Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 10
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. nóvember 1982 Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 FÖSTU DAGSKVO LD í JISHÚSINU I í Jl!HÚSINU MATVORUR FATNAÐUR HÚSGÖGN RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Munið okkar stóra og vinsæla kjötborð FÖSTUDAGSKVÖLD OPIÐ 1ÖLLUM DEILDUM TIL VJunió okkar hagstæðu kaupsamninga KL. 10 í KVÖLD JH Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 — Sími 10600 hátíð í Austurbæjarbíói laugardaginn 6. nóv. kl. 14. Minnst verður 65 ára afmælis Októberbyltingarinnar og 60 ára afmælis sovéska ríkjasambandsins. Listamenn frá Tadsjikistan í Mið-Asíu skemmta. í þeim hópi eru óperusöngkona, píanóleikari, hljómsveit rúbob-leik- ara og dansarar. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynnast þjóðlegri söng- og danslist Mið-Asíubúa og hlýða á frábæra tónlistarmenn. Aðgangur að nóvemberhátíðinni er ókeypis og öllum heimill. Listafólkið frá Tadsjikistan kemur einnig fram við opn- un myndlistarsýningar í Eden, Hveragerði, kl. 18 laug- ardaginn 6. nóv. og daginn eftir, sunnudag 7. nóv. kl. 16 í Hlégarði, Mosfellssveit. MÍR Sovéskir dagar1982 Nóvember- Knattspyrnuþjálfarar Námskeið B og C stigs verða haldin dagana 12., 13. og 14. nóv., fyrri hluti, og 26., 27. og 28. nóv., seinni hluti, í húsakynnum Kenn- araháskóla íslands. Þátttaka tilkynnist fyrir 10. nóv. á skrifstofu KSÍ, sími 84444, milli kl. 4 og 6 e. hád. þar sem veittar verða nánari upplýsingar. Tækninefnd KSÍ. Kennarafélög á SV-landi: Mótmæla f jársvelti Þrjú stór kennarafélög hafa sent frá sér mótmælaorðsendingu þar sem harðlega er mótmælt því fjár- svelti sem Námsgagnastofnun býr við ár eftir ár. Skora þau á fjárveit- inganefnd Alþingis og fjármála- ráðherra að endurskoða fjárveit- ingu til stofnunarinnar og sjá til þess að hún verði verulega hækkuð til þess að skólarnir geti sinnt hlut- verki sínu eins og til er ætlast. Umrædd félög eru Kennarafélag Reykjavíkur, Kennarafélag Kópa- vogs, Seltjarnarness og Kjósar- sýslu og Kennarafélag Reykjaness. í ályktun þeirra stendur m.a.: „Fyrir nokkrum árum tók Náms- gagnastofnun við hlutverki Ríkis- útgáfu námsbóka og Fræðslu- myndasafns ríkisins. Skólamenn hafa bundið miklar vonir við þessa nýju stofnun enda gefa lög um hana góð fyrirheit. Jafnljóst er að til þess að hægt sé að framkvæma það sem í lögunum stendur þarf fé og það talsvert. Erfitt mun líklega reynast að meta til fjár arðsemi slíkrar sjárfestingar en þó má öllum vera ljóst að góðir skólar þurfa góðan útbúnað og að sá útbúnaður kostar peninga. A þeim hefur hins vegar staðið til þessa.“ Þá segir ennfremur að á hverju hausti megi nemendur og kennarar þola það, löngu eftir að skólar hefj- ast, að þurfa að bíða eftir nauðsyn- legum gögnum og ennfremur að út- gáfa nýs efnis dragist, jafnvel ár eftir ár. Fjölnir hf. gefur út 6 bækur: Fyrsta bókin um sjálfsrækt og alkó- hólisma Útgáfufélagið Fjölnir hf. mun senda frá sér sex bækur nú fyrir jólin, og eina hljómplötu. Bækur Fjölnis eru „Mesta mein aldarinnar“ - bók um áfengisvand- amálið eftir Joseph P. Pirro fyrir- lesara við Freeport sjúkrahúsið í Bandaríkjunum; „Max og Helena“ eftir Simon Wiesenthal - sönn frá- sögn úr helför Gyðinga; „Ingólfur á Hellu“ eftir Pál Líndal - fyrra bindi ævisögu Ingólfs Jónssonar fyrrum ráðherra og alþingsmanns; „Fimmtán kunnir knattspyrnu- menn“ eftir Anders Hansen blaðamann - samtalsbók við ýmsa kunna knattspyrnumenn íslenska; Hrafn Pálsson afhendir Joseph P. Ljósm. eik. „Stóra Barnabókin“ - bók með sögum, vísum, kvæðum, þulum, leikjum og þrautum fyrir börn oe foreldra, í samantekt Jóhönný Thorsteinsson fóstru, við mynd- skreytingar Hauks Halldórssonar myndlistarmanns; og loks ný bók um