Þjóðviljinn - 02.10.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982 stjórnmál á sunnudegi Kjartan Ólafsson skrifar KREPPAN OG KAUPIÐ meira en verðið á okkar útflutn- ingsvörum á þessum fjórum árum. Viðskiptakjörin telur Þjóðhags- stofnun þannig verða 13-14% lak- ari í ár heldur en þau voru á árun- um 1977 og 1978, og hafa þau reyndar verið niður undir botni allt frá árinu 1979. Við íslendingar höfum stundum getað bætt okkur upp léleg við- skiptakjör með vaxandi afla. í annan tíma hafa hagstæð viðskipta- kjör orðið til þess að auðvelda okk- ur að þola afleiðingar minnkandi afla. Það sem gcrir málin svo erfið við- fangs nú er það, að saman fer veru- leg aflaminnkun á þessu ári og lak- ari viðskiptakjör fjögur ár í röð hcldur en við höfum áður búið við um langan tíma. álíka og 1976 Og það er af þessum ástæðum, sem þjóðartekjur okkar íslendinga verða í ár minni á hvern íbúa í landinu heldur en þær hafa verið um langan tíma. Samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar verða þjóðar- tekjurnar á mann minni í ár heldur en 1981, 1980, 1979, 1978 og líka minni heldur en 1977. Sé litið aftur í tímann þá er það fyrst 1976, sem við sjáum aðeins lægri þjóðartekj- ur heldur en nú. Svona alvarlegt er málið. Upp- hrópanir í sjónvarpinu eða Morg- unblaðinu um engan aflabrest og sök ríkisstjórnarinnar geta engu breytt um þessa dökku mynd. Og þótt menn ætlist til mikils af Gunn- ari Thoroddsen og samráðherrum hans, þá eru þeir ekki almáttugir. Þeir ráða t.d. hvorki fiskigöngum í hafinu né vöruverði á heimsmarkaði. Við sögðum áðan, að þjóðar- tekjur á mann á þessu ári væru tald ar verða minni en 1977 og litlu meiri en 1976. En hvernig skyldi þá kaupmætti launa ög tekna vera háttað annars vegar á árinu 1976 og hins vegar á árinu 1982. Skoðum það dæmi í leiðinni. Kaupmáttur launa og tekna samt mun meiri nú í skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá 17. september s.l. segir: - „Þær áætlanir, sem nú má gera um hækk- un framfærsluvísitölu og verðbætur á laun í lok ársins, benda til að kaupmáttur taxtakaups verði að meðaltali á árinu svipaður og í fyrra.“ Samkvæmt tölum Þjóð- hagsstofnunar, sem byggðar eru á upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar þá var kaupmáttur taxta- kaups launafólks á síðasta ári 12- 13% meiri að jafnaði heldur en ár- ið 1976 og ætti samkvæmt þessu að verða svipaður í ár og í fyrra. En taxtakaupið segir ekki alla söguna. Lítunr því einnig á kaup- mátt ráðstöfunartekna á mann, þeirra tekna sem heimilin halda eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir. Samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, þá hafði kaupmáttur ráðstöfunarteknanna aukist á síðasta ári um 27% frá 1976. Og í nýjustu skýrslu Þjóð- hagsstofnunar frá 17. september s.l. segir, að í ár gæti kaupmáttur ráðstöfunarteknanna e.t.v. dregist saman um svo sem 1%, en tekið Þjóðartekjur á mann nú „Óvænt uppgötvun - enginn aflabrestur" var fyrirsögnin á for- ystugrein Morgunblaðsins á fimmtudaginn nú í vikunni. Máli sínu til stuðnings vitnar Morgunblaðið í þessum efnum í fréttaflutning íslenskra sjónvarps- ins fyrr í vikunni þess efnis, að botnfiskafli verði á þessu ári með mesta móti, og telur blaðið þá komna sönnun fyrir því, að allur vandi í þjóðarbúskap okkar íslend- inga sé bara heimatilbúinn hjá ríkisstjórninni. Lítum nánar á þetta: Mun minni afli Á fyrstu átta mánuðum þessa árs var þorskafli íslenska togaraflotans 23% minni en á sama tíma í fyrra og þorskafli bátaflotans um 18% minni. Á móti minnkandi þorsk- afla hefur komið lítið eitt meiri afli af öðrum en mun verðminni botn- fiskum og reiknað er með nær eng- um ioðnuafla á þessu ári. í þeirri áætlun, sem Þjóðhags- stofnun sendi frá sér nú í septem- bermánuði er gert ráð fyrir 16% samdrætti í framleiðslu sjávaraf- urða á þessu ári miðað við fast verðlag, og er þó í áætlun Þjóð- hagsstofnunar reiknáð með nokkru meiri botnfiskafla á síðustu fjórum mánuðum þessa árs heldur, en um var að ræða á sama tírna í fyrra. Menn geta út af fyrir sig deilt um það, hvort kalla eigi þetta aflabrest eða ekki - nafngiftin er ekki aðal atriði og víst gæti dæmið verið enn verra - en alvarlegt áfall hlýtur aflaminnkunin að teljast, ein út af fyrir sig hvernig sem málið er skqðað. Á sjónvarpsskerminum voru okkur í vikunni fluttar þær gleði- fréttir, að botnfiskaflinn yrði í ár sá næst mesti í íslandssögunni. Slík fullyrðing segir ákaflega takmark- aða sögu, nema hún sé skoðuð í samhengi við aðrar hliðar málsins, sem ekki voru nefndar í þessum Morgunblaðsfréttatíma sjónvarps- ins. Eins og áður sagði þá er stað- reyndin sú, að þótt reiknað sé með nokkurri aflaaukningu á síðasta þriðjungi ársins, þá verður hér samt 16% samdráttur í sjávaraf- urðaframleiðslunni á þessu ári, mælt á föstu verðlagi. Þetta þýðir ekki aðeins minni framlciðslu heldur en 1981, hcldur líka minni framleiðslu heldur en bæði 1980 og 1979. Hins vegar gerir Þjóðhagsstofn- un ráð fyrir, að sjávarafurðafram- leiðslan verði í ár lítið eitt meiri en hún var árið 1978 og er þá miðað við fast verðlag. Viðskipta- kjörin líka á botni Meðan miðað er við fast verðlag hefur dæmið hins vegar ekki verið reiknað nema til hálfs. Þótt fram- leiðslumagnið verði nú álíka mikið og fyrir fjórum árum - mælt á föstu verðlagi -, þá verður kaupmáttur þess gjaldeyris, sem við fáum fyrir framleiðsluna samt sem áður mun minni heldur en hann var árið 1978. Ástæða þessa er sú að síðan 1978 hafa viðskiptakjörin í okkar utanríkisviðskiptum versnað stór- lega og til að afla sama verðmætis í gjaldeyri sem þá, hefðum við því þurft mun meiri sjávarafla. - Verð- ið á þeim vörum, sem við flytjum inn til landsins hefur hækkað um Framleiðsluverðmæti Þjóðartekjur á mann

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.