Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 20

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Síða 20
20 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982 d»9urtonlis« Killing joke Frekar litið hefur heyrst i Killing joke uppá siðkastið eftir allt irafárið sem varð eftir brotthlaup Jaz úr hljómsveit- inni. Eins og flesta rekur minni til skolaði kappanum hér á land og hóf hann samstarf við hluta „Þeysara” undir nafninu Ice- íand. Fljótlega fór allt i bál og brand en eftir liggja upptökur af fjórum lögum sem óvist er hvað verður um. Eftir að samstarf „Þeysara” og Jaz fór út um þúfur hóf hann á nýjan leik samstarf við Geordie fyrrum félaga sinn úr Killing joke. Til liðs við sig fengu þeir Birgi Mogensen bassaleikara Spila- fiflanna, sögusagnir hermdu að annaðhvort Kenny Morris, gamli Siouxie and the Banshees trommuleikarinn, eða Louke, úr Theatre of hate yrðu i hljóm- sveitinni. Hinn helmingur Killing joke, Youth og Paul, stofnuðu hljóm- sveitina Brilliant, en áður en Jaz og Geordie i „Turnherberginu” á Hótel Borg. Ljósm. -gel- hún komst á legg gekk Paul til liðs við þá Jaz og Geordie. Youth lét þó ekki deigan siga og nýverið kom Brilliant fram i fyrsta sinn. Birgir Mogensen hvarf á braut eftir skamma dvöl og i hans stað var fenginn bassaleik- ari sem gengur undir nafninu Mr. Raven. Seinustu fréttir af Killing joke herma að hljómleikaferð þeirra um England og Bandarikin ætli að slá fyrri met hljómsveitar- innar. Aðsóknin á hljómleika þeirra hefur verið slik að þeir hafa þurft að flytja tönleika i stæéri sali til að koma öllum að sem vilja. Samstarf „Djókaranna” við útgáfufyrirtæki sitt virðist eitt- hvað málum blandið og sagði Valli i Frœbblunum OKKAR Á MILLI í kulda og trekk haustsins - Fræbbblarnir? Fyrsta pönkhljóinsvcitin á íslandi. - Pönk? Ég hélt að það væri eitthvað róttækt. Svo eru þessir F’ræbbblar ekkert nema hclvítis íhald ... og jafnvel fasistar. Og þessi Valli, maður. Hann hcldur nú einu sinni ekki lagi! ... Annarser bandið ágætt út af fyrir sig... þeir ættu baraað reka söngvarann... Eitthvað þessu líkt mælir hinn venjulegi og líka sá hin vinstri- sinnaði poppáhugamaður, og tckur jafnvel dýpra í árinni, og líka hinn þar yfir og allt um kring úlpu klæddi skólamaður (Valli á líka úlpu). Og poppgagnrýnandi sagði eftir nýlega afstaðið Mela- rokk að ætluðu Fræbbblarnir að láta taka sig alvarlega ættu þeir að reka söngvarann. Hins vcgar hefur þcssum „vonda söngvara“ verið hælt í hástert fyrir kvik- myndaleik í nýjustu íslensku kvikmyndinni: Okkar á inilli í hita og þunga dagsins, mynd eftir jafnvcl enn verri söngvara (?), Hrafn Gunnlaugsson. Maður fer að trúa stærðfræðikennaranum, þótt úr máladeild sé: tveir mínus- ar verða einn plús! En verri rök- semd getur poppskríbent Þjóð- viljans varla haft til að tala við nokkurn mann: - Heyrðu, Valli minn. Af hverju ertu að strcðast við að vera að syngja þetta með Fræb- bblunum fyrst fólk segir að þeir væru betur komnir án þín? Þar að auki crtu álitinn úrvals kvik- myndaleikari. F>tu ckki á rangri . hillu? - Ég væri nú ljóti hálfvitinn ef ég færi að eitast við að þóknast einhverjum óskilgreindum al- menningi. Auðvitað er ég^hvorki óperu- né „Heavy-metal" (þung- arokkjsöngvari. Minn söngur er bara sá söngur sem mér finnst falla að Fræbbblunum hverju sinni. Og ég stend mig mjög vel í því hlutverki, annars fengi ég ein- hvern annan til þess. Ég ætti nú ekki 'annað eftir en að fara að breima eins og hás högni á lóðaríi í 20 stiga gaddi, eins og margir Óperu-„heavy-metar söngvarar gera. Það er meira að segja dá- lítið kómísk sjón; Gæinn í