Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 02.10.1982, Blaðsíða 31
Helgin 2.-3. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 Verkfalli undirmanna á kaupskipum aflýst: Raforkuverð til upphitunar lækkar um 17%: „Léttir fyrlr fólk „Við hljótum að lýsa ánægju okkar með að loksins skuli vera búið að taka ákvörðun um að jafna hitunarkostnaðinn og eitt er víst að þetta er verulegur léttir fyrir fólk sem á þessu svæði býr“, sagði Kristján Haraldsson forstjóri Orkubús Vestfjarða í samtali við Þjóðviljann í gær. í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórarinnar frá 5. maí í vor og aftur 21. ágúst um jöfnun upphitunar- kostnaðar í áföngum hefur verið ákveðið að lækka gjaldskrár 5 orkuveitna. Taxtar fyrir upphitun íbúðarhúsnæðis með raforku lækka hjá Rarik. Orkubú Vest- fjarða, Hitaveitu Hafnarhrepps, Hitaveitu Seyðisfjarðar og Raf- veitu Siglufjarðar. Við spurðum Kristján Orkubús- stjóra á Vestfjörðum hver lækkun yrði til notenda á hans svæði: „ Verðið hjá okkur til upphitunar húsnæðis hefur verið 55 aurar fyrir kflówattstundina en verður 46 aurar, en það er tæplega 17% lækk- un. Verðið til fjarvarmaveitnanna á ísafirði, Bolungarvík og Patreks- firði hefur verið heldur lægra, en eftir þessa breytingu nú mun kíló- wattstundin kosta það sama." Hversu niörg hcimili kaupa raf- orku af ykkur til upphitunar? „Til rafhiturnar beint, þ.e. inn á þilofna eða hitatúpur, er um 1000 heimili eða rnæla að ræða á svæði Orkubúsins. 500 heimili eru hjá fjarvarmaveitunum þremur, en þar er vatn hitað upp og síðan leitt heitt inn á ofna notenda. Þá eru um 260 heimili til sveita en þau hafa sa«s- hér” eiginlegan mæli fyrir upphitun, lýs- ingu og eldun. Þar er lækkunin um 6 aurar á kílówattstundina og verð- ur heildarverðið urn það bil 50 aurar eftir lækkun." Hver hefur þróunin verið hjá ykkur notendum frá olíuhitun yfir í rafhitun á síðustu misseruin? „Sú þróun liafði stöðvast um tíma en með þessum ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar sjáurn við hér á Vestfjörðum fram á útrýmingu olíunnar til upphitunar íbúðar- húsnæðis á næstu 3-4 árum. í dag notar um það bil 1/4 hluti heimil- anna á okkar svæði olíu til upphit- segir Krist j án Haraldsson Orkubús- stjóri á Vestfjörðum unar en ég vonast til að hitaveiturn- ar sjái um alla upphitun innan fárra ára“, sagði Kristján Haraldsson Orkubússtjóri á Vestfjörðum að lokum. ! Gninnlauniii hækka um 8% Guðmundur Hallvarðsson: Þessi samningur dregur ótvírætt dám af ASÍ-samkomulaginu. „Stuðningur Dagsbrúnar hafði úrslita- áhrif’ sagði Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélagsins „Farmenn geta sæmilega vel við unað eftir þetta samkomulag þótt ekki hafi allar okkar kröfur náðst fram. Það vantar til dæmis all- nokkuð á að við stöndum jafnfætis okkar ágætu félögum og samherj- um í Verkamannafélaginu Dags- brún, sem þó eru ekkert ofsælir af sínum launuin," sagði Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjóinanna- sambands Reykjavíkur í gær eftir að samningar höfðu verið undirrit- aðir í deilu undirmanna á kaup- skipum. Það urðu nokkrar lagfæringar á orlofsgreiðslum og frídaga- og vinnufatnaðargreiðslum. Þá var út- haldstíminn verulega styttur svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Guð- mundur ennfremur, Hvað með grunnkaupshækk- anir? „Einstök efnisatriði samningsins verða rædd á félagsfundi í dag en það sem ég hef að segja á þessari stundu er að samningur okkar við skipafélögin er á grundvelli ASÍ- samkomulagsins frá í sumar." Heldur þú að tilkynning Dags- brúnar um samúðarvinnustöðvun hafi haft áhrif? „Á því er ekki minnsti vafi og ég vil hér með koma á framfæri þökk- um stjórnar og samninganefndar Sjómannafélags Reykjavíkur til fé- laga okkar í Dagsbrún fyrir þeirra stuðning og vona að þar hafi verið um að ræða skref í átt til aukins samstarfs og samheldni innan verkalýðshreyfingarinnar," sagði Guðmundur Hallvarðsson formað- ur Sjómannafélagsins að lokum. -v. Tildrög samkomulagsins voru þau að um kl 7 í fyrrinótt lagði Guðlaugur Þorvaldsson fram innanhúss sáttatillögu sem fulltrú- ar deiluaðila ákváðu síðan að leggja til grundvallar nýjum samn- ingi. Nýi samningurinn kveður á um 8% grunnkaupshækkun háseta frá 1. október en auk béss nr greitt' fyrir hækkun háseta frá 1. v>..r.