástsæll
forseti og dyggur embættismaður
heldur miklu fremur framúrskar-
andi fræðimaður og skemmtilegur
félagi. í félagi okkar eru margar
kynslóðir og Kristján Eldjám var
þeim öllum mikils virði hverri á
sinn hátt. Þeim eldri var hann
skólafélagi og starfsbróðir, hrókur
alls fagnaðar á góðri stund, úr-
ræðagóður og glöggur fræðimaður
sem gott var að leita til. Hinum
yngri var hann leiðarljós í fræði-
mennsku og uppspretta fróðleiks
og skemmtunar hvenær sem hann
tók til máls á fundum. Það vakti í
raun furðu margra hve oft honum
tókst frá önnum embættis forseta
íslands að sækja samkomur félags-
ins okkar og þegar Kristján var
mættur til Ieiks þá var víst að ekki
skorti hnyttnar athugasemdir og
fjörugar umræður.
Dr. Kristján Eldjárn lauk
magistersprófi í íslenskum fræðum
frá Háskóla íslands 1944, var einn
af stofnendum Félags íslenskra
fræða árið 1946 og fulltrúi þess í
Vísindasjóði í mörg ár. Hann bar
hag félagsins ávallt fyrir brjósti og
sýndi það eftirminnilega í verki á
25 ára afmæli félagsins sem félags-
mönnum er í fersku minni. Störf
hans í þágu íslenskra fræða voru
umfangsmikil og hugur hans stóð
til að helga sig þeim enn meir þeg-
ar erilsömum embættisstörfum var
lokið.
Um leið og við kveðjum mætan
félaga og góðan dreng vottum við
frú Halldóru og öðrum aðstand-
endum innilega samúð okkar.
Þeirra er söknuðurinn mestur. Við
þökkum hins vegar marga góða
stund á liðnum árum.
Frú Halldóra Eldjárn og dr. Kristján í júlí 1980.