spot- light, í sexí-stellingu, þenur alla vöðva í lungum og hálsi til að framleiða óhljóð sem þess vegna gætu komið úr vélsög. Sannfærð- ur um að annar hver kygpmaður í salnum eigi bágt með að halda vatni. Og það sem meira er, hann hefur líkast til rétt fyrir sér. Og þetta meö leikinn. Hrafn á Jaz að skuld þeirra fyrir út- komu Revelation næmi 70 þús- und pundum og væri þessi tala með öllu óskiljanleg. Skömmu eftir hvarf Jaz i vor kom út breiðskifan Revelation Hún hvarf hálfpartinn i skugg- ann af brotthlaupi Jaz og er það synd, þvi að platan er tvimæla- laust það besta sem hljóm- sveitin hefur gert til þessa. Til liðs við sig fengu þeir þýska upptökustjórann Conny Plank, en hann er af mörgum talinn einn besti upptökustjóri sem starfandi er i dag. Killing „djókarnir” fara á kostum á þessari plötu. Sem fyrr ber mest á mjög taktföstum og þungum trommuleik og sér- kennilegu gítarspili. Tónlist Killing joke skapar sérkennileg hughrif, hún magnar upp innri spennu og er engin furða að að- dáendur þeirra i Englandi skuli vera sagðir þeir verstu þar i landi, og kalla þó Englendingar ekki allt ömmu sina, Revelationer með magnaðri plötum sem út hafa komið á þessu ári og verður erfitt fyrir hina endurbornu Killing joke að halda merki fyrirrennara sins á lofti. nu meira skilið af hrósinu en ég. Hann er virkilega góður leik- Stióri. ög ég meina virkilega GÓÐ- UR. Hann veit hvað hann vill og ef eitthvað er að þá er hann fljótur að finna hvar vitleysan liggur og benda á. Og þetta tekst honum án þess að þvinga leikar- ann of mikið. Nú, og svo var ekki svo lítils virði að hafa Benna við hliðina á sér. Einstakur karakter. - Vissirðu um efni myndarinn- ar í heild þegar þú byrjaðir að leika í henni? - Jú, auðvitaö. En hún breyttist mikið í vinnslu. Annað hefði verið óeölilegt viö svona mynd. Hrafn var meö það á hreinu hvað hann ætlaði að segja, en hann var líka alltaf tilbúinn að hlusta á nýjar hugmyndir um að koma því tll skila og var alltaf vakandi sjálfur. Ég hugsa að neikvæða gagn- rýnin sem myndin hefur fengið sé um leið mesta hrósið. Fólk hefur verið að eltast við ótrúlegustu smáatriði til að skammast yfir í máttvana reiði sinni yfir að myndin skyldi heppnast svona vel. Það má bara alls ekki viður- kenna að Hrafn hafi gert svona góða mynd. Sjáðu hvað er verið að gagnrýna. Of margar Tropicana-fernur, sólin einhvern tíma vitlíiust staðsett miöað við íslenskt landslag, sóðaleg morö (?), aukapersónurofóskýrar, tal- ið óskýrt, einhver dansar ekki í takti einhvers staðar, myndavélin notuð of mikið, handritið ó- skýrt... svei mér þá... Heldurðu að það hefði ekki orðið skemmtileg og eðlileg mynd þar sem allir töluðu eins og í fimmtudagsleikriti í útvarpinu, drykkju og reyktu ónáerkta vöru, allt væri slétt og fellt, enginn kæmi við sögu sem ekki hefði sál- fræðing við höndina til að útskýra sinn karakter, og allt væri mynd- að eins og leiksvið í leikhúsi, og enginn þyrfti að hugsa til að skilja myndina? Ha, heldurðu að það hefði ekki verið gaman? HA? Við gætum bara haldið áfram að kvikmynda vinsælar bækur frá orði til orðs, þannig að ailir kynnu söguna utan að og enginn þyrfti að hugsa. Hrafn er líka skammaðúr fyrir að nota ólærða leikara. Svei mér þá. Ég sem hélt að fólk færi í leiklistarskóla til aö standa betur að vígi, ekki til að næla sér í ein- hver einkaréttindi. Hvað dettur fólki næst í hug? Að enginn megi halda málverkasýningu án prófs Valli í hlutverki sínu í „Okkar á niilli - í hita og þunga dagsins". ...og á fullu með Fræbbblunum. Að baki honum er Stebbi tromm- ari, en þeir tveir eru einir eftir af hinum upprunalegu Fræbbblum. úr