Þjóðviljinn - 15.10.1982, Side 4

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Side 4
4 SíÐA — ÞJóÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn:,Álfheiöur Ingadóttir, HelgiÓlafsson, LúövíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson, Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bíistjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Þar sem íhaldið rœður • Menn eru farnir að kannast við það af fréttum frá Bretlandi og síðan Bandaríkjunum, hvað gerist þegar hægristjórnir taka við af stjórnum sem hafa með mis- jafnlega miklum rétti verið kenndar við velferðarríkið. Og nú bætist við minnihhitastjórn hægriflokkanna dön- sku ujidir forsæti Poul Schliiters. • Stjórn þessi fær kannski ekki allt það sem hún vill gegnum þingið, en það er ofur glöggt hvað hún helst vill. Til dæmis vill hún ekki aðeins afturkalla dýrtíðar- uppbætur á laun í tvígang fyrir mars 1983 heldur yfir höfuð kippa öllum verðbótum á kaup úr sambandi í a.m.k. þrjú ár. Og ef aðilar vinnumarkaðarins vilja ekki hlýða, þá vill stjórnin grípa til sinna ráða til að taka það af fólki umsvifalaust með hækkuðum virðisauka- skatti sem verðbætur á laun kynnu að gefa. • Pað sem þó helst stefnir Dönum til fjöldamótmæla mikilla og nú síðast í gær, eru áform borgaralegrar stjórnar um niðurskurð á atvinnuleysisbótum og á margskonar félagslegri þjónustu. Atvinnuleysisbætur verða, ef stjórnin hefur sitt fram, tíu prósent lægri hlutur af launum. Pá lækka sjúkradagpeningar um leið og sá siður verður tekinn upp að launamenn taka sjálfir á sig fyrsta veikindadag. Þetta sparar ekki aðeins ríkinu útgjöld, heldur og atvinnurekendum, sem áætlað er að græði á þessari nýbreytni sinni um 540 miljónir króna á næsta ári. • Alls vill stjórn Schluters spara um 3600 miljarði dan- skra króna á félags- og heilbrigðiskerfinu á næsta ári og ætlar að koma þeim sparnaði upp í 5,2 miljarði danskra króna árið 1986. Hér er um margskonar greiðslur að ræða; sparað verður á eftirlaunum, á barnalífeyri, á greiðslum til dagheimila, sjúkrahúsa og elliheimila, til greiðslu á tannlækningum, og einn liðurinn lýtur meira að segja að dvöl útlendinga á sjúkrahúsum! • Eins og aðrar hægristjórnir heldur sú danska því fram, að þetta sé allt nauðsynlegt til þess að hjól efna- hagslífsins fari aftur að snúast. Spádómar hennar um „einhvern bata“ á næsta ári eru þó mjög varfærnislegir, og er það að vonum; vel getur svo farið, að í næstu lotu fari tala atvinnuleysingja í Danmörku upp í 400 þús- und, og er erfitt að sjá hvernig slík þróun getur hjálpað til að hressa upp á ríkisfjármálin og atvinnuvegina. Að minnsta kosti efast fráfarandi ráðherrar danskra sósí- aldemókrata stórlega um að slíkt sé mögulegt. • Sem fyrr segir er enn ekki vitað, hvort öll áform dönsku hægristjórnarinnar komast í gegnum þingið. Radíkali flokkurinn styður stjórnina með hangandi hendi og finnst t.d. ósiðlegt, að þegar sparað er á börn- um og gamalmennum skuli ekkert eiga að spara á hern- um. Það virðist reyndar vera mikið einkenni á hægris- tjórnum, að þær telji flest ríkisútgjöld efnahagslega eða siðferðilega röng, nema þau sem fara í herinn. Meira að segja hér uppi á íslandi taka Heimdellingar fyrirvara- laust undir þann málflutning, að það sé röng þróun að hlutdeild samhjálpar í bandarískum