Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 5. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Uppátæki nemenda í MR Róið á Tjornmni Róðrafélag Menntaskólans í Reykjavík efnir til óvenjulegrar uppákomu á Tjörninni í Reykjavík nú um næstu helgi. Þá munu nem- cndur skólans róa stanslaust í sólar- hring á Tjörninni eða þar til 100 kílómetrar hafa verið lagðir að baki, til að vekja athygli á happ- drætti Olympíunefndar íslands. Uppákoman hefst á morgun kl. 16 á Hlemmi, og munu nemendur ganga þaðan fylktu liði niður Laugavegi og safna áheitum. Hefst svo sjálfur róðurinn kl. 17 á morgun. Nemendur munu standa sjálfir undir kostnaði við róðurinn með söfnun áheita, 50 aurum á hvern róinn kílómetra, eða 50 kr. á hvern áheitamiða. Margir hafa lagt hönd á plóginn til að gera þetta tiltæki mögulegt, og lagði Hafskip hf. m.a. fram bún- inga handa ræðurum. - v. Kökubasar og flóamark- aður Lúðrasveitin Svanur efnir til ' kökubasars og flóamarkaðar á sunnudag kl. 14 í Borgartúni 1, efri hæð. Lúðrasveitin leikur nokkur fjörug lög utandyra, ef veður leyfir, en inni verða á boðstólum gómsætar kökur og margt eigu- legra muna á góðu verði. Sölusýning á Hrafnistu Árleg sölusýning á handavinnu vistfólksins á Hrafnistu, DAS, Reykjavík verður í dag, laugardag, frá kí. 13.30. Þar verða til sölu margskonar handunnir munir. Á myndinni eru nokkrar vistkonur við vinnu sína. Broadway sunnudagskvöld Týrólar skemmta Hingað til lands er kominn hóp- ur dansara, hljóðfæraleikara, söngvaraogjóðlarafráTýról. Mun hópurinn skemmta í Reykjavík og á Akureyri um helgina og lýkur heimsókninni með mikilli skíða- hátíð á Broadway á sunnudags- kvöld. Þar verður boðið upp á austurrískan kvöldverð, kynntar skíðaferðir til Austurríkis á vegum Úrvals, Útsýnar og Flugleiða, skíðafatnaður sýndur og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Hópurinn frá Týról kemur fram á skemmtun í Sjallanum á Akur- eyri síðdegis á föstudag og aftur á föstudagskvöld. Á laugardaginn verður hópurinn á Esjubergi í há- deginu og um kvöldið í Broadway og Skálafelli. Á sunnudagskvöldið verður síðan skíðahátíðin á Broa- dway og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Frá sýningu LA á Jómfrú Ragn- heiði í fyrravetur: Guðbjörg Thoroddsen í titilhlutverkinu. Ljósm. Þengill. Jólaleikrit Þjóðleikhússins: Ragn- heiður í leikgerð Bríetar Jólaleikrit Þjóðleikhússins í ár er jómfrú Ragnheiður, leik- gerð Bríetar Héðinsdóttur byggð á Skálholti eftír Guðmund Kamban. Bríet leikstýrir verk- inu sjálf, titilhlutverldð er í hendum Guðbjargar Thorodd- sen, Gunnar Eyjólfsson leikur Brynjólf biskup og Hallmar Sig- urðsson leikur Daða. Leiktjöld gerir Sigurjón Jóhannsson. Bríet Héðinsdóttir gerði þessa leikgerð fyrir Leikfélag Akureyrar sem sýndi Jónfrúna í fyiTavetur við metaðsókn og góða dóma. í þeirri sýningu var leikstjórn í höndum Bríetar, Sigurjón gerði tjöldin og Guðbjörg Thoroddsen fór með hlutverk Ragnheiðar, eins og í sýningu Þjóðleikhússins nú. — ÁI ísafjörður: Mokveiði Rækjubátarnir veiddu 6 tonna vikukvóta á 2 dögum Mjög góð veiði hefur verið á rækju og hörpudiski hjá ísafjarðar- bátum síðustu daga, að sögn Theó- dórs Norðkvist, framkvæmda- stjóra hjá Rækjuverksmiðju O.N- .Ölsen á ísafirði. Sagði Theodór að rækjubátarnir hefðu náð á tveimur dögum því magni sem þeim er heimilt að veiða yfir vikuna, eða 6 tonnum á bát. Ástæðuna fyrir þess- ari miklu veiði telja sjómenn vera þá, að fiskur sé í djúpinu og því þjappi rækjan sér saman. Sömu sögu er að segja með hörpu- disksveiðina. Þrír bátar stunda hana frá fsafirði, og hefur verið mokveiði hjá þeim öllum að undanförnu. Heimilt er að veiða 600 tonn af hörpudiski í Djúpinu í ár, en í fyrra mátti veiða 500 tonn. í gær var aflinn hjá bátunum sem stunda hörpudisksveiðarnar 3 til 4 tonn á bát, sem er með því allra mesta sem gerist. - S.dór Fyrfrlestur um Pascal I dag kl. 16 heldur prófessor Michael Alexandre Nusimovivi frá Háskólanum í Rennes í Frakklandi fyrirlestur í Háskóla íslands, sem ber heitið „Pascal og raunvísindi 20. aldar“. Fyrirlesturinn