Þjóðviljinn - 01.10.1982, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.10.1982, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1982 Stjórnmálaályktun aöalfundar kjördæmisráðs Ab á Austurlandi 26.9. 1982 Hnekkjum gagnsókn hægri aflanna og erlendri ásælni Leiðin til þess er að stórefla Alþýðubandalagið Ávinningar stjórnarsamstarfsins Núverandi rikisstjórn meö þátttöku Al- þýðubandalagsins hefur starfaö hátt á þriðja ár og tekist að koma fram mörgum mikilvægum stefnumálum, sem um var samið i stjórnarsáttmála. Tekist hefur að halda uppi fullri atvinnu um allt land á sama tima og böl atvinnu- leysis rikir i flestum nágrannalöndum. Kaupmáttur láglaunafólks og fólks með miðlungstekjur hefur rýrnað óverulega og ráðstöfunartekjur haldist að mestu óskertar til þessa, þrátt fyrir versnandi viðskiptakjör. Tryggð hafa verið og lögfest fjölmörg réttindamál og félagslegar umbætur fyrir alþýðu manna, svo og aldraða og öryrkja. Samneysla hefur aukist á ýmsum sviðum félags- og menningarmála á sama tima og jafnvægi hefur náðst i rikisbú- skapnum. Hamlað hefur verið gegn óðaverðbólgu með ákveðnum efnahagsráðstöfunum, nú siðast i ágústmánuði. Friðvænlegra hefur verið á vinnumark- aði en oftast áður og tekist að afstýra langvinnum kjaradeiium, m.a. fyrir at- beina rikisvaldsins. Arangurinn af starfi rikisstjórnarinnar erþeim mun athyglisverðari sem stjórnin hefur frá upphafi stuðst við nauman þing- meirihluta og stjórnarandstaðan ekkert til sparað að reyna að tefja og hindra framgang mála og reka fleyga i stjórnar- samstarfið. Atvinnuuppbygging og jöfnun lifskjara 1 málefnum landsbyggöarinnar hefur margt áunnist til að jafna aðstöðu manna og renna stoöum undir atvinnuþróun og bættan hag i framtiðinni. Þar má nefna: a) Mikilsverðir áfangar hafa náðst i jöfnun a orkuverði, simkostnaði og sjúkraþjónustu. b) öryggi I orkuafhendingu hefur aukist til muna og ákvarðanir verið teknar um stórar virkjanir og orkuiðnað á Norður- og Austurlandi c) Atak hefur verið gert i vegamálum og áætlun er i mótun um myndarlegár úr- bætur. d) Unnið er að lagningu sjálfvirks sima um sveitir. Atvinnulif hefur verið treyst á ýmsum stöðum, m.a. með áframhaldandi upp- byggingu i fiskvinnslustöðvum og trygg- ari hráefnisöflun með nýjum fiskiskipum. Brugðist hefur veriö við erfiðleikum i landbúnaði með*samræmdum aðgerðum samtaka bænda og stjórnvalda. Undirbúið hefur verið átak i iðnþróun með samvinnu stjórnvalda, sveitarfélaga ogeinstaklinga, m.a. með tilkomu iðnráð- gjafa i landshlutunum. 1 stað erlendrar stóriðju hafa verið teknar ákvarðanir um ýmis meiriháttar iönfyrirtæki á vegum landsmanna sjálfra, svo sem um kisilmálmverksmiðju á Reyöarfirði. Flett hefur verið ofan af svikamyllu Alusuisse varöandi rekstur álversins i Straumsvik og hamlað gegn auknum hernaðarumsvifum og itökum Banda- rikjamanna hérlendis, nú siðast með stöðvun á byggingu óhagkvæmrar flug- stöðvar I Keflavik fyrir bandariskt fjár- magn að stórum hluta. Utanaökomandi áföll og viöbrögö rikisstjórnarinnar Þrátt fyrir afar mikilvægan árangur á mörgum sviðum, eins og hér hafa verið nefnd dæmi um, eru nú alvarlegar blikur á lofti i þjóðarbúskap Islendinga vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þjóðartekjur landsmanna dragast fyrirsjáanlega saman um nálægt 5% i ár vegna verulegs samdráttar i sjávarafla og markaðsörðugleika i útflutnings- Fulltrúar á aðalfundi kjördæmisráðsins. greinum. Viðskiptakjör halda áfram að versna og stefnir i mikinn viðskiptahalla við útlönd, eða sem svarar um 10% af þjóðarframleiðslu. Tilkostnaður við atvinnustarfsemi og ekki sist útgerð hefur vaxið stig af stigi, og vegur þar þyngst aukinn fjármagns- kostnaður og hækkun oliuverðs á