Þjóðviljinn - 22.10.1982, Qupperneq 16
DIÚÐVIUINN
Föstudagur 22. október 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsúni Helgarsími afgreiöslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Borgarstjórinn gagnrýndur í gær
Fór rangt með
upplýsingar
Fullyrðingar Davíðs í sjónvarpi
á dögunum hraktar
á fundi borgarstjórnar í gær
✓
Ovissa
um
Grjóta-
þorp
Engin svör fengust við því í borg-
arstjórn í gærkvöld, hvað Sjálf-
stæðisflokkurinn hyggst fyrir varð-
andi skipulag Grjótaþorps. Var þó
hart eftir því gcngið af þeim Sigurði
Harðarsyni og Sólrúnu Gísla-
dóttur.
Sjáfstæöisflokkurinn felldi í g'ær-
kvöldi tillögur um að leita staðfest-
ingar á skipulagi þorpsins, og að
gerð yrði áætlun um framkvæmd
þess. Einnig var fellt að flytja
leikvöll á horni Túngötu að Grjóta-
götu og að leitað yrði samvinnu við
íbúa þar.
Sigurður Harðarson sagðist
harmaefSjálfstæðisflokkurinn ætl-
aði nú að hlaupast undan merkjum
og gera að engu þann mikla áfanga
sem náðst hefði með einróma sam-
þykkt borgarstjórnar á deiliskipu-
lagi þorpsins. Þó taldi hann enn
von um verndun þess þar sem tveir
borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins lýstu á fundinum stuðningi við
þau sjónarmið. Það voru Katrín
Fjeldsted og Albert Guðmunds-
son. Óskaði Sigurður eftir því að
haldinn yrði opinn fundur með íbú-
um og húseigendum Grjótaþorps
hið fyrsta um framtíð þorpsins.
-ÁI
Norðmenn ætla
að mótmæla
hvalveiðibanninu:
íslendlngar
hafa ekki
tekið
ákvörðun
Mótmæli ein þjóð
framlengist
fresturinn um
90 daga
Þær fréttir bcrast frá Noregi, að
norska ríkisstjórnin hafi ákveðið
að mótmæla hvalveiðibanni því
sem samþykkt var á fundi Alþjóða
hvalveiðiráðsins fyrr á þcssu ári.
Fresturinn til að mótmæla veiði-
banninu, scm taka á gildi 1986,
-Það er alvarlegt að æðsti emb-
ættismaður borgarinnar skuli fara
rangt mcð upplýsingar í fjölmiðli,
sem nær til allra landsmanna, þar
sem enginn er til andsvara, sagði
Sigurjón Pétursson m.a. í borgar-
stjórn í gærkvöldi. Sigurjón kvaddi
sér hljóðs utan dagskrár í upphafi
fundar vegna rangfærslna borgar-
stjóra í sjónvarpsþætti s.l. þriðju-
dagskvöld þar sem hann tvítók að á
síðasta kjörtímabili hcfði um 350
lóðum verið úthlutað að jafnaði á
_ári. Hrakti Sigurjón þessar fullyrð
ingar Davíðs Oddssonar, sem
reyndar er u ekki nýjar af nálinni,
því hann bcitti þcim mjög í kosning-
abaráttunni s.l. vor.
Sigurjón benti á að telja mætti
úthlutaðar lóðir með misjöfnum
hætti þannig að hægt væri að kom-
ast niður í 402 lóðir á ári minnst og
523 mest á kjörtímabili vinstri
meirihlutans og væri þá Sogamýri,
.120 íbúðir, sem íhaldið féll frá út-
hlutun á, ekki talin með. Byggði
Sigurjón tölur sem hann fór með á
fundinum á upplýsingum tveggja
embættismanna borgarinnar,
Hjörleifs B. Kvaran og Yngva
Loftssonar og benti á að ef þeir
færu með rétt mál, sem hann efað
ist ekki um, þá færi borgarstjóri
með rangt mál. Sagðist hann
reyndar trúa þeim betur en borg-
arstjóra og um málflutning hans
sagði Sigurjón að það væri sama
hversu oft sama lýgin væri endur-
tekin, hún yrði ekki sannleikur
fyrir það.
