Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. nóvember 1982 Einar Víglundsson. Bjöm Ágústsson. Hraðfrystihús Patreks- fjarðar flutti í nýtt húsnæði fyrir röskum tveimur árum og er nú lang stærsti vinnustaðurinn á Patreks- firði. Má raunar segjaað það sé lífankeri bæjarins eins og atvinnumálum er þar nú háttað. Þangað fór frétta- maður Þjóðviljans í heim- sókn á dögunum og ræddi við verkstjórana, Einar Víglundsson og Björn Ágústsson, sem báðir eru ungir menn, útskrifaðir úr Fiskvinnsluskólanum. Þeir sögðu að síðustu 6 vikur hefði verið dauft með vinnu í frystihúsinu, vegna þess að eini togarinn á Patreksfirði, sem leggur upp hjá HP, hefði verið í klössun. Auk þess hefðu aflabrögð verið með lélegasta móti, en auk togar- ans leggur einn bátur upp hjá HP. Þeim kom saman um það, að þorp- ið stæði og félli með þessum eina togara. Það sést best á því, að þeg- ar mest er að gera mun um 125 manns vinna í frystihúsinu og við aðra fiskverkun hjá HP, sem þýðir að meira en helmingur bæjarbúa hefur afkomu sína af vinnu í HP, miðað við vísitölufjölskyldu. Rætt við Einar Víglundsson og Björn Agústsson verkstjóra Helmsókn í Hraðfrysti Patreksfjari Enginn sendlr háfsmíðað skip til veiða Þar sem hráefni vantaði til frystingar, var unnið við saltfiskpökkun ÍHP. Vítahringur Kaupfélagið á Patreksfirði á um 90% af hlutafé í HP, sem var tekið í notkun í ársbyrjun 1980. Ekki hefur tekist að útvega fjármagn til að fullgera frystihúsið, enn vantar bráðnauðsynleg tæki. Einar sagði að ef frystihúsið ætti að standa undir sér, fjármagns- kostnaður væri óskaplegur, þá þyrfti að framleiða 9 til 11 þúsund tonn af fiski á ári. Nú er ekki hægt að framleiða meira en 6 til 7 þús- und tonn, af því að nauðsynleg tæki vantar, og þau tæki er ekki hægt að kaupa vegna peningaleys- is. Þannig er þetta hálfgerður víta- hringur sem erfitt er að komast útúr. Eins benti hann á það, að ef hús- ið væri fullbúið tækjum og mann- skap væri hægt að framleiða um 12 þúsund tonn á ári, en þá þyrfti líka 3 skuttogara, en frystihúsið hefði nú bara einn, og enginn fengi að kaupa skuttogara eins og málin stæðu í dag. En það er von okkar og trú að takast megi að byggja þetta fyrirtæki upp, þannig að hjólin fari að snúast fyrir alvöru. Til þess þurfa allir að leggjast á eitt, sagði Einar. Bjóm benti á að enn vantaði eina flökunarsamstæðu, aðstöðu til lausfrystingar og fleira. Þannig varð frystihúsið að hefja vinnslu. Mönnum þykir sjálfsagt að hefja vinnslu í frystihúsum vanbúnum tækjum, en engum manni myndi detta í hug að senda hálfsmíðaðan togara til veiða. Hverjum dytti í hug að senda skip á veiðar, án þess að búa það fiskileitartækjum og öðrum tækjum sem talin eru nauð- synleg á hverju nútíma fiskiskipi í dag? Ekki nokkrum einasta manni; en þetta gera menn aftur á móti með fiystihús, sem áað vinna afla hinna vel búnu skipaog senda hann á einhvem viðkvæmasta og harðasta markað sem þekkist, sagði Björn. Magn á kostnað gœða Oft er talað um að hráefinis- gæði séu ekki eins og þau eiga að vera, eru sjómenn kærulausir um hráefnisgæðin? Ekki vildu þeir Einar og Bjöm kenna sjómönnum einum þar um. Þeir bentu á að Verðlagsráð sjáv- arútvegsins hefði breytt verði milli gæðaflokka með þeim hætti að hagkvæmara væri fyrir sjómenn að hugsa meira um magn en gæði hrá- efnis. Eins væru veiðiferðir togar- anna of Iangar. í stað þess að vera 10 til 12 daga í veiðiferð, ættu þeir ekki að vera lengur en 7 daga. Loks bentu þeir á að bónuskerfið sem unnið er eftir í frystihúsunum tekur ekki til gæða hráefnis, held- ur aðeins til nýtingar og hraða. Þetta væri galli. Nauðsynlegt væri að taka hráefnisgæðin þar tnn. Sú manneskja sem afkastar 500 kg. af illa unnu hráefni fær mun meiri peninga en sú sem afkastar 250 kg. af mjög vel unnu hráefni. Okkur verkstjórunum er oft kennt um það ef hráefnið er ekki nógu gott eða nógu vel unnið, en meðan kerfið býður uppá það sem við höfum nefnt hér að framan, er það ekki á okkar valdi að breyta miklu þar um, sögðu þeir félagar. Verður besta frystihús landsins Þeim bar saman um, að þegar HP væri fullbúið, yrði það eitt glæsilegasta frystihús landsins. Löndunaraðstaða er eins og hún getur orðið best. Skipin leggjast við bryggju, sem stendur við hús- vegginn svo að segja, og húsnæðið sjálft verður mjög gott þegar það er fullbúið. Um þessar mundir er 45 manns fastráðið hjá HP, við frystingu og h'ka saitfiskverkun sem HP er með. Meðan togarinn var í klössun á dögunum varð að segja 25 manns upp hjá HP vegna hráefnisskorts, sem sýnir kannski best hversu mikil líftaug togarinn er þorpinu. Eg tók eftir því meðan á sam- tali okkar stóð að mikið mæðir á verkstjórum á svo stórum vinnustað sem þessum, og því var spurt hvort verkstjórastarfið væri erfitt. Jú, það getur verið meira en lítið erilsamt, ,,stressandi“ eins og það er kallað nútildags, en þetta venst eins og annað, og það endar með því að menn verða taugaiausir í þessu starfi. Þeim kom saman um að starfið væri á vissan hátt upp- byggjandi, menn kynnast fólkinu vel og verða að þekkja hvem og einn; engir tveir starfsmenn eru eins. Því er gott að kunna dulítið fyrir sér í sálfræði. Þeir voru einnig sammála um að verkstjórastarf í frystihúsi væri erfiðara en fram- kvæmdastjórastarfið. Pressað er á verkstjóra úr öllum áttum, frá stjómendum fyrirtækisins, sölu- samtökunum, gæðaeftirlitinu og starfsfólkinu sjálfu. Vinnudagur- inn er líka langur, auk þess sem verkstjórar þurfa að vera á bak- vak t; oft er hri ngt í þá að nóttunni. Enda er það svo, sagði Björn, að starfsaldur verkstjóra í frysti- húsi er ekki langur og það skiljum við afar vel. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.