Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 14

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982 bókmenntir Rykkorn í geimnum Jón frá Pálmholti: Heimsmyndir. Letur 1982. Pessir textar Jóns frá Pálmholti eru blátt áfram aðgengilegir, lausir við tilgerð en líka fara þeir á mis við þann háska, þá áhættu sem gerir þá tilþrifamikla. Jón er oftar en ekki á sígildum slóðum skálda, sem spyrja hvað þeir geti komið höndum og orðum yfir í heimi þar sem ekkert er tryggt og við vitum ekki hvað verður um „okkar dag- lega stríð“, né heldur hvað tekur við ef svo ólíklega fer að vonir mannsins rætast („Sigurgleði", „Vegferð"). Og svörin eru einföld og sígild, svo langt sem þau ná: Pessi kvöld, þessir dagar eru mín eign og verða hluti af mér á meðan andráin varir. Tónninn er dapur, angurvær, það er kalt á okkar tímum þessum „undarlegu kornum í geimnum" sem menn eru („Vegferð") og eng- inn veit hvert vegurinn liggur („Leit"). Jón frá Pálmholti fer oft- ast þokkalega með þessi efni, hann gerir sig ekki sekan um smekk- leysur, en hann vantar tilfinnan- lega sérstöðu, málfarslega, mynd- ræna, til að lyfta þessum heimstrega, gera hann áleitnari við lesandann. Ymsar tilraunir til að gera hugblæ þessa kvers eins og áþreifanlegri stefna í jákvæða átt eins og samlíking síldartunnu og mannlífs („Sumir menn II") - og mætti hún þó vera útsmognari og ýtnari. Þá eru líka einkar geðfelldir ýmsir minningatextar um þá daga, sem höfðu lit og hljóm, en eru liðn- ir og koma ekki aftur. Eða þá um góðan vin („Pétur Pálsson"). Nokkur kvæðin eru rímuð og bera því vitni að Jón frá Pálmholti er einn þeirra sem ekki verða mætri hefð til vansa. Nokkuð óbundnara er elskulegt hefðarljóð um þau ei- lífu tíðindi að þótt kalt sé er ástin hlý sem fyrr: Eins og fljúgi fuglar brúnir firðblátt yfir haf og sumaralda létt í logni leiki upp við strönd Mjallhvít lömb í grœnu grasi gantist ærslafull Sé ég innst í augum þínum iða fjölbreytt líf. ÁB. Ofmat á fjölmiðlum Jón frá Pálmholti. Nú er það ekki nema rétt, að Sovétmenn hafa, eins og aðrir risar, úti mörg spjót til að reyna aðhafa áhrif á fjölmiðla,hagræða fréttaflutningi af stórtiðindum séri hag og þar fram eftir götum. Og nokkur sannleikskjarni er i þvi, að Rússar hafi nokkra þá möguleika i þessari iðju sem vestrænir fjölmiðlar hafa ekki, þvi að siðarnefndir eru „opnir” en þeir sovésku undir ströngu eftirliti. (Svo ströngu reyndar, að margir sovétborgarar hafa til- hneigingu til að halda að þeir séu alltaf að ljúga — lika þegar þeir segja satt). En hvað sem þvi liður: allar áherslur þessa póli- tiska reyfara eru jafn gróf ein- földun og allt annað sem hann er smiðaður úr. Brenglað mat Tökum dæmi. Fjölmiðlar á Vesturlöndum áttu sannarlega nokkurn þátt i þvi að Bandarikin töpuðu Vietnamstriðinu — en það var ekki vegna þess að þeir væru fjarstýrðir af Rússum, eins og bókin gefur til kynna, heldur fyrst og fremst vegna þess að þeir voru á staönum og „sjónvörpuðu beint”. Og Iran datt heldur ekki út af bandarlsku áhrifasvæði vegna þess aö Sovétmenn væru ógnarlega sniðugir i áróðurs- striði, heldur vegna innri and- stæðna i landinu. (Keisarinn iranski var reyndar á sinni tið mjög iðinn við að teyma erlenda fréttamenn um land sitt i lævis- lega skipulögðum boðsferðum og hressa upp á velvild þeirra með kampavini og kaviar — en það kom honum að litlu haldi þegar réttrúnaður ajatollanna greip lýðinn heljartökum). Og svo mætti lengi telja. Fleiri skrifa reyfara en Njús- vikingar. Rússar hafa að sinu leyti haft gaman af þvi að setja saman bækur og stundum i skáld- söguformi, þar. sem sýnt er hvernig vestrænar útvarps- stöðvar og fréttamenn draga á tálar og æsa upp Tékka og Slóvaka eða þá Pólverja — allt i samvinnu við leyniþjónustur. Þeir reyfarar eiga sér sjálfsagt þann sama sannleikskjarna og sá sem hér er á minnst: áróöur er reyndaður stundaður sem og njósnir. En reyfararnir eiga það lika allir sammerkt, að þar kemur fram mikið ofmat á fjöl- miölum og áróöri og eftir þvi til- hneiging til vanmats á þeim af- glöpum, sem eru fyrst og siðast sjálfskaparviti ráöamanna. ÁB Arnaud de Borchgrave og Robert Moss: Óhæft til birtingar. Hersteinn Pálsson þýddi: AB. 1982 Reyfarann hafa menn notað til að stytta sér stundir, vitanlega, og kannski til einskonar lifsflótta um leið. Að minnsta kosti hefur það oft verið sagt, að reyfurum sé ætlað að láta hvunndagsfólk gleyma grámósku og tiðindaleysi daganna i stórfenglegum ástum, hrikalegum glæpum og afrekum eða þá flókinni morðgátu. En