Þjóðviljinn - 02.10.1982, Side 24
24 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. október 1982
sunnudagskrossgátan Nr. 341
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem
lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því með
því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnu-
brögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja
tilum.Einnigerrétt að takafram, aðíþessari krossgátuergerðurskýr
greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei
komið í stað á og öfugt.
Setjið rétta stafi í reitipa hér fyrir neðan. Þeir mynda þá örnefni á
Vestfjörðum. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 341“. Skilafrestur
er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr. 337
hlaut Árni Einarsson, Kapla-
skjólsvegi 9, Rvík. Þau eru hljóm-
platan: Það er engin þörf að
kvarta með Böðvari Guðmunds-
syni. Lausnarorðið var Kiðja-
berg.
Verðlaunin að þessu sinni er
bókin Njósnanetið eftir Cavin
Lyall.
H- l 12 /3 17 17 ZS 23 13 20 n
1 2 3 */ 5- (p 7- 0? 's Y 10 . M V * //
<n 02 1 12 7T~ /v- 02 /S~ ¥ 02 3 $ // / /
!(p / /2 11 /1 // r 02 18 IS / l(o /<? 1
/<7 11 13 1 11 02 /3 * 11 11 n 20 n T—
? zT l 02 23 2 z /3 11 02 8 11 s W~
S2 3 1? 2$ zz II 02 z<* 1°) 2fT 10 02 02 27
11 02 sr 11 H- 11 II 02 10 15" 20 6~
ZU r 20 02 2S~ 8 r 1/ 02 /s~ t 20 11 sr 11
r 02 )T- 25" 10 28 2í>~ /f 11 s 18 r 11
18 u 22 /<7 02 /S íT k V 22 11 r w 02 \o
j? n CY' 22 7- 2! X 0? 2? Í1 3 02 ii / 11
r 13 )1 r 02 13 22 1 02 £? 2°} H
30 TT~ /f 19 % 2</ n 13 02 3 JT 8 V
A Á B D Ð EÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Allt er vænt, sem vel er grænt:
Dollarinn, grasiö og Jónas
Jónas heitir maður og er Guð-
mundsson. Út lítur fyrir að hann sé
orðinn einskonar próventukarl hjá
Tímanuin og þykir líklega gera vel í
blóðið sitt.
Jónas þessi er niaður bæði stór-
vitur og fjölvitur. Hann hefur öðr-
unt mönnunvmeira vit á skáldskap,
hvort heldur er í bundnu máli eða
óbundnu, á málaralist, á leiklist, á
danslist, á tónlist, á húsageröarlist.
á sjómennsku. á skipasmíðum, á
ferðamálum, á efnahagsmálum og
öllu því. sent snertir stjórnmál. þar
með talin borgarmálin. Og nú hef-
ur enn eitt horniö vaxið á þessu
vísdómshöfði: landbúnaðarmálin.
í rauninni er ntun fljótlegra að telja
upp það, sem Jónas þessi hefur
ekki vit á en hitt. Ef það er þá
nokkuð, því maðurinn er háttvís,
hógv:er, hlédrægur og með afbrigð-
um yfirlætislaus og lítt fyrir það
gefinn að flíka hinni víöfeðmu
þekkingu sinni. Kann því mörg
viskan enn að dyljast í djúpinu.
Nú het'ur Jónas komist að þeirri
spaklegu niðurstöðu, að íslenska
sauðkindin sé villifé, sent gangi
sjálfala, „þótt stofnunin sé hýstur
yfir veturinn". Þetta er merkileg
uppgötvun. Hingað til hafa nienn
staðið í þeirri meiningu, að hér-
lendis hafa sauðkindin verið hús-
dýr allt frá upphafi íslandsbyggðar.
en það er nú jafn gott að fara að
endurskoða þá þjóðtrú. Og þótt
„Nú hefur Jónas komist að þeirri spaklegu niðurstöðu, að íslenska sauðkindin sé villifé,”...
