Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982
ritstjórnargrcin_______________
í Vestur-Þýskalandi
Ný staða
Til skamms tíma virtist svo sent
flokkakerfið í Vestur-Þýskalandi
væri fastmótað og gæti fátt breytt
því. Tvær öflugar fylkingar, Sósí-
aldemókratar (SPD) og Kristi-
legir (CDU-CSU), tókust á um
forystuna og í oddastöðu var mið-
flokkurinn Frjálsir demókratar
(FDP). Ekki er mjög langt síðan
hann hafði um 13% atkvæða, og
var því ólíklegt að miðjumenn
hrökkluðustniður fyrir 5% at-
kvæða, sem er lágmarksstyrkur
flokks til aó fá þingsæti. 5%-
reglan hefur hingað til haldið úti
tilraunum smáflokka til að breyta
hinu pólitíska kerfi - um tíma
stóðu nýfasistar í NDP allnærri
því marki, en styrkur þeirra hefur
gufað upp síðan.
Græningjar í
oddaaðstöðu
Nú er lokið alllöngu stjórnarsam-
starfi kósíaldemókrata og Frjáls-
ra demókrata. Þegar þessar línur
eru skrifaðar er ekkert líklegra en
verið sé að samþykkja vantraust
á Helmut Schmidt kanslara og
minnihlutastjórn sósíaldemó-
krata, sem hefur setið skamma
stund eftir að FDP hljóp úr vist-
inni. En einmitt þessi tíðindi, sem
og úrslit í landshlutakosningum á
þessu ári, benda til þess, að nú sé t'
vændum meiriháttar breyting á
þýsku flokkakerfi, og þarmeð
hafa stjórnmál í Vestur-Evrópu
óneitanlega fengið á sig nokkuð
annan blæ, því Sambandslýð-
veldið er vitanlega sterkt ríki og
áhrifamikið um marga hluti.
Breytingarnar yrðu þær, að
Frjálsir demókratar dyttu út af
sambandsþingi, en í þeirra stað
kæmi flokkur umhverfisverndar-
manna, Græningjarnir, og gætu
ráðið því hverskonar meirihluti
skapaðist á þingi.
Þrjár ástæður
Til þessa liggja þrjár ástæður.
Frjálsir demókratar hafa lent í
mikilli klemmu við að hlaupa frá
fyrri samstarfsmönnum; flokkur
þeirra er klofinn um afstöðu til
stóru flokkanna, og fylgi hans fer
ört þverrandi.
Sósíaldemókratar hafa sjálfir
átt í innbyrðis deilurn um vígbún-
aðarmál, kjarnorkumál ogfleira,
sem hafa freistað margra, eink-
um yngra fólks, til að leita til
þeirra sem afdráttarlausastar
skoðanir hafa á þessum málum,
m.ö.o. til Græningjanna.
Baráttumál umhverfisverndar-
manna (í víðtækri merkingu orðs-
ins) eru áleitnari við almenning í
Vestur-Þýskalandi en mörgum
öðrum löndum öðrum, vegna
þess að landið er þéttbýlt, mjög
iðnvætt og eftir því mengað af
ýmislegum herkostnaði iðnaðar-
ins, þéttsetið eldflaugum með
kjarnorkusprengjum og kjarn-
orkuverum.
Rauðir
og grænir?
Nú eru Græningjar reynslulitl-
ir í stjórnmálum eins og það
heitir, og liðsmenn þeirra koma
úr ýmsum áttum. Þeir hafa gefið
mjög afdráttarlausar yfirlýsingar
um baráttumái sín í þá veru, að
þeir séu ekkert fyrir málamiðlan-
ir gefnir - og þar eftir ólíklegir til
stjórnersamstarfs við Sósíaldem-
ókrata, sem standa þeim að sjálf-
sögðu miklu nær en Kristilegir,
hvað sem öðru líður.
Samt sem áður er ástæðulaust
að útiloka þann möguleika, að á
verði komið einskonar „rauð-
grænni“ blökk til að stjórna
Vestur-Þýskalandi. Einn af tals-
mönnum vinstrimanna í Sóst'al-
demókrataflokknum, Peter von
Oertzen, skrifar nýlega grein í
Spiegel um þessa möguleika.