sama tima og afli fer minnkandi. Hér er um að ræða einhver mestu áföll sem borið hefur aö i islensku efnahagslifi um áratugi og við þau geta bæst vaxandi áhrif af hinni alþjóðlegu kreppu á næstu misserum. Rikisstjórnin hefur brugðist við þessum mikla vanda með sam- ræmdum aðgeröum, þar sem leitast er við að jafna byrðum á alla þjóðfélagshópa eftir efnum og ástæðum og koma i veg fyrir óviðráðanlega verðbólguholskeflu. Þannig á að færa niöur kostnaðartilefni vegna búvöruhækkunar, fiskverðs og verðbóta 1. desember næstkomandi, en draga úr áhrifum af skeröingu verðbóta með sérstökum láglaunabótum og leng- ingu orlofs. Jafnframt verða gerðar ráð- stafanir til aö létta byrðar húsbyggjenda og lækka upphitunarkostnaö ibúðarhús- næðis, þar sem hann er hæstur. Verslunarálagning hefur þegar verið skert um 10% og ljóst að annar atvinnu- rekstur verður aö taka á sig marghátt- aðar byrðar. Afstaða Alþýðubandalagsins og samtaka launafólks 1 sambandi við efnahagsráðstafanir gerði Alþýðubandalagið tillögur um margháttaðarkerfisbreytingar og aðhald i opinberum rekstri og hjá einkaaðilum, og náöu sumar þeirra fram að ganga, en öðrum var hafnaö af samstarfsaðilum. Alþýðubandalagiö taldi rétt og skylt að bregðast við aðsteðjandi vanda með þeim ýtarlegu tillögum sem flokkurinn lagði fram i rfkisstjórn og láta á það reyna, hvort samkomulag gæti tekist svo sem raun varð á. Eftir að það lá fyrir og bráöabirgðalög höföu verið sett um þá efnisþætti er þörfnuðust lögfestingar, tók- ust samningar við opinbera starfsmenn um heildarkjarasamning til eins árs. Hefur hann nú verið staðfestur meö mikl- um meirihluta i allsherjaratkvæða- greiðslu. Sýnir sá samningur engu siður en viðbrögð Alþýðusambands Islands, að stærstu samtök launafólks eru reiðubúin að taka á sig og umbjóöendur sina hluta af þeim skell sem viö þjóðarbúinu blasir. Hins vegar gripu útgerðarmenn til harka- legra stöðvunaraðgeröa með róðrarbanni Llú og reyndu aö setja stjórnvöldum afarkosti. Rikisstjórninni tókst að greiða úr þeirri deilu, án þess að tii stóráfalla kæmi. Atök siðustu mánaða á vinnumarkaði og innan og utan rikisstjórnar sýna al- menningi ljóslega þá viðleitni atvinnurek- enda og stjórnmálaflokka, sem þeim eru hliðhoilir, að velta samdrættinum i inn- lendri framleiöslu og áhrifum alþjóð- legrar kreppu einhliða yfir á launafólk i landinu. Jafnframt eru háværar kröfur um, að rikið hlaupi undir bagga með tap- rekstri illa rekinna fyrirtækja og dregið verði að sama skapi úr félagslegri þjón- ustu og samneyslu. Gegn þessum- óbil- gjörnu kröfum hefur Alþýöubandalagiö réttilega snúist. Óábyrg óg málefna- snauð stjórnarandstaða Sérstaka athygli vekur óábyrg afstaöa stjórnarandstöðuliðs Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Frá þeim hópum koma engar tillögur um, hvernig bregöast eigi við efnahagsvandanum, aðeins upphróp- anir um að stjórnin eigi aö vikja. Þessir aðilar töldu þaö hvalreka, er Eggert Haukdal lýsti endanlega yfir andstöðu við rikisstjórnina eftir að hafa tvistigið um langt skeið. A þaö mun reyna eftir að Al- þingi kemur saman, vort stjórnarand- staðan stendur óskipt gegn efnahagstil- lögum rikisstjórnarinnar og vill taka á sig ábyrgð af þvi upplausnarástandi sem af þvi hlytist, aö bráðabirgðalögin fengju ekki staðfestingu þingsins. Þvi verður ekki trúað fyrr en á reynir, að stjórnar- andstaðan standi óskipt að þvi að kalla efnahagslega ringulreið og 100% verð- bólgu yfir þjóðina við þær aðstæður er nú rikja og leggja sig undir i kosningum rétt Frá aðalfundi kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi, sem haldinn var á Djúpavogi 25. og 26. f.m. fyrir lok kjörtimabils eftir slik óheilla- verk. Uppgjör framundan Reglubundnar alþingiskosningar fara fram á næsta ári, nema eitthvaö óvænt beri til, er verði til að flýta þeim. Alþýöu- bandalagið þarf aö vera sem best undir slikar kosningar búið og hefja undirbún- ing fyrir þær af fullum krafti. 