Þjóðviljinn - 15.10.1982, Side 10

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Side 10
14 StÐA — Föstudaeur 15. októh"- 1982 Samstarfsnefnd um flokkun kartaflna Um miðjan síðasta mánuð skipaði Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, samstarfsnefnd um mat og flokkun kartaflna og annarra garðávaxta. Nefndin er skipuð sjö mönnum og er formaður hennar, Agnar Guðnason blaðafulltrúi, skipaður af ráðherra. Aðrir nefndarmenn eru: Axel Magnússon frá Búnaðarfélagi ís- lands, Óli Valur Hansson frá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, Gunnlaugur Björnsson frá Grænmetisverslun landbúnaðarins, Jónas Bjarnason frá Neytendasamtökunum, Páll Guðbrandsson frá Landsamtökum kartöflubænda og Einar Hallgrímsson frá Sam- bandi garðyrkjubænda. Yfirmatsmaður garðávaxta, Edvald B. Malmquist, á sæti á fundum nefndarinnar. Á fundum sínum fram að þessu hefur nefndin einkum rætt um flokkun og mat kartaflna. Hún mun leitast við að hafa sem víðtæk- ast samstarf við framleiðendur og neytendur við gerð tillagna um alla þætti er varða framleiðslu og sölu garðávaxta. Markmið nefndarinnar er að stuðla að því að hér verði til sölu nægilegt af góðum og fjölbreytilegum garðávöxtum og fram- leiðendur leggi sitt af mörkum til þess að svo megi verða. Nefndin styður þá ákvörðun landbúnaðarráðherra að ekki skuli veita undanþágu frá stærðarmörkum á kartöflu/n í fyrsta flokki. Þá er nefndin sammála um að taka upp Sérstakan úrvalsflokk af kart- öflum. í þann flokk koma aðeins til greina algjörlega gallalausar, bragðgóðar kartöflur. -mhg Skýrsla um fjárhagsstöðu borgarinnar Ólafur Nilsson, endurskoðandi, hefur nú lokið úttekt á fjárhags- stöðu Reykavíkurborgar við borgarstjórnarskiptin í maí s.l. Verð- ur skýrsla Ólafs tekin fyrir á næsta fundi borgarráðs. Ólafur Nielsson gerði sumarið 1978 úttekt á viðskilnaði borgars- tjórnar 1974-1978, og í samþykkt borgarstjórnar um úttektina nú segir að hún skuli gerð á nákvæmlega sama hátt: Sem kunnugt er leiddi úttektin 1978 í ljós að vinstri meirihlutinn tók ekki við blóm- legu búi eins og látið hafði verið í veðri vaka. • ' -ÁI. Háfœtt fé og lágfœtt Hinn 17. júlí s. I. veitti Edinborgarháskóli Sigurgeiri Þor- geirssyni, sérfræðingi hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins, doktorsgráðu fyrir ritgerð um vaxtarlífeðlisfræði og kjötgæði sauðfjár. Nefnist ritgerðin á íslensku: Vöxtur og þroski skosks Svarthöfðafjár og íslensks sauðfjár. í Svarthöfðafénu var gerður samanburður á þrem stofnum, sem ræktaðir höðfðu verið í rannsóknarskyni úr einni hjörð á 25 árum, þannig, að á hverju ári voru valin í einn hópinn háfættustu lömbin, í annan þau lágfættustu en hinn þriðji var óvalinn samanburðar- hópur. f íslenska fénu voru bornir saman tveir hópar, háfættur og lágfættur Rannsóknarstofnun landbúnaðarins kostaði íslenska tilraunaféð og alla vinnu við krufningar en naut til þess (að hluta), styrks frá Vísindasjóði og frá Kelloggstofnuninni. Edinborgarháskóli veitti höfundi samskortar fyrirgreiðslu við skoska hluta verkefnisins, auk allrar aðstöðu við tölfræðilegt uppgjör. Ritgerðin er 252 bls. í henni eru 76 töflur, 13 línurit og 11 ljósmyndasíður. -mhg Björg Einarsdóttir og Valgerður Kristjánssdóttir ritstjórar verks- ins að vinnu við frágang þess. Ritverkið Ljósmœður á íslandi komið út Ljósmæður á íslandi, tveggja binda verk sem Ljósmæðrafélag íslands gefur út er nú svo gott sem tilbúið til prentunar. Þar er stéttartal allt frá árinu 1761 og til þessa dags, alls um 2 þús. ævi- ágrip, og 60 ára saga Ljósmæðrafélags Islands sem Helga Þórar- insdóttir hefur skrifað. Ritstjórnar verksins eru þær Björg Einarsdóttir og Valgerður Kristjánsdóttir, en vegna útkomu bókarinnar hafa þær í samráði við Ljósmæðrafélag komið málum svo fyrir að almenningur geti lesið handritin yfir í skrifstofu Ljósmæðrafélags að Hverfisgötu 68A. Hún er opin frá kl. 13.30 til 18 alla virka daga. Flugleiðir fá 34,4 miljón kr. ríkisstyrk Gert er ráð fyrir að Flugleiðir h.f. fái 34.3 miijónir króna í ríkisstyrk á árinu 1983 vegna erfiðrar samkeppnisaðstöðu á Norðu- -Atlantshafsleiðinni og verður ríkissjóður að taka lán til þessarar styrkveitingar. —S. dór. