Þjóðviljinn - 22.10.1982, Síða 7
ðstudagur 22. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Þannig kemur Borgarspítalinn
til meðaðlítaút. Aöeins lítill hluti
viðbygginganna er risinn
en þar er slysadeild
til húsa.
m£L
íjiisSS
iij!í 8
rats
Borgarspítala risin
B-álma
Alllangt er nú um liðið síðan farið var að hyggja að
byggingu borgarsjúkrahúss í Reykjavík, en Vilmundur
Jónsson fyrrverandi landlæknirvakti athygli
bæjaryf irvalda í Reykjavík á því fyrir tæplega hálfri öld
að leggja þyrfti meira fé til heilbrigðismála. Það var svo í
árslok 1948 sem skriður komst á byggingamálin og
bæjarstjórn skipaði sérstaka nefnd til að undirbúa
byggingu bæjarsjúkrahúss Reykjavíkur. Skilaði
nefndin áliti í júní 1949 og lagði til, að í Fossvogi risi 365
sjúklingasjúkrahús. Varhúsameistari bæjarins Einar
Sveinsson fenginn til að teikna bygginguna, og vann
með honum Gunnar Ólafsson arkitekt.
5. og 6. hæð
byggingarinnar
teknar
í notkun
um
mitt næsta
ár
Þrjátíu ára saga
Grunnur að Borgarspítalanum í
Reykavík var tekinn árið 1952 og
nokkru síðar komu fram tillögur
um T-laga byggingu. Hófust bygg-
ingaframkvæmdir formlega 1954, á
miðju ári. Var strax ákveðið að
fresta „um sinn“ byggingu B-
álmunnar, en á næstu 7 árum tókst
að steypa hina hlutana upp, alls um
56.000 rúmmetra.
Fyrsta deildin í Borgarspítalan-
um var opnuð í maí 1966 og var það
röntgendeild sjúkrahússins. Stofn-
dagur spítalans telst hins vegar
vera 28. desember 1967, en þá var
fyrsti sjúklingurinn fluttur inn.
Tóku síðan flestar deildir til starfa
á næsta ári.
Á árinu 1980 flutti slysa- og
sjúkravakt Borgarspítalans í nýja
viðbyggingu sem nefnd hefur verið
G-álman. Þar er aðeins um fyrsta
áfanga fyrirhugaðrar viðbyggingar
að ræða, en í framtíðinni er ætlunin
að þar komi síðar aðstaða fyrir hin-
ar ýmsu stoðdeildir spítalans.
B-álman rís
Haukur Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans og
Magnús Björnsson byggingastjóri
B-álmu gengu með blaðamönnum
Þjóðviljans um hina nýju álmu
sjúkrahússins í fyrri viku og lýstu
húsakynnum.
Það mun hafa verið á árinu 1974
sem sökklar að þessu húsi voru
steyptir, en síðan varð allverulegt
hlé á framkvæmdum. Var það ekki
fyrr en haustið 1979 sem uppsteypa
hússins var boðin út og hafa áætl-
anir varðandi allan ytri frágang
staðist.
Auk kjallara er B-álman 7 hæðir
og er heildargrunnflötur bygging-
arinnar 6.846 fermetrar og húsið
allt 23.176 rúmmetrar að stærð.
Það var ákveðið strax í öndverðu
að B-álman skyldi hýsa öldrunar-
sjúklinga. Á 6 hæðum byggingar-
innar verður komið fyrir 174
sjúkrarúmum, og er þar um að
ræða 80% aukningu á núverandi
fjölda rúma í spítalanum sjálfum,
en auk þess koma svo til hin fjöl-
mörgu útibú Borgarspítalans.
Vegna þess ástands sem skapast
hefur á liðnum árum í málefnum
aldraðra hefur verið settur kraftur í
byggingarframkvæmdir og munar
þar mestu um tilkomu Fram-
kvæmdasjóðs aldraðra á síðasta
ári. Þrátt fyrir það hafa áætlanir frá
árinu 1980 ekki staðist fyllilega, en
samkvæmt þeim var ætlunin að
taka tvær efstu hæðirnar í notkun á
miðju þessu ári.
Þrátt fyrir 24.4 milljón króna fram
iag frá ríki og bæ á bessu ári verð-
ur ekki hægt að taka 5. og 6. hæðir
hússins í notkun fyrr en í mars til
maí á næsta ári, samkvæmt upplýs-
ingum Hauks Benediktssonar fram
kvæmdastjóra. Þá taldi hann
mikinn vafa leika á að hægt væri að
ljúka húsinu endanlega og taka það
í notkun árið 1984. Til þess þyrfti
enn að stórauka fjárframlögin.