menn hafa lika reynt að nota reyfarann til annarra hluta. Sakamálasöguflokkur Maj Sjö- vall og Pers Wahlöös var skrif- aður m.a. i þvi skyni að koma á framfæri,frá vinstri, vissri gagn- rýni á samfélagið. Og reyfari sá sem Almenna bókafélagið gaf út fyrir skemmstu eftir Newsweek- manninn Arnaud de Borchgrave og Robert Moss hefur lika póli- tisku hlutverki að gegna. Hann á að sýna fram á það, hvernig and- varaleysi, rugluð hugsjónastefna, hégómadýrð, veikleiki fyrir stór- fenglegu svalli og fögru holdi og margt fleira auðveldi Rússum áróðursstrið, sem ætlað er að grafa undan Vesturlöndum. Einkum og sérilagi er lögð þung áhersla á að það sé lifshættulegt að blaðamenn séu að hnýsast um of i störf bandarisku leyniþjón- ustunnar CIA, þvi þá verði hún máttlaus andspænis sovéskum kollegum i KGB. Mikill háski Þær syndir og yfirsjónir sem fyrr voru nefndar safnast i reyfaranum saman um það að koma Bandarikjunum út á ystu nöf: mjög háttsettir menn i stjórnkerfi landsins eru orðnir so- véskir njósnarar og stýra þeir handbendum sem siðan hafa mikil áhrif á fáfróðan og vilja- lausan forseta. En vitanlega þarf reyfari að fá góðan endi. Enn standa nokkrir máttarstólpar hins vestræna heims uppréttir: góðu háttsettan sovéskan leyni- þjónustumann, sem hefur ánetj- ast ljúfu lifi á Vesturlöndum, til að strjúka og getur hann ljóstrað upp um Samsærið Mikla um að blekkja fjölmiðla og grafa undan vestrinu. Gróf einföldun Það er ljóst að hér er kominn reyfari af heldur frumstæðu tagi: persónurnar eins og fljóthöggnar með öxi, einn, tveir, þrir, at- burðarásin saumuð með hvitum þræði, æsileg myrkraverk krydduð með nokkuð tiðum uppá- ferðum og þar fram eftir götum. Samt hefur þessi bók fengið virðulegtumtal hér og þar, vegna þess að hún er talin flytja vissan sannleika um áform og aðferðir annars þeirra risavelda sem mestu ráða i heiminum. Stuttljóð Raunsæ lifspcki. Textar: Sveinn Bergsveinsson Teikningar: Halldór Pétursson Sjálfsútgáfan er dugleg, ekki sist i kveðskap, og verða þar mörg tiðindi.stórog smá. Ein eru þau að Sveinn Bergsveinsson pró- fessor úti i' Berlin setur á prent stutt ljóð — athugasemdir um ástamál, framamál, áfengisbölin, iðjuleysi, svefnleysi og það aö fara mannavillt. Bókmenntateg- undin er „rimuö dagblaðafyndni” eins og einu sinni var sagt, bæði kveðskapnum og dagblöðunum til hróss. En hefur reyndar ekki náð verulegri fótfestu i islenskum blöðum, nema i Alþýðublaöinu i nokkur ár. Spegillinn var hins- vegar iðinn við að birta slikan kveöskap meðan hann var og hét. israelsku leyniþjónustunnar (CIA er i molum eftir margar afhjúp- anir) Þessir menn eru enn harðir i vestræn horn að taka. Og fá þeir Það er geðsleg tilbreyting að rifja upp svona skáldskap upp úr sjáifúthellingu og töffaraskap samtimans. En vist eru stuttljóð Sveins misjöfn. Hagmælskan er honum stundum óþæg, honum er sjaldan lagið að ydda tiltekna hugmynd svo hún biti, athuga- semdirnar verða einatt of al- mennar og þar með blátt áfram of hvunndagslegar. Þetta á til dæmis við um visu af fé og frama, um náunganna sem „olbogast fram i æsku þinni alltaf með á nótunum”, og er oröinn sendi- herra eftir tvær linur i viðbót. Lifsspekiviðleitnin fer lika heldur illa með Svein þegar hann dettur i það að vera hátiðlegur: Sá vinnur mest sem veit sitt ráð og vill þvi una Með hraði fæstir hafa náð i hamingjuna r Arni Bergmann skrifar Ein af skemmtilegum smámyndum Halldórs Péturssonar við Stuttljóð. Bestur er Sveinn Bergsveinsson i stuttljóðum þessum þegar góð- látleg og rembulaus gamansemi ber áfram notalegar vangaveltur um lifsins aðskiljanlegu náttúrur eins og I þessari „núllspeki”: Ymsir lifa ævi sina án þess að vita það. Aðrir lifa ævi sina án þess að geta það Og kunna alla ævi sina ekki að meta það. Eða i þokkalega formuðum ei- lifðarsannindum: Astin vekur unað, trega ástin hefur margan blekkt Astin varir eiliflega cn andlagið er breytilegt. Eða þá i skemmtilegum þver- stæðum eins og þessari úr ljóði um kommann sannfærða sem ótt- ast um nýfundinn sannleika: Forðaðu mér,.guð faðir frá þvi að snúast til kristni sem minnir á skrýtluna góðu um guðleysingjabarnið sem sagði við gamla konu: amma, veit guð að við trúum ekki á hann? AB bandariskur þingmaður og for- setaefni, serbneskættaður öryggismálaráðgjafi forsetans og blaðamaðurinn Hockney, sem hefur séð i gegnum eigin vinstri- villur á dögum Vietnamstriðsins. Fá þeir liðveislu enn óspilltra starfsmanna bresku, frönsku og

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.