Þjóðviljinn - 22.10.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 22. október 1982 ÞJÓÐVILJJNN — StÐA 15
Kvikmyndasjóður
✓
Islands
Hvað dvel-
ur frum-
varpið?
Hvenær má vænta að frumvarp
til iaga um Kvikmyndasjóð íslands
verði lagt fram á alþingi? Þannig
hljóðar fyrirspurn frá Guðrúnu
Helgadóttur til menntamálaráð-
herra, sem lögð var fram á alþingi í
gær.
Guðrún átti sæti í milliþinga-
nefnd sem starfaði sumarið 1981
undir formennsku Indriða G. Þor-
steinssonar. Nefndin skilaði áliti og
drögum að frumvarpi haustið 1981,
en síðan hefur ekkert til frum-
varpsins spurst. Venjan er sú að
frumvörp sem eru afrakstur nefnda
séu yfir farin og lögð fram af við-
komandi ráðherra svo fljótt sem
verða má. Eins og kunnugt er hafa
kvikmyndagerðarmenn lagt mikla
áherslu á nauðsyn þess, að Kvik-
myndasjóður komist á laggirnar,
en fátt er um fjárhagslega bak-
hjarla fyrir hina ungu listgrein.
-óg-
Bandalag kvenna:
Vinnuvaka
f tilefni af ári aldraðra hefur
Bandalag kvenna í Reykjavík á-
kveðið að efna til vinnuvöku.
Verður vinnuvakan haldin að Hall-
veigarstöðum og hefst í kvöld, 22.
október kl. 20, og stendur til há-
degis á sunnudag 24. okt. - degi
Sameinuðu þjóðanna.
Öllum ágóða af vinnuvökunni
verður varið til eflingar starfsemi í
þágu aldraðra, en sem dæmi um
það má nefna, að nú nýlega færði
stjórn og ellimálanefnd Bandalags-
ins elli- og hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstöðum píanó að gjöf.
Aðildarfélög að Bandalagi
kvenna í Reykjavík eru 30 með um
13.000 félögum.
Færeysk
myndlist
Amariel Norðoy frá Klaksvík í
Færeyjum sýnir 8 pastelmyndir og
sex litógrafíur í anddyri Norræna
hússins.
Sýningin stendurtil 1. nóvember
n.k.
Amariel Norðoy er fæddur 1945
í Klaksvík. Hann hefur stundað
listnám við listaakademíuna í
Kaupmannahöfn.
Hann var meðal listamanna, sem
sýndu í Norræna húsinu 1973, með-
an færeyska vikan stóð yfir í
húsinu.
Háskóli íslands:
Afhending
prófskírteina
Afhcnding prófskírteina til
kandidata fer fram við athöfn í há-
tíðarsal Háskóla Islands á morgun,
laugardag kl. 14.00. Rektor
skólans, prófessor Guðmundur
Magnússon, ávarpar kandidata, og
síðan afhenda deildarforsetar próf-
skírtcini. Að lokum syngur Háskól-
akórinn nokkur lög undir stjórn
Hjálmars Ragnarssonar.
Að þessu sinni verða braut-
skráðir 79 kandídatar og skiptast
þeir þannig:
Embættispróf í lögfræði 1, kand-
ídatspróf í íslenskri málfræði 2,
kandídatspróf í sagnfræði 4, B.A.-
próf í heimspekideild 20, próf í ís-
lensku fyrir erlenda stúdenta 2,
lokapróf í rafmagnsverkfræði 2,
B.S.-próf í raungreinum 15, kandí-
datspróf í viðskiptafræðum 13,
aðstoðarlyfjafræðingspróf 1, B. A. -
próf í félagsvísindadeild 19.
Halldór B.
Runólfsson
skrifar
DIMITRI SJOSTAKOVITSJ
(1906-75):
Symfónía nr. 10 í e-moll, op. 93
Flytjendur: Berliner
Philharmoniker
Stjórnandi: Herbert von Karajan
Útgefandi: Deutsche
Grammophon 2532 o30,
digital 1982
Dreifing: Fálkinn
Það er sennilega óþarfi að
kynna rússneska tónskáldið Di-
mitri Sjostakovitsj fyrir þeim sem
á annað borð hafa yndi af klass-
ískri tónlist. Þó má geta þess að
ekkert tónskáld 20. aldarinnar
var jafn iðinn við samningu
symfóníu-tónlistar og einmitt
Magnþrungin
hann. 15 symfóníur sem margar
teljast meistaraverk á því sviði
tónbókmenntanna, gera Sjostak-
ovitsj að ókrýndum konungi sym-
fónískrar tónlistar á þessari öld,
Herbert Von Karajan
þegar tónskáld almennt töldu
þetta form hafa gengið sér til
húðar.