Aðrir talsmenn minnihlutans
tóku undir átölur Sigurjóns á máls-
meðferð Davíðs Oddssonar í sjón-
varpsþættinum. Sagði Kristján
Benediktsson að á borgarstjóra
hvíldi sú skylda að fara rétt með
mál þegar hann kæmi opinberlega
fram á þennan hátt en Davíð Odds-
son hefði fallið á því prófi.
rennur út 4. nóvcmber nk. Aftur á
móti framlcngist þessi frcstur um
90 daga, ef ein þjóð mótmælir.
Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri
sjávarútvegsráðuneytisins, sagði í
samtali við Þjóðviljann í gær, að
enn hefði ekki verið tekin ákvörðun
um það hvort íslcndingar mót-
mæltu banninu. Hann benti á að nú
hefði norska ríkisstjórnin lýst því
yfir, að hún myndi mótmæla, og
eins sagðist hann hafa heyrt að Jap-
anir ætluðu að gera slíkt hið sama.
Við það myndi fresturinn til að
mótmæla framlengjast um 90 daga
hjá öðrum þjóðum.
Þá var Jón inntur eftir því hvort
menn óttuðust hótanir ríkisstjórn-
ar Bandaríkjanna að beita sér fyrir
því að banna sölu fisks frá þeim
þjóðum, sem ekki virtu hvalveiði-
bannið. Ilann sagði að í því sam-
bandi stæði mönnum kannski meiri
ótti af ýmsum félögum vcstan hafs,
sem hafa sýnt það að þau gcta haft
mikil áhrif á neytendur, cf þau
beita sér gegn ákveðnum vöruteg-
undum.
Að lokum benti Jón á, að enn
væri nokkur tími þar til hvalveiði-
bannið á að taka gildi og margt gæti
breyst á þessum tíma og því of
snemmt að vera að spá um hvað
gerast muni. -S.dór
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir hélt í fyrrakvöld kvöldverðarboð að
Hótel Sögu til heiðurs forseta Finnlands, Mauno Koivisto og konu hans
Tellervo. Myndin er tekin er þau komu inn á Hótel Sögu. Ljósm. - gel -
„Einmgin
vex í
flokknu
11
— segir Friðrik
Sophusson
varaformaður
Sjálfstæðisflokksins
„Einingin vex í flokknum“, sagði
Friðrik Sophusson varaformaður
Sjálfstæðisflokksins aðspurður um
fundahöld Sjálfstæðismanna utan
og innan ríkisstjórnar í baksölum
alþingis í gær.
Einsog kunnugt er er mikið um
smáfundi í gluggakistum og her-
bergjum afsíðis í Alþingishúsinu
þessa dagana. Svo virðist sem þessi
fundahöld fari fram í vinsamlegu
andrúmslofti, og þingmenn ganga
kampakátir um þingsali eftir þessa
makkfundi. Friðrik Sophusson
vildi ekki lá,ta annað uppiskátt um
fundahöld Sjálfstæðisflokksins
beggja arma en tilvitnuð orð hér að
ofan.
Hins vegar eru margir aðrir um
þá skýringu í baksölum alþingis, að
Geirsarmur Sjálfstæðisflokksins
geti ekki unað við það, að Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra fái
að fylgja stjórnarskrármálinu eftir
sem formaður stjórnarskrárnefnd-
ar, og það sé ein skýringanna á
fundahöldum þessum.
-óg
Endurvarpsstöð relst á
Sy ðri-Rauðamelskúlu
„Við Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur, sem situr í Náttúru-
verndarráði, fórum vestur 25. ág-
úst sl. og litum á allar aðstæður við
Syðri-Rauðamclskúluna. Gaf Sig-
urður síðan umsögn um það hvern-
ig standa ætti að framkvæmdum
við endurvarpsstöðina, og ég á von
á að eftir henni hafl verið farið“,
sagði Gísli Gíslason starfsmaður
Náttúruverndarráðs í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Póstur og sími ákvað í sumar að
reisa endurvarpsstöð sjónvarps á
Syðri-Rauðamelskúlu í Hnappadal
í sumar. Kvaðst Hans Þormar hjá
Pósti og síma vonast til að stöðin
kæmist í gagnið í haust, en hún á að
þjóna nokkrum bæjum í Kol-
beinsstaðahreppi.
