Þjóðviljinn - 02.10.1982, Page 13

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Page 13
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Reinforced Areas Sérstök stálstyrking grindar sem eykur öryggi ökumanns og farþega. Þá er í Tercelnum nýtt fjöðrunarkerfi sem gefur lengri og betri fjöðrun, endurbætt fram hjóladrif og hemlakerfi. Bíllinn tryggir sjálfkrafa minni bensíneyöslu og jafnari gang meö innbyggðum hitajafnara Fleiri nýjungar hefur Tercel að geyma sem sölumenn okkar vildu gjarnan útskýra. Viðurnefni í Reykjavík Alþekkt er það fyrirbæri að fólk sé uppnefnt eða hafi viðurnefni, og lifir slíkt ennþá góðu lífi í þorpum og kaupstöðum út um allt land. Reykjavík og nágrenni er þó orðin of fjölmenn. Viðurnefni tíðkast ekki lengur nema þá í litlum mæli og í þröngum hópum. Öðru vísi var það um síðustu aldamót. Þá var Reykjavík álíka fjölmenn og Keflavík er nú og full af sérkennilegu fólki sem flestallt hafði sín auknefni eða kenningarnöfn. í þann tíma var ekki komin vatnsveita í bæinn og allmargt fólk sem hafði það að atvinnu að bera vatn úr brunnum í heimahús. Það voru vatnsberarnir, flestir all- sérkennilegir í hætti og klæða- burði. Einhver sá frægasti var Sæ- fínnur með sextán skó. Hann bætti aldrei garma sína, en klæddist hverri druslunni yfir aðra og fékk viðurnefni sitt af því. Aðrir vatns- berar voru t.d. Gunna grallari, Jón smali, Álfrún í Sundi, Gvcndur vís- ir, Sigga blaðra, Jón boli og Krist- ján krummi. Þá settu svip sinn á bæinn flæk- ingar og auðnuleysingjar. Þar má nefna Eyfa tónara. Hann fékk við- urnefni sitt af því að hann söng og tónaði af mestu ánægju gegn gjaldi, sem að honum var rétt, stundum tveim, fimm eða tíu aur- um, eða þá kringlu, skonroksköku eða matarbita. Stundum var hann látinn stíga upp á kassa eða tunnu- botn og klæðast kvenpilsi í hempu stað. Hóf hann svo upp raust sína og tónaði all-prestlega: Gekk ég upp á hólinn leit ég ofan í dalinn þar sem langhala lék sér við sauðinn o.s.frv. hans var kölluð Gunna gála og var hann mjög hræddur um trúleik hennar við sig og víst ekki að á- stæðulausu. Siggi gamliskjóni fékk viður- nefni sitt af gráum flekkjum í hári og skeggi. Hann vandi komur sínar í Svínastíuna og var allmikill drykkjumaður. Hann bar höfuðuð hátt og fannst mikið til sín og leit á félaga sína fremur niðrandi augnaráði eins og þeir væru hálf- gerðir undirmálsmenn, sem hann ætti alls kostar við, ef þeir væru nokkuð að snúa upp á sig. Siggi gamliskjóni var glaðvær hávaða- maður og gekk um Svínastíuna með miklum umslætti, sítalandi við hina gestina og sagði ýmsar sögur af sjálfum sér og frægðarverkum sínum, bæði ásjóoglandi. Gortaði hann mikið af fræknleik sínum í glímu og var óspar á að bjóða mönnum í eina bröndótta til að sanna mál sitt. En aldrei var því boði tekið. í Brunnhúsum við Suðurgötu bjó Einar stopp. Hann var skjótur til viðbragða og svo hraðmæltur að erfitt var að skiija mál hans, og not- aði orðið stopp í tíma og ótíma. Næstvestasti bærinn í Hlíðarhús- um við Vestugötu var kallaður Sund. Þar bjuggu þau saman Gvendur vísir og Álfrún vatnskerl- ing. Hann hafði þann starfa að vera aðstoðarmaður hjá Skotfélagi Reykjavíkur og stóð þá fyrir aftan skotvörðuna meðan skotið var frá Skothúsinu (sbr. Skothúsveg) og ganga svo fram fyrir vörðuna og tilkynna með veifu hvar í hringreit skotskífunnar byssukúla skot- mannsins hafði lent. Fékk hann viðurnefni sitt af því. Álfrún stund- aði vatnsburð árið um kring og naut stundum aðstoðar Gvendar þegar annasamt var. Alltaf gekk hún þá á undan Gvendi og leit oft við til þess að hvetja hann áfram, því að hún kunni illa