þjóðartekjum aukist á meðan hlutur hersins minnkar nokkuð. • Að öllu samanlögðu er það kannski ekki undarlegt þótt íslendingar, sem eru tiltölulega áhugasamir les- endur erlendra frétta,iséu samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsvísis í fyrradag að meirihluta sáttir við mála- miðlun af því tagi sem bráðabirgðalög íslensku ríkis- stjórnarinnar eru. Þeir vita á hverju þeir eiga von, fái nýfrjálshyggjan svonefnda að leika lausum hala. - áb. Hið virka afturhald Stundum ber á góma þaö hlut- verk fjölmiðla í svokölluðu nú- tímaþjóðfélagi að veita stofnun- um, fyrirtækjum, pólitíkusum og öðrum fyrirbærum ofarlega í valdapýramíðanum félagslegt að- hald. Þá er gjarnan átt við, að nauðsynlegt sé fyrir valdastofn- anirnar að vera í daglegri umfjöll- un, fá eitthvert það gagnrýnið eftirlit sem fjölmiðlar geti veitt með upplýsingum sínum og fréttamennsku. Þegar þesi gállinn er á fjöl- miðlamönnum vísa þeir gjarna til Watergate-málsins í Bandaríkj- unum. Þegar blaðamönnum á dagblaðinu Washington Post tókst að koma Ríkharði Nixon forseta frá embætti með upp- ljóstrunum og afhjúpunum. Eða svo segir sagan. Upp úr þessu var farið að tala um rannsóknar- blaðamennsku og ástarrómanar komust í tísku þar sem hetjan var blaðamaður með sterka siðgæðis- vitund, í stað læknisins sem stóð í hjónaskilnaði áður en hann féll fyrir hjúkkunni. Allt er það nú fyrir bí - en margir halda fast í þetta fyrirbæri, rannsóknar- blaðamanninn sem máske aldrei var til, nema í rómaninum. Hverjir rannsaka hvað? Því miður verður minna úr hinu virka aðhaldi en skyldi, af næsta augljósum ástæðum. Fjölmiðlar fá upplýsingar sínar nefnilega mestan part frá þeim stofnunum sem fyrirfinnast ofar- lega í valdapýramíðanum, þeir eru háðir þessum valdastofnun- um um mötun upplýsinga og ekki síður það sem gildara kann að reynast - um fjármagn. Fjár- málaspillingu geta tæpast aðrir ástundað en þeir, sem völd hafa og aðstöðu til slíkra hluta. Og rannsóknir kenndar við blaða- mennsku geta þeir vart stundað sem háðir eru hinum fyrrnefndu um tilveru sína. En þrátt fyrir þessi erfiðu skil- yrði, vilja fjölmiðlarar þó halda í það að reyna að veita virkt að- hald. Flestir fjölmiðlar á íslandi gera það líka að einhverju leyti. En auðvitað felast annmarkar rannsóknarblaðamennskunnar fyrst og fremst í fjármagninu. Síðdegisblaðið færi nú ekki að af- hjúpa þá sem fjármagna blaðið, Tíminn færi nú ekki í uppljóstr- unarherferð um SÍS, Morgun- blaðið færi aldrei útí að segja hverjir ráða raunverulega um fjármagnsstreymi og auðhringum á íslandi. klipp Glufur opnast .. En þrátt fyrir allt þetta lokaða þjóðfélagskerfi, hafa skapast venjur um það að almenningi gef- ist kostur á vissum upplýsingum. Valdastofnanir láta undan kröf- um og óskum um upplýsingar. Þegar rifur opnast í slíkum stofn- unum, skiptir miklu að valds- mönnum takist ekki að múra uppí rifuna með þögninni áður en nokkur fær rönd við reist. Grundvallar- regla brotin Meðal þeirra aðferða sem not- aðar eru til að koma upplýsingum á framfæri, til að gefa almenningi kost á vitneskju eru svokallaðar fyrirspurnir á löggjafarsamkom- unni. Hinir þjóðkjörnu fulltrúar geta þá spurst fyrir um atriði, sem oftsinnis eru þess eðlis að al- menningi hefði ekki gefist kostur á upplýsingum ella. Það gefur auga leið, að í þjóðfélagi