er á en- sku og er öllum heimill aðgangur. Nusimovici hefur byggt upp rann- sóknarstofu í eðlisfræði fastra efna við háskólann í Rennes þar sem hann hefur stjorn kristallaeðlis- fræðideildar með höndum. Próf- essorinn hefur m.a. gert 19 kvik- myndir um vísindaleg efni. Örn Petersen, verslunarstjóri Hljómbæjar h.f., sýnir fréttamönnum sendingu frá sovéska sjónvarpinu. Á innfelldu myndinni sést móttökuskermurinn á þaki verslunarhúss Hljómbæjar h.f. sem ætlað að hafa op- ið fyrir almenning á laugardaginn milli 11 og 16 og sýna sendingarnar frá Sovétríkjunum. - (Ljósm. - gel Hljómbær h.f. flytur inn sjónvarpsmóttökuskerma: Nær bara sendingum frá Sovétríkjunum Þeir sem leið áttu um Hverfis- götuna í Reykjavík í gær, ráku augun í heljarmikinn sjónvarp- smóttökuskerm. sem festur hefur verið uppá tak húsnæðis Hljómbæ- jar h.f. að Hverfisgötu 103, en það er dótturfyrirtæki Karnabæjar h.f. sem áður vara bara hljómplötu- deild þess fyrirtækis. Þegar nánar var að gáð kom í ljós að með þessum skermi er hægt að ná sendingum frá sovéskum sjónv- varpsgervihnetti, sem staðsettur er á mínus 13 gráðu að sögn Þorvaldar Sigurðssonar yfirmanns tækni- deildar fyrirtækisins. Nást 3 rásir frá Sovétríkjunum og eru myndirn- ar eins skýrar og hjá íslenska sjón- varpinu. Þá sagði Þorvaldur að hægt væri að velja um tungumál með útsendingunum. Hann sagði ennfremur að eftir 4 ár yrðu Bretar og Frakkar búnir að skjóta á loft gervitunglum, sem vandalaust ætti að vera ná með þessum skermi sem er 3ja metra skermur og kostar um 300 þúsund krónur, eins og er, með festingum. Sagði Þorvaldur að móttakan væri mun betri en búist hafði verið við af sérfræðingum Luxor, en frá því fyrirtæki eru skerinarnir. Þar sem kapallagnir eru komnar, geta fjölbýlishús eða kaupstaðir keypt einn svona skerm, sem nægir full- komlega fyrir heilu byggðarlögin. Hitt er aftur ljóst, að næstu 3-4 árin munu Sovétmenn sitja einir að sendingu sjónvarpsefnis til íslands um gervihnött, og er því voðinn vís, ekki síst ef þeir tækju upp á því að senda íslenskt tal með sjón- varpsefninu, sem fullkomlega er hægt. Kapalhverfi eins og Breiðholt eða Borgarnes, svo dæmi séu nefnd, þar sem kapal- lagnir eru langt komnar, gætu þá átt von á kveðju eins og þessari: Gott kvöld Breiðhyltingar, þetta er sovéska sjónvarpið. - S.dór. fjArhagsAætlun REYKJAVÍKURBORGAR1983 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykja- víkurborgar fyrir áriö 1983. Athygli borgarbúa, svoog hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerö fjárhagsáætlunarinnar þurfa aö hafa borist borgarráöi fyrir 15. nóvember nk. Borgarstjórínn i Reykjavik, 1. nóvcmbcr 1982. Leitað til íbúa eftir hugmyndum að framkvæmdum: Frestur tll 15. nóv. í dagblöðunum í gær birtist auglýsing frá Reykjavíkurborg þar sem vakin er athygli á því að vinna við fjárhagsáætlun 1983 stendur nú yfir. Er frestur til þess að bera fram óskir, tillögur og ábendingar um framkvæmdir til 15.nóvember n.k. og eiga slíkar t.d. frá íbúðasamtökum að berast borgarráði. Forsaga þessarar auglýsingar er sú að borgarfulltrúar Kvenn- aframboðs lögðu á síðasta fundi fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarráði að sjá til þess, að leitað verði eftir hugmyndum íbúa- og hverfasamtaka í borg- inni um hvaða verkefni er brýnast að vinna að í hverju hverfi fyrir sig á komandi fjárhagsári. Frest- ur íbúa- og hverfasamtaka til svara miðast við gerð fjárhagsá- ætlunar.“ Ekki gátu Sjálfstæðis- menn fallist á þessa tillögu, en gerðu hana engu að síður að sinni með breyttum formerkjum. Þeir fluttu svohljóðandi breytingartil- lögu: „Borgarstjórn samþykkir að fela borgarstjora að kynna borgarbúum, sem og hagsmuna- samtökum, svo sem íbúasam- tökum, með opinberri auglýs- ingu, að óskir, tillögur og ábend- ingar, sem koma skuli til athug- unar við gerð fjárhagsáætlunar, þurfi að berast borgarráði fyrir 15. nóvember n.k.“. Þessi tillaga var samþykkt með 12 atkvæður.i gegn 9, og kom sú fyrri því ekki til atkvæða. - ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.