seinagangi hans. Vakti ferðalag þessara ólíku persóna jafnan nokkra eftirtekt. Ekki voru það ástarorð sem hún talaði til Guðmundar, og dugðu þó illa, því að maðurinn var hinn mesti letingi. ar» Hann tónaði einnig ýmis konar tækifærisræður sem gárungarnir höfðu samið fyrir hann og kennt honum. Svipað viðurnefni fékk Gvendur dúllari. Hann dúllaði gegn gjaldi. Það var eins konar jóðl. Björn flogaveiki var skurðhagur og smíðaði og seldi göngustafi með útskornum handföngum. En svo sérvitur var hann að hann fékkst ekki til að gera öðru vísi handföng en í ljónsmynd. Gvendur pati var svo kallaður af því að hann hafði þann kæk að vagga um með lyfta hægri hönd, sem hann otaði fram eins og hann væri alltaf að benda á eitthvað framundan. Gvendur rölti milli búða og sníkti rúsínur, gráfíkjur og kandíssykur og hafði alltaf sama formálann við búðarfólkið: „Gefðu mér eina mæru.“ Og þá var það Þórður Alamala. Af honum gengu margar sögur um afreksverk er hann hafði unnið á blómaskeiði ævinnar, en hann var talinn með sterkustu mönnum bæjarins. Honum þótti sopinn góð- ur og var tíður gestur í Svínastí- unni, veitingastofu við Aðalstræti. Ekki er vitað af hverju hann fékk þetta auknefni, en eftir að kvæðið: „Þótt deyi aðrir dánumenn, loff Malakoff" varð vinsælt, breyttist auknefnið í Þórður Malakoff. Réttu nafni hét hann Þórður Árna- son og bjó í einhverju kotanna í Skuggahverfi. Hogensen lóðs átti heima í Dúks- koti. Hann var klæddur græn- leitum hálfsíðum klæðisfrakka með gylltum hnöppum og var hinn keikasti þegar hann stikaði um hlaðið framan við kotið og var auðséð að hann fann töluvert til sín. Réttu nafni hét hann Kristján Hákonarson og sagðist hafa fengið Hogensens-nafnið og einkennis- frakkann hjá útlendum skipstjóra í viðurkenningarskyni fyrir frábært starf sitt sem hafnsögumaður og að koma skipi hans heilu í höfn. Krist- ján var mjög drjúgur yfir afreki þessu og krafðist þess eindregið að vera titlaður Hogensen lóðs, þó að vísir teldu víst að hann hefði aldrei hafnsögumaður verið. Ráðskona Reinforced Body Construction Jón Sinnep Að lokum skal hér sagt frá kven- manni er kölluð var Manga dauða- blóð. Ekki kom nafngift þessi af því að hún væri sériega seinlát eða let- ileg í framkomu, því að hún gekk ævinlega mjög hratt og léttilega um göturnar. Hún var með tinnusvart hár og skolbrúnt andlit og var suð- ræn í útliti. Manga hafði mikið dá- læti á skærum litum og notaði því marglitan höfuðklút, grænt slifsi og rauða svuntu. Á rölti sínu um bæ- inn leit hún við og við snöggt í kringum sig, eins og hún ætti von á að einhver fylgdi sér eftir til þess að Gvendur dúllari hrakyrða hana eða gera henni mein, og stóð svo kyrr litla stund. Síðan hélt hún aftur leiðar sinnar, og tautaði ýmis blótsyrði og skammaryrði um menn og málefni, sem hún hafði andúð á. Ef hún var spurð að heiti, svaraði hún ævin- lega: „Ég heiti Manga og er frá Moskó" (þ.e. úr Mosfeilssveit). Svo sleit hún samtalinu og var horf- in áður en spyrjandinn gat borið fram fleiri spurningar. (GFr^-Byggt á bókinni Minning- ar og svipmyndir úr Reykjavík eftir Ágúst Jósefsson prentara). 1983 Extensivety Rustproofed Body Components TOYOTA UMBOÐIÐ P. SAMÚELSSON & CO. HF. NÝBÝLAVEGI 8 — KÓPAVOGI SÍMI 44144 BLÁFELL SF. DRAUPNISGÖTU 7A AKUREYRI — SÍMI 96-21090 Verðskulduð athygli... Nýtt yfirborö bíla vekur alltaf athygli, en Tercelinn hefur einnig hlotiö veröskuldaöa athygli fyrir þaö sem undir yfirboröinu er. Þar vildum viö sérstaklega benda á: Hitagalvaniserað ,,boddý“ sem varnar ryðskemmdum og stuðlar að aukinni endingu bílsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.