Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 23.09.1982, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. september 1982 ALt>ÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Austurlandi - Aðalfundur kjördæmisráðs 25.-26. september Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi heldur aðal- fund á Djúpavogi dagana 26. og 26. september. Fundurinn hefst á laugardag 25. seþtember kl. 13 og lýkur síðdegis á sunnudag. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Málefni kjördæmisins. 3. Kosningastarf og undir- búningur framboðs. 4. Stjórnmálaviðhorfið. 5. Önnur mál. Tilkynningar um kjör fulltrúa berist Einari Má Sigurðssyni, formanni kjördæmisráðsins í síma 7468 (á kvöldin), og veitir hann nánari upplýsing- ar, m.a. um ferðir á fundinn, sem er opinn öllum flokksmönnum. - Stjórn kjördæmisráðs. Djúpivogur - nærsveitir Alþýðubandalagið Helgi Hjörleifur. Kjördæmisráð Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýöubandalagsins í Suðurlandskjördæmi veröur í verkalýðshúsinu á llellu helgina 25. og 26. september n.k. og hefst kl 14. á laugardag. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Garðar Sigurðsson og Baldur Óskarsson flytjit stuttar ræður. Þorbjörn Broddason flytur erindi um prófkjör. Kvöldvaka á laugardagskvöld. Fundarslit eru áætluð kl. 16 á sunnudag. Stjórn kjördæmisráðs Flelgi Seljan og Hjörleifur Guttorms son boða til almenns fundar á Dj úpa- vogi föstudagskvöldið 24. septem ber kl. 20:30. Allir velkomnir. Svavar Alþýðubandalagði Hafnaríirði Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfiröi verður haldinn að Strandgötu 41 þriðjudaginn 28. september, og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. 3) Geir Gunnarsson og Svav- ar Gestsson mæta á fundinn <>g ræða stjórnmálaástandið. 4) Önnur mál. ,, . Geir Kaffi á könnunni. Félagar tjöl- mennið. - Sjórnin. Greiðum félagsgjöldin Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík skorar hér meö á þá Aiþýðuband- alagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld að greiöa þau sem fyrst Stöndum í skilum með félagsgjöldin og eflum þannig starf Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Stjórn ABR Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmcnn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Skrifstofur Alþýðubandalagsins verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna útfarar dr. Kristjáns Eldjárns. — Alþýðubandalagið. Innritun í almenna flokka verður 29. sept. til 1. okt. kl. 17-21 í Miðbæjarskóla. Sjá auglýsingu miðv.d. 29. sept. Helgi Kristjánsson Leirhöfn verður jarðsunginn frá Snartastaðakirkju laugardagmn 25. september n.k. kl. 14.00 Andrea Jónsdóttir og fjölskylda. Fagnar samstarfi um kjara- samninga- mál Hér fara á eftir nokkrar ályktan- ir nýafstaðins iandsþings sveitarfé- laga og tjalla þær um hin fjölbreytt- ustuefni. Samskiptamiðstöð sveitarfélaga Þingið..fagnar þeirri samstöðu og þeim árangri, sem náðst hefur með stofnun Samskiptamiðstöðvar sveitarfélaga" og samþykkir að miðstöðin „verði efld svo að hún geti fylgst með þeirri öru þróun, sem er á sviði tölvumála og sinnt ráðgjafar- og fræðsluhlutverki sínu sem best." Er stjórn miðstöðvar- innar falið „að leggja fram tillögur þar að lútandi fyrir næsta fulltrúa- ráðsfund sambandsins." Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Fagnað er því „frumkvæði félagsmálaráðherra að skipa samninganefnd til að hraða störf- um í sambandi við verkaskiptingu þessara aðila." Staðgreiðsla opinberra gjalda Þingið var samþykkt því fyrir- komulagi og vísar til fyrri ályktana sinna þar um. Fjármál sveitarfélaga Talið er löngu tímabært að trúa sveitarfélögum fyrir ákvörðunar- valdi yfir tekjustofnum sínunt og álítur þeini hafi verið settar of þröngar skorður viö tekjuöflun undanfarin ár. Varhugavert er „að stjórnvöld skerði þau frekar með einhliða aðgerðum." Heilbrigðismál Þingið Ieggur „áherslu á, að rekstur heilsugæslustöðva verði tekinn til endurskoöunar með það að markmiði, að dregið