myndalistarskóla eða spila á hljómleikum án prófs úr tónlist- arskólafÉg meina! það býr eng- inn til listaverk á prófskírteinum, þó svo að skóli geti í mörgum tii- vikum auðveldað fólki að vinna.; - Mörgum finnst þú vera að leika sjálfan þig í kvikmyndinni, þar sem þú leikur ungan verk- fræðing, sem er í pönkhljómsveit í frístundum. í „alvörunni”, eins og börnin scgja, virðistu ósköp borgaralegur drengur en lætur svo eins og argasti pönkari á sviði með Fræbbblunum. Kallast þetta ekki að lifa tvöföldu lífi? - Hvaða tvöfalda líf ? Mér finnst ekkert óeðlilegt við að vera í hljómsveit þó svo að ég hafi það ekki að atvinnu, heldur sem áhugamál. Ég umgengst meira fólk utan við þennan poppheim en innan. Enda hef ég akkúrat engan áhuga á að fylla upp í ein- hverja opinbera dúkkulísuímynd sem fólk hefur af „poppara”. - Þú þykir nú líka síður en svo sérlega pönkaralegur, þó að í fyrstu pönkhljómsveit landsins sért... - Bíddu, bíddu. Hvað er pönk? Pönk er fyrir mér hvorki fatatíska, stjórnmálaflokkur né trúarbrögð, heldur ákveðin af- staða til tónlistarinnar. Og ég hef haldið mig við það síðan við byrj- uðum. - Nú gerir þú flesta tcxta ykk- ar. Ert þú þá ekki ábyrgur fyrir þeirri ímynd sem Fræbbblarnir hafa í hugum fólks? - Textarnir, svona almennt séð, verða oft til þannig að ég læt mér detta eitthvað í hug sem fell- ur að lagltnunni til að hafa eitthvað að raula á æfingum. Textahugmynd kviknar svo stundum út frá því. Nú, það eru svo sem ótal ástæður fyrir text- um. Mig dreymir citthvað. Jonee Jonee eru nýbúnir að senda frá sér sina fyrstu breiðskifu. Vonbrigði: Upp og ofan verður með þá og fleiri i Felagsstofnun Tónleikar i Félagsstofnun Um næstu helgi verða haldnir tónleikar sem að hluta til eru ætlaðir til að greiða það tap er varð af komu Comsat Angels og Eyeless in Gaza. Og sumpart til að geta fjármagnað áframhald- Jón Viðar Sigurðsson skrifar andi tónleika erlendra lista- manna hér á landi. Þessir tónleikar verða i Félagsstofnun Stúdenta föstu- dag og laugardag I næstu viku þ.e. 8. og 9. okt. Það er félags- skapur sem nefnist Upp og ofan sem stendur að þessum tón- leikum. A tónleikunum sem hefjast kl. 20 bæði kvöldin munu Jonee Jonee, Vonbrigði, Þeyr, Þór Eldon, Magnús i Hvalnum, Einar Orn, Vébandið o.fl. koma fram. Verð á aðgöngumiðum verður 80 kr. en hægt verður að kaupa miða á báða tónleika i einu á 120 krónur. eitthvað fer í taugarnar á mér, eða hreinlega mér dettur eitthvað í hug sem gaman væri að búa til texta um. Fólk virðist samt varla lesa textana áður en það fer að rífa kjaft. Eitthvert gáfnaljósið fékk út úr Nei, ekki National front að við værum fasistar, annar að ég væri að skjóta á Bubba í einum þeirra. Ein sagan var kannski verst. Þá vissi drengurinn betur en flýtti sér samt að koma sög- unni af stað „til að fá eitthvert fútt í leikinn” eins og hann sagði sjálfur seinna. Annars er merkilegt í sam- bandi við öll lætin út af þjóð- söngnum að það hefur enginn fattað ennþá að við notum katla úr honum á síðustu plötu okkar, POI’PÞF.TTAR MELÓDÍUR; ....segi ekki hvar... - Ertu eins mikill hægrigaur og sagt er? - Eg man nú ekki eftir neinni sérstakri „hægri” stefnu hjá okk- ur. Ég hef að vísu verið ólatur við að bauna á þessar heilögu kýr, sem kallar sig vinstra fólk, og ef fólk vill meina að þeir, sem ekki taki hugsunarlaust undir þeirra eigin jarm, hljóti að vera bölvað íhald, þá er það þeirra vandamál, ekki mitt. Það er líka leiðinleg árátta hjá ykkur á Þjóðviljanum, að vilja taka allt eignarnámi sem er pólit- ískt („á móti kerfinu”) og vinsælt. Crass hafa t.d. verið miklu harð- ari en ég við að