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur og nokkrir starfsmenn Félagsmálastofnunar- innar sem starfa í nánu samstarfi við nefndina. Ljósm.: eik. Barnaverndar nefnd Reykjavíkur 50 ára Kvöld- og helgarþjónusta verður nú tekin upp á ný Fyrstu íslensku heildarlögin um barnavernd voru sett hér á landi árið 1932, og eru því 50 ár síðan, nú í ár. Núgildandi barnaverndarlög eru frá árinu 1966 og eru barnaverndar- yfírvöld tvenns konar, annars vegar staðbundnar barnaverndarnefndir og hins vegar barnaverndarráð, sem er áfrýjunar- og eftirlitsaðili sem nær til landsins alls. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur boðaði blaðamenn á sinn fund í tilefni af 50 ára afmæli nefndarinnar, 11. október. Kom þar fram að verkefni nefn- darinnar eru fjölbreytt og yfirgrips- mikil, en skiptast aðallega í þrennt: Eftirlit, umsagnir og fóstur. Starfs- menn Félagsmálastofnununar- innar útbúa mál í hendur nefndar- innar, ef ekki er hægt að leysa úr þeim með samkomulagi. Það kom því fram á blaðamannafundinum að hér á landi er nánast óþekkt að börn séu tekin með valdi af foreld- rum sínum til að framfylgja ákvör- ðunum um forræði barna við skilnað, en slíkt er ekki óalgengt á hinum Norðurlandanna. Þá kom einnig fram að barnaverndarnefnd er umsagnaraðili þegar barn er ætt- leitt og hefur slíkum málum mjög fjölgað með auknum ættleiðingum barna frá fjarlægum heimshlutum. Er talin nauðsyn að koma betra skipulagi á þau mál en nú er og samræma lög um þau á öllum Norðurlöndunum. Á blaðamannafundinum var for- maður nefndarinnar, Dögg Páls- dóttir, spurð að því hvort æskilegt væri að skipa barnaverndarnefnd pólitískt eins og nú er, þar sem starfsmenn Félagsmálastofnunar- innar undirbúa flest stærri mál í hendur nefndarmanna. Svaraði hún því til, að stjórnmála- flokkarnir skipuðu oftast í nefn- dina fólk sem hefði menntun eða reynslu sem kæmi að gagni í starfi sem þessu, og stjórnmál kæmu lítið við sögu í starfsemi nefndarinnar og samstarfi. Hins vegar kom fram að þeirri hugmynd hefur verið hreyft, að taka upp sérstakan dómstól í stað Barnaverndarráðs eins og er t.d. í Bretlandi. Varðandi afskipti barnaverndar- nefndar var spurt að því hvort hún hefði aldrei gert athugasemdir við stundatöflu og starfsemi skólanna í borginni. Eins og öllum er kunn- ugt, búa margir þeirra mjög illa að nemendum með sundursiitnum stundaskrám og óreglulegum vinnuháttum, en nefndinni er ein- mitt ætlað m.a. að hafa eftirlit með „löngum vinnutíma, vökum eða óreglulegum vinnuháttum" barna eða ungmenna. Nefndin hefur ekki gert athugasemdir við skóla hvað þetta varðar. í tilefni af afmælinu var gerð samþykkt á fundi nefndarinnar þann 11. október og hljóðar hún þannig: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur beinir þeim ein- dregnu tilmælum til félagsmálaráðs og borgarstjórnar að komið verði á kvöld- og helgarþjónustu hjá fjölskyldudeild Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar til að sinna bráðavandamálum barna og unglinga serti þarfnast tafarlausrar aðstoðar. Ennfremur samþykkir nefndin að beita sér fyrir því að gerð verði könnun á högum barna sem sett eru í vist eða fóstur til lengri tíma og árangri af þessum ráðstöfunum. 1 Barnaverndarnefnd Raykja- víkur eiga stæti: Dögg Pálsdóttir, formaður Hanna Johannessen, Matthías Haraldsson, Þórhallur Runólfsson, Áslaug Jóhannesdótt- ir, Auður Þórhallsdóttir og Arna Jónsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.