1 þeim kosningum veröurm.a. kosiö um störf nú- verandi rikisstjórnar annars vegar og óútfylltan vixil stjórnarandstööunnar hins vegar. Það verður einnig kosiö milli flokka og um þau málefni, er þeir tefla fram. Alþýðubandalagið gengur til þess upp- gjörs óhikað. Alþýðubandalagið mun láta störf sin innan rikisstjórna á undan- förnum fjórum árum tala sinu máli, bæði þau málefni sem þaö hefur knúið fram og önnur sem það hefur sett á oddinn en ekki haft styrk til að bera fram til sigurs. 1 Alþýðubandalaginu eiga launamenn og önnur alþýða til sjávar og sveita sinn póli- tiska bakhjarl, hvort sem flokkurinn á hlut að stjórn eða er i stjórnarandstöðu. Á Austurlandi náðu Alþýðubandalags- menn góðum árangri viðast hvar i sveitarstjórnarkosningum sl. vor, Flokkurinn mun sem fyrr heyja málefna- lega baráttu i næstu alþingiskosningum og kynnir viöhorf sin til málefna kjör- dæmisins i mörgum ályktunum þessa aðalfundar kjördæmisráðsins. Sókn gegn kreppunni Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi varar eindregið viö áróðri og fagurgala hægri aflanna i landinu. Leiftursóknarlið Sjálfstæðisflokksins leggur ofurkapp á að komast til valda og takist þvi það mun afleiöingum kreppu og samdráttar verða velt einhliða yfir á al- menning og kallað á erlent fjármagn og erlenda forsjá i atvinnumálum. Kjördæmisráðið hvetur alla vinstri menn til að vera vel á verði gegn þessari gagnsókn hægri aflanna um leið og bregð- ast þarf á raunsæjan hátt við aðsteðjandi vanda með sósialiskum úrræðum, sam- hjálp og samvinnu. Um leið og kjördæmisráðið tekur undir þær tillögur, sem flokkurinn hefur lagt fram i rikisstjórn, leggur það áherslu á eftirfarandi: 1. Atvinnustefnu er taki miö af náttúru- legum auðlindum, þekkingu og getu þjóðarinnar og tryggi forræði lands- manna i bráð og lengd. 2. Eflingu og aðlögun hefðbundinna at- vinnuvega aö breyttum aðstæðum og nýsköpun i atvinnustarfsemi með auk- inni fjölbreytni, ekki sist i iðnaði. 3. Aukin gæði og vöruvöndun i fram- leiðslu, jafnframt þvi sem hvatt er til kaupa á innlendri vöru og þjónustu. 4. Atvinnulýðræði er tryggi ihlutunarrétt starfsmanna og samtaka launafólks i atvinnulifinu og um rekstur fyrirtækja, samhliöa aukinni ábyrgð og aðhaldi. 5. Hagsýni og sparnaö i rekstri, jafnt á vegum einkaaðila, sveitarfélaga og rikisins. 6. Byggðastefnu er taki mið af staðar- kostum, jöfnun aöstöðu, félagslegri þjónustu og dreifingu opinberrar um- sýslu út i byggðalögin. 7. Jafnrétti á sem flestum sviðum, ekki sist milli karla og kvenna. Þess verði sérstaklega gætt að hugsanlegur sam- dráttur i atvinnu verði ekki látinn bitna á konum umfram karla og aðstaða kvenna til þátttöku i atvinnulífi og félagsstarfi verði bætt. 8. Ofluga sókn gegn verðbólgu m.a. með aðhaldi að verslun og viðskiptalifi, skynsamlegri fjárfestingu, svo og hvatningu til innlends sparnaðar til að draga úr erlendri skuldasöfnun. 9. Fræðslustefnu, þar sem jöfnum höndum sé lögð rækt við huga og hönd og öllum tryggð sem jöfnust aðstaða til skólagöngu. 10. Varðveislu og eflingu islenskarar menningar, m.a. með þvi að greiða fyrir virkri þátttöku fólks i félagslifi og skapandi menningarstarfsemi. Hnekkjum gagnsókn hægri afI- anna og erlendri ásælni. Bregöumst viö kreppu og sam- drætti meö vinstri úrræðum. Tryggjum jafnrétti og örugg lifs- kjör i landinu til frambúðar. Leiðin til þess er aö stórefla Al- þýöubandalagiö sem baráttutæki vinstri aflanna í landinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.