skjóta á vinstri gáfnaljósin, eins og td. í BLOODY REVOLUTION. Samt eruð þið að reyna að gefa lesendum ykkar þá hugmynd um Crass að þeir séu „ykkar megin”. Ég er kannski eitthvað abnormal, þú verður að fyrir- gefa. Ég hef voðalega lítið álit á þessari íslensku pólitík. En mað- ur fylgist þó ósjálfrátt með. Furðulegur andskoti hvernig maður nennir því. Eins og þetta er nú vitlaust. Stundum svolítið fyndið þó. Sjáðu bara Þjóðvilj- ann. Allt er gert til að halda ein- hverri ímynd af þreyttum, sveittum og lúnutn verka- mönnum að berjast fyrir lifi- brauði, en í rauninni er bara verið að múra undir rassinn á nokkrum ráðherrum. Þjóðernisrembingur- inn er líka fóðraður vel og vand- lega, nokkuð sem fer alveg of- boðslega í taugarnar á mér. Sami hugsanagangur og hjá Adolf, birtist bara öðruvísi. Megin hug- myndin samt sú sama. „Við erum svo merkileg þjóð að við megum gera það sem okkur sýnist”. - Ferðu á kjörstað? - Ég hef nú bara tvisvar mátt kjósa (f. 8.2 1959).’79 kaus ég náttúrlega sjálfan mig, eða Sól- skinsflokkinn sem ég var í frarn- boði fyrir. í bæjarstjórnarkosn- _ ingunum síðustu ætlaði ég nú að fara á kjörstað og greiða atkvæði með hundahaldi, en kötturinn kjaftaði mig frá því. - Hverjir eru nú í Fræb- bblunum? - Ég, Stebbi og Steinþór. Tryggvi er endanlega hættur, því miður. Ég hugsa að alltof fáir geri sér grein fyrir því að hann er lang- besti gítarleikari sem fram hefur komið hér á landi síðustu ár. Ekki það að hann sé eitthvað sér- staklega fingrafimur, heldur hef- ur hann ofboðslega næma tilfinn- ingu fyrir því hváð er rétt ryþma- lega og melódískt séð. Virkilega kraftmikill gítarleikari. Þá var líka slæmt að missa Arnór og Kidda. Báðir melódískir og skemmtilegir gítarleikarar. En núna erum við semsagt að leita. Og höfum úr mörgum að velja. Okkur vantar bara húsnæði til að prófa. - Hvað finnst þér um íslenskt popp um þessar mundir? - Mér finnst alveg ferlega þreytt ástand í dag. En ég er líka svo skrýtinn! Ég vil hafa gaman af tónlist,* snarruglaður náungi. Og ég vil helst hafa laglínur í lögum; sem sagt, virkilega brenglaður ungur drengur. - Hvernig er þá mórallinn í þreyttum poppbransa? - Eftirþvísemégkynnistþess- um poppheimi betur, því minna langar mig til að vera hluti af hon- um. Ekki svo að skilja að þetta sé slæmt fólk. Ég á bara ekki heima þar. Ég held líka að mórallinn sé stirður almennt. Þó eru Fræb- bblarnir sæmilega sáttir við flesta. Og öfugt, held ég. - Hvað finnst þér um popp- skríbenta? - Ég veit ekki af hverju fólk heldur að mér sé illa við þá. Þetta eru allt saman heiðarlegir sóma- menn. Ég ber sérstaklega mikla virðingu fyrir:Jens Guð., Sigurði Sverrissyni, Gunnlaugi Sigfús- syni. Pottþétt tríó. Þar fer allt saman sem prýða má góðan gagn- rýnanda: skemmtilegur og skýr stíll, óhlutdrægt mat, næmt eyra, málin krufin til mergjar, aðalat- riðin dregin fram en aukaatriðin látin liggja mitli hluta og utanað- komandi atriði ekki látin trufla. Það hefur verið sagt að gagnrýn- endum hafi ekki verið reistur minnisvarði en ég geri fastlega ráð fyrir að einhverjunt þeirra takist að afsanna þetta. - Jæja þá lesendur góðir, þá fékk maður að heyra það - eða ekki að heyra það. Poppskríbent- ar þessa blaðs eru hvorki í I., 2. né 3. sæti. Þar sem undirrituð hefur engan áhuga á að hlusta á frekara gæðamar á þessum hópi manna er punktur á næsta leiti, og Valli sjálfur lagður fram til flokkunar: hægri, vinstri, norður, niður, upp og ofan... og svo er - líka mörgum alveg skítsama, og löngu hættir lestrinum sem reyndar þýðir að þeir flokkuðu samt... A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.