Varlega áætlað þyrftum við um 40
milljónir á næsta ári frá því opin-
bera, sagði Haukur Benediktsson í
samtali við blaðið.
Hver hafa
framlögin verið?
Árið 1976 var veitt sem svarar 1
milljón króna til B-álmu Borgar-
spítalans af fjárlögum. 1977 var
veitt 1.2 milljónum, 1978 4.2 mill-
jónum, 1979 voru engin framlög,
1980 var veitt 700 þúsundum, 1981
var veitt 9.6 milljónum af fjár-
lögum til B-álmu, en það framlag
var skorið niður um 480.000 krón-
ur það ár. Á þessu ári veitti
heilbrigðisráðherra 18 milljónum
króna til B-álmunnar úr Fram-
kvæmdasjóði aldraðra en það
framlag hefur nú verið skorið niður
um 3 milljónir á þessu ári og flyst
fram yfir áramót. Fær því B-álman
á þessu ári 15 milljónir úr Fram-
kVæmdastjoði.
Reykj avíkurborg hefur lagt fram
sem svarar 15% byggingarkostnað-
ar eins og lög gera ráð fyrir.
-v.
„Verður einungis
fyrir aldrað fólk”
, Jfú, það er vissulega ástæða
til að hafa áhyggjur varðandi
skortinn á
hjúkrunarfræðingum, og ég er
ekki í vafa um að erfiðleikar
verða á að manna B-deildina
þegar þar að kemur“, sagði
Haukur Benediktsson
framkvæmdastjóri
Borgarspítalans þegar
blaðamaður Þjóðviljans
spjailaði við hann fyrir
skömmu.
„í sumar urðum við að loka
tveimur deildum spítalans vegna
skorts á hj úkrunarfræðingum, en
ekki tókst að ráða fólk í afleysingar
Rætt við Hauk
Benediktsson
framkvæmda-
stjóra
Borgarspítalans
þegar sumarleyfin byrjuðu. Þarna
var um legudeildir að ræða, eink-
um lyflækningadeildarsjúklingar
sem fyrir þessu urðu”.
Hver er ástæðan fyrir þessum
skorti á hjúkrunarfræðingum?
„Þær eru sjálfsagt margvíslegar,
en ég held að launakjörin skipti
ekki öllu máli. Auðvitað verður að
útskrifa meira af þessu fólki, en ég
tel óraunhæft að til séu hundruð
hjúkrunarfræðinga sem sitja heima
og munú 'koma ef launakjörin
batni. Lau þessarar stéttar voru
stórbætt í sumar, en það hafði eng-
in áhrif í þessa átt. Meginhluti
þeirra sem ekki eru úti á vinnu-
markaðinum koma ekki til með að
taka til starfa í sínu fagi. Þetta er
staðreynd sem men verða að viður-
kenna”.
Nú hefur heyrst að ásókn sé í
rúmin á B-deildinni frá öðrum
deildum spítalans. Koma aldraðir
örugglega til með að njóta B-
álmunnar?
„Já, þeir koma örugglega til með
að njóta þeirra 174 rúma sem þar
verða tekin í notkun á næsta ári og
þarnæsta ári. Fjárframlög til bygg-
ingarinnar eru eyrnamerkt þannig
að álman verður að nýtast fyrir öld-
runarsjúklinga. Hinu má svo ekki
gleyma að stór hluti „almennra"
sjúklinga á sjúkrahúsum eru aldr-
aðir, þannig að tilkoma B-álmunn-
ar léttir auðvitað öðrum deildum
Borgarspítalans.
Haukur
Benediktsson:
eflaust verða
erfiðleikar með
að manna
B-álmuna þegar
þar að
kemur.
Varðandi ásókn frá öðrum
deildum að leggja þarna inn sjúk-
linga, má eflaust gera ráð fyrir að
svo verði. Það vantar tilfinnanlega
rúm fyrir háls- nef- og eyrnasjúk-
linga, en Borgarspítalinn er eini
spítalinn hér sem tekur slíka sjúk-
linga. Þá vantar mjög rúm fyrir
sjúklinga sem koma af slysadeild,"
sagði Haukur Benediktsson fram-
kvæmdastjóri Borgarspítalans að
lokum.