„stofninn sé hýstur yfir veturinn",
þá skiptir það ekki máli, því þá lifir
hann bara á munnvatni sínu og
guðsblessun, líkt og nafni minn sál-
arháski á Hveravöllum forðum.
Fóðurkostnaður er því enginn
þessa 6-7 mánuði af árinu, sem
„stofninn er hýstur”. Það er því
ekkert nema heinttufrekja, ósvífni
og illvilji af bændum að vilja fá
munnvatn og guðsblessun borgað í
afurðaverðinu. Þetta er villifé,
hvað sem bændur segja, og afurðir
villifjár eiga ekki að kosta neitt.
„Hækkanir á kjötvörum eru líka
stöðugar allt árið og því einkenni-
legt að þær skuli taka allt að 50%
stökk í sláturtíðinni”. Fyrr í
greininni er talað um 36-40%, en
allir sjá væntanlega hvert þetta
stefnir þegar hækkunin rýkur upp
um 10% rétt á meðan Jórias er að
bjástra við að konia sarnan seinni
hluta þessarar afuröar sinnar. Von
er að vitringnum blöskri, því
auövitað hækkar ekkert annaö
„stöðugt allt árið". Kaupgjald
stendur í stað, vöruverð sömuleiðis
o.s.frv. En einhvernveginn hefur
það komst inn í kollinn á undirrit-
uðum að allar hækkanir á „villi-
kjötinu“ séu aðeins í beinu sam-
ræmi við og eðlileg afleiðing af
launabótum til annarra stétta. Það
er sannarlega kominn tími til að
endurskoða þessar bábiljur „og
yfirfara þennan reikning, svona
-vegna þjóðarinnar", því auðvitað
er það fásinnan einber að telja
þessa villifjáreigendur hluta af
þjóðinni.
„Launþegar í landinu hafa verið
hófsantir í kröfum”, segir Jónas og
•virðist telja, að allar stéttir
launþega eigi þar óskilið mál, en
þar gegnir nú aldeilis öðru urn
mennina með villiféð. Já, hvað
höfum við að gera með einhverja
sex-manna nefnd þegar við höfum
þarna sjálfan Salómon mitt á með-
al okkar?
Magnús
H. Gíslason
skrifar
„Orkusóun mjólkurbílanna og
fóðurbætisbílanna er auðvitað al-
veg gegndarlaus”, segir Salómon.
Ja, hvort ekki er. fslendingar eru
taldir vera önnur mesta bílaþjóð í
heimi. Og allir þurfa þessir bílar
orku. Úr þessari sóun þarf að
draga. Og þá skiptir öllu máli að
byrjað sé á réttum enda. Og rétti
endinn er auðvitað mjólkurbílarnir
og fóðurbætisbílarnir. Ef að bænd-
ur telja sig þurfa á fóðurbæti að
halda, þá eru þeir auðvitað ekkert
of góðir til að halda á pokaskjött-
unum heim á eigin hrygg. Og
hverskonar uppátæki er það eigin-
lega að vera með þessa tankbíla,
sem sóa orkunni „alveg gegndar-
laust”? Því ekki að endurreisa okk-
ar gömlu og góðu mjólkurdunka og
flytja þá svo bara á klakk til mjólk-
urbúanna? Að vísu kynni það kvotl
að koma niður á gæðum mjólkur-
innar, sem menn kalla svo, hún
kynni kannski að súrna eitthvað í
sólbreyskju á sumrin, en hvað væri
þá að því? Við Salómon vitum ekki
betur en súrmjólk sé talin holl.
Svona flutningar yrðu kannski
nokkuð tímafrekir og því, fljótt á
litið, e.t.v. kostnaðarsamir. En
þetta er misskilnngur með kostn-
aðinn. Bændur eru bara að koma
sinni eigin framleiðslu á markað.
Og hvaða vit er í því að vera að
borga þeim fyrir það?
Já, dollarinn er grænn og grasið
er græ.nt, segir Jónas. Svo virðist
sem á fleira slái grænum lit.
Og mátti ekki seinna vera að
„bændablaðið" kæmi sér upp sér-
fræðingi um landbúnaðarmál.
- mhg