Þegar framkvæmdir við endur-
varpsstöðina áttu að hefjast hafði
verkstjóri einn samband við Nátt-
úruverndarráð og bað það að
kynna sér málið. Brugðu Náttúru-
verndarráðsmenn skjótt við og
stöðvuðu framkvæmdir í IV2 sólar-
hring meðan aðstæður voru skoð-
aðar og umsögn gefin að því loknu.
Við spurðum Gísla Gíslason hver
hefði verið umsögn Sigurðar Þór-
arinssonar jafðfræðings um fram-
kvæmdirnar:
„Hann gaf fyrirmæli um að kofi
við sjálfa endurvarpsstöðina yrði
færður að syðri brún gígsins, þann-
ig að hann sæist síður. Þá yrði húsið
með svipuðum lit og gjallið í kring.
Vegurinn, sem átti að liggja upp
norðurhlið kúlunnar, verði lagður
þannig að hann spillti sem allra
minnst mosaþembum og öðrum
gróðri og að vegarslóðanum yrði
kirfilega lokað fyrir allri umferð
strax að framkvæmdum loknum“.
Og hefur verið farið að þessum
fyrirmælum?
„Við eigum eftir að taka verkið
út, og ég veit raunar ekki til þess að
því sé lokið ennþá. En úttekt á
framkvæmdum mun fara fram við
fyrstu hentugleika‘% sagði Gísli
Gíslason starfsmaður Náttúru-
verndarráðs að lokum. -v.
Miðstjórn ASÍ
Fordæmir
bann á
starf
Samstöðu
Fundur í miðstjórn ASI sem
haldinn var í gær samþykkti sani-
hljóða að fordæma harðlega hina
nýju vinnulöggjöf herstjórnarinnar
í Póllandi. Samþykkt ASÍ hljóðar
þannig:
„Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands fordæmir harðlega hina nýju
vinnulöggjöf herstjórnarinnar í
Póllandi, sem gengur þvert á sam-
þykktir Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar (ILO) um faglcgt frelsi og
réttindi, en Pólverjar eru aðilar að
þeim samþykktum. Tilgangur lag-
anna er augsýnilega sá, að leysa
upp verkalýðssamtökin Samstöðu.
Nú, þegar Lech Walesa og aðrir
löglcga kjörnir forystumenn sam-
takanna hafa setið í fangelsi í nær
ár, vilja stjórnvöld koma á mála-
mynda verkalýðsfélögum á cinstök-
um vinnustöum undir forræði
stjórnvalda.
Samstaða, sem á stuttum tíma
fylkti 80% vinnandi manna undir
sitt merki, verður að fá fullt athafn-
afrelsi í pólsku þjóðfélagi, ef nást á
sú þjóðareining sem nauðsynleg er
til að leysa þau miklu vandamál
sem við er að stríða. Miðstjórn Al-
þýðusambands Islands krcfst þess,
að pólsk stjórnvöld láti af mann-
réttindabrotum og virði rétt verka-
fólks til að bindast samtökum.“
Hjálmar
Vilhjálmsson
Vil ekkert
segja
Rannsóknarskipið Bjarni Sæ-
mundsson hefur verið í rannsókn-
arleiðangri á loðnumiðunutn und-
anfarið, og í gær höfðum við sam-
band við Hjálmar Vilhjálmsson,
fiskifræðing og leiðangursstjóra og
spurðumst frétta.
Hjálmar sagðist ekkert geta sagt
á þessu stig málsins; hann yrði að
vinna fyrst úr þeim gögnuni, sem
aflað hefur verið í leiðangrinum.
Hann varðist líka allra frétta um
það hvort eitthvað nýtt liefði kom-
ið fram í þessum leiðangri; gerði sig
dularfullan í málrómnum og sagði
að menn yrðu að bíða þess að leið-
angursmenn kæmu í land. -S.dór