Þjóðviljinn - 15.10.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Síða 12
16 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Garöar Sigurösson alþingismaður veröur meö við talstíma að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardag 16. okt óber kl. 14.00. Stjórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri - Ráðstefna um flokkana og jafnréttismál Alþýöubandalagið á Akureyri efnir til ráðstefnu laugardaginn og sunn- udaginn 30. og 31. október. Dagskrá: 1. Avarp: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. 2. Stjórnmálaflokkarnir, staða þeirra og starfshættir. Framsaga: Soffía Guðmundsdóttir. 3. Afstaða Alþýðubandalagsins til kvennahreyfinga og annarra félags- legra hreyfinga. Framsaga: Helgi Guðmundsson. 4. Jafnréttisbarátta, kvennahreyfing- markmið og leiðir. Framsaga: Sig- ríður Stefánsdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á laugardag og lýkur síðdegis á sunn- udag. Á laugardagskvöldið verður efnt til kvöldvöku. Þeir félagar sem hyggja á þátt- töku í ráðstefnunni eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst á flokksskrifstofuna í Reykjavík, sími 91-17500. Nánari uppiýsingar eru veittar í síma 96-24270. Stjórn Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Alþýðubanilalag Selfossog nágrennis heldur félagsfund að Kirkjuvegi 7 laugardaginn 16. október kl. 16.00. Fundarefni: Kosning fulltrúa á flokksráösfund. Efnahags- og utanríkismál. Framsögu hafa þeir: Ragnar Árnason og Pétur Reimarsson. Félagar Ijölmennið. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar í Hreyfils- húsinu við Grensásveg miðvikudaginn 20. október kl. 20:30. Dagskrá fundarins verður auglýst síðar. -Stjórn ABR Alþýðubandalagið í Reykjavík - Baknefndir B orgarmálar áðs Baknefndir Borgarmálaráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavík hafa nú allir hafið störf. fbaknefndum sitja aðal- og varafulltrúar ABR í nefndum og ráðum borgarinnar og þeir flokksmenn sem óska eftir að taka þátt í starfi nefndanna. f vetur munu eftirtaldar nefndir starfa: 1. Baknefnd félags-, heilbrigðis- og menningarmála. 2. Baknefnd fræðslu-, íþrótta- og æskulýðsmála. 3. Baknefnd umhverfis-, umferðar- og skipulagsmála. 4. Baknefnd framkvæmda- og atvinnumála. Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur flokksmenn til að taka virkan þátt í starfi baknefnda. Skráið ykkur strax í þá baknefnd sem þið viljið starfa í. Síminn á skrifstofu ABR er 17500. Baknefndir Borgarmálaráðs eru opnar öllum félagsmönnum. Skráið ykkur til þátttöku. Síminn er 17500. Stjórn ABR. Alþýðubandalagið í Reykjavík - opið hús Alþýðubandalagið efnir til opins hús í Sóknarsalnum við Freyjugötu þriðjudaginn 26. ok'tóber. I. deild ABR Hverjir ætla norður? Fyrirhugað er að efna til hópferöar frá Reykjavík til Akureyrar á ráð- stefnu ÁBA 30.-31. október. Peir Alþýðubandalagsmenn á Reykjavíkur- svæöinu sem hyggjast taka þátt í ráðstefnunni á Ákureyri.eru beönir aö hafa sambíind viö skrifstofu ABR sem allra fyrst. síminn er 17500. - ABR. Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið í Garðabæ - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 3) kosning fulltrúa í kjördæmisráð, 4) önnur mál. Alþingis- mennirnir Geir Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson koma á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfið. Alþýðubandalagið Egilsstöðum Fundur á vegum hreppsmálaráðs mánudaginn 18. október n.k. að Tjarn- arlundi 14, kl. 20.30. Dagskrá: Dagvistunarmál. Frummælandi Bryndís Símonardóttir. Allir velkomnir - Stjórnin Aðalfundur ABK: Hafsteinn Eggertsson kjörinn formaður Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kópavogi var haldinn í fyrrakvöld og var formaður kjörinn Hafsteinn Eggertsson. I skýrslu fráfarandi formanns, Árna Stefánssonar kom fram að starf var þróttmikið á kosningaári. Fjölgaði í félaginu og eru félagar ABK nú orðnir 170 talsins. Auk Hafsteins Eggertssonar voru kjörin í stjórn þau Theódór Bjarnason, Sigurður Ragnarsson, Kristján G. Arnþórsson og Eva Sigurbjörnsdóttir. Varamenn í stjórn voru kosin ísak Örn Hrings- son og Þórunn Björnsdóttir. „Menn eiga að vera við öllu bún- ir nú í vetur, og því er ánægjulegt að sjá svo marga hér á fundi í upp- hafi vetrarstarfs,“ sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda- lagsins á fjölmennum aðalfundi Al- þýðubandalagsins í Hafnarfirði sem haldinn var á dögunum. Svavar og Geir Gunnarsson alþm. fluttu framsöguræður á fundinum og svöruðu fyrirspurn- um fundarmanna. Hallgrímur Hróðmarsson var endurkjörinn formaður ABH á Hafsteinn Eggertsson, nýkjörinn formaður Alþýðubandalagsins í Kópavogi. fundinum en aðrir í stjórn eru Klara Kristjánsdóttir ritari, Ber- gþór Halldórsson