verði úr kostnaði og stjórnunarábyrgð sveitarstjórna viðurkennd." Hvatt er til „endurskoðunar á nýsam- þykktum lögum um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem setja sveitarstjórnum mjög miklar og kostnaöarsamar skyldur á herðar." Bent er „á rnjög erfiða rekstrar- stöðu sjúkrastofnana, sem reknar eru af sveitarfélögum eða í sam- rekstri með ríki". Húsnæðismálalöggjöf Þingið leggur til „að jafnaðir verði lánamöguleikar þjóð- félagshópa úr húsnæðismálalána- kerfinu". Að bættir verði lánamöguleikar vegna íbúða fyrir aldraða og öryrkja, bæði til eignar og leigu, og fagnar nýsettum bráðabirgðalögum um afnám kaupskyldu sveitarfélaganna á verkamannabústööum. Eignarnám landa Þingið..skorar á ríkisst jórn og Alþingi að setja löggjöf, sem tryggi að eignarnánisverðmæti landa verði í’ samræmi við þann af- rakstur. sem eigandi hefur af nýt- ingu landsins. en án tillits til legu þess. Jafnframt bendir þingið á, að nauðsynleg forsenda þessarar lög- gjafar er breyting á reglum unt fast- eignamat ianda." Kjarasamningur sveitar- félaga Þingiö..fagnar því samstarfi, sem tekist hefur um kjarasamningamál. Hvatt er til að sveitarfélögin nýti sér þá þjónustu. sem þetta samstarf býöur upp á." Jafnframt fer þingið Þess á leit. að sambandið fái aðild að nefnd. sem ákeöið hefur verið aö skipa til að endurskoða lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna." mh Vegna útfarar dr. Kristjáns Eldjárns, fyrr- verandi forseta íslands verða skrifstofur Sambandsins lokaðar eftir hádegi í dag fimmtudag 23. september. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA Bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar verða lokað^r frá kl. 13 í dag vegna jarðarfar- ar dr. Kristjáns Eldjárns fyrrverandi forseta. Bæjarstjóri Stofnanir Reykjavíkurborgar verða lokaðar fimmtudaginn 23. september kl. 13.30-15.30 vegna útfarar dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrv. forseta íslands. Borgarstjórinn í Reykjavík. Vegna jaröarfarar Óskars Þorvarðarsonar verður skrifstofa vor lokuð frá kl. 13 til 15 föstudaginn 24. sept- ember. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Sjúkraþjálfari óskar nú þegar til starfa að Heilsugæslustöð og sjúkraskýli í Bolungarvík. Upplýsingar veitir heilsugæslulæknir í símum 94-7287 og 94-7387. Bæjarstjórinn í Bolungarvík SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst- mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20% en síðan eru viðurlögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. október. Fjármálaráðuneytið, 17. september 1982. Auglýsing um starfslaun til listamanns Stjórn Kjarvalsstaða auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til íistamanns í allt að 12 mánuði. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík, og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir við úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Það skilyrði ersett, að listamaðurinn gegni ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Fjárhæð starfslauna fylgir mánaðarlaunum samkvæmt 4. þrepi 105. Ifl. í kjarasamningi Bandalags háskólamanna og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Starfslaun eru greidd án orlofsgreiðslu eða annarra launatengdra greiðslna. Að loknu starfsári skal listamaðurinn gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til stjórnar Kjarvalsstaða, framlagn- ingu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frum- birtingu, allt eftir nánara samkomulagi við stjórn Kjarvals- staða hverju sinni og í tengslum við Listahátíð eða Reykja- víkurviku. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri greiðslu samkv. þessari grein, en listamaðurinn heldur höfundarrétti sínum óskertum. (umsókn skal gerð grein fyrir viðfangsefni því sem umsækj- andi hyggst vinna að og veittar aðrar nauðsyniegar upplýs- ingar. Umsóknum skal komið til stjórnar Kjarvalsstaða fyrir 10. okt. 1982. 22. september 1982 Stjórn Kjarvalsstaða

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.