Hann minnir á það, að Sósíal-
r
Arni
Bergmann
skrifar:
demókratar hafi á síðustu flokks-
þingum byrjað að móta orku-
stefnu sem hafi aðrar áherslur en
hin fyrri stefna - sem var sú að
treysta á kjarnorkuver fyrst og
fremst. Hann minnir á, að einnig
Sósíaldemókratar séu hættir að
spyrja um hagvöxt án fyrirvara -
þeir hafi sjálfir borið fram víg-
orðin: „Hverskonar hagvöxtur?“
og „Manneskjulegur hagvöxtur".
Fleiri þættir gengju í þá átt að
brúa bilið milli Sósíaldemókrata
og Græningja, m.a. sameiginleg
andúð á ýmislegum afturhaldstil-
hneigingum í félagsmálum og
menningarmálum.
Von Oertzen veit að mörg ljón
eru í veginum, hann minnir á
ágreininginn um varnarmál og
segir líka, að Græningjar verði að
átta sig á því fljótt, ef þeir vilji
breytast í sértrúarsöfnuð á
skömmum tíma, að Vestur-
Þýskaland geti ekki blátt áfram
hlaupist út úr kapítalískri satn-
keppni á alþjóðlegum mörkuð
um, látið sem hún sé ekki til.
Það er ljóst að möguleiki á
samvinnu Sósíaldemókrata og
hinna „nýju vinstrimanna" sem
eru kjarni Græningjanna, verður
mjög á dagskrá á næstunni. Það
er mikil ástæða til að fylgjast vel
með framvindu þeirra mála. Það
eru meiriháttar tíðindi, ef til á-
hrifa í Þýskalandi kenrst pólitísk
hreyfing senr trúir því, að hægt sé
að bæta líf tnanna án þess að þær
breytingar séu fólgnar í því að
haldið sé áfrarn eftir því neyslu-
mynstri og þeirri hagvaxtar-
hyggju, sem hefur um langt skeið
fleytt rjómann af auðlindum jar-
ðar í fullkomnu fyrirhyggjuleysi
um framtíð mannfólksins.
-áb
Skipherrar kratafleytunnar upppgötva undarlcgan mannflukk, Græn ingjana...
Skrítiö og
skondið
Einu sinni var niðursetningskerl-
ing á Skarðsströnd innanverðri, en
á miðri Ströndinni heitir bær á
Krossi; en tveim bæjarleiðum utar
er Ballará. Nú kom, svo sem lög
gerðu ráð fyrir, að hreppaskilum
um haustið, og þá var sveitaró-
mögum skipt niður á bæi, og hlaust
svo til, að setja átti kerlinguna nið-
ur á Ballará. En þegar kerling
heyrði þetta varð hún hamslaus,
svo engu varð við hana tætt, og
sagðist aldrei skyldi þangað fara
ódregin og lifandi. Var þá gengið á
kerlingu, hvað að henni gengi, og
því hana hryllti svo við að fara á
þennan bæ, grandlaus og meinlaus
kerlingarkind, sem aldrei hafði
látið í sér krimta hvernig sem með
hana var farið. Þá kom upp úr kaf-
inu hjá kerlingu, að hún hafði ein-
hvern tíma heyrt sungið í Hallgríms
sálmum:
„Sálin má ei fyrir utan kross
öðlast á himnum dýrðar hnoss."
Þetta skildi kerling svo að hljóðaöi
upp á Skarðsströnd og yrði enginn
sæll sem þar byggi fyrir utan Kross,
en fyrir innan Kross þóttist hún
óhult um sálu sína.
Einu sinni var ógnarlega kjöft-
ugur karl, senr alltaf var eitthvaö
að mærða. Veðjuðu piltar nokkrir
við hann eitt sinn um það að hann
gæti ekki þagað heilan dag, og hétu
honum spesíu, ef hann gæti það.
