Þjóðviljinn - 02.10.1982, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Qupperneq 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982 Lárus Ýmir aö Ijúka við nýja kvikmynd í Svíþjóð Boðið upp í dans (Ljós mynd Stefan Ljungberg) Á upptökustað, eyðibærinn Hennálen í Norður-Svíþjóð, — Þetta var allt saman til- viljun. Ég var staddur úti i Svi- þjóð til að pakka niður búslóðinni. Tveir menn höfðu samband við mig og spurðu hvort ég vildi ekki gera kvikmynd. Þetta voru þeir kvikmyndaleikstjórarnir Jonas Cornell og Per Berglund. Þessir menn höfðu tekið að sér það verk- efni að hafa uppi á nýjum leik- stjórum og miðla verkefnum til þeirra fyrir hönd sænsku kvik- myndastofnunarinnar. — Til útskýringar er máske rétt að geta þess að sænskar kvik- myndir hafa legið undir ámælum um að vera leiðinlegar. ófrióar og hver annarri Iik. Skýringin er talin vera sú, ekki sist af Svium að skrifræðið sem veitir fjár- magni i kvikmyndir tekur ekki afstöðu eftir listrænum kröfum, heldur þykir meira hafa borið á þvi að myndir sem fjalla um eitt- hvað ákveðið, svo sem stöðu kon- unnar eða eitthvað i þeim dúrnum, hafi helst átt upp á pall- borðið hjá þeim sem sjá um út- hlutun styrkja. Þannig hafa handrit verið frekar ákvarðandi um hvaða myndir fá peninga og hverjar ekki. Til að gera langa sögu stutta, þá buðust áður- nefndir tveir heiöursmenn til þess, að reyna nýja leið, enda báðir þeirrar skoðunar að sitt- hvað sé að skrifa handrit og gera góða kvikmynd. Þeir tóku það að sér að hafa uppi á tveimur leik- stjórum til að gera tvær kvik myndir i tilraunaskyni, svona rétt til að athuga hvort ekki kæmist ferskari andi i sænskar kvik- myndir. Einhverja nasasjón höfðu þeir haft af „Búrfuglinum” i sænska kvikmyndaskólanum myndinni sem ég gerði til loka- prófs auk þess sem þeir höfðu kennt mér þar. Þeir veðjuðu sem- sagt á hestinn mig. — Til að byrja með unnum við að tveim kvikmyndahandritum. Ég vann að öðru þeirra eftir skáldsögunni „Augnablik I einu” eftir Gerda Antti, en að hinu vann Lars Lundholm, sem einmitt hafði unnið með mér að handrits- gerðinni að„ Búrfuglinum ”. Snemma á þessu ári var ákveðið aö halda áfram með vinnslu handrits Lundholms og hlaut það samþykki allra hlutaðeigandi. — I maibyrjun er svo ákveðið að gera kvikmyndina, fá leikara, gera samninga við þá og annað starfsfólk. — Peningamálin? Mestur hluti fjárins til kvikmyndarinnar er fenginn úr venjulegum sjóðum. Dreifingarfyrirtækið Sandrews kostar svo afganginn. Myndin kemur til með að kosta á milli 5 og 6 islenskar miljónir. Það þykir frekar ódýr mynd. — Myndin sem er i svart/hvitu, fjallar um ferðalag tveggja kvenna, samskipti þeirra og skilning þeirra á þeim sjálfum og öðrum. Önnur er ung listamann- spira, sem túlkar veruleikann fremur en að upplifa hann. Hin er eldri og reyndari og er I mjög góðu jarðsambandi, öndvert við þá yngri. — Við fylgjumst með þeim frá þvi þær hittast og þar til þær skilja. Þegar þær skilja stendur eitthvað sérstakt eftir, eitthvað annað en hagnaðurinn sem þær hafa haft af samskiptunum. Reyndar hafa þær reynt að not- færa sér hvor aðra á ferðalaginu. En hvað sem þvi liður, þá situr reynslan eftir — og hvað er hún eiginlega? — Nei, þetta er ekki Sviþjóð 1982. Þessi saga er ævintýri hafið yfir timann og stilfært fyrir filmu. — Jú, það gerist ýmislegt á ferðalaginu. Þær hitta marga á þessari vegferð, yfirleitt einmana manneskjur, marga karlmenn. Þær eru á ferð um einmanalega. veröld. Og fólkið á vegferðinni er oft grátbroslegir karakterar. Sú eldri er á leiö til bernskustöðva sinna, til föður sins þar sem eitt- hvað biður hennar, uppgjör eða von. Hin yngri er leitandi að upp- lifun, upplifun i ferðalaginu sjálfu og á sér ekki annað markmið en „fara eins langt norður og hægt er”, einsog hún segir sjálf. — Jú, það er islenskur leikari i myndinni, Sigurður Sigurjónsson. Hann leikur sniðugan vinnu- mann, sem þær taka upp i bil sinn. Úrinu hefur verið stolið af honumog hann er að segja þeim sinar farir ekki sléttar. — Aðalleikararnir, stúlkurnar tvær, eru báðar sænskar. önnur þeirra ung og upprennandi leik- kona heitir Lisa Hugoson. Hin er með þekktari leikkonum svia, Kim Anderson primadonna á Pistol-leikhúsinu i Stokkhólmi. Hún er fádæma góður túlkandi, hefur til að mynda leikið konu Darió Fós af miklum krafti. Og Darió Fó hefur mikið dálæti á henni. Hún kemur til með að frumflytja nýjasta verk Daríós, tveggja manna leikrit sem hann skrifaði sérstaklega með hana i huga. Hún er mjög „ósænsk” — eins og reyndar kvikmyndin min er lika. — Hópurinn sem vann kvik- myndina var mjög samstæður. Viö vorum 16 til 17 talsins á ferða- laginu, og upptökurnar hófust i lok júni og lauk 20. ágúst. Það var hrein opinberun að vinna með Lárus Ýmir óskarsson leikhúsmaður og kvikmynda er að Ijúka við að gera kvikmynd í Svíþjóð. Lárus Ýmir hefur leikstýrt sviðsverkum hér á landi, auk þess sem hann hef ur komiö ná lægt kvikmyndagerð fyrir sjónvarp. Lárus Ýmir lærði til kvikmynda í Svíþjóð þar sem hann gerði myndina ,, Búrfuglinn" til lokaprófs. Og á þessu ári hefur hann gert langa kvikmynd „Andra dansen" í Svi- þjóð sem væntanlega verður tekin til sýningar i kvik- myndahúsum í Sviþjóð og hérlendis í febrúar-mars á næsta ári. Við báðum Lárus Ými að segja okkur af þessu ævintýri þegar hann átti stutta viðdvöl hér á landi fyrir nokkru. „Að dansa er að líkja eftir hreyfingum himintunglanna“. Frá vinstri: Lisa Hugosson, ; Hér spjlaði Char,ie ParkeC,. Lisa Hugosson. (Ljósm. Stefan Ljungberg). Tommy Jonsson og Kim Anderzon. (Ljósmynd Jan Persson).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.