Þjóðviljinn - 03.11.1982, Page 3

Þjóðviljinn - 03.11.1982, Page 3
Miðvikudagur 3. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 30 tonn af grísum yfir Norðurpól — og til Suður-Kóreu DC-8 vél frá Cargolux lenti á Keflavíkurflugvelli í gær með óvanalegan farm í óvanalegu flugi. Hér voru á ferðinni 30 tonn af lif- andi grísum frá Malmö á leið til Suður-Kóreu yfir Norðurpólinn. Er þetta í fyrsta sinn sem Cargolux-vél flýgur þessa leið, sem tekur um sólarhring. Flug- stjóri í þessu flugi er Kolbeinn Sig- urðsson. Tvöföld áhöfn er í vélinni, en héðan er flogið til Pusan í Suður- Kóreu með örstuttri viðdvöl í Al- aska. Ragnar R. Kvaran flugstjóri flýtur vélinni til skiptis við Kol- bein. Við hittum þá félaga þegar vélin hafði stutta viðdvöl á Keflavíkur- flugvelli um 4-leytið í gær. Þar sem hér er um mjög viðkvæman farrn að ræða, 310 stykki af lifandi grís um, sem eru allt að 90 kíló að þyngd hver, verður að fljúga í sem næst einum áfanga. Ekki má af- ferma vélina, en opnað er til að lofta út hjá dýrunum þar sem stoppað er og tekið bensín á með- an. Þeir félagar voru hinir hress- ustu og sögðust lítið heyra í dýrun- um. Með þeim eru tveir „svína- hirðar" sem fylgja þeim alla leið til Pusan í Suður Kóreu, en þar verða dýrin væntanlega stofninn í nýrri svínarækt. Dýrin eru nánast í ein- angrun, þar sem mikilvægt er að þau taki engar sýkingar eða veirur á leiðinni. Við spurðum Kolbein hvort hann hefði flogið áður yfir Norðurpólinn: „Nei, aldrei. Við munurn fljúga rétt sunnan við pólinn og milli- lenda í Anchorage í Alaska. Þar verður örstutt viðdvöl og síðan flogið í einni lotu til Pusan í Suður- Kóreu. Flugið yfir pólinn tekur rúma 7 tíma og síðan eru aðrir 8 tímar til Kóreu. Þar verða grísirnir skildir eftir, en við fljúgum beint áfram til Hong Kong, þar sem vélin verður hreinsuð og við fáum hvíld.“ „Er enginn hávaði í svínunum?" „Nei, við heyrum ekkert í þeim,” svarar Ragnar R. Kvaran flug- stjóri. „En það kemur mikill hiti af þeim, það verður væntanlega verk að þrífa vélina þegar við kornum til Hong Kong. Annars eru dýrin í búrum og algerlega lokuð frá okk- ur. En þeim þykir greinilega gott að anda að sér fríska loftinu hér,“ segir Ragnar og bendir okkur upp í vélina, þar sem búið er að opna til að hleypa inn hreinu lofti. Grísirnir stara undrandi á okkur og hrína út í íslenska norðanvindinn. Við máttum ekki tefja þá Kol- bein og Ragnar lengur, þar sem vélin átti að fara aftur í loftið eins fljótt og unnt var og aðeins eftir að sækja bunka af veðurfarsskýrslum fyrir ferðina. Við spurðum þá að lokum hvernig gengi hjá Cargolux. „Alveg ágætlega. Nú er nóg að gera og mikið af verkefnum fram- undan. Við vonum bara að það haldist" sögðu þeir. Við óskuðum þeim góðrar ferð- ar, sem verður ekki á enda þegar blaðið kemur út. Á leiðinni til Reykjavíkur iðruðumst við ljós- myndarinn þess mest að hafa ekki smeygt okkur inn hjá grísunum og fylgt þeim alla leið á áfangastað. - þs Garcia Villas á Hótel Vík Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur um 2'h. milljón manna undir- ritað áskorun til norrænna þjóðþinga um stofnun kjarnorku- vopnalauss svæðis á Norðurlönd- um. Undirskriftarsöfnun af þessu tagi er nú að fara af stað hér á landi og vinnur starfshópur á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga að málinu. Ætlunin er að fá ýims fé- lagssamtök og einstaklinga til þess að gangast fyrir söfnun undir- skrifta. Þeir sem hefðu hug á að leggja henni lið geta haft samband við Átla Gíslason í síma 8 68 78 og Kennevu Kunz í síma 54 506. Kjamorkug vopnalaus Norðurlönd Mariella Gracia Villas formaður Mannréttindanefndar E1 Salvador er stödd hér á landi á vegum Al- þýðuflokksins og mun eiga hér við- ræður við ýmsa aðila. I kvöld kl. 20.30 verður hún hjá Kvennafram- boðinu að Hótel Vík í Reykjavík, og verður það væntanlega eina tækifærið sem gefst fyrir almenning að hlýða máli hennar og inna tíðinda. ÆSKAN er 56 síður Októberblaöíð er komiö. Foreldrar! Gefiö börnun- um ykkar árgang af Æsk- unni. Nýjir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaup- bæti. Það borgar sig að gerast áskrifandi. Af- greiðsla Laugavegi 56, sími 17336. Bókaskrá Æskunnar 1982 er komin út. „Það er tjaldað rækilega á milli grísanna og okkar svo við heyrum ekkert í þeim“, sagði Ragnar K. Kvaran flugstjóri. Með honum á myndinni er Kolbeinn Sigurðsson, flugstjóri. Ljósm. - eik - Búnaðarbankinn Akureyri Glerárhverfi Á morgun opnar Búnaðarbankinn afgreiðslu í nýrri verzlanamiðstöð í Glerárhverfi á Akureyri, Afgreiðsla þessi er undir stjórn útibússtjóra bankans á Akureyri og er ætlað að þjóna hinu ört vaxandi bæjar- hverfi norðan Glerár. Kaff iveitingar verða fyrir viðskiptavini allan opnunar- daginn. Verið velkomin BIINAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.