kappann James Bond, 007 eftir John Gardner. Hljómplatan sem Fjölnir sendir frá sér nú í nóvember er hæggeng plata með tíu nýjum lögum Gunnars Þórðarsonar, sem öll eru sungin af Pálma Gunnars- syni. Pirro eintak af bókinni. Mesta mein aldarinnar nefnist fyrsta bók Fjölnis. TJndirtitill hennar er „Joseph P. Pirro ræðir um sjálfsrækt og alkohólisma." Pirro er kunnur fyrirlesari við Freeportsjúkrahúsið í New York, sem þúsundir íslendinga hafa kynnst á baráttunni við áfengis- vandamálið, en Pirro hefur oft komið hingað til lands og meðal annars haldið fyrirlestra í sjónvarp- inu. - Hrafn Pálsson hefur þýtt fyrirlestra Pirros og búið í bókar- form. Austfirðingaf élagið: Byggðarlagakynning Austfirðingafélagið í Reykja- vík er elsta átthagaféiag í höfuð- borginni, stofnað 1904 og hefur starfað óslitið allar götur síðan. Félagið hefur lagt lið ýmsum góðum máium heima í fjórðungi, haldið uppi ákveðn- um þætti í samkvæmislífi borg- arinnar, efnt til ferðalaga, ým- iss konar fræðsiu- og skemmti- funda o.fl. Þó er kannski ótal- inn sá þátturinn, sem síst er vert Kirkjukór Akraness syngur í Gamla biói Kirkjukór Akraness og fslenska óperan bjóða eldri borgurum í Reykjavík til ókeypis tónleika í Gamla bíói á morgun. Tónleikarn- ir verða tvennir, kl. 10.30 fyrir há- degi og kl. 13.30 eftir hádegi. Flutt verða vinsæl lög irinlend og erlend af kórnum og einsöngvurum. Fríða Lárusdóttir annast undirleik, söng- stjóri er Haukur Guðlaugsson og kynnír á tónleikunum er séra Björn Jónsson. Á tónleikunum verður Þórður Kristleifsson, söngkennari sérstak- lega heiðraður og verða flutt sex lög úr lagasafni hans. Ókeypis miðar eru afhentir í bókaverslun Lárusar Blöndal á Skólavörðustíg og í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austur- stræti. að gleyma, en það er að við- halda kynnum og tengslum Austfirðinga innbyrðis hér syðra og við heimabyggðirnar. Á seinni árum hafa verið stofnuð smærri átthagafélög fyrir langflest byggðarlög á Austurlandi. Sam- tímis hefur starfssvið Austfirðing- afélagsins breyst og Austfirðinga- mótin ár hvert orðið gildasti þáttur- inn í starfsemi þess. Er félagið nú að reyna að víkka starfssvið sitt á ný. Einn liðurinn í þeirri viðleitni er að efna til byggðarlagakynninga í máli og myndum, þar sem gagnkunnugir menn fjalla um og fluttur verður ýmiss konar fróðleikur og sagnir úr Um næstu áramót munu verða framkvæmdastjóraskipti hjá Arn- arflugi hf. en Gunnar Þorvaldsson flugstjóri sem gegnt hefur því starfi sl. ár hefur óskað eftir því að verða leystur frá störfum. Við starfi hans tekur Agnar Friðriksson viðskipta- fræðingur. Gunnar mun taka upp störf flugstjóra að nýju. í fréttatilkynningu frá Starfs- mannafélagi Arnarflugs segir af viðkomandi byggðarlögum og kynnt frumsamið efni eftir menn þaðan. Ein slík kynning var á sl. vori þar sem 3 syðstu sveitarfélögin í Suður-Múlasýslu voru kynnt. Næsta byggðalagakynning verður í Sigtúni 24. apríl á næsta vori og verða þá kynnt tvö nyrstu byggðar- lögin í Norður-Múlasýslu, þ.e. Skeggjastaðahreppur og Vopna- fjarðarhreppur. Stjórn Austfirðingafélagsins skipa nú: Guðrún K. Jörgensen, formaður, Sigrún Haraldsdóttir, Bergsteinn Ólason, Brynjólfur Ingólfsson, Sonja Berg og Grímur M. Helgason. Varamenn: Eiríkur Lárusson og Þórólfur Friðgeirsson. -mhg þessu tilefni: „Vegna fram- kvæmdastjóraskipta hjá Arnar- flugi vill stjórn Starfsmannafélags Arnarflugs þakka Gunnari Þor- valdssyni vel unnin störf í þágu fé - lagsins og fagnar því að Arnarflug fái að njóta starfskrafta hans og hæfileika á öðrum vettvangi innan starfseminnar. Stjórn Starfsmann- afélagsins býður Agnar Friðriks- son velkominn til starfa.“ -v. Arnarflug hf.: F ramkvæmdastj óra skipti um áramótin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.