Af öllum þessum tónverkum,
er 10. symfóníuna jafnan álitið
bera hæst sakir innblásturs og
snjallrar formgerðar. Þótt 5.
symfónían heyrist oftar og sú 13.,
kórljóð um kvæðabálk Évtusj-
enkos, Babi-Yar, eða 14. sem
samin er um 11 ljóð eftir Lorca,
Apollinaire, Kúchelbecker og
Rilke séu stórbrotnar hljoðkvið-
ur, markar þessi symfónía tíma-
mót í ferli tónskáldsins. Hún er
nefnilega vendipunktur, uppgjör
alls þess sem áður var komið og
upphaf hins rismikla lokaskeiðs,
sem hefst sama ár og Stalín deyr.
Á því er enginn vafi að anda-
giftin í 5 síðustu symfóníum
Sjostakovitsj 10 síðustu strengja
kvartettunum og fjölmörgum
öðrum verkum tónskáldsins eftir
1953, er að þakka þeirri slökun
sem varð á menningarmálum So-
vétríkjanna eftir fráfall Stalíns og
túlkun
Bería. Frá lokum styrjaldarinnar
hafði tónskáldið ekki samið
neina symfóníu, og frá 1948, þeg-
ar hann missti prófessorsstöðu
sína við Konservatoríið í Moskvu
eftir hina miklu herferð Zhanovs
gegn „formalistunum”, til 1953,
samdi hann nær eingöngu kvik-
myndatónlist og þjóðlegar kant-
ötur.
Þegar 10. symfónían var frum-
flutt í árslok 1953, í Leningrad,
olli hún miklu fjaðrafoki í hinum
opinbera tónlistarheimi landsins.
Var þráttað um verkið í heila þrjá
daga á fundi í Bandalagi sovéskra
tónskálda vorið 1954. Sumir
gagnrýnendur álitu verkið of „ór-
aunsætt” og fullt af bölsýni, aðrir
þ.á.m. rússnesk-ísraelska tón-
skáldið Andrei Volkonski, fórum
um það mildari orðum og kallaði
Volkonski symfóníuna „bjart-
sýnan sorgarleik”.
Þótt margir þættir verksins séu
ansi dökkir, s.s. 1. kaflinn með
sínum hægu og nánast þrúgandi
þemum, er yfir því ljóðræn og
kraftmikil fegurð sem á ekkert
skylt' við þunglyndi eða trega.
Frægt er hvernig Sjostakovitsj
notar hljómasamsetningu í 3.
kaflanum, sem fengin er úr upp-
hafstöfum nafns hans, d-es-c-h
eða Dimitri Schostakowitsch.
Þessi spunkunýja digital-
útgáfa frá Deutsche Grammop-
hon með Fílharmoníuhljómsveit
Berlínar, undir stjórn hms
austurríska Armeníumanns Her-
berts von Karajan, er án efa ein-
hver besta og sannverðugasta
túlkun á 10. symfóníunni sem völ
er á. Karajan hefur haldið sig við
forskriftir tónskáldsins, m.a. í
lokakaflanum (allegro) þar sem
hann keyrir hljómsveitina áfram
á mun meiri hraða en í fyrri út-
gáfu frá 1969 (DG139020) og
öðrum útgáfum sem ég hef heyrt.
Þetta er erfitt fyrir hljóðfæra-
leikara, en útkoman er frábær.
Hvað tempo og tærleik varðar,
slær þessi útgáfa við þeirri sem ég
hef haft til viðmiðunar og teljast
verður ein besta og skýrasta út-
gáfa á þessu verki, HMV útgáfan
frá 1976 (HMV SLS5044) með
Bournemouthhljómsveitinni
undir stjórn finnska hljómsveit-
arstjórans Paavo Berglund.
Það er ekki eingöngu upptakan
sjálf sem hefur vinninginn, held-
ur og hinn innbiásni kraftur
stjórnanda og hljómsveitar, sem
gerir það að verkum að manni
finnst sem ailur hinn rússneski
andi Sjostakovitsj sé endurbor-
inn í æðra veldi.
Dmitri Sjostakovits
Landsráðstefna
ungra
Alþýðubandalagsmanna
Landsráöstefna Æskulýðsnelndar Alþýðubanda-
lagsins verður haldin dagana 23.-24. okt. í fund-
arsal Iðnaðarmannahússins við Hallveigarstíg.
Dagskrá í stórum dráttum:
LAUGARDAGUR:
Kl. 10-12: Setning, ávarp Svavars Gestssonar, formanns
Abl., skýrsla fráfarandi nefndar, reikningar, umræöur.
Kl. 13-15: Lögö fram og rædd reglugerð um skipulag
æskulýösstarfs Abl. Lögö fram og rædd starfsáætlun fyrir
komandi ár.
Kl. 16-19: Aðrar ályktunartillögur, kynning á aöalefni ráö-
stefnunnar, hópstarf.
Kl. 20: Glens og gaman fram eftir.
Ungt fólk og verkalýðshreyfingin
Ungir sósíalistar - fjölmennið. ÆnAb.
SUNNUDAGUR:
Kl. 10-12: f ramhald hópstarfs.
Kl. 13-15: Framsöguræða Ásmundar Stefánssonar, for-
seta ASÍ, fyrirspurnir, almennar umræður.
Kl. 15:30-19: Umræður, afgreiösla mála, kosningar.
Ráöstefnuslit, Nallinn.