óber en auk þess er greitt fyrir vinnutímastyttingar úr 48 stundum á viku sem þýðir að samtals hækka föst laun háseta um það bil 18%. Ná laun þeirra þó ekki 10.00 krón- um á mánuði þrátt fyrir þetta. Laun undirmanna á kaupskipum hækka svo aftur um 3% 1. janúar 1983. Sama launahlutfall helst milli starfshópa undirmanna, en báts- menn hafa haft 15% hærri laun en hásetar og smyrjarar verið með 10% hærri laun. Viðvaningar hafa 90% af launurn háseta og vikafólk 75% af hásetalaunum. Auk þessara grunnkaupshækk- ana koma til auknar greiðslur vegna hlífðarfatnaðar og orlofs- og frídagar verða fleiri. Samkomulag þetta verður lagt fyrir félagsfund í Sjómannasam- bandinu í dag en að honum loknum hefst atkvæðagreiðsla um samning- inn. Stendurhún a.m.k. tværnæstu Vikur þar sem reynt verður að gefa sjómönnum kost á að koma á skrif- stofu félagsins og greiða atkvæði. Vinna hófst strax í gær við lestun þeirra kaupskipa sem höfðu stöðv- ast og hefur því verkfalli á kaup- ■skipaflotanum verið aflýst. Fulltrúar deiluaðila í farmannadcilunni undirrita samkonrulagið auk ríkissáttasemjara um kl. 15 í gær. Ljósm. -eik- Mótmœlin í SR á Siglufirði brotin á bak aftur: Starfsmönnum hótað brottrekstri Starfsfólk í Síldarverksmiðjum ríkisins hóf aftur vinnu í gærdag kl. 13. eftir að a.m.k. tveir af stjórnendum fyrirtækisins, Geir Þ.Zoega og Gísli Elíasson höfðu hótað þeim brottrekstri ef þeir ekki mættu. Mótmælaaðgerðir starfsmanna vegna brottrekstrar starfsfélaga þeirra þriggja á fimmtudag voru þannig brotnar á bak aftur með ógnunum. Miðst jórnarfundurmn í dag í dag kl. 14 hefst í Þinghól, Ham- raborg 11, Kópavogi, mið- stjórnarfundur Alþýðubandalags- ins. Honum lýkur á sunnudag. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Stjórnarskrármálið, fram- sögumaður Ragnar Arnalds, fjár- málaráðherra. 2. Húsnæði flokks- ins, framsögumaður Baldur Ósk- arsson, framkvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, 3. Undirbún- ingur flokksráðsfundar. 4. Stjórnmálasviptingar framundan, - kosningaundirbúningur, frarn- sögumaður Svavar Gestsson, for- rnaður Alþýðubandalagsins. 5. Önnur mál. Miðstjórnarmenn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Kolbeinn F’riðbjarnarson formaður Verkalýðsfélagsins Vöku sagði að gærdagurinn netoi verið einn sá erfiðasti sem hann hefði lifað og það væri hreint ótrú- legt að slíkir hlutir gætu gerst í dag á árinu 1982. Strax uppúr átta í gærmorgun bárust skrifstofu Vöku fregnir af hringingum þeirra félag- anna Geirs og Gísla og hótunum um brottrekstur ef menn ekki mættu til vinnu. Kolbeinn sagði Vinnubrögð sem ekki hafa þekkst í 30-40 ár segir Kolbeinn Friðbjarnarson einsýnt miðað við þessi vinnubrögð að verkalýðsfélagið hefði ekki get- að tryggt starfsmenn gegn brott- rekstri á mánudag og niðurstaðan hefði því verið sú að allir starfs- mennirnir, 50-60 að tölu mættu til vinnu kl. 13. Mótmælaaðgerðir starfsfólksins voru því brotnar á bak aftur en Kolbeinn sagði að málinu væri eng- an veginn lokið af hálfu verkalýðs- félagsins. Þá sagði hann það at- hyglisvert að nú væru upp tekin vinnubrögð sem ekki hefðu þekkst í 30-40 ár í samskiptum verka- lýðsfélaga og stjórnenda fyrir- tækja. Eftir sólarhringslangan fund í deilu undirmanna á kaupskipum við skipafélögin tókust samningar í gær og var samkomulagið undirritað í húsi ríkissáttasemjara um kl. 15 í gærdag. Samkomulag þetta er undirritað með fyrirvara um samþykkt félagsfundar sem verður í dag og síðan munu félagar í Sjómannasambandinu greiða atkvæði á næstu tveimur vikum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.