Karli gekk öllum vonum betur að
þegja. svo hinir fóru að verða
hræddir um, að hann mundi vinna,
og leituöu því ýmsra bragða til aö
koma honum til að tala. Seinast
fóru þeir að segja hvor öðrum
sögur um það, að þeir, sem lengi
þegðu, misstu stundum málið. Þá
rauf karlinn þögnina og sagði:
„Ekki þori ég að þegja lengur, ég
veit ekki nema guð minn góður
strafti mig þá og taki af mér málið.“
íslendingar eru óforbetranlegir
grúskarar þegar sá gállinn er á
þeim. Auk þess hafa þeir öldum
saman verið með skrifkrampa.
Vart hefur maður mátt stynja á
Austurlandi án þess að það hafi
orðið að óhljóðum á Vesturlandi
og að sjálfsögðu þá þegar fest á
bók.
Sjálfur hef ég ekki farið varhluta
af þessu. Mínar bestu unaðsstundir
eru í kyrrð og ró yfir rykföllnum
skræðum á Þjóðskjalasafninu í
Reykjavík. Þar sitja mest gamlir
karlar og kerlingar og svo ungir
stúdentar. Sjálfur tilheyri ég hvor-
ugum hópnum og er ég því stund-
um að velta fyrir mér hvort ég sé
ekki hreinlega gamall fyrir aldur
fram.
Á mánudagsmorgun laumaðist
ég inn á Þjóðskjalasafnið til að
grúska svolítið, eiginlega ekkert
sérstakt, heldur bara til þess að
velta fyrir mér einhverju gömlu
mannlífi.
Það getur t.d. verið mjög gaman
að fletta gömlum manntölum og
íbúaskrám og velta fyrir sér ör-
lögum fólks. Göturnar í Reykjavík
eru til að mynda eins og þorp með
iðandi mannlífi. Bergþórugata í
Reykjavík fór að byggjast upp úr
1920 að ráði. í manntalinu 1. des-
ember 1919 eru þar aðeins 12 íbú-
ar, en ári síðar eru þeir orðnir 198.
Árið 1939 í lok kreppunnar eru
íbúar götunnar hvorki meira né
mrnna en 670 og árið 1950 eru þeír
Örlög
enn ekki færri en 588. En svo fer að
fækka í húsunum og í íbúaskrá frá
árinu 1977 eru aðeins 260 íbúar
eftir við Bergþórugötu og þó eru
íbúðirnar líklega ívið fleiri en voru
1939. Fátt lýsir betur breyttum lífs-
háttum Reykvíkinga.
Á fyrri hluta aldarinnar var
Reykjavík fyrst og fremst innflytj-
endabær. Þeir sem settust að við
Bergþórugötu upp úr 1920 voru
við Bergþórugötu
nær undantekningarlaust utan af
landi. Þar ægði saman mannlífi af
öllum landshornum. I húsinu nr. 2
voru tvær verkamannafjölskyldur,
ættaðar af Skeiðum, frá Stokkseyri
og úr Holtum. í nr. 2a var trésmið-
ur úr Grafningi, og kona hans af
Rangárvöllum, verkamaður úr
Andakílshreppi, ráðskona hans úr
Hrunamannahreppi, skólakennari
úr Hörglandshreppi og kona hans
úr Mosvallahreppi. í nr. 4varslátr-
ari úr Ögurhreppi og kona hans úr
Vatnsfjarðarhreppi og skógfræð-
ingur úr Jökulsárhlíð og kona hans
úr Hólahreppi.
Þannig má fara hús úr húsi. Eng-
inn er fæddur í Reykjavík nema þá
helst börnin.
Svo má fara að ímynda sér örlög.
Þarna hefur örugglega verið sér-
kennilegt fólk innan um og saman
við; sumir sárafátækir, aðrir sæmi-
lega stöndugir, engir ríkir. Þarna
hefur verið barnakös og margt
brallað. Gatan eitt forarsvað og
rottur að húsabaki. E.t.v. búa ein-
hverjir af upphaflegu frumbyggj-
um götunnar í henni enn. Þeir gætu
sagt gjörvalla sögu hennar. Hún er
efni í heila bók, ekki síður en saga
Þingeyrar eða Breiðdalsvíkur.
Kannski verður það bókin mín.
Guðjón.