sem hef- ur verið í jafn örum vexti og hið íslenska, hafa skrifræði og stofn- anafjöldi vaxið óðfluga og ein- ungis fám ætlandi að hafa ein- hverja yfirsýn yfir þau býsn. Ein- mitt þessi þróun gerir þá innsýn enn mikilvægari sem fyrirspurnir og svör, sem fást við þeim á alþingi gefa. Það er lögverndaður réttur þingmanna að bera fram fyrirspurnir á alþingi til ráðherra, undir hverja viðkomandi mála- flokkur heyrir hverju sinni. í fyrradag brá hins vegar svo við, að forseti sameinaðs alþingis synjaði Vilmundi Gylfasyni leyfis að bera fram fyrirspurn tii dóms- málaráðherra um embættisfærslu tiltekins sýslumanns tiltekinn dag. Háskalegt fordœmi Þingmaðurinn brást þannig við synjun forseta, að hann fór þess á leit við þingið að það tæki afstöðu til þess hvort fyrirspurnin mætti vera borin upp eða ekki. Síðan varð atkvæðagreiðsla um málið með nafnakalli. Þingmenn þurftu m.ö.o. að taka afstöðu til máls sem ekki var á boðaðri dagskrá og engar upplýsingar lágu fyrir um, nema að forseti hefði synjað fyrirspurnarinnar. Til dæmis lá ekki fyrir hvers vegna forseti taldi ástæðu til að meina Vilmundi að leggja fram fyrirspurn þessa. Virðist hér um gat að ræða í þing- sköpum, því þingmenn hljóta að þurfa annað en sögusagnir til að taka afstöðu í málum sem þess- um. Stefán Jónsson og fleiri alþing- ismenn sem gerðu grein fyrir at- kvæði sínu og voru með því að fyrirspurnin fengist fram borin, lögðu áherslu á að þeir væru ekki að taka efnislega afstöðu til fyrir- spurnarinnar, heldur einungis til þess grundvallaratriðis hvort þingmanni væri meinað að flytja fyrirspurn eða ekki. í stuttu máli samþykki meiri- hluti alþingis að meina Vilmundi Gylfasyni að leggja fram fyrir- spurnina. Vonandi verður sú af- greiðsla ékki notuð sem fordæmi fyrir meðhöndlun fyrirspurna í framtíðinni. Þá hefði þjóðþrifa- rifa lokast. -óg. Hver er íhalds- maður? Morgunblaðið kemst í ein- kennilega beyglu í leiðara í gær þegar það fjallar um fjárlagafr- umvarp ríkisstjórnarinnar. Á einum stað segir blaðið: „Ragnar Arnalds hefur sýnt þ.að og sannað í störfum sínum sem fjármálaráðherra að hann er íhaldsmaður af' gamla skóla- num.“ Og eins og búast má við í Morgunblaðinu er þessi einkunn, svo undarleg sem hún nú er, talin hróss verð: „Fyrir þær sakir nýtur hann mestra virðingar ráðherra Alþýðubandalagsins“. En áður en Morgunblaðið fa- ðmar að sér fjármálaráðherra með sérkennilegri nafngift var það eiginlega búið að ýta honum frá sér. Leiðarinn segir: „Svar ráðherrans við krepp- unn* er þetta: Við skerum niður fjárfestingu og framkvæmdir en viðhöldum allri félagslegri þjón- ustu“. Þetta finnst Mogganum röng hegðun ; blaðið segir að þeir sem vilji taka á kreppunni eins og sannir íhalsmenn („á raunhæfan hátt“), þeir eigi að skera alla út- gjaldaþætti niður. Og þá er nátt- úrlega átt við fordæmi Reagans, Thatchers og nú síðast danska íhaldsmannsins Schluters, sem er um þessar mundir ekki aðeins að afnema verðbætur á kaup með öllu, heldur að ske a niður atvinnuleysisbætur og fleira. Fordæmi, sem rfkisstjórn íslands, sem gárungar hafa nefnt Rauðu Gunnu, hefur ekki fylgt. Og einmitt af þeim sökum er samlíkingin á fjármálaráðherra og einkavinum Morgunblaðsins, sem áður var á minnst, gjörsam- lega út í hött... -áb.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.