gjaldkeri, Hilm- ar Kristinsson varaformaður og Dröfn Guðmundsdóttir, Sigur- björg Sveinsdóttir og Örn Rúnars- son meðstjórnendur. Til vara voru kjörin Sólveig Birna Grétarsdóttir og Sigurður Gíslason. í ritstjórn Vegamóta eiga sæti þeir Gunnlaugur R. Jónsson, Jó- hann Guðjónsson og Lúðvík Geirsson. Einnig var kjörið í bæjarmálar- áð, kjördæmisráð og flokksráð. Loðdýrarækt: Nálægð fóðurstöðva grundvallar- skílyrði - Þegar veitt eru leyfi til stofnun- ar loðdýrabúa þá þarf fyrst og fremst af öllu að gefa því gaum hversu auðvclt er að nálgast fóðrið því fóðurflutningar um langan veg eru kostnaðarsamir, sagði Haukur Halldórsson á aðalfundi Loðdýra- ræktarsambandsins sl. mánudag. Haukur fann að því, að búið væri að dreifa leyfum til þess að stofna loðdýrabú um land allt án þess að séð væri fyrir fóðurstöðvum ogþað væri í meira lagi varhugaverð stefna. Fóðurflutningar eru kostn- aðarsamir, sagði Haukur og því er það rétt og sjálfsagt að byrja að veita leyfi þeim, sem næst búa fóð- urmiðstöðvum og stöðum, þar sem auðvelt er að koma þeim upp. Síð- ar má svo víkka hringinn. Eins og sakir standa er ekki grundvöllur til að reka loðdýrabú langt frá fóður- stöðvum og því þarf að beita þarna skipulagi. Nú er að störfum nefnd, sem hef- ur það með höndum, að skipu- leggja fóðurframleiðsluna og kom- ið hefur verið að máli við forráða- menn S.Í.S. um að það gerist aðili aðfóðurmiðstöðvunum. Mikilvægt er, að eftirlit með framleiðslu fóð- ursins sé gott þar sem dýrin eru mjög viðkvæm fyrir því. Jón Arnason, sem verið hefur tilraunastjóri á Möðruvöllum í Hörgárdal hefur nú tekið við starfi fóðurráðunautum hjá Búnaðarfé- lagi íslands og mun hann m.a.fylgj- ast með loðdýrafoðrionu. -mhg Skinna- markaður Eins og um var getið hér í blað- inu í haust þá hefur Samband ís- lenskra loðdýraræktenda nú gerst aðili að skinnamarkaðinum í GIos- trup og hefur þannig tekið upp samstarf við hin Norðurlöndin um sölu og kynningu á íslenskum loð- skinnum. Loðskinnaframleiðendur hafa að því leyti sérstöðu miðað við aðra búvöruframleiðslu, að skinnin eru seld á opnum markaði og vöru- vöndun og vörugæði skipta því öllu máli. Það er því alveg fráleitt að menn séu að fást við að pelsa skinn án þess að kunna þar vel til verka. Skinnadeild Sambands ísl. samvinnufélaga mun á komandi vetri taka skinn til verkunar og ætti því að vera vel fyrir þeim skinnum séð, sem þangað berast. Skinna- móttaka verður í húsi Osta- og smjörsölunnar við Snorrabraut, þar sem Loðdýraræktarsambandið hefur aðstöðu. Verð á refaskinnum var gott á þessu ári. Á hinn bóginn er það sveiflu- kenndara en verðið á minkaskinn- unum. Því er hyggilegt fyrir loðdýr- aræktandann að reka bæði refa- og minkabú. Loðdýraræktin er viðkvæm fram- leiðslugrein, sem krefst ná- kvæmni og vakandi umönnunar. Haukur í Sveinbjarnargerði orðaði það svo, að hagnaður af rekstri loð- dýrabúa væri háður fjórum meg- inþáttum, sem segja mætti að allir vægju jafnt. Að einum fjórða væru það eifðaeiginleikar dýranna, að einum fjórða aðbúnaður og umhir- ða, að einum fjórða fóðrið og að einum fjórða pelsun skinnanna. Ef úrskeiðis gengi með einhvern einn þessara þátta þyrfti vart að tíunda hagnað af rekstrinum. -mhg Tilkynning um tann- ÍÍ! læknaþjónustu fyrir 6 — 15 ára börn á vegum skólatannlækninga Reykjavíkurborgar. Skólatannlækningar Reykjavíkurborgar munu í vetur annast tannviðgerðir á skóla- börnum á aldrinum 6-15 ára. Undanskilin eru 13 - 15 ára börn í eftirtöldum skólum: Hagaskóla, Réttarholtsskóla, Laugalækjar- skóla, Ölduselsskóla, Hólabrekkuskóla og Seljaskóla. Þessum börnum er heimilt að leita til einkatannlæknis án sérstaks leyfis, en reikningar vegna tannviðgerða fyrir þau fást því aðeins greiddir í Sjúkrasamlagi | Reykjavíkur að framvísað sé skólaskírteinum barnanna, eða reikningarnir hafi verið stimpl- aðir í hlutaðeigandi skóla. Börnin skulu leita til tannlæknis þess grunn- skóla, sem þau að staðaldri sækja. Fáist þar ekki fullnægjandi þjónusta skulu börnin í samráði við skólayfirtannlækni leita til tann- læknis í Breiðagerðisskóla, Fossvogsskóla eða Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Skólabörn sem þurfa á þjónustu einkatann- lækna eða sérfræðinga að halda skulu fyrir- fram afla sér skriflegrar heimildar til þess hjá yfirskólatannlækni, án hennar verða reikn- ingar frá einkatannlæknum fyrir 6 - 15 ára skólabörn ekki greiddir af Sjúkrasamlagi Reykjavíkur. T ryggi ngatannlæknir Yfirskólatannlæknir Skafti Magnússon frá Sauðárkróki. Hlégerði 29, Kópavogi er látinn. Indíana Albertsdóttir Sveinn Skaftason Kristín Skaftadóttir Svanhildur Skaftadóttir Aðalfundur ABH var haldinn á dögunum: „Verðum við öllu búin”

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.